Dagblaðið - 29.01.1977, Side 6

Dagblaðið - 29.01.1977, Side 6
6 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. JANUAR 1977. Stöður íTanzamu Samkvæmt ósk finnska utanríkis- ráðuneytisins auglýsast hér með til umsóknar eftirtaldar 7 stöður við nor- ræna Landbúnaðarverkefnið í Mbeya, Tanzaníu. 1. Staöa yfirmanns við rannsóknar- stofnun landbúnaðarins í Mbeya, (Chief scientific officer). 2. Staða forstöðumanns við rannsóknarstofu jarðræktardeildar stofnunarinnar. 3. Starf við skipulagningu rannsóknarstarfseminnar. 4. Starf við skipulagningu rannsókna á sviði búreikninga og bústjórnar (Agro-economics-Research Officer). 5. Staða forstjóra við rannsóknarstofu í efnafræði. 6. Staða leiðbeinanda í heimilishag- fræði (Home Economics Training Officer). 7-. Staða fjármálalegs framkvæmda- stjóra (Financial and Administration Officer). Umsóknarfrestur er til 18. febrúar. Nánari upplýsingar um störfin, menntunarkröfur, launakjör o. fl. verða veittar á skrifstofu Aðstoðar íslands við þróunarlöndin, Lindargötu 45 (herb. 8), en hún verður opin mánudaga 3-4 e.h. og miðvikudaga 4- 5 e.h, Þar fást einnig umsóknar- eyðublöð. Almenni Músik- skólinn Miöbæjarskólanum (noröurdyr). Innritun nýrra nemenda mánud., þriöjud. og föstudaga kl. 18-20. Kennt er á: GITAR, HARMONIKU, ORGEL & PIANO mandolin, fiölu, flautu, klar, saxo- phon, trumpet, trombon, bassa og trommur. Upplýsingar daglega I sfma 75577. Skólinn fyrir áhugafólk á öilum aldri. Iðnaðarhúsnæði Iðnaðarhúsnæði óskast, helzt með sýningarglugga. Uppl. ísíma 17950ogeftir k 1.7 í síma20397 Hárnn rxc ■ /m sérverslun með hárkollur 10% afsláttur þessa viku á leðurhönskum, vínilhönskum. prjóna- Hár- vettlingum, prjóna- húfum, prjönasjölum, prjónatreflum og slæðum. fÐpryði 20% afsláttur af hár- l ysérverslun kollum. Glæsibæ Allt ný vara. Reykjavík Sími 32347 Ríkisendurskoðandi segir: SKÝBSLUM BEB EKKI SflMAN! Siðastliðinn mánudag skrifaði ég grein í Dagblaðið. þar sem fjallað var um innflutning og sölu á töbaki. í greininni staðhæfði ég, að misræmi væri á milli innflutn- ingsskýrslna og söluskýrslna ÁTVR. Ég sagði. að á ellefu ára bili næmi misræmið milli skýrsln- anna tæpum 1500 tonnum. Ég komst að þeirri niðurstöðu, að enginn í ríkisapparatinu hefði 'hugmynd um hvort söluskýrslur og innflutningsskýrslur væru réttar. Ég sagði. að enginn hefði hugm.vnd um hvað væri eðlilegt og hvað óeðlilegt í þessunt efnum. Eg sagði- jafnframt. að hver.jum sem væri hefði verið í lófa lagið að stinga undan nokkrum tonnum árlega án þess að eftir því væri tekið. Þetta eru meginatriði, sem fram komu í greininni. Síðan gerist það. að Ríkisendur- skoðun sendir frá sér yfirlýsingu, þar sem lýst er hvernig. eftirliti embættisins með ATVR sé háttað. Þar segir, að sú staðhæfing mín. að auðvelt hefði verið að stela af birgðum ÁTVR, sé út í hött. Þessa fullyrðingu b.vggir Ríkisendur- skoðun á nákvæmu birgðabók- haldi. sem fært sé. Þetta er einasta atriðið í allri grein minni, sem Ríkisendurskoðun hnýtur um. Nú má vel vera, að orð mín megi skil.ja sem svo, að ég hafi verið að gefa í sk.vn. að birgða- rýrnun ætti sér stað á lager Afengis- og tóbaksverzlunar ríkisins. Þetta sagði ég aldrei. Slikt getur gerzt víða annars staðar á ferli vörunnar til birgða- gevmslna ATVR. Til þess að ekk- ert fari á milli inála skal tekið fram. að birgðabókhald er skráning vöruhirgða inn og út úr vörugeymslum. Inntak greinar minnar má draga saman í eina fullyrðingu: Söluskýrslum ÁTVR og innflutn- ingsskýrslum Hagstofu Islands ber ekki saman. Og ég spurði og spyr enn: Hvernig stendur á því? Hver er skýringin? í samtali við Halldór V. Sigurðsson ríkisendurskoðanda í gær staðfesti hann staóhæfingu mína. Hann sagði: ,,Það er rétt. Söluskýrslum og innflutnings- skýrslum ber ekki saman." Hann sagði, að það væri ekki í verkahring Ríkisendurskoðunar að athuga hver nettóþyngd inn- flutts tóbaks væri. „Okkur kemur ekki við hvað þetta vegur," sagði hann. Hann kvaðst lítillega hafa kannað þetta atriði og sagði, að niðurstaðan væri sú, að það væri ekki hægt að bera þessar skýrslur saman vegna þess að mismunandi einingar væru notaðar. Það er nákvæmlega þetta, sem ég var að segja i grein minni, og ekkert annað. Staðhæfingar mínar urrí misræmi á söluskýrsl- unt og innflutningsskýrslum hafa þar með verið staðfestar. Hvaða ál.vktanir verða af því dregnar er svo annað mál. Þess má geta, að Ríkisendur- skoðun sendi yfirýsingu sína til Dagblaðsins, þar sem grein mín birtist, og til Jóns Kjart^nssonar, forstjóra ÁTVR, þar sem málið snertir hann óneitanlega. Halldór V. Sigurðsson sagði aðspurður við mig í samtali okkar í gær, að það hefði verið að frumkvæði Jóns Kjartanssonar. að yfirlýsingin var send öllum dagblöðunum. Þar leyfðu tvö dagblöð, Vísir og Tíminn.sér að túlka yfirlýsinguna sem endanlegt og fullnægjandi svar við öllu því, sem ég sagði í greininni um tóbakið. Vísir talaði um. að „hulunni hefði verið svipt" af „le.vndardómnum" og annað af þvi tagi og Tíminn talaði um „söguburð" og „árásir" á Jón Kjartansson. Halldór V. Sigurðsáon hefur nú staðfest í samtali við mig, að ég hafi farið með rétt mál, þegar ég sagði. að inisræmi væri á milli söluskýrslna og innflutnjngs- skýrslna, og þetta misræmi hefði ekki verið skýrt. Og það sem meira er, þejta misræmi er ekki hægt að skýra. Halldór V. Sig- urðsson rikisendurskoðandi lagði hins vegar áhexzlu á aó það eftir- lit, sem sneri að embætti ríkis- endurskoðanda, væri gott. Halldór vildi hins vegar, að það kæmi fram, sem ég tók fram í grein minni um hugsanlegar skýringar á misræminu. Þar er fyrst að nefna að ytri umbúðir eru áætlaðar á Hagstofu íslands 5% heildarþyngdar. Hitt atriðið er, að engar skýrslur eru til um þ.vngd innri og ytri umbúða. Að meta ytri umbúðir 5% er venja án þess að nokkur vissa sé fyrir því, að þessi tala sé nákvæmleea rétt Jón Kjartansson, forstjóri ÁTVR, knúði það í gegn, að yfir- lýsing Ríkisendurskoðunar var lesin í útvarp í gærmorgun, og er það algert einsdæmi. Þar með var reynt að gera mig að ósanninda- manni, sem alls ekki var ætlunin með svari Ríkisendurskoðunar. eins og kom skýrt frarn í samtali okkar Halldórs V. Sigurðssonar ríkisendurskoðanda. Ég spurði Halldór hvort hann hefði verið spurður áður en athugasemdin var lesin í útvarp. Hann sagði nei. Athugasemd hans hefði verið lesin í útvarp að honum for- spurðum og hann satt að segja orðið undrandi þegar hann heyrði lesturinn i gærmorgun. Hér fer á eftir vfirlýsingin sem útvarpsstjóri neitaði að lesin yrði strax á eftir athugasemd ríkis- endurskoðanda: „Vegna þoirrar athugasemdar ríkisendur- skoðanda. sem hér hefur verifl lesin, vill Halldór Halldorsson, höfundur greinarinnar sem gerfl er að umtalsefni, taka eftirfarandi fram: í fyrsta lagi er bréf ríkisendurskoflanda athugasemd gerfl afl beiflni fjarmalaraflherra vifl blaflagrein um Áfengis- og tóbaksverzlun rikisins, en ekki athugasemd vifl forystugrein um sama efni, sem birtist i Dagblaflinu i gær. Þess vegna hlýt ég afl fordæma afl nafn mitt sé dregið inn i umræflur i útvarpi vegna forystu- greinar, sem ég skrífafli ekki. Þess vegna er mefl ollu órettmætt afl nota svar rikisendur- skoflanda vifl blaflagrein minni sem svar vifl forystugrein Dagblaflsins. í öflru lagi er með öllu óréttlætanlegt, og raunar forkastanlegt, að birta athugasemd ríkis- endurskoðanda við grein mina i upphafi lestrai forystugreina dagblaflanna án þess afl hlustend- um útvarps hafi verifl gerfl grein fyrir efni greinar minnar. Ég fæ ekki betur sefl en hér sé um afl ræða brot á hlutleysisreglum Rikisút- varpsins. í þriflja lagi er athugasemd rikisendur- skoðanda rangtúlkun á grein minni um tóbaks- innflutning og tóbakssölu. Þó ekki værí nema vegna þess, verflur málið mun alvarlegra. í grein minni tala ég hvergi um birgflabókhald og dreg hvergi i efa aö það kunni afl vera i stakasta lagi. í grein minni segi ég þetta og styðs* i þvi efni vifl opinbera skyrslu: Skyrslum um sölu a tóbaki og skyrslum um innflurning a tóbaki ber ekki saman. Auk þess segi ég afl nær ógreiningur sé að bera saman þéssar skyrslur vegna þess afl i innflutningsskyrslum seu vindlar oq vindlingar taldir i tonnum, en i soluskyrslum séu vindlar og vindlingar taldir i stykkjum. Niflurstafla min er sú, að á ellefu árum, frá 1964 til 1975 hafi ekki verið gerfl. viflhlitandi grein fyrir tæpum 1500 tonnum af tobaksinnflutningi. Margt annafl tindi eg til, en engu af þvi var svarað." Halldór Halldórsson. Lausar stööur Veðurstofa íslands óskar eftir að ráða 2 eftirlitsmenn fjarskipta. Laun eru samkvæmt flokki B-ll í kjarasamning- um ríkisins við opinbera starfsmenn. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi loftskeytamanns eða prófi rann- sóknarmanns hjá Veðurstofunni. Um- sóknir er tilgreini aldur og fyrri störf, ásamt öðrum upplýsingum ef fyrir hendi eru, skulu sendar Veðurstof- unni, pósthólf 5330, fyrir 12. feb. 1977. Veðurstofa Íslands DANSLEIKUB í HÓTEL HVEBAGEBÐI íkvöld kl. 10-2 HUÓMSVEITIN CRYSTAL 0G GYLFIÆGISS0N MIÐAVERÐ1500 KR. SÆTAFERÐIR FRÁ B.S.Í. 0G SELF0SSI

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.