Dagblaðið - 22.10.1976, Page 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1976.
9
Stuðnlngsmenn Oskars hafa gefið upp boltann með símskeytadrífu
Væntanlega munu stuðningsmenn Karls Steinars svara i sömu mynt.
Húsgagnadeild
Jón Loftsson hf. t03S3
iiigai
CDDDDO
CZ EU L_I Dj lD □ SJ-1.
Hringbraut 121 Sími 28601
Sjómenn velja sér foringjo:
FLOKKADRÆTTIR
0G STUÐNINGS-
YFIRLÝSINGAR
235 sjómenn á 21 togara hafa
með skeytum lýst yfir stuðningi
við kjör Óskars Vigfússonar sem
forseta Sjómannasambands
tslands. Talið er að Jón Sigurðs-
son, sem lengi hefur gegnt
forsetastarfinu, gefi ekki kost á
sér til þess lengur.
I Dagblaðinu hefur verið skýrt
frá því að auk Óskars hafi verið
rætt um Karl Steinar Guðnason,
formann Verkalýðs- og sjómanna-
félags Suðurnesja, sem líklegan
formann Sjómannasambandsins.
Vera má að fleiri komi þar til
greina.
Togararnir, sem skeyti bárust
frá um áður greindan stuðning
við Öskar Vigfússon, eru þessir:
Júnl, Jón Vídalín, Runólfur,
Þormóður goði, Otur, Vigri, Maí,
Sléttbakur, ögri, Engey, Harð-
bakur, Kárlsefni, Kaldbakur,
Erlingur, Hjörleifur, Guðsteinn,
Haraldur Böðvarsson, Guðmund-
ur Jónsson, Aðalvík, Dagstjarnan.
og Framtíðin.
Rétt er að geta þess að stuðn-
ingsmenn Óskars Vigfússonar,
einkum úr röðum hafnfirzkra sjó-
manna, hafa gengizt fyrir því að
afla áður getinna traustsyfirlýs-
inga. Ekki hefur DB haft spurnir
af hliðstæðum aðgerðum vegna
Karls Steinars.
—BS
Fjáröflunardagur Landssambands islenzkra
barnaverndarfélaga
Stuðla að velferð
barna og bœttum hag
Barnaverndarfélagið í Reykja-
vík átti til dæmis mikinn þátt í
því að Skálatúnsheimilið komst
upp. Þá var einnig lagt fé í
heimilissjóð taugaveiklaðra barna
upp úr 1960 sem efldist mjög
mikið með erfðagjöfum og árlegu
söfnunarfé. Gaf félagið að hálfu
með kvenfélagi Hvítabandsins
húsið að Kleifarvegi 15 þar sem
rekið er meðferðarheimili fyrir
börn á grunnskólaaldri sem eiga
við hegðunar- og/eða geðræn
vandkvæði að stríða.
Þetta kom fram á blaðamanna-
fundi hjá Landssambandi
íslenzkra barnaverndarfélags
(LÍB) en i því eru 8 félög, en
Reykjavíkurfélagið er langfjöl-
mennast. Önnur félög á landinu
hafa styrkt mjög dagheimili í sinu
byggðarlagi og jafnvel komið
þeim upp.
llinn árlegi fjarsöfnunardagur
LlB er á morgun, fyrsta vetrar-
dag. Markmið allra félaganna er
eitt og hið sama: að stuðla að
velferð barna og bættum hag
þeirra. Barnaverndarfélag
Reykjavikur hyggst verja því fé,
sem safnast til að veita þvi fólki,
sem hyggst sérmennta sig
(einkum erlendis) til hjálpar-
starfs fyrir börn o& unglinga
myndarlega námsstyrki og
styrkja einstaka stofnanir. Loks
mun hluta af fénu verða varið til
að kosta þau verkefni sem LlB
hefur á prjónunum.
LlB er til húsa að Skólavörðu-
stíg 2. Sími er 21442, gíró númer
22022. Barnaverndarfélag
Reykjavíkur er til húsa á sama
stað. Skólabörn munu selja merki
og Sólhvörf fram yfir hádegi, en
Sólhvörf er að þessu sinni gerð af
Barnaverndarfélagi Hafnar-
fjarðar og er efnið að mestu eftir
Stefán Júlíusson. Ætlunin er að
fullorðnir félagar selji merkið á
laugardagskvöldið við skemmti-
staöi og aðra samkomustaði.
—EVI
Feikilegt úrval — Mjúkt
og þœgilegt leður
Midbæiarmarkadi
Hád egi s