Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 22.10.1976, Qupperneq 16

Dagblaðið - 22.10.1976, Qupperneq 16
lfi DACRLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. OKTÖBER 1976. ÓMAR VALDIMARSSON ASGEIR TOMASSON Keith Richard týndi buxunum — og fékk 30 þús. krona sekt Keith Richard — annar gítar- leikarinn í Rolling Stones er staddur í London um þessar mundir. Þar dugir honum auð- vitað ekkert minna en heill Rolls Royce til að komast á milli. En þrátt fyrir þessa auð- legð á Keith ekki nema einar buxur til að ganga í. Þessi buxnafátækt gítarleik- arans kostaði hann heilar 30.000 krónur fyrir skömmu. Keith átti nefnilega að mæta fyrir rétti vegna þess að hann hafði verið handtekinn með LSD og kókaín í fórum sínum. Réttarhöldin töfðust í þrjár klukkustundir á meðan einka- bílstjóri Keiths fór að kaupa nýjar buxur handa honum. Dómaranum fannst rétt að áminna gítarleikarann og refs- aði honum því með fjársekt- inni. í réttarsalnum skýrði Keith Richard svo frá að hann hefði sent öll sín föt í hreinsun kvöldið áður en hann átti að mæta fyrir dómstólunum. Allt tauið hcfði komið til baka — nema buxurnar. „Ég þorði ómögulega að mæta fyrir rétt- inum buxnalaus," sagði Keith, „og það tók bílstjórann minn Keith Richard: buxurnar týnd- ust í hreinsun. vitanlega talsverðan tíma að finna nýjar buxur.“ Að sjálfsögóu valdi bílstjór- inn buxur handa Keith í stíl við Rollsinn og mætti hann þvi í skærgulum buxum. — Keith Richard var síðan látinn laus gegn 1,6 milljón króna trygg- ingu vegna eiturlyfjanna. Það geispar enginn hjá á tónleikum David Essex + allt þetta fólk sér fyrír því „Eg hef aðeins farið á tónleika S—10 sinnum á ævinni og í öll ;kiptin hefur mér hundleiðzt," ;egir enska poppstjarnan David Essex. Oa hann hefur skvríngima á reiðum höndum: Þar gerist of lítið. Essex hefur hins vegar oft leikið á tónleikum j>g dregur þá ályktun að einshljóti aðvera farið fyrir áheyrendum hans og honum sjálfum þegar hann. er áheyrandi. Essex hefur því ráðið sér og undirleikurum sínum til aðstoðar heilan flokk af trúðum, fimleika- fólki og öðrum sem vinna við sirkus. Með þessu telur hann tr.vggt að enginn geispi af leiðind- um meðan á tónleikunum stend- ur. eru hörkuvinna Trommuleikarinn Artimus Pyle lét „pressuna" gossa á Hiltonhótelinu í Macon. Hann Engin bandarísk rt>kkhljómsveit er sögð leggja jafn hart að sér (eða hafa hærra) en L.vn.vrd Skynyrd, sjö manna hljómsveit frá Jacksonville í Flórída. Þeir koma sjaldan heim. Tónlist þeirra er blanda af enska „hard'1- rokkinu og léttum bandarískum sveitablús. Það kemur fyrir að tónlistin tekur fram fyrir hendurnar á ljóðinu en þannig vilja ungir áheyrendur hljómsveitarinnar líka hafa það. Hljómsveitin er skírð i höfuðið á ieikfimikennara liðsmanna hennar úr gagnfræðaskóla, þ.e. framburðurinn ekki staf- setningin. Þeir hafa selt þrjár milljón plötur. Fimmta breiðskífa hljómsveitarinnar, One More For the Road. hefur selzt í 350 þúsund eintökum siðan hún kom út fyrir mánuði. Flestar rokkhljómsveitir verða að vera á stöðugum hljómleika- ferðalögum til að halda sér á floti. „Pyntingaraðferðir" Lynyrd Skynyrd eru orðnar að þjóðsögum vestra. Það kemur fyrir að hljómsveitin haldi tvö hundruð og fimmtíu hljómleika á þrjú hundruð dögum á ferðalagi. Á niutíu og fimm daga tímabili á síðasta ári kom hljómsveitin fram á 88 stöðum, eitt kvöld á hverjum stað. Fyrr í þessum mánuði fóru þeir um fjögur af vesturf.vlkjum Bandarikjanna og héldu fimm hljómleika á sjö dögum. Þessi ferðalög taka sinn sálræna toll. „Eftir nokkurn tíma verður maður ringlaður," sagði söngvarinn Ronnie Van Zant, 27 ára gamall, í samtali við News- week fyrir skömmu. „Hugur og likami gefast upp." Morguninn-eftir vandamál eru erfiðust. En dálítið amfetamín leysir þann vanda fyrir morgun- verð. Dálítið viskí gerir ferðalagið á milli hótela bærilegt og ein kampavínsflaska kemur öllum í gott form fyrir hljómleikana um kvöldið. „Þetta er skitt líf, en til hvers að hafa áhyggjur af því?" segir Van Zant. „Við drögum aðallega að okkur drukkið fólk og órólega krakka sem vilja hrista sig dálítið." Liðsmenn hljómsveitarinnar fá útrás með „einföldu" ofbeldi. Þeir hafa sameiginlega safnað dágóðum lista yfir handtökur fyrir árás á lögregluþjón og að hafa amfetamín í fórum sínum svo eitthvað sé nefnt. I fyrra eyðilögðu félagarnir i Lynyrd Skynyrd meira en helminginn af öllum leikfimitækjum og vélum á Spence Manor Hotel í Nashville. Nýlega gerðist það í Bristol í Englandi að Van Zant henti eikarborði út um glugga á fimmtu hæð hótels þar. „Við vorum bara að skemmta okkur, létta af okkur pressunni," sagði hann síðar. „Það var fyndið þegar löggurnar komu inn og horfðu á okkur eins og við værum brjálaðir hundar." En það var ekki mjög fyndið þegar bassaleikarinn Leon Wilkeson henti brotnum gítar sínum út í áheyrendasalinn með þeim afleiðingum að ung stúlka á fremsta bekk meiddist stórlega í andliti. Lynyrd Skynyrd á hljómleikum: landsfræg „pyntingar" ferðalög þrjú hundruð daga ársins. Það tekur sinn sálræna toll. hafði beðið herbergisþernuna um íste, sem hann og fékk — en sykurlaust. Það féll honum ekki i geð. „Fyrst eyðilagði ég dyrnar," segir hann frá. „Ég reyndi að henda sjónvarpstækinu út um gluggann en það komst ekki út. Þá eyðilagði ég allt annað." Hann andvarpar: „Uff, það er alltaf svo miklu betra án spennunnar." Ferðastjóri hljómsveitarinnar, Ron Eckerman, aðeins 24 ára, gengur með ávísanahefti með 40 þúsund dollurum (7.5 millj. kr.) og tvö þúsund dollara í seðlum til að afgreiða smámálin. Hann greiðir umyrðalaust alla reikninga fyrir unnum skemmd- um, sem mánaðarlega nema um þúsund dollurum, eða 188 þús. krónum. Það græðir þó ekki öll sár. í mörgum borgum er ástandið þannig að ekkert stærri og betri hótelanna vill hýsa Lynyrd Skynyrd. Þegar hljómsveitin leikur í Atlanta, Georgíu þarf hún til dæmis að gista á sumardvalar- stað í klukkustundar aksturs fjarlægð. Wilkeson hefur ekki áhyggjur af því. „Við erum heitir núna" segir hann. „Höldum áfram." SIGGIKARLS í GIFSI A.M.K. MÁNUÐ ÍNN Brotin á úlnliðum Sigurðar Karlssonar trommuleikara Celsíusar ætla að gróa seint. Sigurður fór í rannsókn í síð- ustu viku og þá var hann settur í gifs á báðum höndum, sem ekki á að taka fyrr en í fyrsta lagi eftir mánuð. „Maður er að verða vitlaus á aðgerðaleysinu;" sagði Sig- urður er DB ræddi við hann. „Ég get nákvæmlega ekkert gert með höndunum. Og ekki bætir það úr skák að maður er alveg að farast úr kláða undir umbúðunum." Sigurður var farinn að æfa lítillega áður en hann fór I rannsóknina í síðustu viku. Hann gat þó ekki spilað eins og hann var vanur áður fyrr og tók því að æfa upp nýjan stil í trommuleik — svonefndan amerískan stíl. Læknar á slysa- deild Borgarspítalans bönnuðu hins vegar stranglega allar frekari æfingar á meðan hann erígifsinu. __Á/r___ Lynyrd Skynyrd: Hljómleikaferðir

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.