Dagblaðið - 29.01.1977, Page 10

Dagblaðið - 29.01.1977, Page 10
10 frýálst, úháð dagblað Utgefandi Dagblaðið hf. Framkvœmdastjori: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjórí: Jónas Krístjánsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Petursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Aðstoöarfróttastjórí: Atli Steinarsson. íþróttir: Hallur Simonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrít: Asgrímur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Ema V. Ingolfsdóttir, Gissur SigurSlson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson. Katrín Pálsdóttir, Kristin Lýösdóttir, Ólafur Jónsson. Omar Valdimarsson. Ljósmyndir: Ami Páll Jóhannsson, Bjamlaifur Bjamleifsson, Sveinn Þor- móösson. Gjaldkeri: Þráinn Þorloifssorv Dreifingarstjórí: Már E.M. Halldorsson. Áskriftargjald 1100 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakiö. Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskríftir og afgreiösla Þverholti 2, sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaöiö og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugerö: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf.. Skeifunni 19. Hafðiraðffflum Samþykktir stjórnmálaflokka hafa í reyndinni aðeins eitt gildi. Þeim er ætlaö að vera kjósendum til huggunar. Ályktunum og sam- þykktum flokkanna er nánast aldrei ætlað neitt annað hlutverk. Lítum á dæmi. Einhverjir hafa vafalaust enn ekki séð gegn- um hjúp blekkinganna. Þeir kunna að halda að það sem frá stjórnmálaflokkunum kemur, þing- um þeirra og öðrum fundum, marki stefnu flokkanna. Þeir kunna að halda að ályktanir mikilvægustu funda stjórnarflokka þýði, hvaða stefnu ríkisstjórn muni taka. Gott dæmi um viðhorfin er stjórnmálaályktun flokksráðs- og formannaráðstefnu Sjálfstæðisflokksins, sem var haldin 26.-27. nóvember í vetur. Skattamálin eru einna efst á baugi um þessar mundir. Nýtt skattafrumvarp ríkisstjórnarinn- ar boðar miklar og yfirleitt uggvænlegar breytingar. Fólk er að útfylla skattframtölin sín og hugsar til þess hvað það muni greiða í ár. Framangreind ráðstefna háttsettra sjálfstæðis- manna ályktaði þannig um skattamálin: ,,Það er ein meginfórsenda trausts efnahags, framfara og velgengni að opinber umsvif séu ekki of mikil og skattheimta það hófleg og réttlát, aö starfsvilji og framtak geti notið sín. Leggja ber áherzlu á, að skattar séu lagðir á eyðslu fremur en tekjur og að eignarrétturinn sé virtur. Almennar launatekjur þurfa að vera tekjuskattsfrjálsar, setja veröur eignahluti í fyrirtækjum jafnt öðru sparifé, og skattleggja verður alla atvinnustarfsemi með hliðstæðum hætti án tillits til tegundar fyrirtækja...“ Síðan eru sett nokkur orð handa höfundum skatta- frumvarpsins, um jafnrétti karla og kvenna og einföldun álagningarreglna. í ályktuninni eru snúizt gegn tekjuskattinum með þeim hætti, að sagt er að hann skuli ekki leggja á almennar launatekjur og skattar verði fremur lagðir A eyðsluna. Þetta hafa sjálf- stæðismenn verið að samykkja um langt árabil. En í sama mund og þessi ályktun er gerð, liggur á borði sjálfs skattamálaráðherrans nýtt frum- varp, sem ætla má að sé framlag forystu Sjálf- stæðisflokksins til umbóta i skattamálum. Er þár stefnt að lækkun tekjuskattsins? Verða almennar launatekjur nú skattfrjálsar? Auðvitað ekki. Verður eignarhluti í fyrir- tækjum settur jafnt öðru sparifé? Verða fyrir- tækin nú skattlögð með hliðstæðum hætti án tillits til tegundar? Auðvitað ekki. Flokksforingjarnir hafa skellt skollaeyrum við öllu því, sem þessi ráöstefna taldi eina meginforsendu trausts efnahags, framfara og velgengni, sem sé hóflegri og réttlátari skatt- heimtu. Vissulega er ályktunin og aðrar slíkar í sam- r-æmi við vilja hins almenna kjósanda Sjálf- stæðisflokksins. En vilji æóstu manna flokksins er allt annar. Þeir sitja að völdum og vilja sem mest opinber umsvif. Þeir geta engu fórnað af tekjuskattinum. Bezt væn að ályktanir stjórnmálaflokka af þessu tagi yrðu lagðar niður. Þær villa kjósend- um sýn og marka enga stefnu. Við því mætti búast, að sæmilegustu mönn- um stjórnmálaflokkanna þætti ekki við unandi að vera hafðir að fíflum með þessum hætti. DAGBLAÐIÐ. LAUG ARDAGUR 29. JANUAR 1977. Atvinnuleysingjar i bílaborginni Detroit vonast eftir umskiptum. Róttækar tillögur gegn atvinnuleysi Styrkir handa fyrirtækjum með mikinn hagnað? Iönaöarríkin sjá ekki neina lausn á gífurlegu atvinnuleysi. Fimmtán og hálf milljón manna mun sennilega ganga at- vinnulaus í lok þessa árs I þeim tuttugu og fjórum ríkjum, sem eru í Efnahags- og framfara- stofnuninni OECD. Hagfræö- ingar búast við, að atvinnu- leysiö haldist svo mikið út ára- tuginn. M'argar ,,hefðbundnar“ leiðir stjórnvalda til að minnka at- vinnuleysið hafa mistekizt. Arum saman hafa borizt fréttir um ógnir atvinnuleysisins í löndum eins og Bretlandi. Yfir- leitt gefast ríkisstjórnir alger- lega upp gagnvart þessum vanda, stinga höfðinu í sandinn og reyna að láta eins og at- vinnuleysið sé „ekki til“. En hins vegar eru menn farnir að tala um býsna róttækar að- ferðir til að vinna bug á at- vinnuleysinu. Verðlaun handa „örnunum" Brezka tímaritið Economist nefnir nokkrar mjög róttækar leiðir. Meðal þeirra er sú, að verðlauna „ernina, sem hátt fljúga“ en refsa þeim, sem eftir sitja. Þá fengju fyrirtæki, sem hefðu sýnt yfir tíu prósenta hagnað tvö ár.í röð merkilegt nokk styrk frá ríkinu, þannig að hagnaðurinn yrði fimmtán prósent! Hins vegar verði fyrir- tæki, sem rekin eru með tapi, látin algerlega eiga sig, sv.o að þau fari á höfuðið. Rökin fyrir þessari stefnu eru, að spyrna þurfi fæti gegn minnkun iðnar, eins konar öfugri iðnbyltingu, sem eigi sér 'stað á Bretlandi. Économist segir, að aðalorsök þess, að fyrirtæki leggja ekki í meiri fjárfestingu og ráði fleira starfsfólk en raun ber vitni, sé sú, að hagnaðurinn sé kominn svo langt niður, að hann sé allt- of lítill. Hagnaður hefur minnkað sem hluti af þjóðar- tekjum í flestum iðnríkjunum en hins vegar hefur hluti hins opinbera vaxið að sama skapi. CtD7 Afnóm verðlagshamla Economist segir, að atvinnu- leysið verði því aðeins læknað, að allar verðlagshömlur verði afnumdar en einhvers konar hömlur á launahækkanir verði áfram í gildi. Þetta á að vera enn ein aðferðin til að auka hagnaðar- von fyrirtækjanna. Gömul aðferð er að skapa at- vinnu með því að ríkið eyði meiru en það aflar, með halla á rikisbúskapnum. Nú, segir tímaritið, dugir þettaekkii iðn- rikjunum, enda hefur reynslan sýnt það. Greiðsluhalli á fjár- lögum leiðir til verðbólgu, eins og menn kannast við.hér heima. Vextir hækka, svo að fjár- festingin i atvinnulífinu verður enn minni en ella. Alltaf koma fleiri og fleiri með hverju ári, sem liður, á vinnumarkaðinn í þessum ríkjum, en atvinna er ekki til staðar. Vandamálið fer því stór- vaxandi. Niðurskurður bóta? Economist telur vandamálið svo iskyggilegt, að það spáir niðurskurði atvinnuleysisbóta i iðnríkjunum. Nú séu bætur viða ámóta háar og það kaup, sem menn geti vænzt, fái þeir vinnu, þegar tillit er tekið til skatta og kostnaðar við að fara til og frá vinnustað. Þjóðarbúið þurfi að leggja ámóta mikið i kostnaði til hvers atvinnulauss manns og til hvers vinnandi manns. Við svo búið megi ekki standa, telur tíma- ritið. Því megi búast við, að at- vinnuleysingjar verði í vaxandi mæli látnir sæta þeim skil- yrðum, að þeir taki atvinnu, sem í boði er, þar sem fram- leiðsla er að minnsta kosti eitthvað meira virði fyrir þjóð- félagið en það, að menn gangi atvinnulausir. Þá verði reynt að auka „hreyfanleika“ vinnuaflsins, svo að minna verði um staðbundið atvinnuleysi. Hinar róttæku aðgerðir, sem hér eru nefndar, munumörgum þykja af hinu illa.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.