Dagblaðið - 17.12.1976, Síða 1

Dagblaðið - 17.12.1976, Síða 1
RITSTJOSM SIÐUMULA 12v SÍMI 83322. AUGLVSÍNGAR ÓG AFGREIÐSLA. ÞVERHOLTI 2, SIMI27022 / ' Viðræður áfram í dag Gundelach enn bjartsýnn Meðan íslenzkir ráðamenn lýsa ýfir að litlar líkur séu til samninga við Efnahags- bandalagið um veiðiheimild- ir í bráð, heldur Gundelach, forystumaður bandalagsins í samningunum.bjartsýni sinni. Enn í gær höfðu erlendir fjölmiðlar eftir honum, að hann vænti yfirlýsingar frá íslenzkum stjórnvöldum, sem veittu Bretum veiðiheimildir hér við land. Viðræður íslands og EBE í Briissel halda áfram í dag og þeim lýkur sennilega í kvöld. Ræða á veiði- heimildir í dag. Fiskvernd var dagskrár- mál á fundunum í gær. -HH Jólasveinar sem eiga framtíðina fyrir sér „Ég gæti nú verið afi hans, það gerir skeggið,“ gæti hann Giljagaur verið að segja en hann er sá til vinstri á myndinni.Hann Guðmundur litli Fróðason lagði lítið til málanna í þeim efnum, en naut sín ágætlega innan um stéttar- bræður sína, jólasveinana, sem gáfu honum hikstalaust nafnið Stúfur Þeir félagar voru þátt- takendur á jólaskemmtun sem haldin var á Barnaspítala Hringsins í gær, en þar var ýmislegt um að vera. Börnin sungu hástöfum og starfsfólkiÁ virtist ekki síður hafa gaman af. - Sjá bls. 6 DB-mynd Arni Páll. Eftir miklar hækkanir á Bandaríkjamarkaði Sjómenn krefjast nú veru- tegrar hækkunar fiskverðs („Nú er ástæða W veizluhalda” segir forseti Sjómannasambandsins „Ég hef lýst því yfir, vegna verðhækkana á sjávarafurðum, að ég teldi ástæðu til „veizlu- halda“ fyrir þá sem að þessu vinna. Enn frekari ástæða er nú eftir mikla hækkun. Það hlýtur að leiða af sjálfu sér að fiskverð verði verulega hækkað nú um áramótin til hagsbóta fyrir sjómenn," sagði Óskar Vigfússon, forseti Sjómanna- sambandsins, í morgun í tilefni mikillar hækkunar á verði á Bandaríkjamarkaði. „Ég tel grundvöll fyrir að kjör verkafólks í fiskvinnsl- unni verði einnig bætt veru- Iega,“ sagði Oskar. Þorskblokkin á Bandaríkja- markaði hefur hækkað um sex prósent síðustu daga1 og er kom- in í 90 cent. Verðið á sjávaraf- urðum héðan á Bandaríkja- markaði hefur aldrei verið hærra. Þorskflök hafa nú hækkað um fjórtán af hundraði. Ýsu- og steinbítsflök hafa hækkað um fjögur prósent og ýsublokk er komin í 95 cent pundið og hefur hækkað um átta af hundraði. Þessar hækkanir siðustu daga gætu veitt okkur um tveggja milljarða tekjuaukn- ingu á ársgrundvelli. Sala í Bandaríkjunum hefur aukizt verulega á árinu. Sala á flökum og blokk hefur vaxið um 17—18 af hundraði. —HH Erla Jónsdóttir rannsakar mál Guðbjarts Pálssonar — yfirheyrslur v/kæru ökumanns á handtökunni hófust í gær Erlu Jónsdóttur, fulltrúa yfirsakadómarans í Reykjavík, hefur verið falin rannsókn á meintu fjármálamisferli Guðbjarts Pálssonar, sem hand- tekinn var í Vogum á Vatns- leysuströnd 6. þessa mánaðar. Steingrímur Gautur Kristjánsson, sem skipaður hefur verið setudómari I kærumáli mannsins, er ók Guðbjaiti suður eftir umrætt kvöld, hóf yfirheyrslur í gær Yfirheyrði hann m.a. öku- manninn, sem kært hefur hand- tökuna — svo og leigubifreiðar- stjöra er kveðst hafa komið tveim stúlkum í samband við Guðbjart þennan sama dag: þær sömu stúlkur eru sagðar hafa horfið út í náttmyrkrið er handtöku Guðbjarts og öku- manns hans bar að. Einnig yfirheyrði Steingrím- ur Gautur í Keflavík í gær og mun halda yfirheyrslum áfram I dag. Hæstiréttur hefur ekki enn tekið fyrir kæru Guðbjarts á varðhaldsúrskurðinum, sem kveðinn var upp í Keflavík, og hefur komið fram sú tilgáta, að kæran verði ekki tekin fyrir fyrr en frumrannsókn Steingríms Gauts liggur fyrir Dagblaðið sneri s£r i gær til Jóns Eysteinssonar, bæjarfó- geta I Keflavík, og spurði hann hverjar hefðu verið ástæður þess að svo mikið lá á að fá rannsókn meints misferlis Guðbjarts flutta til Reykja- víkur. Jón kvaðst ekkert um málið hafa að segia að svn stöddu annað en að ekki hefði legið á og ástæðurnar væru tilgreindar í bréfi, er hann hefði ritað yfirsakadómaranum í Reykjavík um leið og hann óskaði eftir að embætti hans tæki við rannsókninni. -ÓV Leigubflstjóri handtekinn: Lögreglumenn höfðu frumkvæðið að því að svipta hulunni af — en málið var umsvifalaust af þeim tekið Sjá föstudagskjallara Vilmundar Gylfasonar á bls. 11 Stefán Jónsson alþingismaður svarar Vilmundi Sjá kjallaragrein á bls. 12

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.