Dagblaðið - 12.11.1976, Qupperneq 7
OöiM«um06 5to«
ptYSUR. " K^U
URtUNtBUXUR.
Herradeild
tNSK TtRt^NtíÖT
RltfLUÐ FlAUtlSfOT
gaiubuxur
TtRtlTNlBUXUR
REUTER
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1976.
Vill frekar deyja en sitja í fangelsi:
Tugir manna hafa
boðizt til
að sjá um aftökuna
— óvenjulegt dómsmál í Utah í Bandaríkjunum
Moróinginn Gary Gihnore,
sem hefur óskaö eftir því aö fá
að ganga fyrir aftökusveit,
verður að bíða í að minnsta
kosti fimm daga áður en hann
veit hvort orðið verður við ósk
hans. Tugir manna hafa þegar
boðið sig fram til að skjóta
hann.
Gilmore. sem dæmdur var til
dauða fyrir að myrða
háskólastúdent nokkúfn,
óskaði eftir því að fá að ..deyja
eins og maður" með þvi að
ganga fyrir aftökusveit, í stað
þess að dvelja það sent eftir var
ævinnar i fangelsi.
Calvin Rampton, fylkisstjóri
Utah, fyrirskipaði í gær að
aftaka Gilmores sk.vldi ei fara
fram fyrr en náðunarnefnd
fylkisins hefur komið saman á
mánudaginn.
Þrátt fyrir að Gilmore hafi
óskað eftir því að fá að deyja —
og skv. lögum getur hann valið
um pftökusveitina eða gálgann
— hafa fjölmargar mann-
réttindahreyfingar og hópar
sem berjast gegn dauðarefsing-
unni, látið í ljós áhuga sinn til
að áfrýja dauðadómnum.
Fylkisst.iórinn hefur óskað
eftir því við náðunarnefndina,
að mál Gilmorcs verði tekið
fyrir á sama hátt og ef hann
hefði beðið um náðun. Jafnvel
þótt nefndin ákveði að láta af-
tökuna fara fram, þá verður
dómarinn í málinu að ákveða
nýjan dag f.vrir hana. Það getur
veitt aukinn tíma til að afla
frekari gagna í málinu.
Hæstiréttur fylkisins fellst á
ósk Gilmores um að fá að deyja
fyrir aftökusveitinni eftir að
hann sendi henni bréf, sem i
sagði meðal annars: „Hafa
íbúar Utah ekkí kjark til að
fylgja eftir sannfæringu sinni?
Þið dæmið mann til dauða —
mig — og þegar ég sætti mig
við það...með virðingu og
heiðarleika, vilja íbúar þessa
fylkis hætta við allt sanian og
rífast við mig um það.“
Síðasta aftaka í Banda-
ríkjunum var 1967.
Angola:
,Útrýmum
leppunum'
— sagði Neto forseti
Agostinho Neto, forseti
Angola, sagði í gær að landi
sínu væri ógnað frá árásar-
stöðvum heimsvaldasinna í
Namibíu (SV-Afríku) og lét að
því liggja, að Angola gæti
hugsað sér að veita þjóðernis-
sinnum þar aukna aðstoð.
Neto forseti lét þessi orð
falla í höfuðborginni Luanda,
þegar hann hélt ræðu þar í til-
efni þess að eitt ár var liðið
siðan landið fékk sjálfstæði frá
Portúgölum.
Forsetinn hvatti til þess að
síðustu menjar andstöðunnar
gegn stjórninni væru þurrk-
aðar út og kvað öryggissveitir
landsins verða að styrkja til að
„útrýma síðustu leppunum".
S-Afríkumenn
hóta hörðu
P.W. Botha, varnarmálaráð-
herra Suður-Afríku, sagði í
Pretoríu í gær að Suður-Afríka
rnyndi snúast til varnar með
öllum mætti ef angólskar her-
sveitir réðust gegn Namibíu.
Hann sagði þetta í viðtali við
suður-afríska féttastofu þegar
verið var að ræða harða bar-
daga í suðurhluta Angola, á
milli stjórnarhersins þar og
skæruliða frelsisfylkingarinnar
UNITA.
Botha neitaði þvi með öllu,
að stjórn sín veitti UNITA
stuðning.
Timburflutningaskip sekkur
33 manna áhöfn flutninga-
skips sendi út neyðarskeyti og
för síðan í björgunarbáta et'tir
að hafa látið þau boð út ganga
að skipið væri að siikk' a á
Norðaustur- Kyrrahafi.
Strandgæ/.la Bandaríkjanna
sagði að skipið héti Garbelian
væri timburflutningaskip og
skrásett í Panama.
Ekki er enn vitaö iun afdrif
skipshafnarinnar. stærð
skipsins. né staðfestingu á
nafninu, að sögn
Reutersfréttastofunnai
Spánn:
Skyndiverkföll um
Fegurðardrottn-
ing týnd!
Opið tii
kl. 10 í
kvöld og
9-12
laugardaga
Skipuleggjendur alheims-
feguróarsamkeppninnar sem
fara á fram í London innan
fárra daga leita nú með logandi
ljósi að einni fegurðardís-
anna, Mariu Gimenez, 19 ára að
aldri, sem kjörin var fegurðar-
drottning Venezuela fyrir árið
1976.
Konan, sem er tæpir tveir
metrar á hæð, og þar með hæsta
stúlkan í keppninni mun hafa
farið frá Caracas fyrir skömmu
og ætlað að sóla sig á Spáni
áður en hún héldi til London.
Hins vegar hefur hún ekki
látið sjá sig á því hóteli, sem
hún átti að gista í London og
hefur henni nú verið gefinn
frestur til mánudags að láta
heyra frá sér, — annars verður
hún úr leik.
allt land
eftirliti lögreglunnar á heimili
sínu í úthverfi Madríd.
Camacho á sæti í miðstjórn
spdnska kommúnistaflokksins.
Hann sagði í símtali við frétta-
mann Reuters í gærkvöld, að
skyndiverkföllin væri hugsuð
sem „friðsamleg og borgaraleg
viðbrögð við hrikalegri efnahags-
stefnu, sem leggur allar
byrðarnar á spánska verka-
manninn.“
Camacho mun svo go'tt sem
vera í stofufangelsi, enda fylgist
lögreglan með öllum hreyfingum
hans.
Spánskir verkamenn hafa i
hyggju að efna til skyndiverkfalla
í dag um allt land í mótmælaskyni
við efnahagsaðgerðir stjórnvalda,
og þrátt fyrir að lögreglan hafi
farið með valdi að virkum verka-
lýðsleiðtogum.
Verkalýðsleiðtoginn Marcelino
Camacho ^ar látinn laus úr fang-
elsi fyrir ári. þegar Juan Carlos
konungur náðaði fjölda pólitískra
fanga. Nú kveðst Camacho vera
því sem næst í stofufangelsi.
Tugir annarra verkalýðsleiðtoga
á Spáni hafa verið handteknir í
nótt og í gærkvöld.
Yfir þrjátíu vinstrisinnar voru
í haldi í morgun, allt frá Las
Palmas á Kanarí-eyjum til
Barcelona og Bilbao, sem hvort
tveggja eru mikilvægar iðnaðar-
borgir.
Haft er eftir heimildum innan
stjórnarandstöðunnar á Spáni, að
meirihluti fanganna séu félagar í
verkalýðssamtökum, er lúta
stjórn kommúnista. Flestir voru
handteknir þegar þeir dreifðu
verkfallsáróðri. Sömu heimildir
herma að handtökurnar gætu
verið miklu fleiri.
Leiðtogi verkalýðssam-
bandsins, sem um ræðir, er
Marcelino Camacho, sem sat í
fangelsi í átta ár fyrir stjórnmála-
skoðanir sínar og starfsemi á
Franco-tímanum. Camacho var í
morgun og gærkvöld undir
| ÉÉiMÍH
BANKASTRÆTI 9, SÍMI 11811.
Erlendar
fréttir