Dagblaðið - 20.10.1976, Síða 10

Dagblaðið - 20.10.1976, Síða 10
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1976. (0 frfálst, úháð dagblað Útgefandi Daí»blaðiðhf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Aðstoðarfrétta- stjóri: fttíi Steinarsson. lþróttir: Hallur Siraonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit Asgrimur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason. Asgeir Tómasson. Bragi Sigurðsson. Erna V. Ingólfsdóltir. (lissur Sigurðsson. Hallur Hallsson. Helgi Pétursson. Jóhanna Birgisdöttir. Katrin Pálsdóttir. Kristín Lýðsdóttir. Ölafur Jónsson. Ómar Valdimarsson. IJósmyndir: Arni Páll Jóhannsson. Bjarnleifur Bjarnleifsson. Sveinn Pormoðsson. (Ijaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már K.M. Halldórsson. Askriftargjald 1100 kr. á mánuði innanlands. 1 lausasölu 00 kr. eintakið. Ritstjórn Siðumúla 12. simi 83322. auglýsingar. áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2. simi 27022. Setning og uinhrot: Dagblaðið hf. og Steindórsprent hf.. Armúla 3. Mynda-og plötugerð- Hilinirhf.. Síðumúla 12. Prentun: Árvakurhf.. Skeifunni 19, Fyrrum óróðursstjóri Castros dregur sögu- skoðun hans í efa Það situr eftir Alþýða manna gerir kröfur til að fá kjarabætur á grundvelli bættra viðskiptakjara. Nú liggur fyrirsvar fiskvinnslunnar viðþess- um kröfum. Þar er lögð áherzla á, að fiskvinnsluna skorti öll efni til að slá upp veizlu. Spáö er allt að þrjátíu og fimm prósenta aukningu á verðmæti útfluttra sjávarafurða í ár. Verðmæti útflutnings í frystingu, söltun og herzlu er talið munu vaxa um ellefu komma tvo milljarða. Forráðamenn fiskvinnslunnar hafa lagt fram útreikninga, sem alls sýna aukningu kostnaöar um átta komma sex milljarða. Síðan gefa þeir í skyn, að aukning kostnaðar verði meiri, svo að ekkert verði eftir til ,,veizluhalda“. Starfsfólk fiskvinnslu gerir ekki kröfur til veizluhalda. En nú hefur það gerzt á hinum almenna vinnumarkaði, að farið er í vaxandi mæli að greiöa starfsfólki hærra kaup en samningar segja til um. Það er augljóst, að í síðustu kjarasamningum var verkafólki ekki tryggöur aukinn kaupmáttur. Yfirlýst stefna samningamanna var að freista þess að tryggja, að kaupmátturinn færi ekki neðar en orðið var eftir verulega kjaraskerðingu, sem á undan var gengin. Síðan hefur samningsbundna kaupið ekki haldið í við verðlagið. Kauphækkanir, sem rauðu strikin svonefndu hafa gefið tilefni til, hafa komið seint og þeim verið fylgt með skriðu verðhækkana. Aukning skattpíningar hefur svo ráðið úrslitum og gert kjör verkafólks verri en var fyrir samningana. Þessu hefur verkafólk reynt að svara og með nokkrum árangri. Árangurinn kemur fram í vaxandi yfirborgunum í kerfinu almennt. Verkafólk reynir að sprengja af sér samningana og ,,kerfið“. En starfsfólk í fiskvinnslu situr eftir. Þar gætir yfirborgana lítið. Þarna er þó fólk, sem er einna verst launað og vinnur við grundvallarat- vinnugrein. Útreikningar fiskvinnslumanna gefa til kynna, að þar sé einhver sveigjanleiki til staðar til kjarabóta. Menn gera sér vonir um, að verðlag útflutnings muni enn hækka. Raunar má merkilegt heita, að aukning kostnaðar sé ekki enn stærri hluti af aukningu söluverómætis í útreikningum, sem atvinnu- rekendur gera sjálfir. Opinberir starfsmenn gerðu því skóna á nýloknu þingi sínu, að einhverra kjarabóta gæti verið að vænta frá ríkisstjórn og Alþingi. Ráðamenn þjóðarinnar gætu séð til þess að almenningur fengi þegar í stað að njóta góðs af bættum viðskiptakjörum. Þetta eru þó hreinir draumórar. Kjara- skeröingin hefur ekki orðið í trássi við vilja stjórnvalda. Hún er stefna þeirra. Aó öllu athuguðu viróist lítil von til.að úr rætist á næstunni fyrir starfsfólki fisk- vinnslunnar. ,,Kerfið“ hefur sett því stólinn fyrir dyrnar. Það gildir einu, þótt starf þess sé grund- völlur vaxandi velgengni þjóðarbúsins. Einn nánustu samstarfs- manna Fidels Castros i kúbönsku byltingunni hefur safnað saman mörg hundruð bréfum, minnisblöðum og við- tölum frá þeim árum er skæru- liðar börðust til valda á Kúbu undir stjórn Castros. Þessa dagana eru þessi gögn að koma út í bókarformi í París. Þar er m.jög dregin í efa útskýring og túlkun Castros á b.vltingunni. Bókin heitir „Dagbók úr kúbönsku byltingunni“ og er eftir Carlos Franqui sent var áróðursstjóri 26. júlí- hreyfingar Castros og ritstjóri blaðsins „Revolucion" í Havana þar til slitnaði upp úr samstarfi hans og Castros árið 1963. Franqui, sem nú er 55 ára, hefur búið í þögulli útlegð á Ítalíu síðan hann fór frá Kúbu 1968. Bókin, sem gefin er út á frönsku og spænsku í París og þrjú bandarísk bókaforlög sækjast mjög eftir. gefur glögga og oft aðlaðandi mynd af Castro á byltingararunum: þar sem hann sýður spaghetti í fangaklefa sínum. kemst í f.vrsta skipti yfir verk Marx og Lenins og skrifar Ernesto ,,Che“ Guevara að tiltekin að- gerð hafi verið „algjör vitleysa. Eg er orðinn skotfæralaus. . . sendu mér 4000 skot þegar þú getur.“ „Þegar stríðinu lauk fóru Fidel og E1 Che að endurskrifa sögu byltingarinnar," sagði Franqui nýlega í viðtali við bandarískan blaðamann i París. „Eg vildi láta gögnin tala fyrir sig sjálf, sýna hvað hafði raun- verulega gerzt, svo að engu hefur verið breytt eða stytt." Bandaríski blaðantaðurinn segir frá því í viðtalsgrein sinni. að aðdáun Franquis á Castro og Guevara hafa ekki farið leynt í samtali þeirra en jafnframt hafi hann verið gagn- rýninn á lögregluríkið sem smám sarnan hafi verið byggt upp eftir að Castro konist til valda 1959. Enginn vafi leikur á því að bókin á eftir að valda miklum deilunt, ekki sízt í Frakklandi þar sem kúbanska byltingin á hug og hjörtu vinstrimanna og stúdenta. Þá hefur einnig vakið athygli — og er líklegt til að vekja enn meiri athygli og umræður — að frönsku útgef- endurnir gerðu ýmsar breyt- ingar á handriti Franquis sem hann segist ekki hafa sam- þykkt. Bókin er 754 blaðsiður og hefur verið stytt um aðrar tvö hundruð þar sem kemur fram gaenrýni á stjórnarfar Castros. Framarlega í bókinni lýsir Franqui upphaflegri andstöðu byltingarhreyfingarinnar við einræðisherra — „caudillo" — Kúbu áður en Castro komst til valda. I lok bókarinnar notar áróðursstjórinn f.vrrverandi sama orð. „caudillo". yfir Castro þegar hann komst til valda. t frönsku útgáfunni er þessu orði breytt í „óskoraður Ieiðtogi". Talsmaður útgáfufyrirtækis- ins. Seuil, hefur sagt að þýð- endur bókarinnar hafi mögu- lega gert þarna þýðingarvillu. Þetta sama bókaforlag hefur áður gefið út margar bækur þar sem málstaður Castros er tek- inn, m.a. eftir b.vltingarsinnann og heimspekinginn Regis Debray. Franqui lýsir sjálfum sér sem sösíalista sem hafi flutzt til Evrópu vegna þess að hann hafi ekki getað búið meðal „hægri- sinnaðra kúhanskra útlaga i Bandaríkjunum" eða undir stjórn einræðisherra og her- foringja annars staðar i Suður- Ameríku. Hann fór að safna efni í bók- ina þegar árið 1961 þegar Castro fyrirskipaði að gögn varðandi byltinguna yrðu afhent ríkinu til varðveizlu. „Þá hafði þegar verið ákveðið að skrifa sögu byltingarinnar upp á nýtt,“ segir Franqui. „Ég var byrjaður að vinna að hand- riti mínu og vildi ekki láta af því starfi." Hann segist hafa komið hlut- um af um tvö hundruð og fimmtíu bókum á örfilmur, sömuleiðis mörg þúsund bréf- um, blaðaúrklippum og minnis- atriðum frá samtölum, á næstu sjö árum. Ilann fór oft til Evrópu til að koma á menningartengslum við ríki þar fyrir hönd kúbönsku stjórnarinnar og notaði tæki- færið til að koma örfilmunum í hvernig ég ætti að snúa mér gagnvart blöðunum og hann svaraði aðeins: — Það er þitt vandamál." Meðal þess sem helzt varð til að veikja trú Franquis á kúbönsku byltingunni og því kerfi, sem Castro var að koma sér upp, var ströng ritskoðun, skyndileg forfrömun gamalla harðlínukommúnista og fjölda- ByltingarforinKÍnn Castro: stnám saman bygKðist upp undarh'Kt kerti. seRÍr Franqui. örugga ge.vmslu i einhverju Evrópulandi sem hann hefur ekki viljað skýra frá hvert er. Hann fullyrðir að afrit af mikilvægum stjórnarskjölum varðandi byltinguna og skæru- hernaðinn hafi verið flutt til Moskvu 1966 og komið f.vrir i kjarnorkusprengjugeymslu. Hann vill ekki segja hvort hann hefur i hyggju að skrifa annað bindi um árin eftir b.vltinguna þegar hann fór að hafa sínar efasemdir um ágæti Castros. Aftur á móti hefur hann verið fús til að segja litlar sögur af Castro í kringum eld- flaugamálið á Kúbu 1962 þegar við borð lá að heimsstyrjöld br.vtist út. „Fidel frétti fyrst af þeirri ákvörðun Krúsjeffs að flytja eldflaugarnar frá Kúbu þegar ég las fyrir hann fréttaskeyti frá Associated Press- fréttastofunni." segir Franqui.. „Honurn var mjog brugðið. Eg spurði hann handtökur fimm þúsund manna 1961. „Margir hinna handteknu voru vinir mtnir." segir hann. „Níutíu af hundraði VQru látnir lausir aftur en skað- inn var skeður. Lögreglan hafði fengið á tilfinninguna að hún réði öllu." Hvorki i bókinni né viðtölum við blaða- og fréttamenn hefur Franqui slegið þvi föstu hvort Castro hafi verið sannfærður kommúnisti áður en hann komst til valda. i bókinni er lýsing Castros sjálfs á þvi er hann las marxisk verk i fangelsinu. Franqui sagði bandarískum blaðamanni í París fyrir helgina að Fidel hefði alltaf „gætt þess vel að gefa ekki út róttækar eða sósía- lískar yfirlýsingar á nteðan stríðið stóð yfir. Hann vildi ekki vara óvini sína við eða verða sér úti um frekari and- stöðu. En jafnvel enn þann dag i dag er ekki hægt að segja að Fidel sé sigildur kommúnisti."

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.