Dagblaðið - 18.10.1976, Side 11

Dagblaðið - 18.10.1976, Side 11
,AÐIÐ. MANUDAC.UR 18. OKTÖBER 1976. óþægindum og ergelsi að báðar konurnar eru sanntrúaðir kaþólikkar. Árum saman hefur Corrigarn verið starfandi í h.jálparsvéitum heilagrar Mariu. Andstæðingar hennar segja hana þjást af Jóhönnu af Örkdellu. „Hún sér sýnir oftar en hún borðar hádegismat," hnussaði kaþólskur stjórnmála- maður nokkur. Öfgastnnaðir mótmælendur litahreyfingu þeirra álíkaillum augum. A útifundum hreyfingarinnar hafa mörg þúsund konur — bæði kaþólskar og mótmælendatrúar — tekið höndum saman og sungið sálma og baráttu- söngva. Margar þessara kvenna hafa aldrei áður tekið í hönd kaþólskrar konu. Aðeins hernaðarlegur sigur dugir, segir séra Paisley. Einn leyniherja mót- mælendanna. hópur sem kallar sig Frelsishermenn Ulsters, er sagður hafa hótað að ráðast á hvern þann friðarhreyfingar- fund. sem haldinn yrði i hverf- um mótmælenda. Séra Ian Paisley, orðhvatastur herskárra stjórn- málamanna úr hópi mótmælenda, hefur vísað hreyfingunni á bug sem gagns- lausri. „Það er aðeins ein leið fær til að berja IRA niður, og það er hernaðarlega," segir hann. Starfsemi friðarkvennanna er stjórnað úr nokkrum subbulegum skrifstofum á annarri hæð gamals húss nærri miðborg Belfast. Aðstoðarfólk, aðdáendur og fréttamenn úr öllum heimshornum eru á leið upp og niður stigana allan liðlangan daginn. Símahringingum er svarað með kveðjunni „Halló, friðarfólkið hér.” En jafnvel þeir sem óska hrevfingunni velfarnaðar eru ekki vissir um að hún muni verða langlíf. Friðarherferðir til þessa hafa allar verið brotnar á bak aftur nærri jafn- skjótt og þær hafa komizt af stað. En engin fyrri hre.vfinga hefur vakið jafnmikinn áhuga og lifað jafnlengi og sú sem þær Williains og Corrigan veita nú forystu. Hatrið í augum þeirra Þeim til aðstoðar við að komast hjá pólitískum vand- ræðum er blaðamaðurinn Ciran McKeown. sem sagði starfi sínu hjá dagblaði einu í Dublin lausu til áð einbeita sér ,að starfinu með frú Williams og ungfrú Corrigan. Dæmi um vandræðin er það sem gerðist eftir að múgurinn réðst á konurnar tvær. Konurnar, sem réðust á bær, höfðu safnazt saman á mótmælafunai í kapólska hverfinu Turf Lodge í Belfast. Andófinu var beint að brezka hernum vegna dauða þrettán ára gamals drengs, sem hafði orðið fyrir kúlu hermannanna. Þegar Williams og Corrigan komu á vettvng voru gerð hróp að þeim og þær sakaðar um stuðning við brezka herinn og svik við málstað skæruliða IRA. Síðar sagði frú Williams: „Ég var sem slegin yfir hatrinu í augum þeirra “ Daginn eftir gáfu konurnar út tilkynningu þar sem þær létu í ljós andúð sína á ofbeldis- verkum brezka hersins — jafn- mikla og þær hafa á blóðsút- hellingum annarra. En þessi yfirlýsing varð til þess að margar mótmælenda- konur létu af stuðningi sínum við hre.vfinguna. Daginn eftir sendu þær frá sér aðra lengri yfirlýsingu sem McKeown hafði skrifað. Þar var lögð önnur áherzla á afstöðu þeirra til hersins. „Fólk sem enn kallar sig föðurlandsvini“ „Við líkjum ekki grimmdar- legum , og skipulögðum hryðjuverkum herja mótmæl- enda og kaþólikka saman við þau einstöku tilfelli þar sem liðsmenn öryggissveitanna (brezka hersins) hafa farið út fyrir ramma laganna," sagði í yfirlýsingunni. Þar var lýst yfir stuðningi við öryggissveitirnar, sem hina einu löglegu löggæzlu í landinu „þar til ibúar landsins hafa sjálfir byggt upp sínar eigin nýju stofnanir til þess.“ í yfirlýsingunni var einnig drepið á viðkvæmt mál sem er hvort friðarsinnarnir eigi að láta í té upplýsingar um nágranna sinn, sem vitað er að tekur þátt í skæruhernaðinum. Enn sem komið er hafa friðarkonurnar látið ógert að taka afstöðu til þess. En í yfirlýsingu þeirra sagði: „Hin hefðbundna skömm sem f.vlgir orðinu „upplýsandi" (informer) er eins og ekkert miðað við þá skömm, sem er fólgin í ■ hryðjuverkum er framin eru í nafni hvors aðilans sem er af fólki sem enn kallar sig föðurlandsvini." / 11 Myndlist Um sýningu Torfa Jónssonar að Skúlogötu 61 nú flutt ó „Loftið", Skólavörðustíg 4 Þokkafullur menúett Hér á landi hefur auglýsinga- iðnaðurinn stórbatnað á síðustu árum og er nú meira af læróu hæfileikafólki starfrndi innan hans en nokkru sinni fyrr. Sumt af þessu fólki beitir hugviti sínu nær eingöngu í þágu annarra við hönnum merkja, auglýsinga, bóka og vegg- 'spjalda en aðrir hafa meiri metnað og fást við sjálfstæða listsköpun í tómstundum. Einn hinna síðarnefndu er Torfi Jónsson teiknari sem kunnur er fyrir athyglisverð merki og vandað útlit bóka á borð við Vestmannaeyjabók AB og Höfadyn, svo og fagra leturgerð. En Torfi hefur einnig fengist við teikningar sem hann hyggst útfæra í grafík, svo og vatnslitamyndir. skiptast í tvennt, í grófar og hratt útfærðar myndir af fólki ag landslagi og nostursamlegar blekteikningar af afstrakt formum með vatnslitaívafi. Sýna þær gott auga fyrir aðalat- riðum og þungamiðju mynd- efns og næman skilning á hlut- verki lita. Eftirtektarverðustu verk Torfa eru samt vatnslita- stemmningarnar sem gerðar eru á næfurþunnan og grisinn japanskan pappír. Engu ofaukið Kveikjan að þeim er e.t.v landslag og lífrænir eiginleikar þess, svo og frönsk ljóðræn af- straktlist. Notar Torfi sér sam- spil lithnoðranna og pappírsins á m.jög þokkafullan hátt, engu er ofaukiö og allt miðar að sama marki. að m.vndrænni heild er verkar á áhorfandann eins og formfastur menúett með tilbrigðum. Er Ijóst að hæfileikamaður hefur bætzt í hóp vatnslitamálara hérlendis og verður spennandi að fylgjast með framvindu þeirrar listar í höndum Torfa Jónssonar. Nú hefur hann loks látið verða af þvi að sýna þessi verk opinberlega og hanga þau uppi á auglýsingastofu hans að Skúlagötu 61 fram til 15. október eða svo. Ljóðrœn listgófa Sýnir Torfi um 30 verk, letrun, teikningar og fjölda vatnslitamynda sem öll bera vott um fínlega og ljóðræna listgáfu. Letursíður hans virðast í fyrstu eiga meira skylt við auglýsingagerð heldur en persónulega tjáningu en séu þær grannt skoðaðar einkennast þær af snerpu og hrynjandi sem skipar þeim í flokk „kallígrafískrar" listar. Teikningar Torfa á sýningunni meginorsök umferðarslysa? Gisli Jónsson sanna mynd af binuin almenil umferðarhraða. Þá mundi fás staðfesling á þvi. að núvcrand ákvæði um hámarkshraða ýmsum megin uml'erðaræðun höfuðborgarsvieðisins eru úrclt og til þess eins fallin að skapa virðingarleysi manna fyrir um- ferðarlögum. Það er ljóst, að barátta lög- reglu gegn of hröðum akstri er virðingarverð viðleitni til að draga úr slysum en því miður er ekki að vænta verulegs árangurs. Meðan á herferð stendur er nokkur hópur manna á varðbergi gagnvart radar lögreglunnar en síðan leitar allt í sama horfið og áður. Það skal viðurkennt, að því minni sem hraðinn er. þeim mun meiri möguleikar eru til að l'orðast slys og óumflýjanleg slys verða minni. En eru ekki aðrar leiöir vænlegri til árang- urs? Jú, tvímælalaust. Áhrif blendunar og róð gegn henni I l'yrsta lagi á að vera mun slrangara eftirlit með ör.vggis- búnaði bila en nú er. Núver- andi skoðunarfyrirkomulag er úrelt. Trassarnir. sem hættu legastir eru í umferðinni, koma biltiin siiuim í lag einu sinni á ári, þ.e. f.vrir skoðun. 1 öðru lagi þarf að draga svo sem kostur er úr áhrifum blendunar frá umferð á móti. Margir rugla saman blendun og blindun. Blendun er það, að sjónmögu- leikar minnka vegna þess, að augun aðhæfast á meiri skær- leika en þann, sem er á því, sem horft er á. Mikilli blendun fylgja óþægindi og ökumaður- inn er því hennar meðvitandi, en það er frumskil.vrði þess, að varúðarráðstafanir séu við- hafðar. Blendun án óþæginda er miklu algengari en menn al- mennt gera sér grein fyrir og þvi hættulegri en sú fyrr- nefnda. Rétt stillt iágljós á bíl sem kemur á móti geta valdið ómcðvitandi blendun. sem nægir til þess, að t.d. maður, sem sást vel án umferðar á móti, virðist gjörsamlega hverfa. Með þessi mál oft í huga i umferðinni veitti ég því eitt sinn ath.vgli. er ég ók austur Ilringbraut á móts við Barónsstíg. að maður gekk út á gangbraut. A vissum stað á gangbrautinni hvarf hann mér gjörsamlega sjónum. þótt ég vissi af honum á gangbrautinni. Þetta voru greinileg áhrif blendunar frá umferð á móti án þess þó, að ljósin yllu mér nokkrum óþægindum. Verði slys vegna blendunar, verða afleiðingarnar að sjálf- sögðu alvarlegri þeim mun hraðar sem ekið er. En jafnvel á 45 km hraða getur orðið erfitt að forðast sl.vs. Frumorsökin er því blendun en hraðinn er af- leidd orsök. Þvi ber að leggja megin þunga á varnir gegn blendun í stað þess að berjast vonlausri baráttu gegn eðlileg- um aksturshraða. Vísindamenn hafa leitað ýmissa ráða gegn blendun. m.a. að nota „pólariserað” gler í framluktir og framrúður e.n þar eru ýmis ljón á veginum. Þá er sífellt verið að leita að heppi- legastri stillingu lágljósa. en þar er vandinn að fara meðal- veginn, þ.e. að lækka Ijösin ekki svo mikið. að það dragi uni of úr notagildi þeirra. Notkun daufra framljósa I þeim til gangi að vekja athygli annarra vegfarenda á bílnum. ásamt stórlega bættri götulýsingu. er sennilega sú lausnin, sem helzt má vænta i náinni framtíð, og ekki hvað sízt í orkuauðugum löndum eins og ísland er. Ekki má þó setjast niður og bíða. Til eru aðrar lausnir, sem nota má við vissar aðstæður. og sem allt of lítill gaumur hefur verið gef- inn. Þar sem eyja er á rnilli akreina. má draga mjög veru- lega úr blendun með eins til eins og hálfs meters háu lim- gerði eða grindverki. Að vísu rýrnar notagildi venjulegs lim- gerðis á veturna. þegar laufið er fallið, en þá er þörfin mest. En væri það ekki verðugt verk- efni fvrir skipulags- og garð- yrkjusérfræðinga að koma upp á eyjum helztu umferðaræða einlivers konar limgerði, sem skyggir á umferð á tilóti og prýðir umhverfið? Ekki væri úr vegi að byrja á Hringbraut- inni milli Suðurgötu og Mikla- torgs. (íísli Jóiisson, prófessor. /

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.