Dagblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAC.UK 4. DKSKMBKR 1976. Potrosjan Tal Larsen Tal hótar nú strax Rh5 fylgt eftir af Rxd4 og hefur mjög vænlega stöðu. Þess vegna ákveður Petrosjan að fórna riddara fyrir tvö peð í von um að ná sterkri stöðu á miðborð- inu. 20. Rxe6 — fxe6 21. Hxe6 — Df8 22. d5 — Rb8 23. Be3 — Ra6 24. Rd4? — Rxd5 25. cxd5 — Hxc3 26. Bxa6. n Wm 1ÓPÉ íís sn 11 ■ B ■ m iH 11 &■ ■ 33 'W% n _ lb " B 1 ■ W|S 1A Ag 26.-----Bxd5!! Þrumuleikur. Hvítur missir valdið á riddaranum og um leið er hrókur hans á e6 í uppnámi. 27. He7 — Bf7 28. H7e4 — Dc5! Það er ekki lengur hægt að bjarga riddaranum og Petrosjan, sem talinn er hafa hvað mesta möguleika að standa sig vel í heimsmeistara- keppninni, gafst upp. Heimsmeistarinn Anatoly Karpov fór rólega af stað í fyrstu umferðinni á mótinu í Tbilisi. Hann stýrði svörtu mönnunum gegn Rasjkovskij og. lauk skák þeirra með friðsömu jafntefli. Geller var hins vegar í baráttuhug — fórnaði peði í byrjuninni gegn Svesjnikov — en hafði ekki erindi sem erfiði. Svesjnikov hélt fengnum hlut og vann. líann er af mörgum talinn sterkasti skákmaður heims, þeirra sem ekki eru með stór- meistaratitil. Annar skák- maður, sem engan titil ber, Dorfmann, kom mjög á óvart og sigraði Romanishin. Eftir- töldum skákum í fyrstu umferð lauk með jafntefli: Það er Tjesjkovskij—Polugajevskij, Grigorjan—Vaganjan og Bala- sjov—Zakarov. Aðrar skákir fóru í bið en ekki hafa borizt fréttir af þeim enn. Hins vegar er áreiðanlegt að áhugi skák- Karpov áhugamanna víðs vegar um heim mun beinast til Sovét- ríkjanna nú i desember því skákmeistaramótið þar er eitt öflugasta skákmót heims. Dag- blaðið mun birta fréttir af mótinu eftir beztu getu. Hvítt: Larsen Svart: Rodriguez. 1. c4 — g6 2. Rc3 — Bg7 3. d4 — c5 4. d5 — Rf6 5. e4 — 0-0 6. Bd3 — e6 7. Rge2 — exd 8. exd Bent segist hafa beitt sál- fræðinni i skákinni, þar sem mótherjinn sé fyrst og fremst taktiker, og þessi uppsetta, „þurra“ staða hafi hent honum illa. 8.-----Rg4 9.0-0—Re5? Svartur hefði betur leikið d6. 10. d6! — Rbc6 11. f4 — Rxd3 12. Dxd3 — Rb4 13. Dd2 —a6 14. f5 — b5 15. a3 — Rc6 16. Rd5 — gxf 17. Rg3 — Rd4 18. Re7+ — Kh8 19. Rgxf5 — Rxf5 20. Rxf5. Einfaldast. Það finnst ekki fljótvirk vinningsleið eftir 20. Hxg5 — Bb7. 20.------Df6 21. Rxg7 — Dxg7. Bent Larsen sigraði fyrr á árinu á skákmóti í Lanzarote, hlaut átta vinninga af ellefu mögulegum, hálfum vinningi á undan Darga, Vestur- Þýzkalandi. Bent fékk einnig fegurðarverðlaun á mótinu fyrir bezt tefldu skákina. Það var gegn Rodriguez frá Perú sem varð í fimmta sæti á mótinu með sex vinninga. Ekki var danski stór- meistarinn þó viss um að skákin hefði verið hin bezta á mótinu, þvi þegar hann skrifaði um hana setti hann ,,bezta“ innan gæsalappa. Var hann á því að skák Darga, þegar hann vann Bellon, Spáni, hefði jafn- vel verið ennþá betri. En hvað um það. Við skulum líta á þessa ,,beztu“ skák mótsins. RODRIGUEZ 22. b4! Svartur getur valið hvort hann heldur vill: vonlaust endatafl eða vonlaust miðtafl! 22.-----Bb7 23. Bb2 —f6 24. Hael — Bc6 25. exb5 — axb5 26. bxc5 — Ha4 27. Hxf6! og svartur gafst upp. Geller Geller vann Karpov — Síðustu fréttír frá sovézKa meístaramótinu Rétt áður en blaðið fór í prentun fenguni við þær fréttir. að Geller hefði unnið Karpov i 3. umferð á sovézka meistaramótinu. Romanish- in vann Tal, Petrosjan vann Svesjnikov. Dorfman var efstur eftir 3 umferðir með 2.5 vinninga. Vann Vaganjan í 2. umferð og gerði jafntefii við Smyslov í þriðju. Sm.vslov vann Romanishin í 2. um- ferð. Baljasov vann Gulko. Margar biðskákir eru og staðan óljós. Karpov hafði einn vinning eftir þrjár um- ferðir. V / Jólamarkaður HÖFUM 0PNAÐ JÓLAMARKAÐ AÐ LAUGAVEGI26 Á ANNARRI HÆÐ Á jólamarkadnum er ótrúlegt vöruúrval og þér geríð hvergi betrí kaup fyrír jólin fHÖFUM M.A. Á BOÐSTÓLUM: Appelsínur Mandarínur Epli Greip Banana Vínber 'Jólaskraut Leikföng Gjafavörur Jólatré Kerti Myndir ★★★★★★ Nýjar vörur teknar upp daglega OPIÐ TIL KL. 6 í DAG Verzlið í Verzlanahöllinni Laugavegi 26, það er spor í rétta átt Verið velkomin Jólamarkaöurinn -\r VERZLANA T-íolliinT LAUGAVEG56 \r

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.