Dagblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUC'.AKDACUK 4. DKSKMBKK 1970.
3
"" .. <
hlutverk Alþýðubankans?
hann. En það er til önnur hlið á
þessi) máli, sem hefur legið í
þagnargildi of lengi.
Það bar við á föstudagskvöldi
helgina áður en samningarnir
tókust í verkfallinu sl. vetur, að
ungur verkamaður leit inn á
verkfallsvakt Dagsbrúnar og
hólt því blákalt fram að verk-
fallið mundi Ieysast þá um
helgina.
Það væri vegna þess að
forysta Dagsbrúnar væri milli
steins og sleggju og yrði að
semja upp á næstum hvað sem
væri. Þegar maðurinn var innt-
ur skýringa á fullyrðingum sín-
um hafði hann eftirfarandi að
segja. Samkvæmt lögum Iðju,
VR og Dagsbrúnar, ber að
greiða úr verkfallssjóðum þess-
ara félaga þegar verkfall hefur
staðið yfir í 2 vikur. VR sem
geymir verkfallssjóð sinn í
Verzlunarbankanum og Iðja
sem hafði sinn í Iðnaðar-
bankanum höfðu þá um
morguninn greitt úr sínum sjóð
um eins og lög gerðu ráð fyrir.
En Dagsbrún, sem geymdi sinn
sjóð í Alþýðubankanum, var
ófær um að greiða nokkrum
nokkuð. Það var einfaldlega
vegna þess að peningar voru
ekki fyrir hendi í bankanum.
Tíu til fimmtán milljón króna
krafa hefði afhjúpað gjaldþrot
bankans miklu meir en orðið
var. Því varð að ganga að þvi
samkomulagi sem við verka-
menn verðum nú að búa við.
A Islandi eru hvftir hestar gráir
Viggó Oddsson skrifar frá
Jóhannesarborg:
Vatnið í Afríku
Ef ég hefi ekkert betra að
gera, geng ég við úti á bar um
sólsetur og fæ mér eitt ölglas,
eins og hér er siður. Einn rosk-
inn Englendingur sem hafði
verið lengi í Afríku sagði mér,
að þeir sem bergðu á vatni
Afríku kæmu alltaí aftur.
Þetta þótti mér vel sagt. Sunit
af vatninu er notað í ís, annað í
bjór og verðlag tiltölulega hóf-
legt á þann mælikvarða sem
Evrópubúar eiga að venjast.
Margir sem bergja á vatni
Afríku eiga aldrei afturkvæmt'
til sinna föðurtúna. Svarta
álfan heillar.
í sólskini og sœlu
Hérna í Jóhannesarborg er
hásumar, hitabylgja og þrumu-
skúrir siðdegis, hitinn á daginn
um 25-30 stig. Aldintrén í full-
um blóma, fötur af ilmandi
ferskjum, ííkjur og plómur í
örum vexti í garðinum með
sundlaug sem er 27 stiga heit. t
forgarðinum í Skuld eru rósa-
tré og fjöldi blómstrandi runna
og 20 metra langur veggur af
vinviði: Það er þvi ekki út í
bláinn að einn kall sem stund-
um hefur gist í mínum húsum
skrifaði frá íslandi á jólakort:
„Gott átt þú Viggó, í sólskini
og sælu,
ég sit hér í roki og kaf-
aldsbrælu....“
Allt að verða vitlaust?
(Glæpaæðið á íslandi)
Þeir sem eiga ættingja eða
vini í S-Afríku hafa að sjálf-
sögðu nokkrar áhyggjur af
löndum sínurn hér eftir óeirðir
í svertineiaborgum i S-Afríku,
þar sem krakkaskrill óð uppi
með steinkasti og brennum og
hleypfi af stað erjum milli
hinna mörgu svertingjaþjóða
sem búa í S-Afríku.
Islendingar i S-Afríku hafa
hins vegar miklu meiri áhyggj-
ur af glæpaæðinu sem gengur á
tslandi.
Þar virðast allir sem geta
stela, svíkja og svindla, allt frá
úlpuþjófum til ráðherra.
Gamalmenni eru ekki óhult á
„vesturgötu eða vitastíg“, þá
eru „morð á miklubraut", eða
æðri völd hindra löggæzlu við
rannsóknir verstu glæpa. Er
allt að verða vitlaust á Islandi?
spurði ein landnemakonan hér
eftir að hafa flett nokkrum síð-
degisblöðum frá Fróni.
Róið ó landróðrarbóti
og siglt með vélarafli.
Skrípayrði í íslenzku eru
landróðrarbátar og grár hestur.
Hesturinn er hvíthærður og
bátunum er ,„siglt“ með vélar-
afli úti á sjó en ékki á landi.
Ýkjúsögur seljast vel á prenti.
Síðdegisblöðin á tslandi gerðu
óvopnaða byltingu á tslandi.
Skoðanaeinokun flokks-
blaðanna er búin að vera. Þagn-
armúr spillingarinnar molnar
niður. Skattaæðið og kosninga
misréttið er á allra vörum. Ég
hefi skrifað um málin í um
15 ár, lengst af í vikuritum af
því það vardagblaðabann áhug-
vekjum mínum. Forneskjublöð
eins og Mogginn, Tíminn og
Þjóðviljinn þrauka á ríkis-
styrkjum og vanaföstum hópi
þröngsýnis- og hagsmunahópa,
sem hafa með skeytingarleysi
sínu ekið þjóðinni út í skulda-
og verðbólgufenið eða spilling-
una sem landneminn í S.-
Afríku spurði:„Er allt að verða
vitlaust?"
Ford forseti sagði: „Þeir sem
vanrækja rétt sinn eiga ekki
skilið að hafa neinn rétt“. Á
íslandi eru hvítir hestargráir.
Viggó Oddsson.
Jóhannesarborg.
Samtök allra mistaka:
VERÐA VESTFIRÐIR
FURSTADÆMI?
svíður það grimmilega hversu
framlag okkar í ríkiskassann er
mikið, miðað við það sem við
fáum úr honum aftur til and-
legrar, líkamlegrar og verald-
legrar uppbyggingar. Með þvi
að gera Vestfjarðakjálkann að
furstadæmi gætum við fengið
fé okkar aftur og það meira að
segja margvaxtað. Ilin nýja
króna furstadæmis Vest-
fjarðakjálka mun ekki verða
forsmáð á erlendri grund. Þó
gamla, íslenzka krónan hafi
sigið svo djúpt, að flestir full-
yrtu hana sokkna, þá hefur
héiðri hennar verið borgið
núna með því að hanna hana
flothæfa. Þetta breytir i engu
baráttuvilja Samtaka allra mis-
laka. Aætluninni verður
hrundið í framkvæmd.
Fyrsti áfangi hennar er að
grafa Vestfjarðakjálkann frá
meginlandinu, frá Gilsfirði yfir
í Bitrufjörð. Með því vinnst i
fyrsta lagi: Glögg og greinileg
landamerki. í öðru lagi:
Akjósanlegur skipaskurður
sem Vestfjarðakjálkarar geta
tollað óspart. Tollurinn gæti
séð f.vrir lífsviðurværi og út-
réttingum furstans, sem
auðvitað ýrði gamla kempan úr
Selárdal. 1 þriðja lagi:
Vestfjarðakjálkinn mun bera
nafnið „Nýja-Vestrið"
Annar áfangi áætlunarinnar
er í þvi l'ólgmn að reisa
bjórkrár í hverjum hreppi. í
kaupstöðum og kauptúnum
Nýja-Vest ursins verður reist
ein bjórkrá á hverja hundrað
ibúa. Þá verður Kgill sterki
ekki kne.vfaður heldur
fílsterkur bjór sem nefnast skal
„Þórður kakali". t Nýja-
Vestrinu verða landanum,
þ.e.a.s. meginlandanum, boðnar
þessar veigar með viðeigandi
tollaprís. Sá tekjustofn ætti að
geta staðið undir hinum
fullkomnustu heilbrigðis-,
félags-, samgöngu- og fræðslu-
málum. auk fjármála, orku-
mála, framlaksmála, mála
málanna. verzlunar. útgerðar.
iðnaðar, þjónustu og hobbýja.
Með þriðja og síðasta áfanga
áætlunariiinar verða minnst
þrjár flugur slegnar í einu
höggi. Vændishús verða reist á
hverju götuhorni. Hvítar gular,
svartar og blandaðar þokka-
g.vðjur frá hinum hrjáða þriðja
heimi sjá um þjónustuna.
Þannig getum við Vestfjarða-
kjálkarar sýnt umheiminum
eindæma manngæzku og kær-
leika okkar með því að bjóða
kvenpeningi hins kúgaða þriðja
heims upp á hið ljúfa, vestræna
líf.
Þeir greiðasölutekju-
stofnar, sem aflast með þessum
rekstri og koma auðvitað að
mestu leytifrá meginlandanum,
ættu að geta staðið undir
fjögurra daga vinnuviku
alþýðu Nýja-Vestursins og
margbreytilegu uppihaldi
hennar í frístundum.
Með samtakamætti Samtaka
allra mistaka á furstadæmið.
Nýja-Vestrið, að skiia feikilega
miklum arði og tekjustofnaaf-
göngum. Þennan gróða væri
hægt að vaxta með þvi að leggja
hann inn á banka i Sviss og
afganginn inn á ávisana-
reikning Sparisjóðs Önundar-
f.jarðar. Þannig væri hægt að
kollvarpa feysknum kenning-
um um það að trvggur l'járhag-
ur rikja þurli að standa á gull-
fæti. Furstadæmið Nýja-
Vestrið mun standa á demants-
fæti. Það mun standa um aldir
alda. Ainen (hebreskt orð. sein
þýðir: það verði, sannarlega).
Oddur /Kvar Guðniuiidssoii
kenuari.
Spurning
dagsins
Hvað œtlar þú að gera í
jólafríinu?
Guðlaugur Einarsson, 12 ára: Eg
ætla að lesa bækur og svoleiðis.
Eg vonast til þess að fá bækur í
jólagjöf. Svo langar mig að fara á
skauta.
Guðlaugur Pálsson, 12 ára: Eg
ætla á skauta og á skíði. Það er
voða leiðinlegt hvað það hefur
verið litið um frost og svo heldur
enginn snjór, en það lagast
ábyggilega um jólin.
Finnur Traustason,12 ára: Eg ætla
á skíði og skauta. Eg vona að það
verði snjór og frost, ekki þessi
leiðinlega þfða.
Einar Már Steingrimsson, 10 ára:
Ég ætla að fara á skauta og skíði.
Annars finnst mér alveg eins
gaman þótt það sé ekki snjór. Þá
geri ég bara eitthvað annað.
Guðmundur Kristján Guðmunds-
son. 10 ára: Eg ætla á skíði og
skauta, svo þykir mér voða gaman
að lesa sögur, ef þær eru
skemmtilegar.
Gisli' Jens Omarsson. K ára: Eg
\oit ekki, mér þykir mest gaman
að hjóla. kannski geri ég það,
kannski les ég bara. Það er svo
gaman að ævintývum.