Dagblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 22
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1976 22 Sjónvarpið í kvöld kl. 21,00: Hjónaspil Útvarpið í dag kl. 13,30: „Á seyði” „Ég er „bara” venjulegur húsfaðir” — segir stjórnandi þáttarins „Hvemig bregzt maöur- inn þinn við ef... 77 „Eg er nú ,,bara“ venjule^ur húsfaðir," sagði Einar Örn Stefðnsson, sem sér um þáttinn „Á seyði“ er við spurðum hann hvað hann starfaði. Raunar gerir hann ýmislegt fleira en að hugsa um heimili og börn, því að fyrir utan þénnan þátt í út- varpinu, sem er hálfsmánaðar- lega, vinnur hann aðra hverja viku sem blaðamaður á Þjóð- viljanum, á kvöldvöktum. Þess fyrir utan hefur hann jólablað Þjóðviljans algjörlega á sinni könnu. Utvarpshlustendum. er hann kunnur frá því fyrir tveimur árum að hann var með hálfs- mánaðarþætti í sumardag- skránni með blönduðu efni. Einnig hefur hann lesið upp. „A seyði“ tekur l'/i klst. og skiptist í þrjú meginefni. I fyrsta lagi veður, færð á vegum, íþróttir og pistilinn (Hjalti Jón Sveinsson sér um hann að þessu sinni). í öðru lagi frjálst val og í þriðja lagi dagskrárkynningu. Ási í Bæ hefur spjallað um dagskrána I léttum dúr hjá Einari og ætlunin var að fá hann og annan á móti áfram, en Ási getur ekki komið að þessu sinni. Einar sagði að hann reyndi að koma þvi við að hvert atriði tæki ekki nema 5 mínútur og létt væri yfir þættinum. Tónlist er svo vitan- lega stór liður á milli atriða. „Mér finnst," sagði Einar, „að það vanti mikið aðhald og miklu meiri gagnrýni á þessa tvo fjölmiðla, útvarp og sjón- varp. Aðeins tvö blöð gera svo- lítið í þessu. Það mætti vera miklu meira.“ -EVI Laugardagur 4. desember 17.00 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. Sjónvarpið í kvöld kl. 21,55: Riddaraliðið (The Horse Soldiers) Riddaraliðið (The Horse Soldiers) er bandarísk mynd frá árinu 1959. Því miður fær hún ekki nema 2 stjörnur í kvikmyndahandbók okkar, svo að ekki er við miklu að búast. Aðalhlutverkin eru þó í góðum höndum. Það eru hetjurnar John Wayne og William Holden sem fara með þaú. Hver kannast ekki við John Wayne úr hinum fjölmörgu „cowboy" myndum sem hann heíur leikið í, og allt- af hetjuna? William Holden á einnig fjölmargar myndir að baki. Svo að við nefnum einhverja þá lék hann í „The Bridge on the River Kwai“ (Brúin yfir Kwai-fljótið), Picnic og „Born Yesterday" (Fædd í gær ). Myndin sem við sjáum gerist í bandarísku borgara- styrjöldinni. Marlowe, höfuðs- maður i Norðurríkjaher, er sendur með lið sitt inn í Suður- ríkin til að eyðileggja mikil- væga járnbraut sunnanmanna. Þýðandi er Dóra Hafsteins- dóttir. -EVI. æ ■ ■ > Úr mvndinni „Riddaraliðið" sem sýnd er i kvöld en hún er frá árinu 1959. Svo virðist sem Sjónvarpið hafi lagt á það mikla áherzlu að hafa sem mest af innlendu skemmtiefni á dagskránni í vetur. Nýjasta framlag þess verður á dagskránni klukkan 21 i kvöld, Hjónaspil. Þetta er létt spurningakeppni hjóna, en nú beinast spurningarnar að því að kanna það, hvaða viðbrögð ann- að hjónanna telji að hitt muni sýna við mismunandi atvikum. Gefnir eru þrír eða fjór- ir möguleikar á svari og eins geta pörin valið að svara „fyrir utan dagskrá". Standist svörin á er viðkomandi hjónum gefið stig. Fjögur hjón keppa í hverri umferð, en þær verða fimm alls. Ekkert er tit sparað, hvað varðar skemmtiatriði, en að sögn annars stjórnanda keppn- innar, Helga Péturssonar, en hann sér um þáttinn ásamt Eddu Andrésdóttur, var lítil þörf fyrir skemmtiatriði, allir þátttakendur voru sérlega líf- legir og kom margt skemmti- legt fram, sérstaklega er svörin stóðust ekki á. Verður því forvitnilegt að sjá þennan þátt, Hjónaspil, klukk- an 21 í kvöld. EVI ------------m. Það eru þau Helgi Pétursson og Edda Andrésdóttir sem sjá um nýjan þátt í sjónvarpinu. „Hjónaspil". Hjalti Jón Sveinsson (t.v.) er sá sem sér um pistilinn i þætti Einars Arnar Stefánssonar „A seyði". -DB-mynd Bjarnleifur. 18.35 Haukur í horni. Breskur mynda- flokkur. Lokaþáttur. Þýóandi Jón (). Edwald. 19.00 íþróttir. Hlé. 20.00 Fróttir og veður. 20.25 Auglýsinar og dagskrá. 20.35 MaAur til taks. Breskur gaman- myndaflokkur. Gakktu í bssinn. Þýð- andi Stefán Jökulsson. 21.00 Hjónaspil. SpurninKaleikur. Spyrjendur Edda Andrésdóttir og Helgi Pétursson. Fyrir svörum sitja fern hjón. Einnig koma fram hljóm- sveitirnar Lúdó og Stuðmenn. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 21.55 RiddaraliAiA. (The Horse Soldiers) Bandarísk bíómynd frá árinu 1959, byggð á sannsögulegum atburðum. Leikstjóri John P'ord. Aðalhlutverk John Wayne og William Holden. Myndin gerist í bandarísku borgara- styrjöldinni. Marlowe, höfuðsmaður f Norðuríkjaher, er sendur með lið sitt inn f Suðurrikin til að eyðileggja mikilvæga járnbraut sunnanmanna. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 23.50 Dagskrárlok. Hinn vinsæli gamanmynda- flokkur „Maður til taks" gerir okkur lífið léitara á laugar-' dagskvöldum. Þátturinn í kviild heitir „Gakktu í hæinn" og hefst kl. 20.35. Þýðandi er Stefán Jökulsson. [ Bíóauglýsingar eru á bls. 20 ] Laugardagur 4. desember 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00. 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund bamanna kl. 8.00: Guðrún Guðlaugs- dóttir les söguna „Halastjörnuna" eftir Tove Jansson (12). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög millia triða. Barnatími kl. 10.25: KaupstaAir á íslandi: Kópa- vogur. Ágústa Björnsdóttir stjórnar tímanum. Sigurður Grétar Guðmunds- son segir frá æskuárum sínum í Kópa- vogi. Pétur Einarsson segir frá starfi tómstundaráðs, og talað verður við Þórunni Björnsdóttur um skólahljóm- sveit Kópavogs. Lif og lög: kl. 11.15. Guðmundur Jónsson les úr bóknni „Lffið og ég“ eftir Eggert Stefánsson og kynnir lög, sem F.ggert syngur. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynmng- ar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn- ipgar. Tónleikar. 13.30 Á seyði. Einar örn Stefánsson stjórnar þættinum. 15.00 I tónsmiAjunni. Atli Heimir Sveins- son sér um þáttinn (7). 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Islenzkt mál. Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag. talar. 16.35 Lótt tónlist. a. Kammersveitin í Madrid leikur spænska tónlist; Ataulfo Argenta stj. b. Bobby Gentry og Glen Campell syngja vinsæl lög. f7.00 StaldraA við á Snœfellsnesi. Þriðji þáttur Jónasar Jónassonar frá Olafs- vík. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. Fróttaauki. Tilkynningar. 19.35 Úr atvinnulífinu. Viðtalsþáttur f um- sjá Bergþórs Konráðssonar og Brynj- ólfs Bjarnasonar. Fjallað um starf- semi Flugleiða. _____ 20.00 Óperettutónlist: Þættir úr „Fuglasal- anum" eftir Zeller. Erika Köth, Renate Holm og Rudolf Schock syngja með Gíinther Arndt kórnum og Sinfóníu- hljómveit Berlínar; Frank Fox stjórnar. 20.30 Ríkið í miðjunni. Fyrri þáttur um Kina. Sigurður Pálsson tók saman og flytur ásamt fimm öðrum Kínaförum. 21.15 Píanósónötur Mozarts — (XI. hluti). Deszö Ránki leikur sónötur f F-dúr (K547 og K332). 21.45 „Skautalistdans á Rifsósi", smásaga eftir Pótur Björnsson frá Rifi. Guð- mundur Bernharðsson les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Dagskrárlnk Sjónvarp n~;imirÉ)

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.