Dagblaðið - 29.01.1977, Page 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. JANUAR 1977.
3
Tvískinnungur útvarpsins
—f ullorðnir mega nú ekkert Ijótt sjá, en viðb jóðslegar aftökulýsingar
blómstra ímorgunstund barnanna
G.S. skrifar:
Nú þykir mér heldur betur
gert upp á milli fulloröinna og
barna í útvarpsdagskránni.
Colombo og McCloud hafa verið
gerðir brottrækir vegna af-
skipta sinna af glæpamönnum.
Ríkisútvarpið er sem sagt að
sæma sig einhverri þyrnirós
með því að segjast ekki vilja
hafa ljótt fyrir fólki með sýn-
ingum glæpamynda. Reyndar
var inntakið í tveimur fyrr-
nefndum raðþáttum það,
undantekningalaust, að glæpir
borguðu sig ekki.
Óneitanlega þykir mér skjóta
skökku við að nokkrum dögum
eftir að þessu var hrint í fram-
kvæmd, átti ég þess kost að
hlusta á morguhstund barn-
anna á leið minni til vinnu. Þar
las kona silkimjúkri röddu um
skelfilega könguló, sem veitt
hafði flugu í vef sinn og hugðist
murka úr henni lífið á hinn
óhugnanlegasta hátt.
Bæði kvikindin voru per-
sónugerð þar sem þau ræddu
saman mannlegu máli og tjáðu
mannlegar tilfinningar. Köngu-
lóin ætlaði ekki að drepa flug-
una einungis til matar, eins og
köngulær gera þó í náttúrunni,
heldur ætlaði hún að kvelja
hana fyrst og tíundaði aðferð-
irnar rækilega fyrir vesalings
litlu flugunni.
Annað eins fúlmenni og
köngulóin í barnasögunni hef
ég aldrei séð í þáttum Colombos
og McClouds og sakna þess
ekki. Þar við bætist að, þeir
þættir gengu alltaf upp og
maður var ekki skilinn eftir í
óvissu eða hryllingi eins og
barnasagan gerði. Lestrinum
lauk nefnilega rétt i þann
mund er köngulóin ætlaði að
fara að fremja ódæðið, jafnvel
þótt flugan hafi á sama andar-
taki eygt smávon um að vinur
hennar mundi hjálpa henni.
Börnin og ég vorum sem sagt
skilin eftir I nagandi óvissu um
hvort úr viðbjóðslegu morði
köngulóarinnar yrði, eða vinur-
inn gæti bjargað flugunni, og
svo hafa hann og flugan í sam-
einingu drepið köngulóna ef að
llkum lætur um barnasögur.
Sálfræðingar og aðrir félags-
vísindamenn um allan heim eru
ekki á eitt sáttir um áhrif
glæpamynda á fólk. Þó vex
þeirri skoðun fylgi að þær séú
ekki skaðlegar, sérstaklega þær
sem hafa það að inntaki að
glæpir borgi sig ekki. Menn
hafa mismunandi sterka af-
brota- eða glæpahneigð. Margir
telja að menn með daufar
hneigðir í þá átt, hafi enn
minni áhuga en áður eftir að
hafa horft á þannig myndir.
Þá er talið að menn með sterk-
ari slíkar hneigðir, fái verulega
útrás við að horfa á glæpa-
myndir og það hafi róandi áhrif
á þá, hvað glæpahneigðina
snertir.
Þetta vil ég rökstyðja með
örlitlu dæmi úr hversdagsleik-
anum, er ég var að ræða þessi
mál við óvitlausan kunningja
minn. Hann sagði: „Aldrei
hefur mig langað að fara út og
drepa eða stela eftir að hafa
horft á góðan sakamálaþátt, en
svei mér þá ef mig langar ekki
til að drepa einhvern eftir að
hafa horft á einhvern þeirra
hrútleiðinlegu þátta, sem leyst
hafa þætti eins og Columbo og
McCloud af hólmi.“
Raddir
lesenda
Rokkveita ríkisins
—hvenærkemur
næsti þáttur
Bítlastelpur hringdu:
Hvað varð eiginlega um
þessa þætti hjá sjónvarpinu
sem þeir kölluðu Rokkveitu rík-
isins? Svona er þetta alltaf,
þegar loksins á að gera eitthvað
í málunum, þá er komið með
einn þátt og siðan ekki meira.
Við fengum að sjá Haukana og
þvi miður eru þeir nú hættir.
Það var sagt að við sjónvarps-
áhorfendur ættum að fá að sjá
og heyra i fleiri hljómsveitum,
en hvað gerist? Allt er svikið og
við fáum ekki að sjá nema
þennan eina þátt. Hvernig væri,
nú að standa við orðin og sýna
fleiri þætti þar sem við fáum
aðrar hljómsveitir?
Það eru allt of fáir popp-
þættir í sjónvarpinu og það er
alveg út í hött að vera að lofa
manni einhverju, gera alla ofsa-
ánægða og svíkja svo allt sam-
an.
n
Hljómsveitin Haukar voru í
síðasta þætti Rokkveitunnar.
Hér eru meðlimir hljómsveit-
arinnar sem skipað hafa hana á
mismunandi tímum.
W ■■
KAUPFELOGIN HAFA FETAÐ DYGGILEGAI
FÓTSPOR DANA, UNDIR FORYSTU SÍS
Aldrei hafði mig órað fyrir
því, að ég myndi í pistlum mín-
um fara að setjast niður við
ritvélina og skrifa um íslenzka
MAFÍU.
Það hefur nú undanfarið
margt það skeð í okkar litla
þjóðfélagi, sem bendir til þess,
að við ætlum ekki að fara
varhluta af slíkum samtökum.
Samtök þessi hafa nú, svo ekki
verður ren'gt, einkum verið
tengd einum stjórnmálaflokki,
en sá stjórnmálaflokkur aftur á
móti tengdur stærsta auðhring
Islenzkum.
Ég fór því af einskærri
vorvitni að grúska í „gömlum
öldum“ til þess að finna
hvenær þessi samtök urðu til,
og mér varð, að ég held nokkuð
ágengt.
Því miður var það langafi
minn„ Jón Guðmundsson. sem
var upphafsmaður að því, að
fyrsta kaupfélagið var stofnað,
svokölluð „velltan“ (sem
Veltusund er heitið eftir) sem
einungis var stofnuð til þess að
hamla á móti danska kaup-
mannavaldinu í Reykjavík. Var
J.G. um skeið velltustjóri þess-
ara samtaka, sem nú heitir því
fína nafni kaupfélagsstjóri. Eg
veit hins vegar ekki hve lengi
þessi ,,vellta“ stóð en ég held að
hún hafi ekki verið fyrirmynd
kaupfélags Reykjavíkur sem
einu sinni var, eða þá núver-
andi K RON.
Ég rakst á frétt sem prentuð
er í byrjun árins 1885 um það,
að stofnað væri „þjóðlið
Islendinga" sem þeir stóðu að
þeir ungu menn (þá) Pétur
Jónsson á Gautlöndum og Jón
Jónsson í Múla; en þar segir
m.a.:
...jið svo sé til ætlazt að Þjóðlið
íslendinga sé ætlað að skjóta
rótum i öðrum héruðum og
verði grundvöllur að flokki eða
félagi sem spennir um land allt.
Stefna Þjóðliðs tslendinga er
sú, „að efla hið pólitíska lif
almennings yfir höfuð og hafa
áhrif á stjórn og löggjöf
landsins. Höfuðáherzlu leggja
Þjóðliðsmenn á aukið frelsi,
fyrst og fremst fullkomið
þjóðfrelsi íslendingum til
handa, en jafnframt ætla þeir
að berjast fyrir kirkjufrelsi,
kvenfrelsi, atvinnufrelsi
o.s.frv.—
Það virðist svo sem þessir
tilgreindu menn hafi þá þegar
hugsað langt fram í tímann með
þvi að efla hið pólitiska líf al-
mennings yfir höfuð og hafa
áhrif á stjórn landsins. Hvorki
meira né minna.
Þetta hefur vissulega tekist
því Framsóknarflokkurinn,
sem ávallt hefur vísað til þess-
ara framangreindu manna sem
nokkurs konar páfa varðandi
stefnu flokksins, hefur nú m.a.
dómsmálaráðherra í stjórn
landsins, og samvinnuhreyfing-
in hefur, undir stjórn fram-
sóknarmanna, teygt klærnar
svo til, til allra atvinnugreina
landsins.
Samvinnuhreyfingin var á
sínum tíma stofnuð sem vörn
gegn ofríki Dana á Islandi, á
móti einokunarstefnu þeirra,
vörn gegn vá sem Danir kölluðu
yfir Islendinga um langt árabil
með svikum og alls kyns glæpa-
starfsemi.
Þetta voru hugsjónir Bene-
dikts á Auðnum og samhérja
hans, en ekki að mynda stærsta
auðhring á ’ Islandi sem
Samband íslenzkra samvinnu-
félaga er orðið.
Kaupfélagshugmyndin var
sjálfsbjargarviðleitni manna
til þess að sæta ekki afarkost-
um dönsku kaupmannanna, en
þessi samtök hafa í raun og
veru fetað dyggilega í fótspor
danskra, undir forustu SlS.
Mér datt þetta (svona) í hug.
SIGGIflug 7877—8083.
Ætlarðuaðtaka
þérvetrarfrí?
Auðólfur Gunnarsson, læknir: Eg
er í vetrarfríi eins og stendur og
nota timann til að mála íbúðina.
Ætli maður re.vni ekki að taka
sumarfrí • þó að það hafi ekki
tekizt síðasta sumar.
Lárus Friðriksson. sjómaður:
Nei, vinnan sem ég stunda býður
ekki upp á slikt, en ég tæki mér
vetrarfrí, ef þess væri nokkur
kostur.
Guðmundur Júlíusson: Það má
segja að ég sé í vetrarfríi, því að
ég er búinn að vera sjúklingur
síðustu þrjá mánuði. Fékk stress-
sjúkdóm sem kallaður er krans-
æðastífla.
Björg Kristjánsdóttir. verzlunar-
stúlka: Nei, ég tæki mér frí ef ég
hefði tækifæri til þess og eyddi
því á Kanaríeyjum.
Eiríkur Grcipsson, nemi: Ég er i
skóla þannig að ég hef ekki
tækifæri á vetrarfrii öðruvísi en'
að taka það rólega fyrstu
vikurnar í janúar.
Torfi Agústsson. skrifvélavirki:
Já. það ætla ég að gera og ætla
upp á fjöll.