Dagblaðið - 20.10.1976, Qupperneq 3
Í \(,lil. W)H) Mlt)\ IKri)A(;i!K 20 OKTOBKK 197(i
3
.
Vaknið kennarar!
Rekum hina réttindalausu
Það er alltaf jafngaman, alla vega fyrir suma, að byrja í skólanum á
haustin og hitta kunningja og vini á ný.
Guðrún Sveinsdóttir kennari
skrifar:
Hvað er kennari?
Leiðbeinandi. fyrirmynd,
verkstjóri. uppalandi? Þegar ég
set þessa spurningu fram er
það um það leyti sem kjarabar-
áttan er sem hörðust. Margir
munu eflaust hugsa, ,,hvað er
manneskjan að fara,“ og ekki
lái ég þeim því lítið hafa kenn-
arar látið til sín heyra um þessi
mál. Margir munu eflaust vilja
svara þessari spurningu að i
raun og verusé hann þetta allt.
Hríngið í
síma
83322
miffi kl.
13 og 15
og samkvæmt grunnskólalögun-
um er hann það. En hvernig er
þá með þá menn sem aldrei
hafa lært neitt til þessara verka
og skólarnir eru mannaðir með,
eins og svo ,,skemmtilega“ er að
orði komist hjá y":rvöldum og
kennarasamtökin hafa látið við-
gangast í áratugi. Eg held að
kominn sé tími til að kennarar
fari að taka í hnakkadrambið á
þeim sem eru forsvarsmenn
þeirra í þessum málum, þar
meina ég SlB (Samband
íslenzkra barnakennara). Þeir
tala fjálglega um að á döfinni
séu einhverjaj' aðgerðir en
hvernig væri að nota sér rétt-
indi sín og ,,reka út“ alla rétt-
indalausa kennara? Ekki fyrir
að mér sé persónulega illa við
þá menn, sem þau verk vinna,
og eflaust eru þar margir
ágætismenn, heldur vegna þess
að hægt hef ur verið að nota þá
til þess að halda stéttinni á
botni í launamálum. Það er til
nóg af kennaramenntuðu fólki
sem hrakið hefur verið út í
önnur störf vegna launanna.
Hættum að sofa þyrnirósar-
svefni og vöknum!
Það væri hollt fyrir okkur að
hugsa til iðnaðarmannanna. Ég
veit vel um baráttu þeirra áður
f.vrr. Það var erfið barátta sem
þetr sem nú eru i iðnaðarstétt
njóta góðs af.
Framkvæmum eitthvað sem
við getum staðið á eins og rétti
okkar sem stéttar.
LYGI, HEIMSKA OG LAGKURA I
AUGLÝSINGUM SJÓNVARPSINS
Gestur Sturluson hringdi:
í Tímanum 15. 10. stendur
þessi klausa með fyrirskriftinni
..Glæpamyndir í sjónvarpi hafa
áhrif á börn allt niður í tveggja
til þriggja ára". Einnig gerði
Ólafur Jóhannesson dómsmála-
ráðherra að umtalsefni efnisval
i sjónvarpi þegar rætt var um
rannsóknarlögregluna í neðri
deild Alþingis. Kvað ráðherra
það hafa miður heppileg áhrif
þegar sjónvarpið flytti glæpina
inn á heimilin með sýningu
slíks efnis í óhóflegum mæli.
Ekki vil ég draga í efa að þessi
ályktun sé rétt hjá ráðherran-
um.
En þegar rætt er um áhrif
sjónvarpsins er i fleiri horn
að líta. A ég þar við
auglýsingarnar sem eru
í. sjónvarpinu. Fyrir utan
heimskuna, lvgina og
lágkúruna. sem þar ríður oftast
húsum. álit ég að fátt hafi jafn-
mikil áhrif og þær. Mórallinn
og gildismatið þar er í fáum
orðunt þetta: Gildi þitt sem
manns fer eftir því hvað þú
getur keypt mikið. Manngildið
er sem sagt metið til fjár. Ef
þú kaupir þessa og þessa
vörutegund standa þér allar
d.vr opnar til gæfu og gengis.
Sífellt er reynt að ýta undir
tildur og hégóma. Mjög er
höfðað til kynhvatarinnar. Ef
þú getur keypt þér nógu dýrt
tryllitæki ,,þá lafir stelpa af
hverjum fingri". Hér er verið
að draga kvenþjóðina niður á
mjög lágt plan. Það er verið að
nota kvenfólk sembeitu. Hvar
eru nú rauðsokkurnar eða Jafn-
réttisráð?
Hvað koma nú sjónvarps-
auglýsingar glæpum við?
spyrja margir. Þegar þess er
gætt að flest afbrot, sem framin
hafa verið undanfarið, hafa
verið auðgunarbrot, geta
allir sem geta lagt saman 2 og
2 skilið samhengið. Úr því
allir hlutir eru metnir til fjár.
gegnir þá ekki einu máli
hvernig þeir peningar eru
fengnir þegar lífið liggur við?
Helgar þá ekki tilgangurinn
meðalið? Þegar drepið er á
þessi mál finnst mér oft litið
einum of oft á yfirborð flestra
þjóðfélagsvandamála. Það er
ekki kafað nógu djúpt.
MIKLU SKEMMTILEGRA ÞEGAR MARGT ER
Kinar og Jón hringdu:
„Okkur langar að gera
athugasemd vegna skrifa i DB
15. október sl. Þar skrifar
1350—5438 um troðning í Festi.
Vel má vera að stundum sé of
troðið í rúturnar sem flytja fólk
á dansleiki. í gegnum önnur
skrif þessa manns skín þaó að
hann hefur aldrei komið i Festi
áður. Hann veit því ekki hvað
marga húsið tekur. Hitt er svo
annað mál að komið hefur
fyrir að of margt sé í húsinu.
Munu flestir vera sammála um
að það er miklu skemmtilegra í
húsinu þegar margt fólk er þar
saman komið.
Einnig viljum við benda á að
það eru ekki þeir aðilar. sem
Fólk kemst ekki
til lœknis
komast ekki inn í húsið. sem
standa fyrir ólátum úti fyrir,
vegna þess að ólæti (ef ólæti
sk.vldi kalla) hefjast ekki fyrr
en eftir ballið. Þá eru þessir
aðilar komnir inn i rúturnar
vegna þess að þær fara svo til
strax eftir dansleikinn. Það má
benda á að þeir aðilar sem
komast ekki inn, eiga oft á
tíðum ekki fyrir miðum og eru
svo með betl f.vrir utan."
Fesll i Grindavik cr vinsæll skemmtislaður hjá unga fólkinu.
Endalaus troðningur
— nema það biði frá 2 upp í 12 mánuði
Einar Jónsson hringdi:
,,Ég hef verið að reyna
undanfarna daga að komast i
samband við einhvern
augnlækni. Það hefur gengið
tnisjafnlega. Eg hef fengið þau
svör að ég geti fengið tíma eft-
ir 2 til 12 mánuði. Eg er nú
orðinn 80 ára gamall svo hver
veit hvort ég þarf á þessum
tíma að halda eftir eitt ár. Mér
fínnst það ákaflega
einkennilegt að komast ekki til
augnlæknis með nokkurra daga
fyrirvara. Ekki er ég að fara til
læknisins að gamni mínu.
Nú vildi ég benda for-
ráðamönnum á að þeir komi á
fót einhverri starfsemi þar sem
gamalt fólk getur komið og
fengið hjálp eða aðstoð. Það
verður að vera einhver staður
er við getum far.ið á og fengið
læknisaðstoö. Ef ekki er hægt
að nata þetta fyrirkomulag á að
veita gömlu fólki forgang á að
komast til læknis. T.d. ætti það
að geta komizt með nokkurra
daga fyrirvara til augnla-knis
ef það þarf á þvi að halda."
— unglingunum hrúgað saman
1350-5438 hringdi:
„Eg brá mér á dansleik í
Festi I Grindavik um siðustu
helgi. Fékk ég mér far frá
Hafnarfirði, nánar tiltekið frá
sölubúð þar. Ferðin með
rútunni kostaði 1000 krónur.
Þegar verið er að auglýsa
þessar ferðir eru þær alltaf
kallaðar sætaferðir. Svo var þó
ekki með þessa ferð. Þegar ég
kom upp I rutuna í Hafnarfirði
var hún yfirfull. Eg mundi
áætla að það hefði verið
helmingi of margt I henni. En
það hefði vel verið hægt að
koma I veg fyrir þennan
troðning í rútunni. Til
Hafnarfjarðar kom sérstök rúta
til þess að taka farþega þaðan.
En þær bíða víst ekki eftir því
að fá 15 farþega eða færri. I
stað þess var bætt I rútuna frá
Reykjavík og hún yfirfyllt. Það
þarf víst ekki að benda á það
hve hættulegt er að fylla svona
bfla af fólki. Mér finnst þetta
Ifka 1 ósamræmi við starfsmáta
iögreglu, þegar hún er að finna
að því þegar er einum farþega
of margt I fólksbflum. Hvers
vegna mega þá vera 30 of
margir i rútum? Þetta er
algjörlega fyrir ofan minn
skilning. Svo ætti Ifka'að biðja
um passa, þegar krakkarnir
fara inn l rúturnar, í stað þess
að keyra þá 1 Festi þar sem þeir
komast svo ekki inn. Það eru
þcssir krakkar sem skapa
ólætin þarna fyrir utan. Þeir
hafa ekkert annað að gera en
í Festi
biða þar fyrir utan þar til ballið
er búið. Þá verða þeir að
ryðjast inn i troðfullar rútur
aftur.
Þegar komið var f Festi tók
sami troðningurinn við. Þar
kostaði 2000 krónur inn. Eru
engin takmörk fyrir þvi hvað er
hægt að troða mörgum inn f
húsið þar? Það var ekkert
skárra en i rútunni.
Það verður að hafa aðgát i
þessum efnum og lögreglan
þarf að vera einhvers staðar
nálægt til að hafa auga með
því hvað fram fer. Mér er
spurn, hvernig fer fólkið út úr
því ef eitthvert slys kemur
fyrir, t.d. ef rútan veltur? Hver
ber þá ábyrgðina?"
Númer hvað notarðu af
skóm?
Sifíríður Pálsdóttir nemi i MT.
Númer hvað éy nota af skóm?
Númer 37 og ct’ fæ alltaf ágætis
skó sem mér líka.
Hulda Lúóvíksdóttir húsmóðir.
Ek nota númer 36. Eg er svo
heppin að ég fær oft skó sem
fluttir eru inn til prufu og þá oft
á ægra verði.Það getur verið gott
að nota lítil númer.
Guðmann Elísson nemi í MT.
41. Ég fæ oftast það sem mér
líkar. en ég fer eiginlega aldrei
með skó til skósmiðsins.
Magnús Agústsson.er að verða 10
ára. Eg held að ég noti númer 36
eða 37. ég kaupi aldrei skóna
sjálfur. Mér finnst bezt að vera i
strigaskóm
Arni Magnússon sölumaður
Númer 42 og það
eru alltaf til skór sem mér lika.
en þeir eru bara svo dýrir. eða ég
svo blankuis
Agúst Olason nemi. 44. Það eru
ekki alltaf til eins og mig langar i.
en það gerir ekkert til. það er bezt
að vera i strigaskóm.