Dagblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1976. Aðventu-tónleikar / kvöld í Norræna húsinu 4. des. 76 kl. 21,00 Nemendur — Blokkflautukvintett og -kvartett: 1. Asthildur Haraldsdóttir 2. Björk Guðmundsdóttir 3. Bolli Þórsson 4. Þórir Hrafnsson 5. Kristín Theódórsdóttir sópranflauta sópranflauta altflauta tenórflauta bassaflauta KammermúsíkhópurHelgu Kirchberg: 1. Duncan Campbell óbó 2. Elín Guðmundsdóttir sembal 3. Hafsteinn Guðmundsson fagott 4. Helga Kirchberg blokkflauta á. Helga Oskarsdóttir fiðla 6. Páll Gröndal celló 7. Viktor Pechar fiðla Jólalög og barokkmúsík, fjölbreytt dagskrá. Kaffistofan er opin til kl. 23.00. LAUGAVEG 73 - SÍMI 15755 1 Mokkahúfurog Mokkalúffur i miklu úrvali ■ Fmnsku refa- og minka- skinnshúfurnar koma í vikunni ■ Töskuúrvaliö aldrei meira Kákasusgerillinn á basar í Garðabæ Kákasusgerillinn er einhver frægasti gerill sem lil er á land- inu í dag. Allir vilja eignast geril, — og margir hafa nú þegar gert það, ekki einasta á suðvesturhorn- inu. Við höfum sent geril alla leið til Skagastrandar. A morgun gefst fólki kostur á að kaupa sér geril en hann verður seldur, við vægu verði, á basar hjá Kvenfélagi Garðabæjar í barnaskóla Garðabæjar kl. 2.30. Gerillinn hefur verið í „fram- leiðslu" í mörgum eldhúsum Garðabæjar undanfarið og hefur gengið vel. Auk þess verður á boðstólum ýmislegt til jólagjafa, jólaskreyt- ingar og laufabrauð. Verður einn- ig hægt að fá jólabaksturinn til- búinn á jólaborðið. Allur ágóði rennur i sundlaugar- sjóð en íbúar Garðabæjar hafa hingað til verið sundlaugarlausir. •Að vísu er sundlaug við barna- skólann en hún er aðeins notuð til sundkennslu. Kvenfélagið hefur þegar safnað einni milljón í sund- laugarsjóðinn. A.Bj. Það er ekki ofsögum sagt af vin- sældum Kákasusgerilsins. Þarna eru Viðar Hjálmtýsson og Guð- mundur Magnússon, flugmenn Vængja, sem fluttu .geril fyrir okkur norður á Skagaströnd. Það var að sjáifsögðu ekki hægt að setja svo dýrmætan og viðkvæm- an flutning í venjulegan pakka- póst, — hann fékk að vera í stjórnklefanum hjá flugmönnun- um. Okkur eru alltaf að berast til eyrna sögur af fólki sem hefur fengið bata af margvislegum krankleika eftir gerildrykkju. Einn taldi sig hafa læknazt af blæðandi magasári á einum og hálfum mánuði. Annar hafði vepð heltekinn af bjúg, — það lagaðist allt saman. Svo mætti lengi telja. A.Bj. DB-myndir Bjarnleifur. K „Er þetta blandað á staðnum?" spurði Sverrir Runólfsson þegar hann leit við á ritstjórninni á dögunum. „Hvar get ég fengið þennan geril?“ spurði Sverrir. Það vildi svo vel til að það var einn skammtur til á ritstjórninni og Sverrir fékk hann með sér. ASI-þingið: Vinnutapið 90 milljónir Yfirstandandi ASÍ-þing er hið mesta í sögunni hvað pappirsflóð snertir. Yfir 90 þingskjöl voru lögð fram. Pappirskostnaður er kominn yfir 500 þúsund, annar kostnaður átta og hálf milljón króna. Vinnutap fulltrúa er samkvæmt því sem glöggir menn reikna, um 90 milljónir, plús ferða-, fæðis- og uppihaldskostnað- ur, sem launþegafélögin greiða. Nú spyrja menn, — hafa launþegar erindi sem erfiði? -emm Aðventusöngur í Háteigskirkju „Aðventukvöldið var ákveðið bet Erlingsdóttir, formaður urn miðjan október," sagði Elísa- Félags isl. einsöngvara, sem heldur aðventukvöld í Háteigs- kirkju næstkomandi sunnudag kl. 5. „Það er tuttugu og einn söngv- ari sem þátt tekur i aðventukvöld- inu og fimm hljóðfæraleikarar. Á efnisskránni eru tuttugu og sex verk, bæði eftir innlenda og er- lenda höfunda. Félagsmenn í Félagi ísl. einsöngvara, sem stofnað var 1954, eru fjörutíu og f.jórir talsins. „Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel,“ sagði Elísabet. „Við þurfum ekki söngstjóra því allir söngmenn eru svo vel mennt- aðir einsöngvarar. Okkur vantar ennþá einn söngvarann en prests- frúin á Raufarhöfn er veðurteppt fyrir norðan," sagði Elísabet þegar rætt var við hana á æfingu i Háteigskirkju í vikunni. A.Bj. Söngstjóri óþarfur: SÖNGVARARNIR SV0 VEL MENNTAÐIR EINSÖNGVARAR Hrossavandamál í Breiðholti A þriðja tug hrossa hefur undanfarnar nætur gert íbúum sem búa við Suðurfell og Rjúpufell í Breiðholti gramt í geði. Lögreglan í Arbæ stendur í hrossarekstri og kann því illa. í fyrrinótt var haft samband við eiganda hrossanna, sem kom til þess að taka við hópn- um, en þetta er sami hrossa- hópurinn og var fluttur til meg- inlandsins frá Viðey á dögun- um. — Hestarnir eru flestir frá Vatnsenda og úr Kópavogi. Ef hestarnir eru teknir af vörzlumanni þarf eigandinn að greiða sektir sem eru þúsund krónur á hest og sömuleiðis daggjald fyrir fóður, sem er fjögur hundruð kr. á dag. -A.Bj. Jólakaffi Hringsins Komizt í jólaskap og drekkið eftirmiödagskaffí að Hótel Borg sunnudaginn 5. des. kl. 5. Þar verður einnig á boðstólum: Skemmtilegur jólavarningur — Handavinna — Jólakort Hringsins — Jólaplattar Hringsins — Skyndihappdrætti með fjölda góðra vinninga, m.a. ferð til Kaupmannahafnar Kve„féiaRió Hringurinn

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.