Dagblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1976. Jólaf lóðsins farið að gæta á vinsældalistunum ! Jólaplötumarkaðurinn í Bret- landi og Bandaríkjunum er nú fyrst að taka við sér. Listarnir þessa vikuna bera þess líka merki eftir margra vikna deyfð. I Bret- landi komast fimm ný lög inn á topp tíu, en reyndar aðeins tvö í Bandaríkjunum. Hljómsveitin Queen rýkur upp í þriðja sæti úr 22. með nýtt lag sem nefnist Somebody To Love. Þá er hljómsveitin ELO með eitt sem heitir Livin’ Thing. Yvonne Elliman syngur lagið Love Me. Abba er ennþá einu sinni á brezka listanum með nýtt lag. Það nefnist Money, Money, Money. ENGLAND Melody Maker: 1 (1) IF YOU LEAVE ME NOW 2.(3) UNDER THE MOON OF LOVE 3. (22) SOMEBODYTO LOVE 4.(2) YOU MAKE ME FEEL LIKE DANCING .. 5. (11) LOVE ME 6. (15) LIVIN’ THING YVONNE ELLIMAN 7. (17) MONEY, MONEY, MONEY 8. (4) IFNOTYOU 9. (5) LOST IN FRANCE 10 (23) GETBACK BANDARIKIN Cash Box: 1. (1) TONIGHT'S THE NIGHT (GONNA BE ALRIGHT) ...ROD STEWART 2. (3) MUSKRAT LOVE ......................CAPTAIN AND TENNILLE 3. (5) LOVESORIGHT....................................BEE GEES 5. (4) MORE THAN A FEELING ...........................BOSTON 5. (6) NADIA'S THEME (THE YOUNG AND THE RESTLESS) ........... .....................BARRY DEVORZON AND PERRY BOTKIN JR. 6. (7) THE RUBBERBAND MAN ...........................SPINNERS 7. (12) YOU MAKE ME FEEL LIKE DANCING ..............LEO SAYER 8. (8) YOU ARETHE WOMAN ..............................FIREFALL 9. (10) INEVERCRY.................................ALICE COOPER 10. (15) YOUDON'THAVETO BE ASTART(TO BE IN MYSHOW) ........... .........................MARILYN MCCOO AND BILLY DAVIS Heimsmeistari í diskótekleik Ford Rancero, árg. ’70 Pick-up meó lausu álhúsi, 351 cc vél, sjálfskiptur með „power“stýri. Þessi stórglæsilegi bíll er í mjög góðu ástandi. Uppl. í síma 85040 og á kvöld- in 75215. Hann Björn Branat í Liilehammer gat svo sannarlega steypt sér ánægður í rúmið síðasta laugardagsmorgun. Þá var hann búinn að sitja við ferðadiskótekið sitt í 11 sólarhringa og átta og hálfan tíma. Þá hafði hann líka slegið heimsmetið í halda sér uppi við spilirí. Gamla heimsmetið var 11 sólarhringar. 7 stundir og 3 mínútur. Á myndinni er Björn ásamt móður sinni, sem sá um að troða í hann mat á meðan hann vakti og tveimur mönnum, sem fylgdust með því að allt færi fram lögum samkvæmt. Snjóhjólbarðar MEÐAL ANNARS: 825x16—14—PR 700x16—10—PR 750x16—12 —PR 650x16—10—PR Ótrúleg ending Póstsendum | Gúmmíviðgerðin Keflavík Michelin-umboðið Sírni 92-1713 og 92-3488 BEZTA PLATA STEVIE WONDER Stevie Wonder er einn þeirra fáu hl jómlistarmanna sem hefur verið útnefndur leiðtogi tvivegis á hljómlistarferli siiium. Hann hóf að leika á píanó aðeins þriggja ára gamall og má þvi segja að hann hafi lifað og hrærzt í tónlistinni 23 ár ævi sinnar. Arið 1961 er hann var tólf ára gamall. var hann almennt kallaður 12 ára snillingurinn (The twelve year old genius). A unglingsárum sinum gaf hann út á plötunt tögin Finger- tips. I Was Made To Love Her. For Onee In My Live og My Cherie Antoiir sem öll seldust i milljónum upplaga. Frá árinu 1971 hefur Stevie Wonder sent frá sér fimm LP plötur — fjórar þeirra hafa selzt í yfir milljón eintökum. Þetta eru plöturnar Talking Book, Innervisions, Fulfilling- ness, First Finale og Songs In The Key Of Live. Þá plötu tók hann tvö ár að fullgera og þá hafði hann hljóðritað yfir 200 lög. sem hann valdi síðan úr á plötuna. Songs in The Kéy Of Life tel ég vera beztu plötuna sent Stevie Wonder hefur gefið út. Hún hefur yfir 20 góð lög að geyma. Platan er tvöföld og auk þess fylgir henni lítil plata. — Beztu lögin eru Another Star. I Songs In The Key Of life: ítalska söngkonan Tina Charles er nú orðin gífurlega vinsæl um allan heim, — og þar á meðal hér á Islandi. Enda þótt hún hafi verið atvinnusöng- kona í níu ár af þeim 22, sem hún hefur lifað þá fór hún ekki að vekja athygli fyrr.en hún gerðist söngkona hljómsveit- arinnar 5000 Volts. Þar söng hún lagið góðkunna, I’m On Fire. sem varð gífurlega vinsælt. Eftir að Tína hafði slegið í gegn með I’m on Fire, hætti hún í hljómsveitinni og gerðist sólósöngkona. Fyrsta litla platan hennar á þeim ferli var You Set My Heart On Fire. Lagið komst hvergi inn á vinsældalista, en varð þó mjög vinsælt á diskótekum, — þar á meðal hér heima. Síðan komu plöturnar I Love To Love/ Disco Fever og Love Me Like A Lover, sem urðu mjög vinsælar. Öll þessi lög komu síðar á fyrstu LP- plötunni hennar ásamt fleiri góðum. Önnur LP-plata Tinu Charles er nú komin út og nefnist Dance Little Ladv. Á þenni er, ásamt fleiri lögum. lagið Dance Little Lady- Dance sem nýtur mikilla vinsælda á diskótekum. Þar er einnig lagið Dr. Love, sem er nýkomið út á litilli plötu og siglir nú upp á toppinn. Þessi nýja plata stendur þeirri fyrri talsvert að baki. Þó að megi finna þar skemmtileg lög er heildin ekkert sérstök. — Beztu lög plötunnar eru Dance Little Lady, Dr. Love, Halfway To Paradise, Amazing Grace og Falling in Love With A Boy Like You. Vilhjálmur Astráðsson. QUEEN nálgast enn einu sinni fyrsta sæti brezka listans og að þessu sinni með lag sem nefnist Somebody To Love. Höfum opnaö bamafata- og snyrtivöruverzlun í Nóatúnshúsinu Hátúni 4A. Verzlunin Mússa, sími 17744. ÞETTA SORPHÚS ER TIL SðlU Stærð 9 rúmm. Nýuppgerðir tjakkar. Uppl. í síma 93-2079 Akranesi Nýjasta plata Tinu Charles: EKKIEINS GÓÐ OG SÚ FYRSTA s /

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.