Dagblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUK 4. DESEMBER 1978 V IPLATI? — Hugleiðingar um farbeiðni námsmanna með varðskipi og kröfugerð þeirra yfirleitt Háaloftið Allt er þegar þrennt er — og þó Námsmenn vió æðri mennta- stofnanir íslenskar hafa látið mjög á sér bera upp á síðkastið, og hafa þá fögru hugsjón að leiðarljósi, að þeir séu að læra fyrir þjóðina, sem ella muni farast. I þessu felst sú fullvissa, að hverri þjóð sé nauðsynlegt að eiga mikið af hámenntuðum mönnum: Lögfræðinguin, félagsfræðingum, sálfræðing- um, málvísindamönnum, læknum, tannlæknum. verk- fræðingum og ýmsu fleiru ella fái hún ekki staðist og lendi í kröm og kvöl og fátækt og höndunum á rússum eða banda- ríkjamönnum, allt eftir því hvort menn eiga sér fyrir grýlu. Nokkrir íslenskir námsmenn í því landi flötu, sem bæjarinn kostar fimm til sjö krónur (150- 170 kr. íslenskar) í, sendu á dögunum bænarskrá til yfir- valda á Islandi og báðu leyfis að fá að koma heim ókeypis með varðskipinu Tý, sem verið var að klassa upp í þessu sama flata landi. Nokkrum vangaveltum olli þessi bæn, þar sem náms- mennirnir voru ásamt fylgdar- liði sinu fleiri en gert er ráð fyrir að hafa farþega í téðu skipi. Sú varð þó raunin á, að sjóhetju þeirri úr Öxar- firðinum, sem ræður fyrir fley- inu, var falið að kanna hve margir þessir uppflosningar væru í rauninni og — að manni skildist — bjóða þeim jafn- framt að fljóta með. Svo mun hafa verið gert, en þá brá svo við að enginn þáði boðið. námsmönnunum, heldur einnig fjölskyldum þeim, sem þeir kunna að hafa komið sér upp af því að það eru mannréttindi að eignast maka og börn þótt maður sé ekki undir það búinn að taka á sig þá ábyrgð að sjá fyrir þessu. Sömuleiðis eiga skattgreiðandi þegnar landsins að koma upp geymslustöðvum fyrir afkomendur námsmanna, svo þeir geti gleymt því að þeir eigi börn og þurfi ekki að láta það trufla sig við að nema fræðin. Þessar geymslustöðvar eiga helst líka að vera ókeypis því þjóðfélagið hefur ekki ráð á því að ala upp börn á gamla ábyrgð á sjálfum sér, náminu, fjárhag og barneignum, eða þá uppeldi barnanna, enda mega þau gjarnan verða að hjarð- sálum. Þess vegna var ekki nema sjálfsagt að koma enn til móts við námsmennina og lofa þeiin að sitja í þegar Týr kæmi heim. En þá vildi enginn fara og í einhverju blaði var skýringin: Þetta lærða fólk ætlaði sér aldrei að fara heim. Því hafði ekki dottið í hug í alvöru að svíkja þjóðina og ljúka ekki sín- um prófum. Það hafði bara ætlað að láta íslenska ráða- menn verða sér til skammar, flatneskjuna, né mishæð mikil á hæsta og lægsta, eru þó sumir hlutir öldóttir og langt frá láréttir. En skyldi ekki flat- neskjuhugmyndin hafa unnið full mikið á hjá þessum blessuð- um námsmönnum, sem sóttu um heimferð með Tý I plati? Flestir þessara námsmanna, þeir, sem eru að læra greinar sem koma að gagni og hægt er að hagnýta með þessari þjóð, en það eru því miður ekki allir, eiga vonandi eftir að ljúka prófi, þótt I skuld verði. Væntanlega verða þeir jafn þjóðhagslega hollir þegar þeir fara að vinna og starfa hér Þeir rnenn sem fórna sér til náms af þessu tagi eru þar með að fórna sér fyrir þjóðina af mikilli hugsjón og sönnum mannkærleika, en ekki að skapa sjálfum sér öruggan og traustan grundvöll til góðrar af- komu og lífsframdráttar að námi Ioknu. Vegna þessarar fórnar-lundar eiga skatt- greiðandi þegnar landsins að sýna jafnmikla fórnarlund og halda námsmönnum uppi svo lengi sem þeim tekst að hjara við. nám — og ekki einasta V mátann, heima á heimilunum, það borgar sig betur fyrir þjóðarbúið að ráða nokkrarsér- menntaðar aðstoðarmömmur til þess að ala upp töluverðan hóp í einu, líkt og tíðkaðist þegar eggjum var safnað undir eina hænu, því þá geta fleiri verið úti að vinna fyrir peningum eða að læra eitthvað sem kemur svo þjóðinni að gagni síðar meir. Þetta er 'vitaskuld það eina rétta, það er fjarstæða að hver og einn skuli eiga að bera eins og stóð í einhverju blaðinu um daginn. Því —og ég vitna orðrétt í blaðið með leyfi hæst- virts—„jákvætt svar yrði hins vegar skoðað sem yfirlýsing um algert viljaleysi ríkisstjórnar- innar til að gera námsmönnum fjárhagslega kleift að stunda nám.“ Eg sagði áðan að þeir væru í. flötu landi. Það er rétt að vissu marki, en þótt þar séu ekki tindar margir sem gnæfa ..yfir heima. Trúlega telja þeir ekki eftir sér tíundina til þess að haldauppi mörgum fjölskyldum og sumum stórum meðan þær eru að búa sig undir þjóð-' hollustu af sama tagi. Og þá verður gaman að vera íslenskur þegn og geta bara rétt út höndina eftir því sem með þarf til að vera þjóðhollur og njóta sjálfsagðra mannréttinda. Að minnsta kosti vonum við að þeir séu ekki að gera allt i plati. Var það hefnd Solveigar. til- viljun eða forlög? Séra Oddur á Miklabæ hvarf sem uppnuminn væri haustið 1786. 46 ára gamall. seia Jon .loussou .. vuokuIu. tengdasonur séra Odds. drukknaði í Svínavatni 46 ára. Séra Gisli i Kálfshaga, sonur séra Jóns, drukknaði í Ölfusá 46 ára og hafði þá verið prestur i 19 ár eins og Oddur afi hans. Bróðir Gísla, séra Daníel á Eiði. drukknaði einnig, röskum áratug síðar. Hvarf séra Odds á Miklabæ er svo tíórætt enn i dag og öllum kunnugt, að óþarft er að rekja þá sögu í smáatriðum i sambandi við þær hugleiðingar og frásagnir sem hér fara á eftir. Sóra Oddur var fæddur 1740, eftir þvi sem næst verður komist, sonur Gísla Magnús- sonar skólameistara í Skálholti og síðar biskups á Hólum, og konu hans, Ingibjargar Sigurðardóttur frá Geitaskarði, Einarssonar. Hann lauk emb- ættísprófi frá Hafnarháskóla 1765 og var vigður til Mikla- bæjarprestakalls í Blönduhlíð 1767. Tíu árum síðar kváentist hann Guðrúnu, dóttur Jóns prests Sveinssonar í Goðdölum. Þeim Oddi og Guðrúnu varð tveggja barna auðið, Gísla, sem letigi var prestur og bjó síðast á Haísteinsstöðum í Skagafirði, d. 1855, og Ingibjargar, sem varð prestsfrú á Auðkúlu og síðar verður sagt frá, fædd 1782. Séra Oddur Gíslason þjónaði á Miklabæ I nítján ár, eða þar til hann hvarf að kvöldi hins 1. október 1786 á ferð frá Víði- völlum að Miklabæ, en það er fremur stutt bæjarleið, — og færi og veður gott að sögn. Hann var þá 46 ára að aldri. Hin sviplegu og litt skiljan- legu afdrif Odds voru sett í samband við afturgöngu þá, sem Miklabæjar-Solveig hefur verið kölluð og kunn er af þjóð- sögum, — og ekki þó síst fyrir hið mikla og kynngimagnaða kvæði Einars Benediktssonar: Hvarf séra Odds á Miklabæ. Solveig þessi hafði verið ráðskona prestsiris áður en hann festi ráð sitt en stytti sér aldur á hinn herfilegasta hátt nokkrum mánuðum eftir að brúðkaupið stóð, 11. apríl 1778. Atti hún áður að hafa heitast við séra Odd vegna meintra brigða hans við hana. Það bætti og ekki úr skák, heldur magn- aði og margefldi afturgöngu- sögurnar af Solveigu, að hún fékk ekki legstað i vígðri inold, Slíkt þótti þá ekki sæma þeim sem forgerðu lífi slnu sjálfvilj- ugir eins og hún. Fylgir þó sög- unni. að séra Oddur hafi allt gert seni í hans klerklega og KRUMMABER RÓSBERG G. SNÆDAL SKRIFAR veraldlega valdi stóð til að fá kirkjuhöfðingjana ofan af þeim ásetningi sinum að hola henni niður utangarðs. Lagabókstaf- urinn skyldi blífa. Þessi greftr- unarháttur með sjálfs- morðingja tíðkaðist lengi eftir daga Solveigar. Loks þegar linað var á venjunni, mátti ekki bera kistu hins fram- liðna inn um sáluhliðið, heldur var henni lyft yfir kirkjugarðs- vegginn. Sá siður viðhelst frain á þessa öld og hefur sá er þetta hripar haft tal af fólki, sem sá slíkt gert. Börn séra Odds á Miklabæ voru bæði í bernsku þegar hans missti við, Gísli 9 ára, en Ingibjörg 4ra. Maddama Guðrún flutti sig þá frá Mikla- bæ að Vöglum i sömu sveit og þar bjó hún frá árinu 1787 til 1798, að hún fluttist að Sjávar- borg. En siðustu æviárin var hún i horninu hjá Ingibjörgu dóttur sinni á Auðkúlu. Þar dó hún hinn 14. febrúar 1811. Ingibjörg Oddsdóttir gekk ung að eiga Jón Jónsson. síðar prest á Auðkúlu í Svinadal. Hann hefur verið tíu árum eldri en hún. fæddur að Garps- dal í Gilsfirði 28. janúar 1772. Foreldrar hans voru séra Jón prófastur Sveinsson, sem síðast hélt Stað i Steingrímsfirði, og dó þar 1810, og kona hans. Guð- riður Jónsdóttir lögréttumanns. Vigfússonar. Jón Jónsson ólst upp i Víði- dalstungu hjá nafna sinum og frænda. Jóni vísilögmanniÖlafs- syni og konu. tians, Þorbjörgu Bjarnadóttur sýslumanns. Hall- dórssonar á Þinge.vrum. þess fræga yfirvalds húnvetninga. en Bjarni sýslumaður gerðist svo holdugur með árunum að enginn hestur mátti bera hann og í kör lá hann síðustu árin sakir offitu. Sagt er að það yrði honuin að aldurtila. að hann 'ætlaði að berja þjönustuna sina. en valt þá fram úr rekkj- unni. Það fall varð honuin að endanlegu falli. — I næsta pistli segir frá afdrifum séra Jóns á Auðkúlu. — Jóni i vatninu. - Hvert er Verkamaður 1022 skrifar: Það hefur komið fram í fréttum I sambandi við yfir- standandi þing ASl að samtökin ætli sér að endurreisa Alþýðubankann til þess hlut- verks sem honum var upphaf- lega ætlað. Nú er mér spurn, hvaða hlut- verki var bankanum ætlað að gegna? Hefur hann nokkurn tima sinnt sínu hlutverki? Flest höfum við heyrt sögur um verkafólk sem æskti fyrir- greiðslu I bankanum árangurs- laust, meðan það mátti horfa upp á stórbissnessmenn ganga I sjóði bankans eins og þeir ættu Hvaða þættir eru í lit? — sjónvarpið ætti að segja notendum það fyrirfram Þorsteinn Ólafsson hringdi: Eg vildi beina því til sjón- varpsins að birta dagskrá sjón- varpsins þannig að hægt væri að sjá hvaða þættir eru í lit og hverjir ekki. Það getur varla verið mjög mikil fyrirhöfn. Það er mjög óþægilegt fyrir þá sem eiga litsjónvarp að fá ekki aó vita um þetta. Fólk fer að stilla tækin í tíma og ótíma og öllu má ofgera, einnig góðum sjónvarpstækjum. Með því að vita þetta fyrirfram losnar fólk við óþægindi og getur setið rólegt við tækin sín og þau endast líka miklu betur ef þau fá að vera í friði. Raddir lesenda Flateyri 6. dagur ýlis 1976 Eru Samtökin dauð? — Nei. — Einhver gæti spurt: „Hvernig má það vera. þar sem þau eru höfuðlaus?*' Sérðu nú til, lesandi góður. Sumt sem lífsandann dregur þolir það vel að missa höfuðið og lifir góðu lífi þrátt fyrir það. Tökum ánamaðkinn sem dæmi. Ef ánamaðkur er slitinn i sundur í marga hluta lifir sérhver bútur hans sjálf- stæðu lííi eftir það. Þeir bútar, sem vantar höfuð. m.vnda einfaldlega annað í stað þess sem var. Eg undirritaður hef verið í sárum eins og ánamaðksbútur síðan framkvæmdastjórn Sam- takanna lagði árar i bát. En núna hefur mér vaxið nýtt höfuð. Hugmynd mín er sú að allir Vestfjarðakjálkarar. (þ.e. fólk, sem býr á Vestfjarðakjálkan- um) myndi allsherjarsamtök sem nefnist: „Samtök allra mis- taka". Þaó skiptir ekki máli hvort viðkomandi er íhælingur. kommi eóa eitthvað þar á milli. Slagorð Samtaka allra mis- taka eru: „G.erum Vestfjarða- kjálkann að furstadæmi". Okkur Vestf jarðakjálkurum / V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.