Dagblaðið - 17.12.1976, Side 6

Dagblaðið - 17.12.1976, Side 6
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1976. Vorum að taka upp mikið úrval af hljóm- skífum þar á meðal: Abba Eagles Stevie Wonder Queen George Harrison Joni Mitchell Linda Ronstad Bee Gees Cleo Laine Led Zeppelin Nasaret Deep Purple Tina Charles Sailor Seals and Crofts Elton John og m. fl. Allar nýjustu íslenzku skífurnar Mannlíf Jóhanns G. Haukar og það allra nýjasta, Saumastofan eftir Kjartan Ragnarsson Úrval af jólaskífum Mahalia Jackson Roger Whittaker Heims um ból ósamt ótal fleirum. Komið og skoðið því sjón er sögu ríkari Opið til kl. 22 föstudag og 22 laugardag. A.T.H. sendum í póstkröfu um allt land samdœgurs. Skífan Laugavegi 33, sími 11508, Og Strandgötu 37, Hafnarf., sími 53762. Baðvörður Óskað er eftir baðverði í vakta- vinnu. Stundvísi og reglusemi áskilin. Laun skv. launakerfi opinberra starfs- manna. Væntanlegir umsækjendur sendi umsóknir sínar til Kennara- háskóla íslands, Stakkahlíð, fyrir 1. janúar. Rektor. Gestaþrautir Tugir tegunda Frlmerkjamiðstöðin Skólavörðustíg 21a. S. 21170. ff Grýla er dáin úr elir sögðu 2000 ára gamlir jólasveinar er þeir heimsóttu Barnasprtala Hringsins í gær „Bráðum koma blessuð jólin, börnin fara aó hlakka til.“ Þessi Kamalkunna barnajólavísa hljóm- aöi á móti blaðamanni ojí Ijós- myndara DB í gær er beir storm- uðu inn á jólaskemmtun á Barna- spítala Hringsíns. Börnin loguðu öll af áhuga og tilhlökkun og starfsfólkið var vilj- ugt við að stjana við þau eftir þörfum. Fyrst söfnuðust þau sam- an í anddyri deildarinnar og horfðu þar á nokkrar teikni- myndir eða „skrípó" eins óg krakkarnir kalla það. Allir hlógu sig máttlausa en læknarnir þó mest. Þegar allir voru búnir að koma sér vel fyrir í leikherberginu, sumir í rúmunum sínum og aðrir í fangi föngulegra hjúkrunar- kvenna, upphófst mikill söngur og mátti heyra að ekki mun ýkja langt til jóla. Þar dunaði söngur- inn um jólasveinana einn og átta og svo þessa, sem ganga um gólf með gylltan staf i hendi, hvort sem það eru sömu sveinarnir eða ekki. Og ekki létu jólaSveinarnir á sér standa. Það voru þeir Skyr- gámur og Giljagaur sem komnir voru og áttu erfitt með að sætta sig við þessar þrumur og eldingar sem myndavélarnar framleiddu. Annar þeirra, Giljagaur. var rúm- fastur eftir ævintýri sem hann hafði lent í. Skömmu eftir kom- una í bæinn rakst hann á rnyndar- legan ljósastaur sem á héngu þrír kallar og var einn þeirra, rauður að lit, einna álitlegastur að sjá. Þar sem staurinn var hinum meg- in við götuna hugðist sveinki bregða sér yfir og heilsa upp á rauða manninn en þá vildi ekki betur til en svo að margir. margir bílar komu og keyrðu hann niður. Mennirnir skrautlegu voru nefni- lega ljósin í götuvita. En hann var hinn hressasti þrátt fyrir það. Þeir kváðust vera um tvö þúsund ára gamlir en Grýla móðir þeirra er víst nýlátin, enda orðin 9000 ára gömul að þeirra sögn. Töldu' þeir hana hafa dáið úr elli. En við kvöddum þessa hressi- l'ega lið með virktum og óskuðum þeim hinnar beztu skemmtunar og gleðilegra jóla. JB ..Hvað eruð þið að trufla skemmt- unina með þessu myndaveseni?“ hugsar litli drengurinn og heldur sem fastast í starfsstúlkuna. enda Ijósmyndarinn og græjurnar hans ekkert árennileg. Líf og fjör á barnadeild. gæti þessi mynd heitiðen þarna eru börnln að standa uppfrá..skrípósýningunni“og leggja af stað inn í leikherbergið. Jólasveinarnir. þeir Skyrgámur og Giljagaur. ásamt Stúf litla. nutu sín hið bezta á skemmtuninni og varð sjaldan svarafátt. ..Sko. hérna eru jólin og þá fædd- ist Jesúbarnið." segir litla daman og bendir á 24. desember á alman- akinu en sá dagur vekur mikla tilhlökkun hjá mörgu barninu. K „Klappaðu. jólasveinn. klapp- aðu." kallaði litli drengurinn þeg- ar verið var að syngja ..Jólasvein- ar ganga um gólf" og honum þótti jólasveinninn ekki nógu hressi- legur. DB-myndir Arni Páll. Mikið ★★★★★★★ afnýjum vörum 0PIÐ TIL KL. 22 Á LAUGARDAG ★ ★ ★ ★ ★ BANKA8TRÆTI 9, SÍMI 11811.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.