Dagblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 24
Erfið staða fiskverkunarfyrirtækja á Suðurnesjum: Fjórar stöðvar í Njarð- víkum og Keflavík hafa nú lokað — læt toearann sigla frekar en að verka heima, segir Guðbergur í ísstöðinni í Garðinum Það er orðin andstyggileg staða þegar maður er farinn að velta fyrir sér hvort ekki sé hagkvæmara að láta eigið skip sigla út með aflann heldur en að verka aflann heima í eigin húsum, en sú staða er komin upp hjá mér, sagði Guðbergur Ingólfsson, forstjóri Isstöðvar- innar í Garði, í viðtali við DB í gær, Hann sagði að sér reiknaðist nú til að hagkvæmara væri að láta skuttogarann sigla með afl- ann og yrði það líklega gert í næstu tveim til þrem túrum. ísstöðin h/f rekur útgerð, frystihús, saltfiskvinnslu og úmfangsmestu þurrfiskverkun á landinu. Guðbergur sagðist hafa staðið í þessu í 26 ár og sýndist sér sem reksturinn hefði aldrei verið erfiðari en að undanförnu. Það eru fleiri en ísstöðin sem eiga í erfiðleikum og þannig er nú búið að loka fjórum frysti- húsum í Keflavík og Njarðvík- unum. Þau eru Andri, Sjö- stjarnan, Brynjólfurog Jökull. Guðbergur sagði að aðrir þraukuðu meira af vilja en mætti og mundi hann í lengstu lög reyna að halda starfseminni eitthvað í gangi þar sem 50 til 60% vinnufærra manna í Garð- inum ynnu hjá fyrirtækinu. Hann sagði höfuðvandann tvenns konar. Annars vegar væri afurðaverð of lágt nú mið- að við framleiðsluverð, einkum þó hvað þurrfiskinum viðkæmi. Hins vegar sagði hann að starfs- fólkið væri of lágt launað, sem þýddi að bezta fólkið leitaði yf- irleitt í aðra vinnu, eins og t.d. á Vellinum. -G.S. ÍSLENZK YFIRBYGGING Á RAFMAGNSBÍL A ALÞJOÐAMARKAÐ? „Ahugi minn hel'ur alltaf staðið til að læra að teikna bíla en gall- inn er bara að ég hef ekki efni á því,“ sagði Steinn Sigurðsson sölumaður í viðtali við DB í gær, en hann heíur nú smíðað raf- magnsbíl eftir verðlaunateikn- ingu sinni sem hann hlaut verð- laun fyrir í samkeppni banda- ríska tímaritsins Popular Mecha- nics, í fyrra. t verðlaun fékk hann undirvagn og kom hann til lands- ins í vor. í frístundum sínum í sumar hefur Steinn svo smíðað yfir bíl- inn og er hann nú kominn á göt- una, 2,30 metrar að lengd, tveggja manna, um 500 kíló að þyngd, þar af vega geymar á annað hundrað kíló, hámarkshraði er um 60 km/klst. og kemst bíllinn 50 km á hleðslunni, en væntanleg er betri hleðsla. Yfirbyggingin er hugsuð fram- leidd í pörtum, þannig að menn geti sjálfir sett hana saman, og er ekki útilokað að bandaríska fyrir- tækið Elcar í Indiana í Bandaríkj- unum hefji framleiðslu á þessum yfirbyggingum. Bíllinn er að sjálfsögðu mjög hljóðlátur og engin mengun stafar frá honum. Steinn hefur tvisvar tekið þátt í alþjóðlegri samkeppni um teikn- ingar bíla og unnið í bæði skiptin, Volvo efndi til fyrri keppninnar. Þá teiknaði hann Minkinn sem flestir Reykvíkingar munu þekkja á götunum. -G.S. Þessa mynd tók Steinn af bílnum þegar hann var fullbúinn en ekki búið að skrá hann. Litla myndin var tekin eftir að búið var að skrá bílinn. DB-mynd Sv. Þorm. Banamenn Guðjóns Atla: 8og 10 ára fangelsi Banamenn Guðjóns Atla Árnasonar voru í gær dæmd- ir til átta og tíu ára fangels- isvistar fyrir brotið. Annar þeirra, Albert Ragnarsson frá Akureyri. var ekki orð- inn 18 ára þegar brotið var framið og hlaut því 8 ára fangelsisdóm en hann var einnig dæmdur fyrir nokkur þjófnaðar- og skjalafalsbrot. Hinn, Kristmundur Sigurðs- son frá Reykjavík, var dæmdur í tíu ára fangelsi, enda orðinn 18 ára þegar brotið var í'ramið. Albert var einnig dæmdur til greiðslu fébóta og báðir voru dæmdir til greiðslu sakarkostnaðar. Þeir báru sig nokkuð mannalega þegar dómurinn var kveðinn upp og skröfuðu saman. Máli þeirra verður áfrýjað til Hæstaréttar sam- kvæmt lögum. Þeir voru úr- skurðaðir i allt að 150 daga gæzluvarðhald, eða þar til Hæstiréttur hefur fjallað um málið og kveðið upp úr- skurð sinn. Halldór Þorbjörnsson yfirsakadómari kvað upp dóminn. -ÓV frjálst,áháð dagblad LAUGARDAGUR 4, DESr 1976 Sala skuttogarans Hoffells frá Breiðdalsvík: Dauðadómur fyrir Breiðdalsvík — enga atvinnu að fá heima, segja skipsmenn Ég er svo heppinn að eiga engar eignir á Breiðdalsvík og er þvi ekki bundinn við staðinn, því þar verður ekki yfir neinu að hanga þegar togarinn er farinn og ekkert að byggja á nema einum 100 tonna báti, sagði Hallbjörn Kristinsson, 3. vélstjóri á Hvalbak SU, sem nú er búið að skíra Hoffell, eða eftir að gengið var frá bráðabirgðasölusamningi á skipinu til Fáskrúðsfjarðar. í svipaðan streng tók Pálmi Pálsson stýrimaður en þeir eru báðir frá Breiðdalsvík og er Pálmi að byggja þar. Þeir sögðu að nú væri svo mikið framboð á hús- næði á staðnum að fullbúið ein- býlishús, sem hreppsfélagið lét byggja sem leiguhúsnæði fyrir að- komufólk, gengi ekki út. Einnig að þeir aðkomumenn, sem komið hefðu þangað á síðustu árum og hugsað sér að setjast þar að, væru nú annaðhvort farnir eða á för- um. Þá hafði blaðið tal af Sigurði Guðmundssyni útgerðarstjóra, sem var sammála um að sala skipsins væri mjög alvarlegt áfall fyrir atvinnuástand á staðnum. Forsagan er að meðeigendurnir, Stöðfirðingar, eru að fá nýtt skip og vildu þá selja hlut sinn í Hval- bak. Sagðist Sigurður hafa reynt til hins ýtrasta að hraðfrystihúsið á Breiðdalsvík og Bragi h/f sam- einuðust um að kaupa hlut Stöð- firðinga, enda fá þessi fyrirtæki megnið af afla togarans, en það reyndist árangurslaust. Þá sagði Sigurður upp starfi sínu þar sem grundvöllur útgerðarinnar var brostinn að hans mati. Byggða- sjóður vildi ekki hlaupa undir bagga þar sem útgerðin gat ekki gefið fasteignatryggingu fyrir láni en fyrirtækið á engar hús- eignir og ekki dugði veð í skipinu. G.S. ✓ \ Atta nýir menn í stjóm ASI Varla verður greint hvort meirihluti stjórnarmanna eru vinnuþegar eða atvinnurekendur og embættismenn Þrátt fyrir öll stór orð og mikil áform fór það svo á þingi Alþýðusambands íslands að deila má um hvorir hafi tögl og hagldir þar, menn sem lifa af verkamannalaunum eða þeir sem hagnað- hala af annarra manna vinnu eða vinna verk í ákvæðisvinnu. Rígheldni við stjórnmálaflokkana var alls ráðandi og frá þinginu kemur Sjálfstæðisflokkurinn verst út frá pólitísku sjónarmiði. Guð- mundur H. Garðarsson gaf ekki kost á sér og Pétur Sigurðsson féll i kosningu til miðstjórnar og munaði þar þúsundum at- kvæða. . „Það eru 8 af 15 mönnum sem hverfa nú úr stjórn ASÍ,“ sagði Björn Jónsson forseti ASl en hann var einróma kjörinn með lófataki. „Eg vona að þetta verði allt til góðs því mörgu þarf að snúa til betri vegar. Þetta þing var afkastamikið. kannski það afkastamesta frá upphafi, og lengst munu menn minnast samþykktarinnar um stefnuskrána," sagði Björn. Björn sagði að ASÍ hefði ekki nema 12 manna starfslið og næsta verkefni þess yrði að vinna úr ályktunum þingsins og móta sfcfnu ASl i verkalýðs- málunum. Tekjur ASl eru 800 kr. af hverjum félagsmanni verkalýðsfélags en þeir eru nú um 45 þúsund talsins. Forsetakjör ASÍ fór fram með lófaklappi og fékk Björn Jónsson tvívegis langvarandi klapp. Þegar kom að kjöri vara- forseta var tónninn annar. Margrét Auðunsdóttir fyrrver- andi formaður Sóknar stakk upp á Aðalheiði Bjarnfreðs- dóttur. Kosningin tók langan tíma og var sú stund e.t.v. hápunktur þingsins. Snorri hlaut 34250 atkvæði en Aðal- heiður 10225. Þar með var teningunum kastað og ljóst að málin yrðu áfram eins og þau hafa verið nema það að kjörnefnd tók meira tillit til fulltrúa láglauna- fólks og alþingismenn og aðrir hálaunamenn drógu sig ýmist til baka eða hreinlega komu ekki til greina. 1 miðstjórn voru þessir kosnir: Hermann Guðmunds- son Hlíf 42600, Jón Snorri Þor- leiísson TR 42600, Öskar Vig- fússon SH 42525, Guðríður Elíasdóttir Hf„ 42250, Jón Helgason Akureyri 42075, Eð- varð Sigurðsson Dagsbrún 41925, Þórunn Valdimarsdóttir Rvík 41325, Jón Agnar Eggerts son Borgarnesi 41100, Einar Ögmundsson Rvík 40475, Bjarnfríður Leósdóttir Akra- nesi 35800. Kosning varaforseta og mió- nefndar tók marga klukkutíma. Urðu forráðamenn leiðir á málum og sáu fram á margra milljóna kostnað ef þingið tæki föstudagskvöld af Hótel Sögu. Allar kosningar eftir það fóru fram með lófataki enda minna áríðandi eða mótandi. - ASt. Gætu mjólkurfræðingar ráðið málum? „Ríkisstjórnir hafa aldrei fengið þakkarávörp á ASl- þingi. Þó þetta ASl-þing hafi verið mjög gott og jafnvel markað tímamót er það ekk- ert öðruvisi en önnur í garð ríkisstjórnarinnar, þetta var gott þing,“ sagði Hannibal Valdimarsson. „Stefnuskráin er merk- asta málið og mun lengi minnzt. Þetta er líka af- kastamesta ASl-þing frá upphafi," sagði Björn Jónsson forseti ASl. „Við gætum farið í verk- íall sem dugar fyrir allan verkalýðinn í landinu," sagði fulltrúi mjólkurfræð- ínga en viðurkenndi að þeir hefðu tvöfalt kaup á við láglaunahópa landsins. „Stjórnmálin og flokka- pólitíkin setja of mikinn svið á aðalþing ASÍ,“ sagði Karvel Pálmason alþingis- maður. -ASt. V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.