Dagblaðið - 20.10.1976, Page 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. OKTOBER 1976.
Begga kemst ekki í
hálfkvisti við Palla
Raddir
lesenda
Asa og Margrét hringdu:
„Hingað til hefur okkur
þótt barnatíminn ákaflega
skemmtilegur. Sérstaklega var
það Gísli Rúnar sem átti sinn
þátt í því hve hann Palli varð
vinsæll. En hann var rekinn,
alltaf er það svona h.já þessu
sjónvarpi. Það þarf alltaf að
taka það bezta úr. Það höfðu
allir gaman af P.illa, jafnt börn
sem fullorðnir. Nú er verið að
koma með eilthvað í.staðinn
sem missir alveg marks. Þessi
Begga er alveg ómöguleg og við
urðum fyrir miklum von-
brigðum með hana.
Hvers vegna er ekki hægt að
fá hann Pál, og þá meinum við
Gísla Rúnar, aftur. Það getur
ekki neitt komið í hans stað.
Þessi Begga verður aldrei á
borð við hann. Takið ykkur nú
á og komið þessu í lag, það vilja
allir fá hann Palla aftur.“
Þá fengi ég barn í
hausinn, en ef....
Einn 17 ára skrifar:
„Nú þegar sumar stétt-
ir þjóðfélagsins eru að krefj-
ast launa í samræmi við kollega
sina í nálægum löndum datt
mér í hug, er ég las í erlendu
blaði að þann 1. maí sl. hefði
tekið í gildi í Danmörku
breyting á lögum þannig að nú
mega Danir sofa hjá aðila af
sama kyni ef þeir eru orðnir 15
ára. Áður var lágmarks-
aldurinn sá sami og er nú hér á
landi, eða 18 ár. Mér gremst það
mjög að ég má ekki sofa hjá
karlmanni. sem er eldri en ég.
fyrr en ég er orðinn 18 ára.
Aftur á móti má ég sofa hjá
kvenmanni mikið fyrr. Ef ég
held mig að stelpu get ég átt
það á hættu að fá krakka í
hausinn sem ég hef alls ekki
efni á. Með þvi að vera með
strák á ég ekkert slíkt á hættu.
Jæja, fyrst tslendingar taka
margt.bæði gottog illt, upp eftir
öðrum þjóðum. því ekki að taka
Dani til fyrirmyndar í þessu
máli? Það yrði íslenzkum
hómósexúalistum á öllum aldri
til ólýsanlegrar hamingju, sér-
staklega þeim sem eru yngri en
18 ára.
Fyrst ég er á annað borð að
skrifa vil ég mótmæla neitun
Dagblaðsins að birta
auglýsingu frá samtökum er
stefna að því að auka kynni
hómósexúalista innbyrðis. Að
lokum vil ég minna auglýsinga-
stjórann á að það er ekki
viktoríutímabilið núna, heldur
árið 1976.
Af skiljanlegum ástæðum vil
ég ekki að nafn mitt verði birt
að svo komnu máli, en læt það
fylgja hér með.“
mm
Þessi mynd er l'ra
skömmu.
Þessa mynd tók Jens IJósmyndari af hennl Beggu heima hjá afa og ömmu hennar I gærkveldi, réU á&ur
en hún fór a& hátta.
>ara kölluð Bej
i»ma hnn hió -”JAO« ***
pinarsson*r' ---
7^^
Begga var rækilega kynnt í Visi 16. október en Dagblaðinu var
meinað að taka myndir af henni til kynningar fyrirfram.
Aðhald og eftirlit
með hlunnindum
Kunnugur skrifar:
Þegar ég las í Dagblaðinu
frétt þess efnis að 5
alþýðufl.menn flyti tillögu
á Alþingi um meira aðhald
og eftirlit rneð svokölluðum
hlunnindum til opinberra
starfsmanna, varð mér hugsað
til þess hvernig skyld mál hafa
þróazt í einka- og hlutafélaga-
rekstri. J þvi sambandi ber að
hafa í huga að mikill fjöldi
f.vrirtækja, stórra og smárra,
borgar ekki tekjuskatt.
Otrúlegustu kostnaðarliðir
eru færðir á gjaldareikning
þessara f.vrirtækja, M.a. koma
þar til alls konar hlunnindi
startsmannanna og eigcnda.
Vert væri að skattavfirvöld
færu að gefa þessu nokkurn
gaum.
J þessu sambandi íná nefna
utanfarir. Hvað segja menn t.d.
þegar fyrirtæki senda uppá-
halds starfsmenn sina utan.
jafnvel í óralangar og dýrar
reisur, undir þvi yfirskini að
þeir séu að reka erindi
fyrirtækisins, þó vitað sé af
kunnugum að viðkomandi hafi
enga þekkingu né menntun til
að reka þau erindi i þágu
fyrirtækisins, sem látið er
liggja að að þeir séu aðgera.Nei,
nér er um að ræða hlunnindi
sem forstjórinn eða
stjórnarformaðurinn, eða
einhverjir aðrir jafngildir,
úthluta vinum og skyld-
mennum eða þægum undir-
t.vllum sinum. Og f.vrirtækið
borgar allt saman, ferðir,
uppihald og hver veit hvað
mikið, og fær summuna svo
dregna frá skatti.
Og auðvitað eru slík
hlunnindi ekki einvörðungu
bundin við utanferðir einar sér.
Meðan hinn óbre.vtti starfs-
maður stritar fyrir lágmarks-
launuin leika topparnir þennan
leik í síbreytilegri ntvnd á
næstum hvaða sviði viðskipta
og þjónustu sem er.
TÖLVAN DREGUR
EKKI RÉn
— það er bannað að breyta svona vðru
sem maður hefur keypt
Skúii hringdi:
„Það hafa komið fréttir af
þvi núna síðustu dagana að
tölva eigi nú að draga út
vinninga í Happdrætti
Háskólans, DAS og SIBS. Nú
hef ég mikla ótrú á þessum
tölvum og vil halda því gamla
formi sem verið hefur. Mér
finnast þetta heldur ekki réttir
verzlunarhættir. Eg er búinn að
kaupa mina vöru. þ.e ársmiða
Svo er þessu breytt á miðju ári
Eg hefði kannski ekki kevp
þennan ársmiða ef ég hefði
vitað að það hefði átt að draga
Ú1 vinningana nteð þessu
apparati. Þetta eru ekki lögleg-
ir verzlunarhættir. Það má ekki
gera svona. Maður kaupir
ákveona vöru en svo er henni
allt í einu bre.vtt án þess að
segja fólki það þegar það
kaupir vöruna.
Eg er viss um að þetta á eftir
að valda algjörunt ruglingi á
þessu öllu sarnan. Hvað gerist
ef tölvan er ekki mötuð.eins og
það er víst kallað. rétt. Hún
dregur þá allt vitlaust og ætla
þá þessir karlar að taka
vinninga af fólki sem fengið
hefur t.d. þann stóra?"
1