Dagblaðið - 29.01.1977, Page 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. JANUAR 1977.
5
AA-bókin komin út á íslenzku:
Vegvísir um hvernig losna má
úr heljargreipum ofdrykkju
Orðsending
frá Hitaveitu Reykjavíkur
Birtir 12 Iffsreynslusögur, þar af þrjár íslenzkar
AA-bókin, saga af því hvernig út á vegum AA-útgáfunnar sem
þúsundir karla og kvenna hafa er sjálfstætt fyrirtæki og óháð
læknazt af drykkjusýki, er komin AA-samtökunum þó AA-menn
standi að henni. Jóhannes Berg-
steinsson vfirlæknir fylgir ís-
lenzku útgáfunni úr hlaði þar sem
segir m.a.:
„Drykkjusýki er sjúkdómur.
Sjúkdómur. sem ekki verður
Iæknaður að fullu, aðeins gerður
óvirkur. Óvirkur þannig að lifa
má eðlilegu lífi meðan áfengis er
ekki ne.vtt.
Hver sá maður sem stendur
andspænis ólæknandi sjúkdómi,
er grafið hefur undan félagslegri
velferð hans og rænt hann stjórn
á eigin lífi, er kominn í ógöngur.
Bókin sem hér fer á eftir er
vegvísir. Vegvísir saminn af körl-
um og konum, er komizt hafa i
ógöngur en fundið úr þeim leið.
Leið. sem stendur opin öllum er
þurfa og vilja fara hana."
Meginefni bókarinnar er í ell-
efu köflum. Er þar rækilega lýst
þróun og eðli drykkjusýkinnar
frá sjónarmiði þeirra er sjálfir
hafa ratað i ógöngur ofdrykkj-
unnar og þolað 'dýpstu örvænt-
ingu en tekizt að ná fótfestu á ný
og gerast hæfir og nýtir menn.
Fjallað er um hvernig þeim tókst
þetta með aðferðum sem byggðust
á dýrkeyptri reynslu. Bókin er rík
af ráðleggingum og ábendingum
til drykkjumanna jafnt sem að-
standenda og vinnuveitenda.
Bók þessi hefur víða verið not-
uð sent grundvallartexti á AA-
fundum og tre.vst þar starfið. Hún
þykir og kærkominn förunautur
þeim alkóhólistum. sem við
einangrun búa og eiga ekki kosl á
samnevti við aðra alkóhólista.
Þá birtast í bókinni 12 reynslu-
sögur þar sem jafnmargir alkó-
hólistar segja lærdómsríkar sögur
sem þykja endurspegla Iífs-
reynslusögur annarra alkóhólista.
Þrjár þessara reynslusagna eru
íslenzkar.
Loks er í bókinni að finna „Tólf
erfðavenjur AA-samtakanna‘‘
sem eru skilgreining á starfi, til-
gangi og hlutverki AA-
samtakanna. Bókin er 289 blað-
síður og kostar 3450 krónur með
söluskatti. Hana má einnig panta
hjá AA-samtökunum.
-ASt.
til viðskiptavina í Reykjavík, Kópa-
vogi, Garðabæ og Hafnarfirði.
Hitaveitan hefur lagt niður símsvara í
númeri 25524, samanber símaskrá.
Tekið á móti bilanatilkynningum í
síma 25520 kl. 8—17 og sími nætur-
vaktar er framvegis 27311 (bilanavakt
borgarstofnana).
Hitaveita Reykjavíkur.
Árshátíð
Átthagafélags Snæfellinga og Hnapp-
dælinga á Suðurnesjum verður í
Stapa 4. feb. 1977. — Húsið opnað kl.
19. Heiðursgestur Gísli Þórðarson,
Mýrdal. Jörundur Guðmundsson
skemmtir. Hljómsveitin Gaukar leik-
ur fyrir dansi.
Aðgöngumiðar seldir hjá Lárusi
Sumarliðasyni Baldursgötu 8,
Keflavík, sími 1278 frá og með þriðju-
deginum 1. feb. kl. 20—22. í Reykja-
vík hjá Þorgils Þorgilssyni Lækjar-
götu 6A, sími 19276.
Nefndin.
Hafnarfjöröur
Bifreiðastjórar með meirapróf, véla-
menn vanir stórum vélum og verka-
menn óskast strax. Uppl. í síma 50683
og 50113.
AUSTURSTRÆTI6
EIN AF ELDRI0G TRAUSTARI
FASTEIGNASÖLUM
B0RGARINNAR
í söluskrá okkar eru hiíseignir í hundraðatali.
k Þar er eflaust íbúð eða hús við þitt hæfi.
Ef þú ert að hugsa um eignaskipti er
Eignamarkaðurinn rétti markaðurinn.
Það kemur út ný söluskrá um mánaðamót, við
heimsendum hana ef óskað er.