Dagblaðið - 29.01.1977, Qupperneq 4
4
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1977.
Gjjöf Jóns
Sigurðssonar
Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar hefur til
ráðstöfunar á árinu 1977 1,8 millj. kr. Um verðlaunaveit-
ingu og úthlutun fjár úr sjóðnum gilda þær reglur, að
fénu skuli verja til „verðiauna fyrir vel samin vísindaleg
rit, og annars kostar til þess að styrkja útgáfu slikra rita
og til þess að styrkja útgáfur merkilegra heimildarita".
Heimilt er og að „verja fé til viðurkenningar á viðfangs-
efnum og störfum höfunda sem hafa vísindarit í smíð-
um.“
Öll skulu rit þessi „lúta að sögu tsiands, bókmenntum
þess, lögum, stjórn og framförum."
A síðastiiðnu ári veitti verðiaunanefndin tvenns konar
viðurkenningu, verðlaun og starfslaun. Upphæð verð-
launanna var 100 þús. kr„ en starfslauna 250 þús. kr.
Verðlaun hlutu Arnór Sigurjónsson rithöfundur fyrir
framlag til íslenskrar sagnfræði, Heimir Þorleifsson
menntaskólakennari fyrir 1. bindi Sögu Reykjavíkur-
skóia og Ólafur Halldórsson handritafræðingur fyrir
ritið Grænland í íslenskum miðaldaheimiidum.
Starfslaun hlutu Gunnar Karisson sagnfræðingur til
að ganga frá útgáfu ritsins Frelsisbarátta Suður-
Þingeyinga og Jón á Gautiöndum, Hörður Ágústsson
iistmálari til að semja ritið Staðir og kirkjur I, Laufás, og
séra Koibeinn Þorleifsson tii að ljúka ævisögu séra Egils
Þórhallssonar Græniandstrúboða.
Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar auglýsir hér
með eftir umsóknum um fjárveitingar úr sjóðnum.
Skulu þær stílaðar til verðlaunanefndar, en sendar
menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6 i Reykjavík,
fyrir 15. mars nk.
Umsóknum skulu fylgja rit, ritgerðir eða greinar-
gerðir um rit í smíðum.
Reykjavík í janúarmánuði 1977.
1 verðiaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar
Giis Guðmundsson
Magnús Már Lárusson
Þór Vilhjálmsson.
Auglysing um aðalskoðun
bifreiða ílögsagnarumdæmi
Reykjavíkur
i febrúarmánuði 1977
Þriðjudagur
Miðvikudagur
Fimmtudagur
Föstudagur
Mánudagur
Þriðjudagur
Miðvikudagur
Fimmtudagur
Föstudagur
Mánudagur
Þriðjudagur
Miðvikudagur
Fimmtudagur
Föstudagur
Mánudagur
Þriðjudagur
Miðvikudagur
Fimmtudagur
Föstudagur
Mánudagur
1. febrúar
2. febrúar
3. febrúar
4. febrúar
7. febrúar
8. febrúar
9. febrúar
10. febrúar
11. febrúar
14. febrúar
15. febrúar
16. febrúar
17. febrúar
18. febrúar
21. febrúar
22. febrúar
23. febrúar
24. febrúar
25. febrúar
28. febrúar
R-1 til R-400
R-401 til R-800
R-801 tilR-1200
R-1201 til R-1600
R-1601 til R-2000
R-2001 til R-2400
R-2401 til R-2800
R-2801 til R-3200
R-3201 til R-3600
R-3601 til R-4000
R-4001 til R-4400
R-4401 til R-4800
R-4801 til R-5200
R-5201 til R-5600
R-5601 til R-6000
R-6001 til R-6400
R-6401 til R-6800
R-6801 til R-7200
R-7201 til R-7600
R-7601 til R-8000
Bifreiðaeigendum ber að koma með
bifreiðar sínar til bifreiðaeftirlitsins,
Borgartúni 7, og verður skoðun fram-
kvæmd þar alla virka daga kl. 08.45 til
16.30.
Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum.
Festivagnar, tengivagnar og farþega-
byrgi skulu fylgja bifreiðum til skoð-
unar.
Við skoðun skulu ökumenn bif-
reiðanna leggja fram fullgild ökuskír-
teini. Sýna ber skilríki fyrir því, að
bifreiðaskattur og vátrygging fyrir
hverja bifreið sé í gildi.
Athygli skal vakin á því, að skrán-
ingarnúmer skulu vera læsileg.
Vanrœki einhver að koma bifreið sinni til
skoðunar á auglýstum tíma verður hann
látinn sœta sektum samkvœmt umferðarlög-
um og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til
hennar nœst.
Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga
að máli.
Lögreglustjórinn í Reykjavík,
26. janúar 1977,
Sigurjón Sigurósson.
Óvenjuleg listsýning á Loftinu:
ÖLL VERKIN EFTIR
ÞROSKAHEFT BÖRN
Óvenjuleg listsýning verður
opnuð á laugardag á Loft-
inn við Skólavörðustig. Þar
eru eingöngu sýnd myndverk
þroskaheftra barna. Það var
Björg Sverrisdóttir, umsjónar-
maður Loftsins, sem átti hug-
m.vndina að þessari sýningu, valdi
hana og setti upp.
.,Það var mikið rætt um mál-
efni þroskaheftra barna í lok
síðasta árs og þá varð þessi hug-
mynd til. Upphaflega ætlaði ég
mér að að fá m.vndverk frá öllum
þeim stofnunum. þar sem þroska-
heft börn eru en ég varð loks að
takmarka mig við fjórar slíkar
stofnanir’!' af nógu var að taka og
plássið takmarkað fyrir myndir.'1'
sagði Björg í gær.
Hvatti hún fólk til að koma og
skoða og skoða vel. Myndirnar
eru til sölu, kosta frá 5-10 þúsund.
og verður ágóðanum varið til mál-
efna þroskaheftra. Opið er virka
daga á verzlunartímum en á
laugardögum frá 14-18.
-JBP-
Björg Sverrisdóttir við eina
mvndanna á sýningunni.
Fóru rænandi og
ruplandi um
Akranesbæ
Tveir aðkomumenn gerðu
óvenjulegan usla á Akranesi
nótt eina í vikunni. Fóru þeir
rænandi og ruplandi um bæinn
og stálu miklum verðmætum og
ollu spjöllum.
Fyrst brutust þeir inn i bíl og
stálu úr honum talstöð. Síðan 1 á.
leið þeirra inn í íbúð eina. sem
talin er hafa verið þeim auð-
veld bráð. þvf hún mun hafa
verið opin. Þar stálu þeir sjón-
varpstæki. Ránsferðinni lauk
svo í söluskála í miðbænum þar
sem þeir brutu rúðu í bakhurð
og stálu síðan tóbaki fyrir á
annað hundrað þúsund að verð-
mæti.
Lögreglan á Akranesi hand-
tók mennina og náði öllum
ránsfengnum. Mun þó eitthvað
af honum hafa orðið fyrir
skemmdum. ;ASt.
MEGRUNARLEIKFIMI
Nýtt námskeið
Vigtun — Mæling —
— Kaffi — Nudd
fæða — Matseðill.
Gufa — Ljós
- Megrunar-
Innritun og upplýsingar i síma
83295 alla virka daga kl. 13-22.
Júdódeild Ármanns
Ármúla 32.