Dagblaðið - 17.12.1976, Page 10
10
frjálst,úháð dagblað
Útgefandi DagblaðiA hf.
Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson.
Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Aöstoöarfróttastjóri: Atli
Steinarsson. íþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit: Ásgrímur Pálsson.
Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingolfsdottir, Gissur
Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jóhanna Birgisdóttir, Katrín Pálsdóttir, Kristín
Lyösdottir, Ólafur Jonsson, Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Árni Páll Jóhannsson, Bjarnleifur
Bjarnleifsson, Sveinn Þormóðsson.
Gjaldkerí: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson.
Áskriftargjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 '<kr. eintakið.
Ritstjórn Síðumúla 1 2. sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022.
Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf., Ármúla 5.
Mynda-og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19.
Leitað í geitarhúsi
Skiljanlegt er, að skólastjór-
ar vilji draga athygli manna
frá skólunum, þegar rætj; er um
þau vandamál unglinga og for-
eldra þeirra, sem á þessum
vetri hafa einkum verið tengd
svonefndu Hallærisplani. Það
kemur því ekki á óvart, að í fréttum af almenn-
um foreldrafundi er haft eftir skólastjóra, að
um se að nokkru leyti að kenna „öfugsnúnum
fjölmiðlum.“
Sannleikurinn er þó sá, að enginn aldurs-
flokkur í þjóðfélaginu hefur jafnlltil not af
fjölmiðlum og einmitt unglingar á Hallæris-
plansaldri. Yngri börn horfa þó tíðum á
sjónvarp, jafnvel á fræðsluþætti. Og blaða-
lestur hefst ekki að ráði fyrr en menn eru
komnir út í atvinnulífið.
Á hinum umrædda aldri horfa unglingar lítið
á sjónvarp og líta varla í blöð. Sé svo litið
sérstaklega á þann mikla minnihluta hópsins,
sem vandamálin eru tengd, þá gerir hann
næstum ekkert af því að notfæra sér lestrar-
kunnáttu sína. Afnotin af fjölmiðlum tak-
markast í því tilviki við hlustun á nokkra
tónflutnfngsþætti útvarps og lestur
skemmtanaauglýsinga í blöðum.
Það er viðurkennd staðreynd, að áliti sér-
fræðinga, að fjölmiðlar hafa sáralítil áhrif á
þennan aldursflokk. Sá hluti hans, er tengist
svokölluðu unglingavandamáli, hefur losað sig
undan áhrifum foreldra og skóla og er ekki enn
kominn á áhrifasvið fjölmiðla og stjórnmála.
Þessi hluti er einangraður á áhrifasvæði
hópsins, jafnaldranna, félaganna, klíkunnar.
Segja má, að fjölmiðlar, eins og skólar, leggi
ekki nógu hart að sér við að nálgast þessa
einangruðu og fámennu stétt. Finnst mörgum
þó nóg um, hversu mikið er poppað í fjöl-
miðlunum öllum, blöðum, útvarpi og sjón-
varpi. Einnig má telja líklegt að meira efni af
því tagi mundi einkum verða notað af þeim
unglingum, sem ekki taka þátt í umræddu
vandamáli.
Allir þeir, sem fást við æskulýðsmál, reka sig
á sama vegginn. Þeir ná aðeins til þeirra, sem
geta hjálpað sér sjálfir. Það eru unglingarnir,
sem standa sig vel í skólum, sem stunda
íþróttir, skátun, kristni, skák og klúbbun af
ýmsu tagi. Hinir, sem þurfa aðstoð, koma ekki
og fara í þess stað um í flokkum.
Auðvitað eru fjölmiðlar ,,öfugsnúnir‘“ frá
sjónarmiði þeirra, sem vilja, að einungis sé
fjallað um hið góða og fagra, sem glitrar á
næfurþunnri skikkju þjóðfélagsins. í gamla
daga var sögumönnum refsað fyrir að flytja
þjóðhöfðingjum slæm tíðindi. Sorpið í þjóð-
félaginu, sem fjölmiðlar eru stundum að pota í,
er ekki nema lítið brot af því sorpi, sem
raunsæir borgarar ættu að kynna sér betur.
Ef unglingar af Hallærisplaninu læsu fréttir
af stórpólitískum glæpamálum í þjóðfélagi
okkar, væru þeir ekki á planinu, heldur á
götuvígjum baráttu fyrir þjóðfélagslegri og
pólitískri siðvæðingu. Vandamál Hallæris-
plansins en ekki fjölmiólum, allra sízt hinum
„öfugsnúnu“, að kenna, né er þeim að þakka sú
staðreynd, að flestir unglingar hafa ekki slik
vandainál.
DACiBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1976.
Colombo kveður í bili:
„Maður borðar
nú ekki svínakjöt
í alla mata”
HELGI
PETURSSON
byggðir upp eftir ákveðnum
reglum. Það bregzt ekki, að í
hverjum þætti fellir Colombo
einhvern úr efri stigum þjóð-
félagsins, hetja hversdags-
mannsins leikur á flottræflana.
Colombo kemur nánast á
fjórum fótum inn í líf þessarar
yfirstétta, ríkir, velklæddir
herrar og hefðarkonur, sól-
brennt og hraust í útliti horfir
fólkið forviða á lögregluþjón-
inn. Hann talar hreina New
York mállýzku. Hann er
ógreiddur. Fötin hans eru eins
og hann hafi sofið í þeim í heila
viku. Og svo er það frakkinn
frægi, flík, sem virðist geta
staðið ein sér á gólfinu, ef
hann færi úr henni.
Og þetta útlit lögreglu-
mannsins er alveg í samræmi
við það sem hann segir í
þáttunum.
,,Vá þetta er sko bíll í lagi,“
segir hann við efnhvern hinna
grunuðu. „Ég er viss um, að
svona bíll kostar meira en það,
sem ég vinn mér inn á einu
ári.“
Við einhvern sem gengur i 50
dollara skómá hanntil að segja:
„Heyrðu, má ég spyrja þig að
einu persónulegu atriði? Veiztu
hvar ég get fengið svona skó
fyrir tæpa niu dollara?1'
Hinir seku hafa gaman af
þessum furðufugli, hneykslast
á framferði hans og eru vissir
um að hann muni aldrei komast
að hinu rétta um myrkraverk
þeirra. Ekki geta þeir vitað að
Colombo er vel vakandi bak við
þetta gervi sitt og leggur saman
tvo og tvo allan tímann.
Eins og Colombo, er Peter
Falk gæddur góðum gáfum og
áræðni. Hann er fæddur í New
York árið 1927 og ólst upp í_
smáþorpinu Ossining skammt
fyrir utan New York, þar sem
foreldrar hans reka enn litla
fataverzlun. Er hann var
þriggja ára fjarlægðu læknar
hægra auga hans eftir að hann
hafði tekið torkennilegan augn-
sjúkdóm og hann fékk
gerviauga. Falk minnist þess
ennþá, hve lengi hann reyndi
að dylja tilurð þess. „Allt þar til
ég fór að sækja leikfimi og
boltaleiki og þetta varð að
brandara."
Þrátt fyrir þessa fötlun tókst
Falk ágætlega upp í iþróttum
og náði ágætiseinkunn á loka-
prófi frá menntaskólanum í
þorpinu.
í seinni heimsstyrjöldinni
var hann kokkur á birgða-
flutningaskipi, en lauk námi í
stjórnmálafræði og stjórnun
eftir aó heint kom.
Eftir að hafa komið fram í
nokkrum áhugamannaleikrit-
um og sótt tíma i leiklist ákvað
hann að flytja til New York og
reyna fyrir sér á því sviði.
Þar fékk hann nokkur
smáhlutverk, en það var ekki
fyrr en að hann fluttist til
Hollywood, að frægðarsól hans
fór hækkandi. sérstaklega eftir
leik hans í kvikmyndinni
„Murder, Inc.,“ þar sem hann
fékk ágæta dóma og hlutverkin
fóru að hrannast upp.
En áhugi Peter Falks hefur
minnkað á þáttagerðinni uni
Colombo, sem vonlegt er. og
hefur hann nú ákveðið að snúa
sér eingöngu að gerð kvik-
mynda.
Það þýðir þó ekki. að mér sé
illa við Colombo, þvert á rnóti.
en það er nú einu sinni svo, að
enda þótt mér þ.vki svínakjöt
gott, þá borða ég það ekki í alla
mata." segir Falk.
— segir Peter Falk
Hann er lágvaxinn,
krumpinn, sífellt á iði og virðist
hafa mikla þörf fyrir að ganga
um gólf. Er með gleraugu, sem
gefur honum fremur óráðið
augnaráð—varla getur þetta nú
talizt efniviður í leikara, sem
nú er uppáhald margra millj-
óna manna um heim allan.
En segja má, að það séu ein-
mitt þessi einkenni, sem orðið
hafaTil þess, aö Colombo lið-
þjálfi, sem leikinn ei af Pt-’er
Falk, hefur orðið eitt vinsæl-
Falk er einn þeirra leikara,
sem vilja reyna að tileinka séf
persónu þá, sem þeir eiga að
skapa á tjaldinu. Hlutverkið er
meira en setningar og hreyfing-
ar. Hann reynir að sjá Colombo
fyrir sér sem raunverulega
veru.
Og hver er Colombo þá í raun
og veru?
Um það segir Falk: „Hann er
maður, sem er nægilega örugg-
ur á því sém hann er að gera til
þess, að það skiptir ekki máli,
hvar, eða hvernig fötin hans
líta út. Mér þykir vænt um
hann, af því að hann er sam-
vizkusamur og vill vinna vel.
Ég held, að hann sé réttlátur
maður. Og hann hefur
kímnigáfu. Hann er ákaflega
forvitinn, hann er bæði sleipur
og um leið barnalegur. Col-
ombo segir hluti, sem aðeins
'börn myndu segja, en full-
orðnir leyfa sér aðeins að
hugsa, því ef þeir myndu segja
slíkt, yrðu þeir taldir barna-
legir."
Þess ber að gæta að auðvitað,
að viðbættum leikhæfileikum
Falks, eru allir þættirnir
asta sjónvarpsefni í meira en 60
löndum.
Falk er á margan hátt nauða-
líkur Colombo. Hann er
ákveðinn og fylginn sér í flestu
þvi, sem hann tekur sér fyrir
hendur.
„Hann er mjög sérstakur
maður,“ segir Loe Penn, sem
leikstýrt hefur mörgum af þátt-
unum um Colombo, „ákafi hans
og vandvirkni í vinnunni er
orðlögð. Hann er á þann hátt
mjög líkur sögupersónunni. Ég
er búinn að þekkja Falk í ein 18
ár og hann hefur alltaf verið
svona. Hann er auk þess ekki
kaldhæðinn og gerir sér ekki
þær grillur um veröldina, sem
oft vill verða með fræga
leikara.“
Vandvirkni Falks kemur í
ljós um hádegisbil á hverjum
degi, er hann notar hluta af
matarhléinu til þess að skoða
nýtekin atriði þeirra þátta, er
hann er að vinna að.
Hann vill „sjá þá hluti sem
ég geri vitlaust og leiðrétta þá.
Ef eitthvað er verulega slæmt,
geri ég það aftur, — en ég vil
sjá það sjálfur“.