Dagblaðið - 12.11.1976, Qupperneq 28
■—■ allt að 8200 tonna umframframleiðsla árið 1985
fxjálst, nháð dagblað
FÖSTUDAGUR 12. NÓV. 1976,
f
Niðurstöður úttektar á sauðfjárrækt:
Sauðfjárrækt á íslandi
stefnir s algert óefni
— sívaxandi byrði á ríkissjóð
Sauðfjárrækt á íslandi
stefnir í álgert óefni. Umfram-
magn, sem flytja yrði, og þá
líklega með gífurlegum útflutn-
ingsuppbótum, á erlendan
markað gæti orðið allt að 8200
tonn árið 1985 með sama áfram-
ahldi. Þetta kemur fram af út-
tekt á þróun sauðfjárræktar,
sem Rannsóknarráð ríkissins
hefur gerl.
„Með núverandi stefnu í
sauðfjárræktunarmálum úgmeð
því fyrirkomulagi á verðlagn-
ingu sauðfjárafurða, sem hér
tíðkast og hvetur mest til auk-
innar kjötframleiðslu, svo og
með áframhaldandi stuðningi
við uppbyggingu sauðfjárbú-
skapar, er líklegt, að á næstu
árum muni framleiðsla á dilka-
kjöti umfram innanlandsþarfir
fara stórlega vaxandi," segir í
skýrslu Rannsóknarráðs.
„Nú er um 20 prósent kjöts-
ins flutt út, og því er spáð, að
árið 1985 geti umframmagnið
orðið frá 6300 til 8200 tonn,
eftir því hvort kjöt yrði áfram
greitt niður eða niðurgreiðslum
yrði hætt.“
Þá segir, að reynist ekki unnt
að finna hagstæðari markaði
fyrir dilkakjöt munu útflutn-
ingsbætur verða sívaxandi
ttyrði á ríkissjóði, ef flytja á
umframframleiðsluna út.
Uttektin sýnir, að sauðfjár-
rækt hér á landi er ekki sam-
keppnisfær við sauðfjárrækt í
þeim löndum, em ráða fram-'
boði og heimsmarkaðsverði á
dilkakjöti, við ríkjandi
búskaparhætti.
Til dæmis er framleiðslu-
kostnaður bónda á Nýja
Sjálandi á 16,8 tonnum af kjöti
og 6,6 tonnum af ull eftir 1650
kindur um það bil jafnhár og
framleiðslukostnaður íslenzks
bónda af miklu minni fram-
leiðslu, 6,9 tonnum af kjöti og
0,62 tonnum af ull eftir aðeins
355 kindur. Svo mikill er mun-
urinn okkur í óhag.
— HH
DANSKUR
SPÉFUGL í
Jesper Klein ásamt konu sinni,
leikkonunni Lykke Nielsen.
Seldu spilavítisseðil sem harðan gjaldeyri
— og sviku nær 12. þús. krónur út úr unglingum sem vildu ná sér í áfengi
Tveir náungar komu inn í
ísbúðina á Lækjartorgi í gær og
buðu þar brazilskan peninga-
seðil til sölu. Afgreiðslustúlkan
var til í að næla sér í gjaldeyri
og keypti seðilinn á 8400
krónur. Litlu siðar fékk hún
bakþanka en þá voru
náungarnir á bak og burt. I
banka fékk stúlkan upplýsing-
ar um að þetta væri ekki gildur
seðill en að öllum líkindum
seðill notaður í spilavíti.
En svikalóð náunganna varð
lengri. Af Lækjartorgi héldu
þeir í vínbúð til að halda upp á
vel heppnuð svik á
Lækjartorgi. Skammt frá vín-
búóinni voru fjórir unglingar
undir aldri til að fá afgreiðslu.
Föluðust unglingarnir eftir því
að náungarnir keyptu fyrir þá
áfengi og fengu náungarnir
tveir afhentar 11.800 krónur til
áfengiskaupanna.
Unglingarnir biðu lengi
náunganna tveggja en allt án
árangurs. Skarst nú lögreglan í
leikinn. vissi á hvernig bíl þeir
voru og svo lauk að lögreglu-
menn höfðu upp á svikurunum.
Náðist mest allt fé það sem þeir'
höfðu svikið út. En lögbrot
þeirra eru hin sömu þrátt fyrir
■að og verða þeir nú að svara
fyrir þau. -ASW
N0RRÆNA
HÚSINU
„Intim Finkultur tilbydes af
yngre Herre i pæne Omgivelser“
nefnist efnisskráin hjá danska
leikaranum Jesper Klein, sem
skemmtir í Norræna húsinu á
sunnudaginn kl. 16.00 — Klein
skemmtir þar aftur á miðviku-
daginn kl. 20.30 og þá verður
efnið úr „Kleins komiske
Laboratorium".
Klein er vinsæll gamanleikari í
heimalandi sínu og kemur þar oft
fram í hljóðvarpi og sjónvarpi í
svokölluðu „One Man Show“, sem
er skopkenndur leikureins manns
þar sem spaqgileg atriði eru
tengd saman með notalegu rabbi.
Það er einmitt slík sýning sem
Klein verður með í Norræna
húsinu.
Jesper Klein er fæddur 1944
hefur leikið í mörgum kvikmynd-
um og einnig er hann þekktur
Holberg leikari.
-A.Bj.
STARFSFÓLKI
N0RÐURSTJÖRN-
UNNAR SAGT
UPP
minnkánu! Wnnere-
neyzla í heiminum
og óvíst um framtíð
fyrirtækisins
Um síðustu mánaðamót var
þeim fimm til sex föstu starfs-
mönnum niðursuðuverksmiðj-
unnar Norðurstjörnunnar í
Hafnarfirði sagt upp störfum með
eðlilegum uppsagnarfresti.
Oslóarsamn-
ingurinn
staðfestur
Með 39 atkvæðum gegn 17 var
Öslóarsamkomulagið við Breta í
landhelgismálunum samþykkt á
Alþingi i gær.
Stjórnarliðar greiddu atkvæði
með, stjórnarandstæðingar á
móti. Jón Armann Héðins-
sC.n 1A) sagðist í fyrstu hafa verið
fyigjandi sa.7:.,]ingum en nú vera
honum andvígur, þar hætta
væri á að enn yrði nú samið um
áframhaldandi veiðar Breta hér
við land.
Fjarstaddir voru: Sverrir Her-
mannsson (S ), Pétur Sigurðsson
(S), Friðjón Þórðarson(S) og
Magnús Torfi Ölafsson (Samtök-
in).
-HH.
Utvarpsstöðin „Radíó top sixty“, þar sem hún hvílir í lófa útvarpsstjórans ásamt eldspýtnastokki.
ÚTVARP AKUREYRI, RADÍÓ B,
RADÍÓ TÖP SIXTY 0G RADÍÓ MÝVATN
Fjórar leynilegar
útvarpsstöðvar
á Akureyri:
— senda út 9—10 tíma tónlistardagskrá bak við kerfið
Það er ekkert launungarmál
lengur að hér á Akureyri reka
táningar að minnsta kosti fjórar
„leynilegar" útvarpsstöðvar.
Og það er hlustað á þær. — Það
er sarna hvar þú kemur, músíkin
frá þeim dynur úr hverju horni.
Það hlægilega við þetta er að í
raun og veru er það ríkisúivarpið,
sern heldur þessum stöðvum
gangandi, því að þrautleiðinleg
dagskrá þess skapar þessum
„pirat-radíóum“ tilverurétt.
Þetta kom fram á fundi, sem ég
átti með „útvarpsstjórunum" hér
fyrir norðan.
Það er verra að ná tali af þess-
um mönnum heldur en banka-
stjórum, en þegar ég hitti á réttan
„kondtakt" var viðtalið auðfeng-
ið. Ég var ekki kynntur fyrir
þeim, þvi að ég má ekki vita hvað
þeir heita og ég veit ekki hvar
stöðvar þeirra eru starfræktar.
En ég sá stöðvarnar af því að þeir
komu með þær i vasanum á fund-
inn.
Það er sama hvort stöðin heitir
Eyfirsk útvarpsstöó, þar sem
huu liungir í vírum frá raf-
hlöðu, plötuspilara og ioftneti.
Hún er á bak við gardínu ein-
hvers staðar í glugga á Akur-
eyri.
DB-myndir F.Ax.
Utvarp Akureyri, Radío B, Radío
top sixty eða Radíó Mývatn, þær
eru allar reknar af því að það
hefir gleymzt að gera ráð fyrir
táningunum í kerfinu okkar. —
Og þetta er ekki í fyrsta skipti
sem við rekum okkur á það.
„Utvarpsstjórarnir" ganga
ekkert að því gruflandi að þessar
framkvæmdir þeirra kunni að
veróa stöðvaðar af hinu opinbera
en þeir munu senda út „Program
2“ á meðan nokkur straumur er á
loftnetunum.
„Utvarpsstjórarnir“ eru frá
barnaskólaaldri og upp táninga-
aldurinn. Þeir eru á kafi í raf-
eindatækni og poppmúsik og þeir
vilja gjarnan borga fyrir að fá að
reka stöðvarnar en það er bara
ekki til neitt eyðublað fyrir slíkt
hjá okkur.
„Af hverju megum við ekki út-
varpa eins og kaninn?“ Þessi
spurning kom oft fram i viðtalinu.
Já, — af hverju mega þeir ekki
útvarpa eins og kaninn? Það
vantar prógramm fyrir unga
fólkið. — Unglingarnir eru sjálfir
reiðubúnir til þess að senda það
út, en kerfið leyfir það ekki, —
hvað á að gera?
Tæknilega séð eru þessar ey-
firzku útvarpsstöðvar ekki nein
bákn. Þetta eru örbylgjustöðvar,
sem senda út með um það bil einu
watti á loftnet, sem þýðir það að
þær draga ekki langt út fyrif-
bæjarmörkin. Þær senda út um
tíu tíma dagskrá á dag og skiptast
þá gjarnan á um útsendingu. Þær
éru óháðar duttlungum Laxárraf-
magnsins því að sent er út með
rafhlöðum ef rafmagnslaust er. —
Það eina sem útvarpsstjórana
vantar er pósthólf, til þess að
hlustendur geti lagt inn beiðnir
um óskalög.
Væri ekki ástæða til þess að
reyna að finnaþessum áhugasíÚXUJ
unglingum tilverurétt heldur
en aö oskapast ytir því að þeir
fylli ljósvakann yfir Akureyri af
dillandi popp-músík.
F.Ax.
Ekki hefur verið unnið úr nýju
hráefni í hátt á annað ár í verk-
smiðjunni, en fólkið unnið að
merkingu og pökkun framleiðsl-
unnar eftir því sem pantanir hafa
borizt, ayk skrifstofustarfa.
Guðmundur B. Olafsson hjá
Framkvæmdasjóði, en sjóðurinn
á um 45% hlutafjár í fyrirtækinu,
sagði í viðtali við DB í gær að nú
yrði skoðað i kjölinn hvort ein-
hver framtíð leyndist í einhverri
svipaðri framleiðslu. Nú virtist
útilokað að reka verksmiðjuna i
því formi sem hún er. Hún er
eingöngu byggð fyrir kippers
framleiðslu. sem eru reykt og
niðursoðin flök, en neyzlan á
þeirri vöru hefur farið ört mfnnk-
andi í heiminum undanfarin ár.
Varðandi skuldir fyrirtækisins,
yrði það lagt niður, sagði hann að
þær væru ekki umtalsverðar og
litlar miðað við eignir. Auk hluta-
fjársjóðsins, á ríkissjóður um
30% i Ijlorðurstjörnunni, Hafnar-
fjarðarbær um 6% og aðrir hlut-
hafar um 18%.
— G.S.