Dagblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1976. að ganga frá fjármálum hans við hinn látna listamann. Faðir Jimis, James A. Hendrix, vinnur sem garð- yrkiumaður í Seattle. Af öllum þeim milljónum, sem eftir er að ganga frá í dánarbúinu, er líklegt að hann fái um 400 þúsund. Hann hefur ákveðið að gera sér ekki réllu út af því: „Peningar eru einfaldlega ekki þess virði.“ Eftir að Jimi lézt í London var lík hans flutt til Seattle, enda þótt hann hefði alltaf sagt að sá staður væri allt of blautur til þess að láta jarða sig á. Jarðarförin fór fram í kyrrþey, en skömmu síðar var legsteinin- um stolið. Jimi og yngri bróðir hans Leon, voru aldir upp af föður þeirra. Móðirin, sem var Cherokee-Indíáni, lézt er Jimi var 10 ára að aldri. Til þess að forðast það að vera kvaddur i herinn lét Jimi skrá sig í fall- hlífasveit hersins þar í borginni skömmu áður en hann varð 18 ára. Þar gæti hann allt eins verið enn, hefði hann ekki meitt sig í baki eftir 26. stökkið. Þá hélt hann í langt ferðalagum Kaliforníu til New York og spilaði með hinum ýmsu lista- mönnum eins og Ike og Tinu Turner, Sam Cooke og var rek- inn úr hljómsveit Little Richard. Þá stofnaði hann The Jimi Hendrix Experience. Hljómsveitin kom til London snemma árs 1966 og sá fyrrum bassaleikari í hljómsveitinni The Animals, Chas Chandle, um allan undirbúning. Hann varð síðar umboðsmaður Hendrix. Þetta var ár blómabarna og bjölluhljóma og í leiðara í Times var kvartað yfir því að Mick Jagger hefði verið tekinn höndum fyrir eiturlyfjaneyzlu. Gítarleikur Hendrix féll vel inn í það andrúmsloft sem ríkti á þeim tíma. Honum tókst að slá The Who út af laginu og varð heimsfrægur á einni nóttu eftir fræga hljómleika, sem hann hélt í Saville leikhúsinu. Hann hafði þá aðeins verið tvo mánuði í London og búið var að gefa út eina litla plötu með söng hans. Hann spilaði jafnt með báðum höndum á gítarinn og jafnvel með tönnunum og sér- stakur stíll hans hreif milljónir ungmenna með því það var eins og eldglæringar kæmu út úr hljóðfærinu. John Lennon sagði einhvern tíma að jafnvel þótt hann væri ekki talinn góður gítarleikari gæti hann þó látið gítarinn tala. Það sama á einmitt við um Jimi Hendrix. Ingjaldur Tómasson Kjallarinn áhuga á að sækja leiksýningar eins og þær eru þvi miður margar nú. List og listamenn. Svipaða sögu er að segja um hinn fjölmenna listamannahóp í okkar fámenna landi. Þeir (ásamt fjölmörgum öðrum) troða sér að rikisjötunni eins og fé að garða, og rikisvaldið horfir á og heimtar stöðugt meira fóður úr vasa skattþegn- anna. Það er þó alvarlegast. að mörg núlímalist virðist stöðugt fjarlægjast almenning og inni- heldur ýmist ekkert eða er Dans og sálarflækjur Mánaðamótin nóvember- desember finnast mér ávallt raunalegasti tími ársins, þótt janúar sé stundum skæður. Óralangt virðist í jól og birtu, sumarið er fjarlægur draumur, veturinn er rétt byrjaður að sýna tennurnar og allt útlit er fyrir hægan og kvalafullan dauða undir flóði jólabóka. Þetta er sá tfmi sem maður bæði les og horfir á allt, leitar að gömlum eldhúsreyfurum og bíður með þvala og skjálfandi fingur á takkanum eftir fyrstu sjónvarpsglætunni. Og oftast verður maður fyrir vonbrigð- um, — Herkúles Poirot leyni- . lögreglumaður er gamaldags og kassinn bregst sem önnur krosstré. Þetta var einkennileg sjónvarpsvika. Það sem situr- eftir í mér, eru óljósar minning- ar um dans og líffæraflutninga, — eða var það dans líffæranna? Við skulum athuga málið. Kastljós, samviska þjóðarinnar, hóf vikuna og þar sáum við útvarpið rýna í eigin nafla frá mörgum sjónhornum og umræður snerust um lita- sjónvarp og stereóútvarp. í byrjun sátu fyrir svörum Pétur Guðfinnsson og alþingismaður hvers nafn ég ekki man og var nokkuð augljóst á þvi sem þar kom fram að litasjónvarp þyrft- um ■ vió að setja upp, hvort sem við vildum eður ei, því allur tækjabúnaður er nú orðið miðaður við þau herlegheit. Ömar Ragnarsson gerði allt hvað hann gat til þess að auðvelda alþingismanninum að hreyfa mótmælum, en sá virtist hafa glýju í augum vegna heimsmennsku Péturs og hins samhenta hóps sem umkringdi hann og mótmælin urðu bara til málamynda. Fyrir þá sem ekki vita er Pétur Guðfinnsson fagurlega rauðhærður og mundi njóta sín vel í litsjón- varpi. Svo kom umræða um „frjáisan" útvarpsrekstur. Þar dró sjónvarpið Ölaf Ragnar Grímsson aftur fram úr helgum steini, en eins og allir vita er hann nær hættur að koma fram opinberlega, — og Þorstein Pálsson. Myndarlegir menn báðir. Þorsteinn taldi það sjálf- sögð mannréttindi að fá að koma á fót útvarpsstöð, sisona eins og að fá að opna bankareikning. Ólafur Ragnar benti á að ekki væri nóg að vera maður, — sá yrði að vera talsvert vel stæður og upp í útlagðan kostnað yrði hann að fá með auglýsingastarfsemi Þá erum við stödd ansi nærri þVí sem gerist i „frjálsum" útvarps- stöðvum bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi, — stanslausar auglýsingar, innihaldslaust kjaftæði samtvinnað „vinsælli" poppmúsík. Ríkisútvarp er eina stofnunin sem getur og á að taka öll sjónarmið til greina og koma til móts við þau. Væri samt ekki hægt að „drepa á dreif“ ríkisútvarpinu með tíð og tíma, og setja upp svæðis- stöðvar, sem geta keppt sín á milli, eins og gerist bæði 1 frönsku og bresku ríkisútvarpi. Sigur á „ippon" fyrir Ólaf Ragnar. Sem dæmi um það sem gerist þegar hugsunarleysi og gróðasjónarmið ráða sjónvarps- efni, má benda á Moppets sem komu næst á eftir Kastljósi á föstud.kvöldið. Enn ein for- múlan er reynd, — tusku- brúðurnar eru uppistaóa þátt- arins alls, en útkoman verður einskonar paródía á amerískum skemmtiþætti þar sem yfir- borðsmennskan og miðlungs- hæfileikarnir ríkja. Joel Grey ¥ I kringum skjáinn Aðalsteinn Ingólfsson er samt I öðrum gæðaflokki og leiðinlegt var að sjá hann taka svona niður fyrir sig. 1 Orma- gryfjunni var ekki fyrir tauga- veiklaða og ótrúlegt að svo áleitin kvikmynd skuli hafa verið gerð I Holllvúdd. Myndin var I raun rannsókn á geðveilu, eins og „Augliti til auglitis" og raktar vorú ástæður hennar á hefðbundinn freudfskan hátt og er ég ekki fjarri þvf að vandamálið hafi verið einfald- að. Leikur allur var stórkostleg- ur Á laugardag var Úr ýmsum áttum aftur á dagskrá og fleira var hnýsilegt I þeim j>ætti en. áður. Kvikmyndin um „hrein- láta manninn" var viðvanings- leg en af góðum hvötum. Sjón- varpið mætti gera meira af þvf að örva innl. kvikmyndagerð og styðja við bakið á fólki sem er að baxa við að setja saman alvarlegar kvikmyndir. Það fólk er til. Sfðan var ég fjarri því gamni sem þar var á eftir. Á sunnudag komu gestir til. Eddu Andrésdóttur, tvær víðförular konur. Ekki var samt ýkja mikið á þeim að græða. Adams f jölskyldan nálg- ast nú sinn hápunkt og sem fyrr var afbragðs vel unnið úr öllum heimildum, bréfum og opinber- um skjölum og samleikur þeirra Johns og Abigail er áhrifamikill. Siðan kom amerfskt léttmeti — Sandy Duncan. Hún reyndist vera fallega ófríð og leggjalöng með ólfkindum og aliar dans„rútínur“ voru á hærra plani en gengur og gerist. Nota- legt var lfka að sjá hinn fótfráa Gene Kelly, kvikan prátt fyrr aukakilóin og aldurinn. Ekki tókst mér að sjá „Húsbændur og hjú“ vegna anna á þeim tfma. Mánudagur til mæðu, segir máltækið og ég seig lengra og lengra niður í stólinn eftir því sem leið á kvöldið. íþróttir komu fyrst og síðan rakti Strindberg úr sér sálarflækjurnar í „Hin sterk- ari“ og síðan var farið innan f fólk og lfffæri þeirra flutt til, vonandi með leyfi þeirra f Hvers er að vænta? Á þriðjudag fjallaði Columbo um lækni sem hafði það sem sérgrein að fara innan í fólk, en manndráp stundaði hann sem hobbí. Það kvöld endaði svo á MEIRI líf- færaskoðunum, nú frá rússnesku hliðinni. Við það valt ég yfir og dreymdi að ég hefði endurfæðst sem gallblaðra. A miðvikudag kom Vaka. Einsöngvarar sungu einsöng og hópsöng, undirritaður kynnti graffk og stúlkurnar í Dans- flokknum sýndu skemmtileg tilþrif. Hvað mig snertir mættu þær sýna listir sfnar í hverri viku. Síðan skýrði þjóðleikhús- stjóri frá næstu verkefnum, brosmildur þrátt ' fyrir „Voitsjek". Synd er að ekki skuli vera önnur Vaka fyrir jól, einkanlega þar sem bókmennt- ir hafa verið mjög útundan i umfjöllun þáttarins. Ekki var einu sinni talað við Jóhannes. Helga. Sfðar um kvöldið birtist Magnús Pyke, opnaði lúna leðurtösku og tók fram kjöt sem ekki var kjöt, með kjötbragði eða engu bragði. Magnús er einn af þessum fjöl- fróðu ensku sérvitringum, sem bjarga vilja heiminum .og er froðusnakkhansfastur þáttur í BéBéSé f Bretlandi. Karlinn hefur þó nokkuð til sins máls, nær er að éta soyakjöt en dauðar skepnur, innyfli þeirra... beinlínis mannskemmandi. Ég nefni sem dæmi af- skræminguna og sögufölsun- ina, sem birtist óumdeilanlega í sjónvarpskvikmyndinni um Lénharð fógeta. Eg hugsa til þess með hryllingi, ef eins yrði farið með okkar ástkæru og heimsfrægu fornsögur. Eg minnist samtals í útvarpi við einn af færustu lista- mönnum okkar. þar sem hann talaði um nafn, sem hann hefði getað hugsað sér að gefa einu stórlistaverki sínu, sem greypt er í orkuver eitt. Nafnið var „Haltu kjafti“, með öðrum orðum, alþýðan hefur ekkert vit á listum, hún á bara að horfa á og borga fyrir listina, sem minnir á „Nýju fötin keisarans", og halda sér bara saman. Viðhorf listamanna til al- mennings virðist hafa breytzt. sfðan Jón Leifs hélt sína ágætu en umdeildu ræðu í útvarpi fyrir ' löngu. Hann líkti alþýðunni við sáld gullgraf- arans, sem skilur gullið frá sandinum. Þetta tæki ýmist langan eða stuttan tíma, en að lokum greindist gullið frá og yrði sígilt en sandinum kastað á hauga gleymskunnar. Eg held, að íslenzk alþýða, að börnum meðtöldum, hafi ennþá gott listskyn. Eg varð var við mikla andúð barna á mörgurh skrípalistaverkum, sem sýnd voru á Skólavörðuholti. Þeim sýningum er nú hætt, áreiðan- lega með fárra eftirsjá. Berið saman „listaverkið" á Búrfellsstöð, og önnur álíka víða á húsum hér í borginni og listaverk Kjarvals í vélasal íra- fossstöðvar og listaverk Einars Jónssonar, t.d. Braut- ryðjandann á Austurvelli. Allir menn með óbrenglað skyt) hljóta að s>á hina geysi- miklu yfirburði þessara lista- verka f samanburði við alla popp- og „Nýju fata keisarans"- ólistina, er margir þora ekki annað en að viðurkenna sem góða og gilda vöru, alveg eins cg gerðist í hinu fræga ævintýri Andersens. Þegar þú gengur upp Skóla- vörðustíginn, blasir við eitt- hvert stórbrotnasta og fegursta listaverk, sem til er á okkar landi. Það er ekki langt síðan þetta listaverk átti að kæfa í fæðingu fyrir atbeina helztu frammámanna íslands. Jafn- vel stórskáld jós ótrúlegum svf- virðingum á listaverkið og þá, sem stóðu fyrir smíði þess. Nú er þetta listaverk ekki aðeins landsfrægt heldur líka heims- frægt. Það hefur sannarlega orðið ofan á í gullsáldi alþýð- unnar. Skólakerfi og uppeldismál. A síðari árum hefur s'kólakerfi okkar þamzt svo ótrúlega út, að með eindæmum er. Þetta væri þó aísakanlegt, ef andlegur og efnahagslegur ávinningur væri sýnilegur. En því miður er augljóst, að skólauppeldi okkar hefur margar skuggahliðar. Utskrifaðir eru æ fleiri sál- fræðingar, félagsfræðingar og fleiri fræðingar, sem ég kann ekki að nefna. Margir þessir fræðingar hafa á undanförnum árum óspart hvatt til algers frjálsræðis í uppeldismálum bæði á heimilum og í skólunum. Afleiðingarnar af þessu eru nú sem óðast að koma í ljós í sívaxandi afbrotum, heimtu- frekju og algeru tillitsleysi til annarra. Ég nefni sem dæmi hinn óða rumpulýð, sem hefur lagt undir sig hluta miðbæjarins, hafið þar óhljóðaorg, rifið upp blóma- skrúð Austurvallar, dreift gler- brotum um allt, og ég hef lfka heyrt um ótrúlegustu athafnir, sem ég vil ekki nefna. Skatt- borgarinn er svo bara látinn borga hreinsunina f nætur- vinnu auk fjölmargs annars kostnaðar, sem af þessu hlýzt. Getuleysi og ræfilsskapur lögregluyfirvalda er hryllileg- ur, bæði gagnvart þessum tán- ingalýð og hinum „stóru glæpa- mönnum, sem hafa vaðið uppi undanfarið. Lögreglumenn, sem hafa unnið af alhug og dugnaði að uppljóstrun glæpamála, hafa verið gerðir óvirkir af yfirvöld- um. Svo hrópa dóms- og lög- regluprelátar stöðugt á meiri fjármuni, hærra kaup og meira starfslið. svo þessi hluti báknsins geti fitnað að vild. Þetta er þvf miður ekki nýtt hjá þjóð okkar, þótt nú séu slegin flest fyrri met. Það er gullvægur sannleikur. að þar sem stjórnleysi, agaleysi og trúleysi ríkir verður algert upplausnarástand eins og mý- mörg dæmi viðs vegar um heiminn sanna. Eg held. að Æskulýðsráð og borgaryfirvöld ættu sem fyrst að hætta hinum mikla fjár- austri til skemmtanahalds unglinga. Það þarf að vinna að þvf, að ungmennin skipuleggi og kosti að mestu skemmtana- hald sitt, ef til vill með ein- hverjum stuðningi borgar- innar. Það mundi auka sjálfs- traust þeirra og kenna þeim að treysta á sjálf sig í stað þess að heimta allt af öðrum. Það er löngu vitað, að unglingar, sem dveljast á sveitaheimilum á sumrin, fá þar mjög gott uppeldislegt veganesti, sem oft endist allt lífið. Sem flest borgarbörn þyrftu að njóta dvalar f sveit, og ættu yfirvöld að vinna að þvf að gera það kleift. Lenging skólatfmans torveld- ar og styttir sumardvöl unglinga f sveitum, og er ég viss um, að hún eykur náms- leiða og veldur minni náms- árangri, gagnstætt því sem til var ætlazt. Ég held að foreldrar, kennar- ar, skóla.vfirvöld og aðrir uppal- endur ættu að huga að og vinna eftir þeim reglum, sem bezt hafa reynzt þjóðinni. Kennið þeim sem fyrst að viðurkenna og breyta eftir boðskap kristinnar trúar. Beitið hóf- legum aga, kennið þeim spar- semi, reglusemi, virðingu fyrir umhverfinu og ungum og öldn- urn samferðamönnum. Og um- frarn allt, látið hina ungu ætið hafa næg alvöruverkefni, sér- staklega þegar skólinn starfar ekki. Ingjaldur Tómasson verkamaður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.