Dagblaðið - 20.10.1976, Page 1

Dagblaðið - 20.10.1976, Page 1
r 2. ARG. — MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1976 — 235. TBL. BITSTJÖRN SÍÐUM(JIi,A 12, SÍMI 83322. AUGLVSINGÁR OG AFGR^IÐSLA. ÞVERHO(,TI 2, SÍMI 27022 [ 13 menn í gœzluvorðhald vegnq litsiónvarpasmyglsins: J Litsjónvörpin aðeins lítill hluti alls gámasmyglsins Aðeins litið í 4 af hverjum 100 gámum — Gámar sjaldnast taldir frá borði ,,Eg tel þetta svonefnda lit- sjónvarpasmygl, er talað er um á þriðja tug tækja, aðeins vera óverulegt brot af því geysilega smygli sem fram fer með gámum hér, enda tel ég toll- eftirlit varðandi gáma til landsins fyrir neðan allar hellur," sagði Kristján Péturs- son tollvörður í viðtali við blaðið í morgun. Tilefni spjallsins við Kristján var að hann opnaði þetta svo- nefnda litsjónvarpasmyglmál en í gær úrskurðaði Sakadómur Re.vkjavíkur níu menn í gæzlu- varðhald, núverandi og fyrrver- andi skipverja á Dettifossi. Málið hófst á sínum tíma með því að einn yfirmanna þess skips var úrskurðaður í gæzlu- varðhald. Þá var verkstjóri hjá Eimskip úrskurðaður í gæzlu- varðhald í Hafnarfirði og svo tveir aðrir menn þann 7. okt, sl. þannig að nú sitja 13 menn í gæzluvarðhaldi vegna þessa máls. Sakadómur telur sig hafa undir höndum gögn sem staðfesta smygl á ntilli 20 og 30 litsjónvarpstækjum og hafa rannsóknarmenn verið sendir bæði til Bandarikjanna og Þýzkalands en tækin eru einkum komin frá þeim lönd- um. Sem kunnugt er var rann- sóknin fljótléga færð úr hönd- um Kristjáns og Hauks Guð- mundssonar og spurði blaðið hvort sakadómur hefði farið fram á frekari aðstoð þeirra í þessu máli. Kristján kvað svo ekki vera en hinsvegar hafi hann verið beðinn að gefa upp upplýsingaaðila sina, sem hann sagðist að sjálfsögðu ekki geta gert, enda væri þar um trúnaðarsamband að ræða. Blaðið hefur kannað nokkuð fyrirkomulag á gámainnflutn- ingi og komizt að raun um að reglan er sú að aðeins er kann- aði innihald fjögurra gáma af hverjum 100 sem til landsins koma að meðaltali og borið sam- an við farmskrá. Starfi yfir- menn skipa og verkstjórar eða jafnvel innflytjendur saman er auðvelt að bæta varningi í gám- ana og í erlendum höfnum, þar sem mikið eftirlit er með hvaða varningur fer um borð, er jafn- vel hægt að skrá þann varning á bögglalista skipsins, en það er listi yfir vörur til þarfa skip- verja og skips. Þá hefur blaðið eftir örugg- um heimildum að það heyri til undantekninga að borinn sé saman fjöldi gáma á farmskrám við fjölda gáma upp úr skipum. Með aðild yfirmanna skipanna og jafnvel fleiri úr skipshöfn er því unnt að koma með fleiri gáma en gefið er upp, fulla af smyglvarningi. Séu það leigðir gámar er ekkert auðveldara en að skipa þeim beint á vörubíl og aka þeim á tiltekinn stað sem smyglararnir ákveða. Loks er sá möguleiki fyrir hendi að þegar hinir „löglegu" gámar eru komnir á vörubíla og.aka á þeim í tiltekna skemmu hafi bíllinn viðkomu á leiðinni þar sem smyglvarningur sé tekinn út. Samkv. heimildum blaðsins er auðveldast að koma þessu við með samstarfi yfirmanna skipa sem aðgang hafa að farm- skrám, verkstjóra í vöru- skemmum (bæði skipstjóri og verkstjóri eru nú í gæzluvarð- haldi), innflytjenda og jafnvel tollgæzlumanna. Enginn úr röðum hinna tveggja síðast- nefndu hafa verið handteknir. Sem kunnugt er hefur ríkissak- sóknari óskað eftir rannsókn á því hverju það sæti að það sé venja að tollverðir þiggi flösku í vasann við tollskoðun skipa. Einnig má á það benda að það eru ótrúlega oft lögregluþjón- ar, sem koma upp um smygl án þess að taka þátt í tollskoðun. g.s. gjfm* s i S i Gámar eru á víð og dreif um hafnarbakkana og i skemmum og portum. Eru þeir af mörgum gerðum og stærðum. Guðjón Styrkórsson, stjórnarformaður Vœngja: ÆTLAÐI AÐ RÁÐA ÓFAGLÆRÐAN MANN SEM YFIRFLUGVIRKJA Guðjón Styrkársson, stjórnarformaður Vængja, hugðist ráða ófaglærðan Breta sem yfirflugvirkja Vængja í stað Erlings Jóhannessonar sem er hættur vegna óánægju með gang mála innan fyrirtækisins. Bretinn, að nafni David Brown kom hingað til lands fyrir skömmu til að k.vnna sér aðstöðuna. Við nánari athugun kom í ljós að hann hafði ekki skírteini sem flugvirki og fellst loftferða- eftirlitið því ekki á að hann tæki viðþessu starfi. Hann mun hins vegar hafa unnið sem „Technical Manager" við Otter flugvélar en það starf er fólgið í verk- stjórn flugvirkja en ekki flug- virkjun. Erling var á sínum tíma hvorutveggja. Annar tveggja flugvirkja Vængja, sem eftir eru mun einnig vera á förum frá félaginu en nú stendur yfir umfangsmikil endurnýjun á annarri Otter flugvélinni og hefur hún verið úr umferð í nokkurn tíma. -G.S. FRIÐRIK VARÐ 5.-8. Friðrik Olafsson varð i 5.—8. sæti á skákmótinu i Novi Sad í Júgóslaviu. Guðmundur Sigur-, jónsson varð í 9. —10. sæti. 1 siðustu umferöinni vann Friðrik Sax, Ungverjalandi, en Guðmundur gerði jafntefli við Gligorie, Júgóslavíu. Urslit urðu þessi: 1. Smejkal 11 'á vinning. 2. Velimirovic 10, 3. Hort 9‘/i, 4. Sax 9, 5.—8. Friðrik, Gligoric, Ivkov og Garcia 8‘/4, 9.—10. Guðmundur og Vukic 8, 11. Matulovie 7‘/i, 12. Buljovic 6, 13. Popovic 4'/i, 14.—16. Deze, Notaros og Marjan 4 vinninga. —HH Undirbúningur að oliuathugunum hér heldur ófram: ENGIN LEYFI VEin FYRR EN HEILDAR- STEFNA ER MÓTUÐ höfð er hliðsjón af reynslu Norðmanna „Það er nú unnið að heildar- stefnu í þessum málum, en engin einstök leyfi verða veitt til olíuleitar eða annars fyrr en hún liggur fyrir," sagði Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra í viðtali við DB í gær. Tilefnið var að á aðalfundi sýslunefndar N-Þingeyjarsýslu fyrir skömmu var skorað á ríkisstjórnina að heimila nú þegar rannsóknir á möguleikum áolíuvinnslu í sýsl- unni og á landgrunninu út af N-Austurlandi skv. þeim líkind- um sem fyrir liggja. Telur nefndin að l-.ci sé um svobrýnt hagsmunamal að ræða fyrir sveitarfélög a (iissu svæði að þau vilji fá úr þessu skorið upp á framtíðaráform sín. Gunnar sagði að meira væri um vert að undirbúningur í þessu hugsanlega stórmáli væri sem vandaðastur og væri ekki rétt að láta einhver fyrirfram ákveðin tímamörk fyrir heildarstefnuna koma niður á undirbúningnum. Ríkisstjórnin vinnur að mótun þessarar heildarstefnu en einkum snertir þetta mál1 iðnaðarráðuneytið og svo menntamálaráðuneytið hvað ýmsar rannsóknahliðar snertir. Sagði Gunnar að hliðsjón væri höfð af undirbúningi og reynslu Norðmanna í þessum málum, og sagði þá hafa tekið sér nægan tíma til yfirvegunar og undirbúnings. —G.S. Samanburður ó sköttum og tekjum fjölskyldna: 70 prósent teknanna fara i gjöld og barna- gœzlu" Sjó kjaHaragrein Reynis Hugasonar bls. 11 A

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.