Dagblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1976. M BIABIB hjálst, úháð dagblað Útgefandi Dagblaöið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjori: Jonas Kristjánsson. Frettastjori: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Aöstoöarfrettastjóri: Atli Steinarsson. íþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit: Ásgrimur Pálsson. BlaÖamenn: Anna Bjarnason, Asgeir Tomasson, Bragi Sigurösson, Erna V. Ingoifsdottir, Gissur Sigurösson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Johanna Birgisdóttir, Katrín Pálsdóttir, Kristín Lýösdóttir, Olafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Ljosmyndir: Árni Póll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjamleifsson, Sveinn Þormóösson. Gjaldkeri: Þrainn Þorloifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Askriftargjald 1100 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 60 -kr. eintakiö. Ritstjórn Síöumúla 12, sími 83322, auglýsingar, askriftir og afgreiÖsla Þverholti 2, simi 27022. Setning og umbrot: Dagblaöiö og Stoindorsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugerö: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Uggvænleg bjartsýni Breta Brezka blaðið Observer hefur það eftir utanríkisráðherranum, Anthony Crosland, aö hann telji leitt, að brezkir sjómenn missi afla á íslandsmiðum í einn mán- uð en hann vilji þaö fremur en nýtt þorskastríð. Samkvæmt öðr- um heimildum vænta brezkir forystumenn nýs samnings við íslendinga fyrir miðjan janúar, sem leyfi brezkum togurum að snúa aftur til miðanna innan 200 mílna landhelginnar hér. Það er okkur uggvænlegt, að Bretar skuli vera svo vongóðir um sinn hag. Fulltrúi Efnahagsbandalagsins í viðræðunum hér, Gundelach, hefur gefið hið sama í skyn. Þetta var inntak yfirlýsingar hans hér í lok síðustu viðræðna, og það kom enn skýrar í ljós, eftir að hann var kominn til stöðva bandalagsins. Hann væntir samninga, jafnvel fyrir áramót, sem tryggi, að afli Breta við ísland minnki ekki snögglega. Slíkar yfirlýsingar hafa komið í kjölfar síð- ustu funda Gundelachs með íslenzkum ráðherr- um. Ekki er að undra, þótt íslendingum þyki slíkt harla skrýtið í ljósi yfirlýsinga ráðherra okkar um, að gagnkvæmar veiðiheimildir hafi varla borið á góma enn og ekki sé enn komið fram, hvort Efnahagsbandalagið hafi eitthvað að bjóða okkur, sem akkur sé í. Enn sé beðið svokallaðs útspils bandalagsins. Heyrzt hefur á tali sumra þingmanna stjórnarflokkanna, að þeir óttist, að ríkis- stjórnin kunni enn á ný að ganga frá samningum, meðan þingið situr ekki. í her- búðum stjórnarflokkanna er mikil andstaða við samninga, sem bjóði Bretum að nýju að sigla inn í landhelgina. En reynslan er ólygnust um, að þessum þingmönnum yrði mikill vandi á höndum, ef búið væri að semja í fjarveru þeirra í jólaleyfi og þeim síðan veittir þeir kostir að kyngja bitanum eða lýsa vantrausti á ríkisstjórn flokka sinna með því að fella slíkan samning eftir á. Ríkisstjórnin á þennan leik vegna vanmáttar þingmanna. Væru þeir sterkari persónur, þyrði stjórnin það ekki. Því miður hefur oft reynzt meira að marka umrnæli erlendra ráðamanna en íslenzkra um mál eins og þessi. íslenzku ráðherrarnir bera ábyrgð á þeim ugg, sem hefur gripið fjölda landsmanna. Þeir, eins og aðrir, fylgjast með nær daglegum frétt- um um bjartsýni Breta og EBE-manna og and- mæla þeim ekki. Þvert á móti leika íslenzku ráðherrarnir sér með loðnar yfirlýsingar, sem helzt gangaút á, að Efnahagsbandalagið kunni að luma á einhverju útspili, skyndilega kunni bandalagið að bjóöa okkur einhver óvænt fríðindi. Mönnum er ekki ljóst, eins og fram kemur af áiyktunum ýmissa aðila, svo sem Fiskiþings og Alþýöusambandsþings, hvað í ósköpunum það geti verið, sem EBE hafi að bjóða okkur, sem réttlætti, að Bretar héldu áfram veiðum hér, ekki borgi sig að ganga nær Norðursjávar- miðum og Grænlandsmið nær einskis virði. Þá hefur áherzla verið lögð á, að Efnahagsbanda- lagið muni ekki ætla að beita viðskiptaþvingun- um. Löndunarbann í Bretlandi hlyti að renna út í sandinn. íslenzka þjóðin fagnaði sigri, þegar brezku logararnir sigldu út úr ■ landhelginni. Hún vonar í lengstu lög, að hún fái ekki hnífinn í bakið. (— Hendrix: Hin bitra reynsla 1 síðustu viku hefði Jimi Hendrix orðið 34 ára. Hann fæddist 27. nóvember 1942 á köldum rigningardegi i Seattle í Bandaríkjunum. Sá dagur gæti haft þýðingu fyrir stjörnufræðinga fram- tíðarinnar, því að sama dag fæddist annar frægur sonur borgarinnar, Bruce Lee, sem kunnur er fyrir Kung-Fu- kvikmyndir. Hann er grafinn í kirkjugarði þar í borginni. En borgin hefur aldrei sýnt þessum heimsfræga syni sínum neina sérstaka virðingu og í þessari viku berst Jimi Hendrix safnið, en forstöðumaður þess er Jess Ilansen, fyrir því að fá pláss á listasafni borgarinnar til þess að sýna þar hljóm- plöturnar 285, hundruð óút- gefinna segulbanda og viðtala, þúsundir af veggspjöldum, skyrtubolum og fleira sem minnir á frægðarferil mannsins og Hansen hefur tekizt að viða að sér. Nú sem stendur er þess- um hlutum komið fyrir alls staðar þar sem Hansen getur fengið foreldra og vini til þess að geyma einn kassa í viðbót. Hansen svarar enn spurn- ingum um hinn látna lista- mann og tekur við framlögum til minningarsjóðsins um hann. En sjóðurinn er ekki stór og velvildin í garð safnsins er ekki mikil því að fjölmiðlar gengu svo grimmdarlega í skrokk á frásögnum um dauða Hendrix og líf, á nákvæmlega sama hátt og umboðsmenn og hljómplötu- fyrirtæki rifu af honum mest allt fé sem honum áskotnaðist. Næstum öllu, sem hægt var að stela frá Hendrix, hefur verið stolið, — lögum hans, segulbandsupptökum.höfundar- launum, peningum, gíturunum hans og jafnvel legsteininum á gröf hans. Hansen, sem var ákafur aðdáandi Hendrix frá bernsku, varð vitni að því hvernig fjár- glæframenn fóru með lista- manninn. Snemma á þessum áratug setti ævintýramaðurinn Timy Becker á stofn hjálpar- stofnun, Minningarsjóð Jimi Hendrix. Sagðist hann eiga töluvert landsvæði í miðborg Seattle og þar ætlaði hann að reisa sumarskóla fyrir börn, stofnanir fyrir eiturlyfjaneyt- endur og allt mögulegt fleira í þeim dúr. Honum tókst að mjólka aðdáendur og góðviljaða aðila svo rækilega að hann tók 150 þúsund dollara með sér er hann stakk af — til Tucson Arizona og setti þar á stofn nokkur klámmyndasýningahús. Dóm- stólarnir stefndu honum fyrir svindl, lögfræðingur hans í Seattle framdi sjálfsmorð og að lokum varð eiginkona hans af- brýðisöm og skaut Timy sinn í gegnum hausinn. Hver einásta hljómplata, sem gefin var út með leik Jimi Hendrix, varð gullplata (seld fyrir meira en eina milljón dollara) en honum var sífellt sagt að hann skuldaði útgáfu- fyrirtæki sínu. Hljómplötu- fyrirtækin Warner/Reprise og Capitol börðust um hann og það sama gerðu Ed Chalpin, umboósmaður hans í Banda- ríkjunum og Mike Jettries í Englandi. Eric Burdon segir að Jeffries hafi kerfisbundið haft hverja einustu krónu af The Animals og það sama hafi hann gert við Hendrix. Jeffries hafði verið sóttur til saka fyrir svindl er hann lenti í flugslysi yfir Frakklandi og lézt. Sex árum síðar er enn eftii Opinbera báknið Hið tröllaukna opinbera bákn. er orðið mjög alvarlegt átumein í okkar litla, efnahags- lega veika þjóðfélagi. Ég kenni ekki neinum sérstökum um, hvernig þetta hefur þanizt út. Stór hluti þjóðarinnar, ásamt allt of mörgum forystumönnum hennar, hefur staðið að því að fita og magna þennan fjósbita- draug. mest nú á síðustu áratugum. Það er gargað á ríkið úr öllum áttum, jafnt þótt allir viti, að kassinn sé tómur. Eng- inn virðist viðurkenna þann gullvæga sannleika, að kröfur á ríkið eru kröfur á þig. — já, á hvern einstakling, sem dregur anda á þessu Iandi. Það er marklaust hjal, að hægt sé að bæta kjör al- mennings, meðan rfkisbákns- ófreskjan er hömlulaust látin sjúga mátt og framfarahug úr einstaklingum þjóðarinnar. Leikhúsin Það má segja. að leikhúsin séu rekin af ríkinu og Reykja- víkurborg. Allan fjárhagslegan halla þessara stofnana greiðir hinn almenni skattþegn (vfir hundrað milljónir á ári til Þjóðleikhúss). Forráðamenn þessara fyrirtækja virðast hafa lítinn áhuga áþví að láta fjár- hagsendana ná saman. Mér er tjáð, að iðulega sé messað yfir tómum stólum í Þjóðleikhúsinu, ekki síður en í kirkjum landsins. Menningarvitar og ráðamenn segja gjarnan: ,,Allt í lagi. ríkið borgar. Við verðum að koma nýjum boðskap til þjóðarinnar." Þessi boðskapur er gjarnan fullur af andúð gegn kristinni menningu og ýmsum pólitískum viðhorfum. sem tæpast verða talin til menning- arauka. Ég las nýlega i dagblaði. að nú fyrir skömmu hafi margir þjóðleikhúsgestir gengið út af einni „menningar“-sýningu Þjóðleikhússins og einn sýning- argestur látið þatt orð fa'lla, að hann nmndi aldrei framar koma í Þjóðleikhúsið að ó- breyttum aðstæðum. F.vrir fimmtíu til sextíu árum var Revkjavík lítill bær, fólkið rnjög fátækt af þeim miklu veraldargæðum, sem nú þykja sjálfsögð, en þó var aðsókn alltaf það mikil að Iðnó, að óöruggt var að ná í sæti, svo að margir urðu að láta sér nægja stæði. Nú eru íbúar Revkjavíkur og nágrennis meira en 100.000 manns. Auk þess eru samgöngur við aðra landshluta svo göðar, að nú er auðvelt að sækja leikhúsin í Reykjavík hvarvetna að af landinu. Eg er þess fullviss. að ef for- ráðamenn leikhúsanna kæmust aftur i takt við íslenzka alþýðu. þá gætu leikhúsin borið sig fjárhagslega. Þeir. sem hafa áhuga og efni á að sækja leik- húsin. eiga að borga fvrir sig. Það er rnjög ranglátt og langt fyrir neðan virðingu starfs- l'ólks að sækja tekjur í vasa þeirra. sem hvorki hafa efni né

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.