Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 20.10.1976, Qupperneq 23

Dagblaðið - 20.10.1976, Qupperneq 23
OACKLAUli). MIÐVIKUDA(iUR20. OKTÖBEK 1976. í Útvarp k Sjónvarp Sjónvarp kl. 21,55 i kvöld: SÆNSKIR SNILLINGAR A SKJÁNUM — Ullmann, Bergman og Josephsson i nýju leikriti Ný sænsk framhaldsmynd í fjórum þáttum hefst 1 sjónvarpinu i kvöld kl. 21.55. Er það myndin Augliti til auglitis Leikstjóri og höfundur handritsins er enginn annar en Ingmar Bergman og bak við kvik- myndatökuvélina er Sven Nykvist. Aðalhlutverkin leika norska leikkonan Liv Ullmann og Erland Josephsson, — þau hin sömu sem léku í Þáttum úr hjónabandi sem sýnt var í sjónvarpinu hér fyrir fáum árum. Fyrsti þátturinri nefnist Brottförin. ..Augliti til auglitis" var frumsýnd í New York í apríl og fékk mikið lof gagnrýnenda. Áður en upptaka verksins hófst fengu allir. sem að verkinu stóðu, bréf frá Ingmar Bergman.Þar kallar hann myndina söguna um lífið, ástina og dauðann. Hann lýsir viðfangsefnmu á þessa leið: „Jenný er dugleg og sam- vizkusöm kona. sem náð hefur miklum frama á starfsvettvangi sínum. Hún er gift gáfuðum starfsbróður sínum og hjónband- ið er til fyrirmyndar. Mig langar að reyna að lýsa því hvernig þessi persóna bugast algerlega og síðan hægum en þjáningarfullum bata hennar." Bergman segir um drauma sem skipta miklu máli í myndinni: „Draumar eru ekki annað en keðja raunverulegra viðburða er verða á mikilvægum tímamótum í lífi Jennýjar. Þótt hún sé geðlæknir, hefur hún aldrei getað litið í alvöru á hinn ýkta raunveru leika. Þrátt fyrir allan sinn lærdóm veit hún ósköp litið um mannssálina. Þetta er svo algengt mein meðal sálfræðinga að það mætti næstum nefna það atvinnusjúkdóm." 1 myndinni er Jenný yfirlæknir á geðsjúkrahúsi. Hún kann vel við starfið hefur góðar tekjur og hjónabandið er farsælt. í upphafi sögunnar hafa þau hjónin nýlega fest kaup á húsi sem þau fá afhent eftir nokkra mánuði en á meðan ætlar Jenný að búa heima hjá afa sínum og ömmu. Afinn og amman eru leikin af Aino Taube og Gunnar Björnstrand. Einnig leika Kari Sylwan, Sif Ruud og Gösta Eklund veigamikil hlutverk f myndinni. Sýningartími er 45 mínútur. Þýðandi er Dóra Hafsteinsdóttir. -A.Bj. teynt var að smvgla fálka- mgum úr landi í suraar. Alls oru ungarnir fimm. Hérna sjáum vió tvu þeirra i töskunni sem þeir fundust i úti á Kefla- vikurvelli. Útvarpið í kvöld kl. 19,45: Verndum fugla NÝ HÆTTA — reynt að smygla fólkum úr landi „Eg mun segja frá fugla- vernd almennt og taka nokkur dæmi um útrýmingarhættu fugla, bæði hér og í Bandaríkj unurn," sagði Magnús Magnús- son prófessor sem heldur erindi 1 útvarpinu um verndun fugla. Sérstaklega mun Magnus ræða um haförninn og fálkann og rekja nokkuð sögu um friðun þeirra og ofsóknir. Þá minnisl hann einnig á nýja hættu sem ógnar fálkunum en það er að menn steli þeim og re.vni að smygla þeim úr landi. Tilraun til þessa var gerð í sumar, eins og menn eflaust muna. þegar fimm fálkaungar tundust i tösku úti á Kefla- víkurflugvelli. Smyglararnir höfðu hætt við að taka þá með sér út í flugvél á siðustu stundu af einhverjum ástæðum. Það er ástæða til þess að vera vel á verði gegn þessari nýju hættu. Mönnum gæti einnig dottió i hug að smyglafálkunum yfir hafið með skipum. Þótt viða sé bannaö að nota fálkana sem veiðifálka tfðkast það enn í Þýzkalandi að temja þá til slfkra hluta og nú hafa fleiri hætzt i þann hóp sem vilja iðka þetta sport, en það eru arabi.sku olíufurstarnir. —EVI Sif Ruud og Liv Ullmann i hlut- verkum sinum í f.vrsta þættinum. I ágúst s.l. kom ævisaga Liv ^ l'llmannút. Bókin var prcntuð í * 4(1 þúsund eintaka upplagi og hefur runnið út eins og heitar lumntur. Liv virðist mjög ánægð sjálf þar sem hún situr á staflanum. Sjónvarp Miðvikudagur 20. október 18.00 ÞúsunddyrahúsiA. Norsk mynda sana. 2. þáttur. Pönnukökuveislan Þ.Ýöandi C.réta Sifífúsdóttir. Þului l»orhallur Siuurósson. (Nortl vision—Norska sjónvarpið). 18.20 Skipbrotsmennirnir. Aslralskui myndaflokkur í 13. þáttum. 2. þáttúr. Hvað er til raða? Þýóandi .lóþanna .lóhannsdóttir. 18.45 Refurinn. Brosk fríutlslumyud um refinn og lifnaðarhætti hans árið un- krinjí- Þýðandi ok þulur Askar In«i marsson. Hlé 20.00 Frettir og veöur. 20.30 Auglýsingar og dagskra. 20.40 Pappírstungl. Bandariskur mynda- flokkur. Gyllivonir. Þýðandi Krisi- inann Riðsson. 21.05 Vaka. Dagskrá um bókmenntir og listir á liðandi stund. Ums.iónarmaður Maudaluna Schram. Stjórn upplöku Andrés Indrióason. 21.55 Augliti til auglitis. Ný. sænsk frarn- haldsmynd I fjórum þáttum. Leik- stjóri og höfundur handrits Ingmar Bergman. Kvikmyndun Sven Nykvist. Aðalhlutverk Liv Ullmann. Krlaud Josephson. Aino Taiihu. (iiimtar Björnstrand og Sif Ruud. 1. þáttur. Brottförín. Aðalpcrsónatt. .Icnny. »*r yfirlæknir á geðsjúkrahúsi. Ilenni fellur starfið vel. Iiiin lnTur eoðar tekjur, og hjónaband hennar er far- sælt. 22.40 Dagskrárlök. * j BSsMÍé'-í 'i í> i: , E : *'/■ \ ; É p- l Barnaafmœli Fullegar pappirsvörur. ilukar. diskar. mál. seri- leltur. hattar. hlöðrur. kerti ii. t'l. >lcsta úrval ha'jarins. SOftA HUSIÐ LAUGAVEG 178. SÍMI 86780.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.