Dagblaðið - 20.10.1976, Side 11
DACJBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUK 20. OKTOBER 1976.
11
70% TEKNANNA IGJÖID
OG BARNAGÆ7LU
Lífskjörin á Islandi eru mjög
til uniræðu þessa dagana.
Velferðarríkið Island, sem
hefur um margra ára bil getað
státað af því að vera meðal
þeirra ríkja heimsins, er hafa
hæstar þjóðartekjur á mann,
getur þó ekki boðið þegnum
sínuin mannsæmandi lifskjör.
Launin 1 landinu eru orðin svo
lág að elli-og örorkulífeyrisþeg-
ar, fatlaðir, lamaðir van-
gefnir búa við hreinan mold-
vörpubúskap og opinberir
starfsmenn eru að komast
niður á sama stig.
Auk þess að níðast á
fátæklingum og einstæðingum
kúskar ríkisvaldið einnig
barnafjölskyldur, en hyglir
aftur þeim sem eiga atvinnu-
fyrirtæki eða hafa engin börn á
framfæri, eða þá hafa það að
aðalatvinnu að safna skuldum.
Hér á eftir verður rakið lítið
dæmi um fern hjón sem öll búa
við mjög svipaðar aðstæður.
Hjón nr. 1: eru ung hjón, sem
eiga tvö börn og vinna btpði úti.
Þau hafa börnin íbarnagæslu á
daginn og þar sem ríkisvaldinu
þóknast ekki að byggja dag-
heimilí fvrir venjulegt fólk.
verður að koma bömunum
fyrir í gæslu á einkaheimilum,
en það kostar 20.000 kr. á
mánuði fyrir hvert barn eða
480.000 kr. á ári.
Hjón nr.2: eru einnig ung hjón,
sem eiga tvö börn. Eigin-
maðurinn vinnur úti. en konan
er heima og passar börnin og
auk þess hefur hún 3 börn í
barnagæslu frá öðrum. Fyrir
það fær hún 20.000 kr. á hvert
barn eða um 720.000 kr. á ári
samtals.
Hjón nr. 3: eru ung hjón með
tvö börn. Eiginmaðurinn
vinnur úti, en eiginkonan er
heima og gætir barnanna Hún
tekur ekki biirn í gæslu.
Hjón nr. 4: eru einnig ung
hjón, þau eiga engin börn og
vinna bæði úti.
Nú skulunt við.hugsa okkur
að þessi fern hjón hafi öll söniu
tekjur. þ.e. 100.000 kr. á
mánuði á hvern einstakling.
Eins og sést á töflunni hér til
hliðar leiðir þetta til þess að
hjón nr. 1 og 4 hafa 2.4
milljónir i tekjur en hjón nr. 2
og 3 hafa 1.2 milljónir i
árstekjur.
Við skulum jafnframt hugsa
okkur að þessi fern hjón búi í
sömu blokkinni í Breiðholti sín
á hverri hæðinni. Hjónin eiga
íbúðir sínar að nafninu til, en
skulda auðvitað öll eins og allir
góðir Islendingar drjúga
upphæð i íbúðum sínum.
Við skulum gera ráð fyrir að
öll þessi fern hjón hafi keypt
íbúðirnar á sama tíma og skuldi
þess vegna jafn mikið í
íbúðunum. Þau þurfa öll að
borga lífeyrissjóðsgjöld f.vrir
þá einstaklinga sem vinna úti,
þau hafa öll líftr.vggingu. og
greiða stéttarfélagsgjald.
Þau verða að reikna
sér húsaleigu af því að búa í
eigin húsnæði á skattframtali.
Húsið fyrnist um ákveðinn
hundraðshluta á ári og það
þarfnast ákveðins viðhalds. Hér
er reiknað með að reiknuð
húsaleiga sé um 60 þús. kr. á ári
og að fyrning og viðhald til
samans sé um 70 þús. kr. á ári,
en þetta eru ekki óeðlilegar
tölur fvrir fjögurra herbergja
íbúð í blokk í Breiðholti.
Life.vrissjóðsgjald er um 50
þúsund kr. á ári. f.vrir hvern
einstakling. Líftrygging er um
10 þús. kr. á ári fyrir
einstakling og stéttarfélags-
gjald um 10 þús. kr. á ári á
hvern einstakling.
Frádráttur verður
mismunandi á skattframtali hjá
þessum fernum hjónum. Hjá
hjónum nr. 1 og 4 verður
frádrátturinn 900 000 hjá
hjónum nr. 2 og verður hann
240.000.
Barnabætur koma tilfrádráttar
hjá hjónum nr. 1, 2 og 3. Barna-
bæturnar nema 93.750 kr. og
skattur verður þvi samanlagt
samkvæmt eftirfarandi:Hjón
nr. 1: sem eiga tvö börn, vinna
bæði úti og hafa börnin i
barnagæslu. greiða 425,585 kr. í
skatt.
Hjón nr. 2: sem eiga tvö börn.
annað vinnur úti en hitt er
heima og passar bæði sín börn
og önnur börn, greiða 58.974 kr.
í skatt.
H.jón nr. 3 sem eiga tvö börn og
aðeins annað vinnur úti, en
hafa valið að gæta ekki annarra
manna barna, greiða þannig
58.974 kr. í skatt.
Hjón nr. 4: sem eiga engin börn
og vinna bæði úti, greiða
523.222 kr. í skatt.
Fjármunir til ráðstöfunar á
árinu verða þá samkvæmt eftir-
farandi: Hjá hjónum nr. 1: 2,4
milljónir laun-r 425,585 skattur
+ 480.000 barnagæsla =
1494.415 kr.
Hjón nr. 2: 1.2 milljónir laun +
58.974 skattur +720.000 barna-
gæsla = 1861.026 kr.
Hjón nr. 3: 1.2 milljónir laun +
58.974 skattur = 1141.026 kr.
Hjón nr 4: 2.4 milljónir laun +
523.222 skattur = 1876.778 kr.
Hjón nr. 2 fá 60 þús. kr. á
mánuði fyrir að gæta 3 barna
eða samtals 720.000 kr. á ári og
samkvæmt venju hér á íslandi
eru þessar tekjur ekki gefnar
upp til skatts, og leggjast því
beint við ráðstöfunartekjur
hjónanna, þannig fæst út
summan 1861.026.
Við skulunt nú bera saman
ráðstöfunartekjur og aðstöðu
hjóna nr. 1 og hjóna nr. 3
mismunurinn á þessum
tvennum hjónum er sá að hjón
nr. 3 hafa kosið að hafa það
þannig að eiginkonan vinni
ekki úti, hún verði heima og
gæti barnanna. Hjá hjónum nr.
1 vinnur eiginkonan úti, en
börnin eru í gæslu.
Ráðstöfunartekjur hjóna nr. 1
eru 95.085 kr. á mánuði,
ráðstöfunartekjur hjóna nr. 3
eru 124.534 kr. á mánuði,
mismunur á ráðstöfunartekjum
er því 29.449 kr. Það má túlka
þannig, að ef eiginkona sem á
tvö börn ætlar út á vinnu-
markaðinn og gerir ráð fyrir að
fá 100.000 kr. á mánuði í laun,
verður hún að gera ráð fyrir því
að 30% tekna hennar (30.000
kr.) fari til greiðslu á skatti og
Kjallarinn
Reynir Hugason
40% tekna hennar (40.000) fari
í barnagæslu. Eftir standa
30.000 kr. Ákveði sama kona
þ.e. kona nr. 3, að taka 3 börn í
gæslu hækka ráðstöfunartekjur
heimilisins um hvorki meira né
minna en 60.000 kr. á mánuði
eða 30.000 kr. upp fyrir
ráðstöfunartekjur hjóna nr. 1,
sem bæði eru úti á vinnu-
markaðinum. Af þessu verður
að draga þá ályktun að það sé
fremur af ástríðu en af
hagnaðarvon sem eiginkonur
fari út á vinnumarkaðinn.
Af samanburði hjóna nr. 2 og
hjóna nr. 4, kemur í ljós, að
þessi tvenn hjón hafa u.þ.b.
sömu ráðstöfunartekjur. Hjón
nr. 4 standa því einungis betur
að vígi en hjón nr. 2, að því
leyti að þau hafa ekki börn á
framfæri sínu. Hjónin hér að
ofan eru ósköp venjulegt fólk,
með ósköp svipaðar tekjur,
eiginkonan hefur ef til vill
nokkuð hærri tekjur en gengur
og gerist á vinnumarkaðnum,
en hafi hún lægri tekjur kemur
dæntið enn verr út, og mis-
raunur milli hjónanna verður
enn meiri, en hér að ofan er
sýnt.
Ýmsar leiðir eru til þess að
leiðrétta þennan mismun. Ein
leið væri að fella niður
heimildina um 50% frádrátt á
launum eigikonu til skatts af
þeim konum sem ekki hafa
börn á sínu framfæri. Með því
móti mvndu ráðstöfunartekjur
hjóna nr.4 rninnka niður í sömu
ráðstöfunartekjur og hjón nr. 1
hafa. Einnig mætti auka við
barnabætur til jafns við skatt-
hækkun þeirra sem ekki hafa
börn á sínu framfæri. Sam-
kvæmt dæminu hér að framan
virðist ekki óeðlilegt að hækka
barnabætur um helming.
I vor er leið mun fjármála-
ráðuneytið hafa skipað nefnd
til þess að gera tillögur um sér-
sköttun hjóna og fleira í þeim
tilgangi að komast fyrir þetta
misræmi sem sýnt er hér með
dæmunum að framan. Sam-
kvæmt bestu heimildum hefur
þessi nefnd komið einu sinni
saman og látið gera módel-
tilraunir á rafreikni úti í
Háskóla með uppdiktuð skatt-
framtöl, þar sem reynt hefur
verið að finna leiðir til þess að
lagfæra misræmið í skatta-
lögunum. Módeltilraunirnar
þóttu ekki nógu góðar og
nefndin hefur enga fundi
haldið í allt sumar, og er þvi
ekki neins frumvarps að vænta
um sérsköttun hjóna nú í
haust.
Það er og hið mesta óréttlæti
að barnagæsla skuli ekki vera
sköttuð til jafns við aðrar
tekjur, en jafnframt er
það óréttlátt að konur sem
taka að sér barnagæslu á einka-
heimilum skuli ekki hafa jafn
há laun og annað verkafólk á
vinnumarkaðnum. Hér með er
skorað á ríkisvaldið að hætta að \
niðast á barnafjölskyldum þar t
sem bæði hjónin vinna úti og
grípa til raunhæfra aðgeröa til ;
þess að leiðrétta þetta misræmi ¥
sem hér að ofan er lýst.
Reynir Ilugason,
verkfræðingur.
Ung hjón með tvö börn bæði vinna úti. Ung hjón með tvö börn annað vinnur Ung hjón með tvö börn annað vinnur Ung hjón ineð engin börn. Bæði vinna
Börnin i pössun. úti. Börnin heima. 3 börn tekin í fóstur. úti. Börnin heima. úti.
Atvinnutekjur 100.000 pr. mán. Atvinnutekjur 100.000 pr. mán. Atvinnutekjur 100.000 pr. mán. Atvinnutekjur 100.000 pr. mán.
samtals tekjur 2.400.000 samtals tekjur 1.200.000 samtals tekjur 1.200.000 samtals tekjur 2.400.000
Reiknuð húsaleiga Reiknuð húsaleiga Reiknuð húsaleiga Reiknuð húsaleiga
af eigin húsnæði 60.000 af eigin húsnæði 60.000 af eigin húsnæði 60.000 af eigin húsnæði 60.000
Brúttótekjur 2.460.000 Brúttótekjur 1.260.000 Brúttótekjur 1.260.000 Brúttótekjur 2.460.000
Frádráttur Frádráttur Frádráttur Frádráttur
Fyrning húsnæðis 70.000 Fyrning húsnæðis Fyrning húsnæðis F’yrning húsnæðis
og viðhald og viðhald 70.000 og viðhald 70.000 og viðhald 70.000
Vaxtagjöld 100.000 Vaxtagjöld 100.000 Vaxtagjöld 100.000' Vaxtagjöld 100.000
Lí f ey ri ssj óðsg j a 1 <1 100.000 Lífeyrissjóðsgjald 50.000 Lífeyrissjóðsgjald 50.000 Lifeyrissjóðsgjald 100.000
Lífsábyrgð og stéttafgj. 30.000 Lífsábyrgð og stéttafgj. 20.000 Lífsábvrgð og stéttarf.gj. 20.000 Lífsábyrgð og stéttarf.gj. 30.000
50% af launum eiginkonu 600.000 50% af launum eiginkonu 0.000 50% af launum eiginkonu 0.000 50% af launum eiginkonu 600.000
Frádráttur samtals 900.000 Frádráttur samtals 240.000 Frádráttur samtals 240.000 Frádráttur samtals 900.000
Tek.iuskattur ásamt Tekjuskattur ásamt Tek.juskattur ásamt Tek.juskattur ásamt
byggi ngasj óðsgj ald i 232.552 byggingasjóðsgjaldi 22.977 byggingasjóðsgjaldi 22.977 byggingasjóðsgjaldi 232.552
Utsvar 247.100 Utsvar 115.100 Utsvar 115.100 Utsvar 250.900
Sjúkratr.gjald 24.000 Sjúkratr. gjald 12.000 Sjúkratr.gjald 12.000 Sjúkratr.gjald 24.000
Kirkjugarðsgjald 5.683 Kirkjugarðsgjald 2.647 Kirkjugarðsgjald 2.647 Kirkjugarðsgjald 5.770
Skyldusparnaður 10.000 Skyldusparnaður 0.000 Skyldusparnaður 0.000 Skyldusparnaður 10.000
Alögð gjöld 519.335 Alögð gjiild 152.72- Alögðgjöld 152.724 Álögð gjöld 523.222
Barnabælui 93 750 Barnabætur 93.750, Ba rnabætur 93.750 Barnabætur 0.000
Skatlur s Ráðstöfunarlckjur alls. Skattur Barnagæzla amtals 425.585 2.400.000 + 425.585 + 480.000 Skattur samtals 58.974 Skattur samtals 58.974 Skattur samtals 523.222
Ráðstöfunartekjur alls 1.200.000 Ráðstöfunartekjur alls 1.200.000 Ráðstöfunartekjur alls 2.400.000
Skattur Barnagaizla > 58.974 ► 720.000 Skattur Barnagæzla + 58.974 + 0.000 Skattur Barnagæzla + 523.222 + 0.000
1 494 415
1.861.026 1.141.026 1.876.778
Káðstöfunartekjur á mán 124.534 Ráðstöl'unartekjur á mán. 155.085 Ráðstöfunartekjur á mán. 95.085 Ráðstiifunartekjur á mán. 156.398
Vi
/