Dagblaðið - 17.12.1976, Qupperneq 22
I)A(iBI.AÐIf). KÖSTUDAdUK 17. DKSKMBKK 1970.
Rúnar Georgss.
hættur í Fresh
Rúnar Georgsson,
saxófónleikari, hefur sagt
skiliö vió hljómsveitina Fresh.
Hann lék síðast nieö hljóm-
sveitinni um síðustu helgi en
um þessa helgi leika þeir fjórir
saman Finnbogi Kjartansson,
Omar Öskarsson, Tom
Landsdown og Hrólfur
Gunnarsson.
Astæðan fyrir því að Rúnar
hættir er einfaldlega sú, að
hann var orðinn þreyttur á
músíkinni í bili og vill nú hvíla
sig.
Þegar við hittum liðsmenn
Fresh eftir helgina síðustu í
æfingaskúr þeirra vestur í bæ,
voru þeir hinir hressustu að
vanda, efldir af Kristni
Haraldssyni hljóðstjóra, sem
lengst af var yfirrótari Júdas-
ar, þar sem þeir voru Finnbogi
og Hrólfur.
Þeir kváðu allt óráðið um
framtíð hljómsveitarinnar að
öðru leyti en því, að hún héldi
áfram af fullum krafti og í
fyrsta lagi eftir áramót yrði
farið að kanna grundvöll fyrir
því að bæta e.t.v. einum manni
í hljómsveitina.
Fresh hefur gert það
nokkuð gott á dansiballa-
markaðnum hérlendis, síðan
hljómsveitin fór af stað. Helzt
hefur það háð hljómsveitinni,
hve menn staldra þar stutt við
þótt kjarninn sé sá sarai,
píanóleikarinn Omar og'gítar-
istinn Tom, sem báðir syngja
megnið af lögum
hljómsveitarinnar Til dæmis
má nefna að Rúnar Georgsson
er aðeins húinn að vera með
hljómsveitinni í fjóra mánuði
og þá var ekki langt síðan
gerðar höfðu verið gagngerar
breyiin,"ar á Fresh.
Hljómsveitin spijar gott rokk
og hefur á að skipa ágætum
hljóðfæraleikurum, sem hver
um sig á að geta notið sín í
Fresh. Komist stöðugleiki á í
hljómsveitinni má gera því
skóna, að hún standi sig enn
betur á komandi ári. -ÓV.
Etur í bein afturhaldsmanna
r* -
EINU SINNI VAR: Vísur úr Vísnabókinni.
UTGEFANDI: Iðunn
UPPTAKA: Ramport. London og Hljóðriti,
Hafnarfiröi.
UPPTÖKUMAÐUR: Mark Dodson
ÚTSETNINGAR: Gunnar Þorðarson. Björg-
vin Halldórsson og Tómas Tómasson.
Hún er allbrosleg sagan,
sem ég heyrði um daginn um
Vísnabókarplötu Iðunnar.
Sögumaður hafði hana heint
eftir tónlistarstjóra útvarps-
ins. Þorsteini Hanness.vni. og
þá hlýtur hún að vera sönn.
Nokkrir barnaskólasöng-
kennarar höfðu samband við
Þorstein og óskuðu eftir því,
að hann hannaði flutning laga
af Vísnabókarplötunni í út-
varpi Astæðan fyrir beiðni
kennaranna var sú, að þegar
nemendur þeirra kæmu til
náms eftir jólalevfi. væru þeir
farnir að s.vngja gömlu skóla-
ljóðin með nýjúm takti og í
sumum tilfellum undir öðru
lagi en áður þekktist. Þetta
myndi skapa öngþveiti og ólýs-
anleg vandræði rneðal söng-
kennaranna.
Það fylgdi sögunni, að Þor-
steinn Hannesson hefói hafnað
beiðni söngkennaranna á
þeirri forsendu, aö hann vildi
ekki gefa plötunni þá frábæru
auglýsingu að bannfæra hana
á öldum ljósvakans.
Engin hljómplata, sem nú er
á jólamarkaðinum. hefur hlot-
ið jafn mikið umtal og einmitt
Vísnabókarplatan. íhalds-
menn i tónlist eru margir á
tslandi og þeir hlaupa svo
sannarlega upp til handa og
fóta. þegar gömlu lögunum,
sem þeir hafa kunnað siðan
þeir gengu i stuttbuxum og
koti. er breytt.
Hvað skyldi svo sem vera að
því að færa gömul barnalög í
nútímabúning? Hvers vegna
ættu þau lög, sem valin voru á
Vísnabókarplötuna. endilega
að þurfa að hljóma um aldur
og ævi á gamla úrelta mátann.
sem hentar söngkénnurum
bezt til að misþyrma á hljóm-
litlar orgvélar og píanó?
Mitt álit á Visnabókarplöt-
unni er það, að hún sé mjög vel
gerð. Utsetningar eru allar
vandaðar og lög Gunnars
Þórðarsonar eru góð. Ég nefni
þar sérstaklega nýja lagið við
,,Eg á lítinn skrítinn skugga1:
A plötunni geta flestir á aldr-
inum 10—60 ára fundið eitt-
hvað við sitt hæfi. Ég sakna
aðeins vísnanna um Grýlu.
Nóg er af þeim í Vísnabókinni,
og þegar ég var ungur voru
Grýlukvæðin alltaf vinsæl-
ust- Hefði að minnsta kosti
eitt slíkt fylgt með, hygg ég að
m.a. fjögurra ára börn hefðu
einnig fundið eitthvað við sitt
hæfi.
Tæknilega séð er Vísnabók-
arplatan í sérflokki miðað við
aðrar plötur, sem hafa komið
út að undanförnu. Björgvin,
Gunnar og Tómas Tómasson
eru skólaðir úr enskum stúdíó-
um og hér sýna þeir, svo að
ekki verður um villzt, að eitt-
hvað hafa þeir lært af veru
sinni erlendis.
Björgvins þáttur Halldórs-
sonar er á þessari plötu fyrst
og fremst söngurinn. Ég minn-
ist þess ekki að hafa heyrt
Björgvin syngja betur fyrr né
síðar. I lesendabréfi í Dagblað-
inu síðasta miðvikudag var
rödd Björgvins líkt við Frank
Sinatra. Ef bréfritari getur
bent mér á einhverja plötu
með Sinatra. þar sem hann
syngur eitthvað í líkingu við
Björgvin, þá væri það þakk-
samlega þegið. Hver veit nema
maður færi þá að hlusta á
Sinatra, — betra er seint en
aidrei.
Ég reikna með að það sé
fáum kunnugt, að Björgvin
Halldórsson syngur sjálfur öll
þau lög á Vísnabókarplötunni,
sem „Helgi Halldórsson“ er
skrifaður fyrir. Þar er beitt
tækni, sem ég hygg að íslenzk-
um tæknimönnum væri hollt
að beita meira. Þá minnkaði ef
til vill sá falski söngur, sem
allt of mikið er af á íslenzkum
plötum.
Skoðun mín er sú, að Vísna-
bókarplatan „Einu sinni var“
verði ein af fáum plötum í
þessu margumrædda jóla-
plötuflóði sem eiga eftir að
heyrast þegar frá líður. Ég fæ
það aldrei inn í hausinn á mér,
að hér sé verið að misþyrma
tónlist. Til þess er platan of
fáguð og útsetningarnar vand-
aðar. Bókaútgáfan Iðunn hefði
getað falið mörgum hljómlist-
armönnum og hljómsveitum að
vinna plötu úr kvæðunum úr
Vísnabókinni. Spilverk þjóð-
anna hefði eflaust gert plötuna
meira við hæfi barna og jafn-
framt þjóðlegri, Jóhann G.
Jóhannsson hefði gert
melódískari plötu og þannig
mætti lengi telja.
En platan er kominn á mark-
aðinn með þeim Gunnari,
Björgvini. Tómasi og öllum
hinum, sem aðstoðuðu, og ég
held að allir, sem að útgáfunni
stóðu. megi vel við una. —AT
Lesendabréfi
svarað
“ „ÞAÐ MÁTTU VITA,
NAFNLAUSA NÚLLNÚMER...”
í Dagblaðinu þann 15.
desember kveður einhver
N.N. sér hljóðs, einhver sem
skrifar undir fölsku
símanúmeri, því ekki er það
hið lögboðna nafnnúmer
sem þessi furðufiskur notar
undir rætna grein sína.
Þessi furðulegi ónefndur
þýkist hafa skoðun og telur
sjálfsagt að úthrópa hana, og
jafnvel eýðst til þess að
rökstyðja þess'a skpðun sína
( ja, svei).
Ég skil í raun ve? að hann
skuli ekki einu sinni þora að
nota rétt naínnúmer, því þá
myndi hann gefa færi á sér,
þannig að hægt væri að ræða
við hann út frá hans eigin
verðleikum og hæfileikum
og þar mætti finna þess
minnsta vott hvort hann
gæti atað auri eitt ástsælasta
nútímabarn tónlistar í
landinu.
Nei, kall minn, þér tekst
ekki að fá frá mér reiði eða
vandlætingu eins og"þti byst
við, ég vorkenni þér, þú
hlýtur að hafa fæðzt undir
óheillástjörnu og vera af-
skaplega þrúgaður af minni-
máttarkennd.
Ef til vill gefurðu út
plötur sem enginn vill
kaupa, eða ertu ef til vill á
mála hjá einhverjum
slíkum?
Ef þú ert að sækjast eftir
þvi að þjóðin elski þig, þá
ertu á rangri leið, að rakka
niður með skítaorðbragði
þann sem gefur þjóðinni
tónlist sem hún skilur, bæði
fágaða og bitastæða tónlist-
arlega séð, og tónlist sem
ber léttara yfirbragð og
fólkið í landinu lærir og not-
ar sér til upplyftingar við
ýmis tækifæri.
Þú leggur tónlist Gunnars
Þórðarsonar niður á lægra
plan en þess manns sem
lengst hefur gengið i því,
með óskiljanlegu tuldri og
muldri, að kopiera lélega,
það fáránlegasta sem fram
hefur komið á þessu sviði i
hinu stóra USA, Bob Dylan,
og þar dattstu á rassinn.
Og það máttu vita í fram-
haldi af þessu, nafnlausa
núllnúmer, að íslendingar
eru fyrir löngu búnir að fá
nóg af niðursuðudósalista-
mönnum eða rúgbrauðs-
samansöfnurum, sem eftir
upptroðslu krefja okkur
skattborgarana um fram-
færslu út á fallinn víxil
ónýtra skóa o.s.frv.
Við höfum fengið okkur
fullsadda af misheppnuðum
og misskildum lista-
mönnum, sem skrifa bækur
sem enginn nennir að lesa
yrkja ljóð sem enginn skilur,
mála myndir sem enginn vill
kaupa og semur tónlist sem
er bara prump.
Nei, kallinn minn, þú
misstir niður um þig og
stendur berskjaldaður með
beran bossann og ekkert að
sýna nema tóma öfund og
ræfilshátt.
Hefðirðu getað sýnt fram
á tónlistarlega hæfileika og
gáfur til þess að setja Gunn-
ar Þórðarson upp við vegg
og tæta niður það sem
venjulegt óafbakað fólk
kallar tónlist, þá hefði ef til
vill verið hægt að rökræða
við þig.
En þú blottaðir þig, þú ert
á mála hjá fallistum, sem
enginn nennir að hlusta á og
á slíka er vart orðum
e.vðandi.
En það máttu vita að ég 45
ára skattborgari hér í þessu
landi lýsi yfir aðdáun minm
á-Gunnari Þórðarsyni fyrir
verk hans og allar þá
ánægjustundir sem hann
hefur veitt okkur öllum með
tónlist sinni allt frá því hann
gaf okkur „Bláu augun þín“.
Og jafnvel þó hann bregði
á leik með því sem þú svo
íagmannslega kallar „comm-
ercial" þá á hann og mun
eiga um ókomna framtíð
aðdáun og þökk alls þorra
landsmanna (venjulegs
fólks) fyrir flest sin verk.
En þitt frumhlaúp undir
annarlegum áhrifum mun
ekki gleymt, ef þú þyrðir að
vera annað en ógilt síma-
númer, þá m.vndirðu eflaust
finna að margir. já ótrúlega
margir, myndu vilja veita
þér smáuppeldi í þvi hverjir
eru ástmegir þjóðar vorrai
og hverjir ekki.
Og með því kveð ég þig
standandi uppi með hendur
og niðri með buxur.
Revkjavík 16. des. 1976.
0840—1241.
1 ÁSGEIR K TÓMASSOM L—
r/ i ÓMAR ft VALDIMARSSON ' pl
-Musac” ... ■ ,v■%*
Wíflaí
íVy
SÓNGFLOKKUR EIRlKS ÁRNA: Sdngvar
um astina.
UTGEFANDI: Júdas hf. (JUD 007)
UPPTAKA: Hljóðriti hf.
UPPTÖKUSTJÓRI: Eirikur Árni
Sigtryggsson
UPPTÖKUMAÐUR: Tony Cook.
PRESSUN & PRENTUN: Soundtek inc.
New York.
Á þessari plötu, „Söngvar
um ástina", s.vngur 23ja manna
kór Eiríks Árna Sigtryggsson-
ar söngkennara í Hafnarfirði
tíu lög, — hvert úr sinni
áttinni. Tvö laganna eru
íslenzk. Það eru lögin „Konan,
sem kyndir ofninn minn“ eftir
Sverri Ólafsson og Davíð
Stefánsson og „Minning" eftir
Guðmund Jóhannsson.
Hin lögin átta eru af er-
lendum toga spunnin. Työ
þeirra eru eftir Burt
Bacharach, eitt eftir Lennon
og McCartneý. Þá má einnig
nefna lagió „Hver má sigla þá
glæs ei byr", sem er á plötuum-
slaginu sagt vera sænskí
þjóðlag, en er, ef mig mis-
minnir ekki, ættað frá Álands-
eyjum.
Tónlistarflutningurinn á
„Söngvum um ástina" flokkast
undir það, sem John Lennon
nefndi eitt sinn musac. Þetta
er afbökun á enska orðinu
music og hefur á islenzku verið
þýtt sem tónlast (í stað tónlist)
Merking þessa orðs Lennons
er sú að musac-tónlist fer inn
um annað eyrað og út um hitt.
Þetta þarf þó ekki að vera sagt
í neikvæðri merkingu, heldur
getur slík tónlist flokkazt und-
ir það, sem enskurinn kallar
„background music".
Söngflokkur Eiriks Árna er
ekki sérlega tilþrifamikill kór.
Helzt ber þar á skorti á bassa-
röddum, — en bassa-
söngvararnir eru aðeins þrír.
Bezt tekst kórnum upp í laginu
„Hver má sigla þá blæs ei
b.vr". Hin lögin eru meira í ætt
við það, sem við heyrum
Sergeo Mendez og Brazil ”66
og aðrar slíkar hljómsveitir
syngja í lögunum við vinnuna.
Vilhjálmur Vilhjálmsson,
söngvarinn góðkunni. svngur
einsöng i einu lagi, „Allir eru
að tala um mig". Honum tekst
óaðfinnanlega upp eins og
vanalega. Finnst mér að hans
hefði að skaðlausu mátt geta á
plötuumslaginu innan um
aðrar upplýsingar.
Níu manna hljómsveit sér
um látlausan undirleik á
plötunni. Þar má finna
poppara jafnt sem meðiimi
sinfóníuhljómsveitarinnar og
vinna þeir verk sitt mjög
þokkalega.
„Söngvar um ástina" voru
teknir upp áður en Hljóðriti
var stækkaður í 24 rásir og
hljóðverið endurbætt á allan
hátt. Platan hefði eflaust orðið
allt öðruvísi og miklu meira
spennandi hefði hún verið tek-
in upp við þær aðstæður sent
þar eru núna.
A framhlið umslagsins utan
um plötuna er málverk eftir
söngstjórann. Eirík Arna
Sigtrvggsson. Það er af fólki i
skommtilegum stellingum með
Þingvaliavatn i baksýn. Aga>t-
is mynd. -ÁT-
n