Dagblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 1
2. ARG. — LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1976 — 274. TBL. RITSTJORN SIÐUMULA 12, SÍMI 83322. AUGLVSINGAR OG AFGREIÐSLA. ÞVERHOLTI 2, SlMI 27022 . GYS KATLA UM MIÐJAN DESEMBER? — ferli í eldkeilum erlendis benda til þess „Það er rétt að ég tel að hafa beri mjög mikla gát á Kötlu fram að miðbiki desember,“ sagði Ragnar Stefánsson jarð- skjálftafræðingur í samtali við Dagblaðið. „Ástæðan fyrir þessu er sú að frá þvi um miðjan ágúst síðastliðinn hefur spennuút- lausn í skjálftum í fjallinu farið jafnt og þétt vaxandi á sama hátt og hefur sums staðar gerzt í erlendum eldkeilum fyrir eld- gos. Ef sams konar ferli halda áfram í þessari aukningu vaxa líkurnar fyrir því að eitthvað fari að gerast um miðjan mán- uðinn, — nánar tiltekið 15.-20. desember. Hitt er aftur á móti á að líta,“ sagði Ragnar ennfremur, að eldfjöll eru afskaplega ólík hvert öðru. Skjálftar í Kötlu hafa minnkað undanfarna 3—4 daga og ég tel að eftir svosem eina viku verði hægt að segja ákveðið um hvort um venjuleg- an haustskjálíta er að ræða eða hvort eldgos er í nánd. Talsvert hefur verið um jarð- hræringar á Kötlusvæðinu á hverju hausti síðan árið 1970. Nú eru liðin 58 ár frá síðasta Kötlugosi og ef litið er aftur í aldir hafa gos skipzt nokkuð á á 40 og 60 ára íresti. Ragnar tók það fram að þó stæðust gosin ekki upp á ár heldur gætu liðið 1-2 ár tram yfir eða á vantaoi nokkur ár. Ragnar Stefánsson var að því spurður hvort gos yrðu ekki kröftugri eftir þvi sem lengra liði á milli þeirra. Hann kvað já við því. „Hins vegar er engu hægt að spá um það hve næsta Kötlugos verður kröftugt,“ sagði hann, „Kötlugosin eru alltaf kröftug." -AT Sjónarvottur að aðdraganda flugslyssins í gær: VIRTIST BEYGJA KRAPPT FRÁ HÁSPENNULÍNUNNI síðan sá ég hana ekki koma upp fyrir hæðina aftur Rannsóknanefnd flugslysa kannaði vettvang og vélina sjálfa. en glöggt má sjá af m.vndinni hversu höggið hefur verið gifurlegt. DB-m.vnd Sveinn Þorm. Forstöðumenn Slippfélagsins um Hoffellsmálið: Áskiljum okkur rétt til að krefja útgerðina um skaðabætur þrjú skip lokuðust inni - nokkur bíða eftir að komast að - 25 manna starfslið verkefnalaust Við áskiljum okkur rétt til að krefja útgerðarfélagið um bætur vegna þess tjóns, sem við höfum orðið fyrir og það er svo þess hvort það vill lögsækja mennina eða ekki, sagði Þórar- inn Sveinsson framkvæmda- stjóri Slippfélagsins i viðtali við DB í gær. Guðmundur H. SigUrðsson yfirverkstjóri sagði i viðtali við blaðið að 25 manna lið hefði verið meira og minna verkefna- laust alla vikuna vegna Hoffells en skipið lokar þrjú önnur skip inni sem eru tilbúin til sjósetn- ingar. Þá bíða skip einnig eftir að komast upp i slippinn, m.a. Börkur NK, og töldu íorráða- menn Slippfélagsins ekki ólík- legt, að einhver skip, sem ætl- uðu til viðgerðar hjá þeim, ieituðu annað vegna þessárar tafar. Eins og blaðið skýrði frá i gær bjuggu fimm skipverjar á Hoffellinu, sem áður hét Hval- bakur, um sig i skipinu á mið- vikudagskvöldið, opnuðu botn- loka þess, þar sem það er i slippnum, og læstu vélarrúm- inu svo viðgerðarmenn frá Hamri gátu ekki haldið áfram við viðgerð i vélarrúmi. Gera mennirnir þetta til að knýja fram uppgjör, en þeir segja út- gerðarfélagið skulda áhöfninni 10 til 15 milljónir króna. Óttast þeir- að uppgjör fáist aldrei eftir að skipið er selt en Kaup- félagið á Fáskrúðsfirði er að kaupa skipið. I f.vrrakvöld stóð til af Slipps- ins hálfu að rjúfa straum til skipsins til að knýja mennina til uppgjafar, enda er það álit forráðainanna Slippfélagsins að það sé ósanngjarnt af mönn- unum að láta þessar aðgerðir bitna á Slippnum sem er eng- inn aðili að málinu. Telja þeir að mennirnir gætu mótmælt jafnkröftuglega þótt skipið lægi einhvers staðar við bryggju og starfsemi Slipp- félagsins fengi að halda eðlilega áfram. Fallið var frá ákvörðuninni um að rjúfa strauminn af ör.vggisástæðum. m.a. vegna þess að skipið er ekki frostklárt og gæti þvi skemmzt af völdum rafmagnsle.vsis. Hins vegar var sú ákvörðun tekin i gærmorgun að taka landganginn frá skipinu og ein- angra mennina þannig. Varsér- stakur kranabíll með körfu fenginn á staðinn og mönnun- um boðið upp á að vera fluttir með körfunni ofan úr skipinu ef þeir óskuðu þess. Deilan leyst Síðari hluta dags í gær var straumur rofinn til skipsins en upp úr klukkan fimm kom út- gerðarstjórinn um borð með tvær milljónir króna og loforð um fullnaðaruppgjör alveg á næstunni. Féllust skipsmenn þá á að hætta frekari að- gerðum. Laust upp úr kl. 6 kom svo mannskapurinn frá borði og var ferðinni heitið upp í banka að skipta ávísunum. Þá var það að frétta að áframhald- andi viðgerð átti að hefjast i gærkvöld. eða i morgun. -G.S. „Vélin var að koma í átt frá Hafravatni og sá ég hana stefna á háspennulínuna. Eftir því sem mér virtist snarsveigði vélin rétt á móts við línuna og sveigði niður á við og fór í hvarf við hæð. Þegar ég sá hana ekki koma aftur yfir hæðina fór ég strax að aðgæta það og sá hvers kyns var,“ sagði Pétur Ólafsson bóndi á Dalalandi í Mos- fellssveit um aðdraganda að flug- slysinu þar skammt frá sumarbú- stað Guðmundar heitins frá Mið- dal. Pétur fór heim til sín í skynd- ingu og gerði sjúkraliði aðvart en að því búnu tók hann saman teppi og ábreiður og hélt á slysstaðinn. Að sögn hans voru mennirnir báðir með meðvitund en mjög illa á sig komnir af kulda, fyrir utan mikil meiðsli. Hlúði hann að þeim þar til sjúkraliðið kom. Slysið hefur sennilega átt séi stað rétt undir kl. 3 og virðist vélin hafa steypzt nær beint á nefið og brotnaði hún fyrir aftan stjórnklefa. Svo giftusamlega vildi til að eldur kom ekki upp í henni. I flugvélinni voru tveir menn, Viðar Friðriksson flugkennari og Sigurður Ingibjartsson flugnemi, og slösuðust þeir báðir mjög al- varlega. Þeir eru þó ekki taldir í lífshættu. Flugvélin er af gerðinni Cessna-150 í eigu flugskólans Flugtaks í Reykjavík, fullkomin kennsluvél. Hún er gerónýt. -G.S. Hvellur í 1. umferd sovézka meistara- mótsins í skák í vikunni Tal vann Petrosjan í 27 leikjum -bis. 9

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.