Dagblaðið - 17.12.1976, Síða 32

Dagblaðið - 17.12.1976, Síða 32
Ríkið greiðir 300 milljónir Tapaði deilunni við sveitarfélögin Sveitarfélögin höfóu betur í deilum, sem staðió hafaalltárið við ríkið, um 300-400 milljónir. króna, Ríkið mun nú greiða sveitarfélögunum um 300 milljónir. „Allt árið hefur verið ágreiningur milli ríkis og sveitarfélaga um uppgjör á kostnaði sem til féll vegna verkefna sem voru um áramótin 1975-76 færð yfir á sveitarfélögin,'' sagði Unnar Stefánsson, hjá Sambandi íslenzkra sveitarfélaga, í morgun. „Ríkið hafði áður greitt slíkan kostnað árið eftir.“ Ríkið neitaði að greiða í ár það sem á hafði fallið á síóasta ári. „Siðustu daga hefur verið leitað samkomulags sem fólgið er í því, að ríkið greiði tiltekna upphæð á ofanverðum þessum vetri,“ sagði Unnar. „Utkoman virðist ætla að verða sú, að ríkið greiði sveitar- félögunum um 300 milljónir króna. Samkomulagið er þannig til komið að samizt hefur milli ríkisins og Reykja- víkurborgar og stjórn Sambands sveitarfélaga er á þann hátt, aðili að málinu, að hún hvetur önnur sveitarfélög til að ganga inn í þess háttar samkomúlag. Alls ætti ríkið því að greiða um 300 milljónir til sveitarfélaganna. -HH \i Hin verð- bólgnu iól Það er gaman að kíkja í búðarglugga og láta sig dreyma en því miður er verðlagið oft á tíðum úr öll- um skoröum. Þetta verða liklega einhver verðbólgn- ustu jól sögunnar. Samt er keypt og áreiðanlega fer enginn i jólaköttinn. j Jólagjafahandbók Dag- blaðsins. sem f.vlgdi blaðinu á þriðjudag er mikill fjöldi af göðum ábendingum fyrir þá sem vilja spara sér fé. en jafnframt kaupa laglega hluti (DB-m.vnd Sv. Þ.) Forstöðumaður rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins: Fiskmjölsidnaöur okkar aö dragast aftur úr öðrum hvað tækni snertir j.Ég tel að, fiskmjölsiðnaður- inn hér hafi dregizt aftur úr, hafi í raun verið staðnaður sið- an á sildarárunum og sé nú að súpa seyðið af því,“ sagði dr. Björn Dagbjartsson, forstöðu- maöur Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, þegar DB ræddi við hann um skýrslu Þorsteins Gíslasonar um þessi mál í Noregi sem fram kom á sl. fiski- þingi, Sagði Björn fiskmjölsiönað- inn þurfa verulegar endurbæt- ur,ef hann ætti að standast sam- keppni við sambærilegan iðnað i Noregi og Danmörku, en til þess þyrfti hann að njóta eðli- legrar lánafyrirgreiðslu, sem hann nyti ekki nú. Hér eru nú nær eingöngu notaðir eldþurrkarar, en svo virðist sem þeir skili ekki eins háu proteininnihaldi að jafnaði og gufuþurrkarar úr sama hrá- efnisfnagni, en þeir síðar- nefndu eru nær eingöngu not- aöir í Noregi og Danmörku. Skv. íauslegri áætlun mundi kosta urn fjóra milljarða króna að gufuvæða bræðslurnar hér. eða eitthvað unr 150 milljónir á meðalverksmiðju. Þótt þessi tala væri há væri á það að líta um leið að fiskmjölsiðnaðurinn væri sá iðnaður hér, sem mestu máli skipti með tilliti til fram- leiðsluverðmæta Benda má á að nægilegt verkefni fyrir sauma- og prjónaiðnað SlS i heilt ár, seldist til Rússlands fyrir álíka fé og afurðir helmings sumar- loðnuaflans, þótt ekki sé hér verið að draga úr mikilvægi ull- ariðnaðar. Varðandi tölur sem Þorsteinn nefndi í skyrslu smni uin geymsluþol hráefnis fyrir vinnslu, sagði Björn að stofnun- inni hafi verið kurinugt um það, en sömu aðstæður væru ekki hér. Jafnkaldari veðrátta í Norður-Noregi kæmi Norð- mönnum til hjálpar, einnig kaldari sjór. Þannig geta Norð- menn geymt loðnuna allt upp í þrjá mánuði, segir í skýrslu Þorsteins, og gæti orðið veru- legt hagræði að því hér ef geymsluaðstaða væri fyrir hendi, Björn sagði að reynslan hér sýndi að unnt væri að geyrna loðnuna upp i 6 til 8 vikur f.vrir vinnslu með að bianda hana nitrit rotvarnarefni, eins og Norðmenn gera. í umhleyp- ingatíðinni hér væri tæpast hægt að geyma hana lengur. Varðandi betri nýtingu Norð- manna á hráefninu sagði hánn að þeir lönduðu ekki með dæl- um og blandaðist því enginn sjór í hráefnið. Einnig væri hún mæld upp úr norsku bátunum en ekki vigtuð eins og hér.' •Gufuþurrkunin virtist nýta bet- ur hráefnið og loks veiddu Norðmenn hana ekki eins nærri náttúrlegri dauðastund sinni og við, undir lok vertíðar. Af þessu er ljóst að ýmissa úrbóta er þörf hér og taldi Björn ekki óeðlilegt að við næstu ákvörðun loðnuverðs yrði reynt að skilja einTivern mismun eftir sem vinnslurnar gætu fengið lánaðan til endur- nýjunar, enda hefur verðlagið á loðnuafurðunum hækkað um- talsvert alveg nýlega. Kæmi það seljendum og sjómönnum til góða á næstu árum. Sem dæmi um stærðargráðu fisk- mjölsiðnaðarins má skjóta á að ársútflutningsverðmæti hans miðað við núgildandi verð sé a.m.k. 10 til Í2 milljarðar króna að lýsinu meðtöldu. —G.S. frjálst, áháð daghlað FÖSTUDAGUR 17. DES . 1976 i , Síðasti dagur fyrir jólapóstinn I dag eru síðustu forvöð að skila jólapóstinum. Til að greiða fyrir viðskiptunum verða allar bréfapóststofur í Reykjavík opnar til kl. 10 í kvöld. Fólk sem ekki skilar jólapóstinum í dag á, það á hættu að hann verði ekk(, borinn út fyrr en eftir jól. Það eru aðeins bréfapóst- stofurnar sem opnar eru til 10 í kvöld. Tollpóststofan hefur aðeins opið til kl. 4 og Bögglapóst- stofan til kl. 5. Á morgun, laugardag, verða hins vegar allar póststofur í bænum, jafnt bréfa, sem böggla, opnar til kl. 4 síðdegis. -ASt. Bifhjólapiltur fyrir bfl í Keflavík Sautján ára gamall drengur á bifhjóli varð fyrir bifreið á mót- um Hafnargötu og Vatnsnes- vegar í Keflavík kl. 23.45 í gær- kvöldi. Bifreiðin, sem var fólks- bíll úr Keflavík, beygði í veg fyrir piltinn á gatnamótunum með þeim afleiðingum að pilturinn varð fyrir bifreiðinni. Hann var fluttur á sjúkrahúsið nokkuð mik- ið slasaður. Samkvæmt upplýsing- um sem DB fékk á sjúkrahúsinu í Keflavík í morgun var líðan piltsins sæmileg þrátt fyrir nokkuð mikil meiðsli. -A.Bj. Eskifjörður: Skipið strandað — en skipstióri neitar að tala við menn í landi Stórt rússneskt flutninga- skip 2—3000 tonn, strandaði í gær í svokallaðri Leiru í Eskifirði. Skipið er að sækja hingað saltsíld og hafði lest- að 1-2000 tunnur á Seyðis- firði og í Neskaupsstað en kom seint í gærkvöldi til Eskifjarðar. Sigldi skipið allt of sunnarlega inn fjörð-, inn og breytti ekki um stefnu þótt reynt væri að gefa ljósmerki af bryggju. Sveigði skipið síðan f átt til hafnar allt of seint, renndi framhjá bryggjunum og upp í fjöru. I fjörunni þar sem skipið liggur nú er ekkert grjót en sandur og leðja, svo skipið kann að vera mjög fast. Skipstjórinn hefur neitað öllum samskiptum við menn í landi en bátur sem tór út að skipinu fekk þó að taka vír úr því og er nú taug frá því að bryggju. Arnþór Jensen, umboðs- maður skipadeildar SÍS, sem sér um skipið hér, sagði að ekkert væri hægt að aðhaf- ast fyrr en skipstjórinn bæði um aðstoð. SlS hefur haft samband við sendiráð Rússa en engin.fyrirmæli hafa ver- ið gefin. Skipsmenn hafa dælt úr ballesttönkum til að létta skipið og ætla sýnilega að reyna sjálfir að ná því út en stækkandi straumur er og ágætis veður. Meðal manna um borð er íslenzkur lestarstjóri. ASt.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.