Dagblaðið - 17.12.1976, Síða 16

Dagblaðið - 17.12.1976, Síða 16
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1976. Iþróttir þróttir Iþróttir Iþróttir Ford leikur á golfmóti Bing Crosby Gerald Ford, forseti, mun taka þátt i Bing Crosby-golfmótinu mikla. sem háð verður í janúar. Það er jafnt fyrir atvinnumenn sem fræga áhugamenn. Ford er þokkalcgur golfleikari með 18 í forgjöf. Ford getur þó ekki leikið í fyrstu umferð Crosbymótsins, þar sem Jimmy Carter verður þá sett- ur inn í embætti forseta Banda- ríkjanna — en annar áhugamað- ur mun leika þá umferð fyrir Ford. Bing kailinn samþykkti það strax — en Ford flýgur svo til Kaliforníu og beint í keppnina. Boð Arsenal er of lágt Plymouth. sem varla hefur hlotið stig í 2. deiid síðan Paul Mariner var seldur til Ipswich. keypti í gær Bruce Bannister. miðherja Bristoi Rovers. Bannister hefur iengi verið í sviðsljósinu — leikið um 300 deildaleiki með Bradford City og Bristol Rovers og skorað hátt í 150 mörk. Plymouth greiddi 10 þúsund sterlingspund til Rovers og iét einnig ungan leikmann. Jimmy Hamiiton, sem iék nokkra leiki með Sunderland áður en hann fór til Plymouth. John Bond. framkvæmdastjóri Norwich. tók ekki tilboði Arsenal í gær í Phil Boyer. enska lands- liðsmanninn hjá Norwich. Arsenai bauð 175 þúsund sterlingspund — en Bond telur það allt of lága upphæð fyrir Boyer. Alan Ball. fyrirliði Arsenal. til- 'kynnti Blackpool í gær að hann mundi athuga önnur tilboð. sem honum hafa borizt m.a. frá Southamton. áður en hann ákveð- ur hvort hann gerist leikmaður hjá Blackpool. Það verður í byrj- un næstu viku. en Ball. sém hóf feril sinn hjá Blackpool. sagðist bera hlýjan hug til Blackpool og m.vndi koma iiðinu í 1. deild ef hann yrði leikmaður þess. Badmintonmenn héldu nýlega ársþing sitt og þar var Rafn Viggósson kjörinn formaður Badmintonsambands íslands. en aðrir í stjórn Ragnar Haralds- Frægu liðin sigruðu Real Madrid sigraði Maes Pils. Belgíu. 81—71 í Evrópubikarnum í körfubolta í gær. Leikið var í Malines og staðan var 38—32 fyr- ir Real í leikhiéi. Fiest stig Real skoruðu Brabender 26. Rullan 22. Szczerbiak 16 og Coughran 13, en fyrir Maes Pils Lister 26 og Peeters 16. Þá vann Mobiigirgi. Italíu. Spartak Zorojovka. Tékkósióvakiu. með 110—73 í sömu keppni í gær. Leikið var í Varese á ítaliu. Morse skoraði 38 stig fyrir ítalska liðið. Meister 20. Bission og Zanatta 16 hvor. son.varaformaður. Steinar Peter- sen, ritari, Walter Lentz, gjald- keri. og Þorsteinn Þórðarson meðstjórnandi. í varastjórn, Ilallgrimur Árnason. Axel Ammendrup og Jónas Þ. Þóris- son. Á ársþinginu voru 27 fulltrúar badmintonfélaga víðs vegar að af landinu. Mörg mál voru rædd og afgreidd og umræður oft á tíðum mjög fjörugar. Það mál, sem bar einna hæst, var umræða og samþykkt nýrra laga um liða- keppni í badminton, sem nú nefnist deildakeppni. Sú keppni hefst fljótlega eftir áramót og félög.sem hafa í hyggju að senda lið í keppnina, eiga að tilkynna það til Walter Lentz fyrir 10. janúar. Karl Maack, scm verið hefur formaður Bi í nokkur ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Voru honum færðar þakkir fyrir mikil störf í þágu badminton- sambandsins. RAFN VIGGÓSS0N F0RMAÐUR BÍ Sportmagasín í húsi Litavers við Grensásveg 22 TIL JÓLAGJAFA: Bobspil 4.900 kr. — Fótboltaspil 3.400 kr. — Krokett 4.200 kr. — Skautar, verð frá kr. 2.500. — Skiptum á notuðum og nýjum skautum — Skíðasett 3.775 kr. — Handboltar frá kr. 2.500. — Fótboltar frá kr. 1.500. —Plast- og gúmmíboltar frá kr. 250. — Fótboltaskór frá kr. 1200.— Æfingagallar frá kr. 4.300. — Adidas æfingaskór frá kr. 3.700 — íþrótta- fatnaður, allar tegundir ALLT FYRIR HESTAMENN: Spaðahnakkar kr. 29.000 — ístöð frá kr. 1.900 — Svipur frá kr. 800. — Allar tegundir af reiðtygjum. MJÖG ÖDÝRT: Kven- og barnapeysur frá 400 kr. Sportmagasínið Goðaborg hf. Sími 81617 - 82125 Grensásvegi 22 Efstu lið töpuðu í Allsvenskan Sænski landliðsmaðurinn. Claes Ribendahl Hjaltaiíns sem aðalmarkaskorari Lugi. sem tekið hefur við hlutverki Jóm Öll efstu liðin þrjú í Allsvenskan í handknattleiknum. Hellas. Heim og Lugi, töpuðu i eileftu umferðinni á sunnudag — Lugi gegn Lidingö eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik. IFK Malmo heldur afram að hala ínn stigin. Gerði sér lítið fyrir og vann Stokkhólmsliðið Hellas með 15-14 í Malmö. Staðan í leikhléi var 8-7. fyrir Malmö. Lars Staffanssun var mark- hæstur leikmanna Malmö með sjö mörk. Fyrir Hellas skoraði Johan Fischerström mest — eða fjögur mörk. Dan Eirksson skoraði tvö mörk, en Lennart Eriksson ekki nema eitt. Það var markvörður Malmö, Thomas Andersson, sem lagði grunn að srgrinum með frábærri mark- vörzlu — og hann fylgdi í kjölfar þriggja sigra á útivelli. Gegn Drott, Heim og Kristianstad. Lugi hafði yfirburði framan af gegn Lidingö. í byrjun síðari hálfleiks komst Lugi í 14-7 og virtist stefna í stórsigur. En þá fór allt í baklás. Lugi skoraði bara sex mörk það sem eftir var leiksins, meðan Lidingö skoraði 14!! — Þeir Kjell Sjöholm og Bertil Söderberg voru mark- hæstir í Lidingö-Iiðinu með sjö mörk hvor. Sænski landsliðsmaðurinn Claes Ribendahl var að venju markhæstur hjá Lugi—nú með 4 mörk en sama marka- fjölda skoruðu einnig þeir Bengt Nyberg og Eero Rinne. Jón Hjaltalín Magnússon var ekki meðal þeirra, sem skoruðu mörk Lugi. Þá steinlá Heim í Kristianstad — tapaði með sex marka mun. Lokatölur 24-18 eftir 13-9 i hálfleik fyrir heima- liðið. Lars-Göran Jon.sson skoraði átta af mörkum Kristanstad, en Curt Magnus- son var langhæstur leikmanna Heim. einnig með átta mörk. Saab getur ekkert án Björns Anders- son. sem ekki hefur leikið vegna meiðsla að undanförnu. Neðsta liðið Frölunda sigraði Saab með 18-10 (10-4) í Valhalla í Gautaborg. Guif sigraði Drott á heima- velli með 18-14 — Bo Andersson skoraði átta mörk fyrir Guif — en Víkingarna var eina liðið, sem vann á útivelli. Vann 20-18 í Ystad. Staðan eftir 11. umferðir í Allsvenskan er þannig: Hcilas 11 7 2 2 224-201 16 Heim 11 6 1 4 238-211 13 LCGI 11 6 1 4 232-210 13 Krist.st. 11 6 1 4 225-218 13 Vikingarna 11 6 0 5 224-234 12 GUIF 11 5 1 6 227-227 11 Drott 11 5 1 5 228-235 11 Lidingö 11 5 0 6 226-225 10 Ystad 11 3 4 4 220-219 10 Saab 11 4 2 5 204-224 10 Malmö 11 4 0 7 202-214 8 Frölunda 11 2 1 8 182-214 5 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1976. 17 Iþróttir þróttir Sþróttir Iþróttir 8 EINS STIGS MUNUR Á ÞEIM EFSTU í HEIMSBIKARNUM! Lise-María Morerod, Sviss, sigraði í svigkeppninni í Cortina í gær Lise-María Morerod. Sviss. sigraði með yfirburðum í svig- keppninni í heimsbikarnum í Cortina D'Ampezzo á Ítalíu í gær —: en forskot hennar í stiga- keppninni féll niður í eitt stig. Anna-María Moser-Pröll. Astur- ríki. sem fimm sinnum hefur sigrað í keppni kvenna um heims- bikarinn. varð 23. í sviginu. en Nýstárlegt happdrætti — til stuðnings HM- þáttöku íslenzka lands- liðsins í handknattleik H.S.Í. er komið af stað með nýstárlegt ferðahappdrætti. ætlað tii fjáröflunar. vegna hins kostnaðarsama undirbúnings landsliðsins fyrir H.M. í Autur- ríki. Happdrætti þetta er með því sniði, að dregið er alls 10 sinnum, í hvert skipti um glæsilega ferðávinninga fyrir tvo. Hver miði kostar 400 krónur, og gildir í öll skipti sem dregið er, án endur- nýjunar. Þannig kostar hver miði í raun 40 krónur. í fyrsta skipti verður dregið á aðgangadag og þá um ferð til Kanaríeyja fyrir tvo. Næst verður dregið 20. janúar nk., en síðan mjög ört, þannig að happdrættinu verður lokið í byrjun marz. Það er von forráðamanna H.S.Í. að þetta óvenjulega happdrætti fái góðar viðtökur, jafnt vel- unnara handknattleiksins sem al- mennings. Á skrifstofu H.Sl. má fá allar upplýsingar um happdrættið. vann þrátt fyrir það samanlagt í Cortina. Yfirburðir hennar voru svo gífurlegir í brunkeppninni í fyrradag. Næsta keppni verður á þriðjudag í Austurríki — brun — og þá eru allar horfur á. að Anna- María skjótist upp í efsta sæti stigakeppninnar. þrátt fyrir fjar- veru á annað ár frá keppni. þar til hún byrjaði aftur nú í þessum mánuði. Svissneska stúlkan sigraði með miklum yfirburðum í sviginu í gær. Var 1.35 sek. á undan Hanni Wenzel, Lichtenstein, sem varð í öðru sæti og 1.52 sek. á undan Claudiu Giordani, sem varð þriðja. En það nægði Lisu-Mariu ekki til að sigra samanlagt. Anna-María varð 23ja og sagði eftir keppnina, að hún heföi ekki þorað keyra á fullu, þar sem fall hefði getað kostað hana sigurinn samanlagt. Staðan í heimsbikarnum er nú þannig: 1. Lise-María Morerod 70 2. Anna-María Moser 69 3. Hanni Werizel 51 4. B. Habersetter, Aust. 43 5. Claudia Giordani 34 6. Cindy Nelson, USA 27 7. L. Sölker, Aust. 22 8. Abbi Fisher, USA 21 9. E. Matous, íran 20 10. M. Kaserer, Aust. 17 —Ég er mjög ánægð með sigur- inn samanlagt og nú eru tvö brun- mót framundan í Zell am See í Austurríki. Þar er líklegt að ég nái forustunni í heimsbikarnum, og til þess þarf ég ekki endilega að sigra. Brautirnar þar eru meira fyrir hraðann en tæknina, sagði hin 23ja ára Anna-María í gær. I dag og á morgun verður keppt í bruni karla í Valgardena á Ítalíu. Franz Klammer, Austur- ríki, — Olympíumeistarinn frá Innsbruck, — náði beztum brautartíma á æfingu í gær í síð- ari umferðinni, en ekki þeirri fyrri. Hann var raunverulega ósigrandi í bruninu á síðasta keppnistímabili, en talið er, að hann fái nú harðari keppni frá Bernard Russi, Walter Tresch, Rene Berthod og Philippe Roux, Sviss, og einnig Kanadamönnun- um Dave Irwin og Ken Read. Þá gæti ítalinn Herbert Plank orðið Klammer hættulegur á heimavíg- stöðvum. Á sunnudag verður keppt í svigi í Madonna di Campiglio og þá hefur Ingemar. Stenmark möguleika á því að ná efsta sæti i stigákeppninni — en sem stendur hefur Bandaríkja- maðurinn Phil Mahre þar forustu. Anne-Marie PröII-Moser sann- aði áþreifanlega aó hún hefur engu gleymt hvað skiða- íþróttina áhærir. Hin glæsiiega skíðakona. sem ekki hafði æft í 20 mánuði eftir að hafa tilkynnt að hún væri hætt. sigraði í bruni í keppninni um heimsbikarinn sem fram fór í Cortina. Yfirburðir Anne-Marie voru mikiir — hún var tveimur sekúndum á undan Brigitte Habersatter —áður Toschtnig Á eftir Brigitte komu 10 stúlkur og tíminn milli þeirra var tvær sekúndur. Eftir keppnina sagði Habersatter. að tapa f.vrir konu með 2 sekúndum — sem í ofanálag hefði ekki æft í 20 mán- uði væri nánast ótrúiegt. Á meðan Anne-Marie sigraði í Cortina var Ingemar Stenmark í essinu sínu í Morgins í Sviss. Þar sigraði Stenmark með mikium yf- irburðum í svigi — en keppnin var ekki liður í heimsbikarnum. 90. lands- leikur Geirs og Viðars! — gegn Dönum í kvöld 20. landsleikur tslands og Danmerkur í handknattleik verður háður i kvöld í Laugardalshöll — og þar leika tveir af kunnustu köppum íslands. Geir Hallsteinsson og Viðar Símonarson. sinn 90. lands- leik hvor. íslenzku lands- liðsmennirnir stefna í sinn f.jórða landsleikssigur gegn Dönum — þrír hafa áður unnizt í Laugardalshöll. Danir hafa 15 sinnum sigrað og einum leik lauk með jafntefli. Möguleikar á sigri í kvöld eru góðir — einkum ef stuðningur áhorfenda verð- ur góður. Leikurinn hefst kl. 21. Leikurinn hefst á ný og Roger sendir til Bomma.... i---------------- C King F»»tur>» Syndicaf. Inc.. 197S Woria r.gm» rm••rv»d Höfunda Helgafells þarf ekki að kynna Þeir eru ávallt í fararbroddi HALLDOR LAXNESS „Ungur ég var" heitir nýtt skáldverk eftir Hall- dór Laxness, unaðslega fallegt verk, fyndið og hreinskilið. Bók sem allir kjósa sér að eignast strax. JON HELGASON Jón Helgason prófessor, fyrrverandi forstöðu- maður safns Árna Magnússonar, er eitt af fremstu Ijóðskáldum okkar fyrr og síðar. Komnar eru út nýjar I jóðaþýðingar Jóns, KVER, með útlendum kvæðum. Sannkölluð meistaraverk. DAVIÐ STEFÁNSSON Davfð Stefánsson frá Fagraskógi gaf á undan- förnum áratugum út 10 Ijóðabækur. Nú er komin úthjá Helgafelli skínandi falleg útgáfa á öllum 10 Ijóðabókum skáldsins ástsæla. KRISTJAN ALBERTSSON Nýr stórróman, „Ferða- lok" er komin út eftir Kristján Albertsson, raunar ástarsaga lífs- reynds húmanista, bók- menntamanns og mann- vinar. Spennandi lista- verk. I Unuhúsi kaupið þér bestu bækurnar til jólagjafa. Tvö hundruð klassískar bækur, dýrar og ódýrar. UNUHÚS HELGAFELL

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.