Dagblaðið - 29.01.1977, Síða 11

Dagblaðið - 29.01.1977, Síða 11
\/ DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1977. 11 IKREPPU Margir ljósustu punktarmr a sjónvarpsdagskránni þennan vetur hafa komið frá Bretlandi og minnist ég þar sérstaklega sjónvarpsleikritanna. Eitt slíkt, „Myndin" með hinni ágætu Anette Crosbie, var á dagskrá á mánudagskvöldið og þótt efnið væri e.t.v. ekki stórvægilegt og meðferð þess látlaus, var yfir leikritinu bragur eðlileika og kunnáttusemi sem hreif og vakti til umhugsunar. Þar sem ég sat í baðinu eftirá, fór ég að hugsa um þá öldu íslenskrar sjónvarpsleikritunar sem skall yfir skerminn á síðasta vetri, — en eins og kunnugt er filmaði sjónvarpið þá öll.leikrit sem því voru send. Eins og eðlilegt er, fylgdu einhverjir timburmenn í kjölfarið og íslenskt sjón- varpsleikrit hefur ekki séð dagsins ljós það sem af er þess- um vetri. En nú skilst mér að verið sé að undirbúa sex ,,sit- com“ þætti um fólk í fjölbýlis- húsi og neita ég því ekki að ég bíð með nokkurri eftirvænt- ingu eftir þessu afkvæmi þeirra Egils, Hrafns og Björns. En svo vikið sé aftur að mér í baðinu og blómstrun íslenskrar sjónvarpsleikritunar, þá sýndist mér sem sjónvarpið stæði bret.um á sporði tækni- lega, þ.e. í gerð leikmynda, stjórn upptöku o.s.frv. En þau skorti tilfinnanlega þennan eðlileika sem ég nefndi hér að ofan og bresk leikrit höfðu flest í rikum mæli. Fyrir það fyrsta var eins og höfundar byggju margir i turni, fjarri amstri daglegs lífs og þeir sáu umheiminn í gegnum hátíð- legar metafórur: Hamlet, te- drykkju, einræðisherra og keramík. Hvergi var að sjá að þeir hefðu lesið blöðin og fréttir þeirra um mismunandi dramatíska og oft hörmulega atburði sem gerast í heima- húsum í hverri viku. Verkin voru sem sagt ekki „sneiðar úr lífinu" heldur útsetningar á misjafnlega frjórri hugmynda- fræði. Annað sem mér fannst lýta þessi íslensku leikrit var sjálfur leikurinn, — hann var ekki slærnur, Guðalmáttugur, — en hann virtist allur miðast við leiksvið. Það er, ég fékk það ávallt á tilfinninguna að leik- endur væru að „flytja“ setn- ingar með tilheyrandi áherslum, en ekki að þær spryttu eðlilega út úr þeim að- stæðum sem fyrir hendi voru, sem dagsdaglegur talandi með semingi, hiki, óformleika og jafnvel blótsyrðum. Þetta virðist út af fyrir sig vera spurning um þjálfun leikara, — eða af-þjálfun. Eg verð að játa að besta íslenska „drama“ vetrarins kom fram í þætti laga- nema „Réttur er settur“, þar sem nemarnir léku látlaust og sannfærandi baráttu milli hjóna um börn og bú. A föstudag hófst vikan á Prúðuleikurunum, en ég skil ekkert í vinsældum þeirrar vit- leysu, en síðan tók alvaran við í formi Kastljóss. Þar voru hrút- leiðindi ársins, skattamálin, á dagskrá. Þar sat fjármálaráð- herra, grennri en oft áður, sem er gott fyrir hann, en læddi þó að manni þeim lúmska grun að nú ætti aó fara að herða beltis- ólarnar. Eins og venjulega var ekki komist að neinum niður- stöðum um skattabreytingar. „Plus ca change" segja Frakkar og er ég hjartanlega sammála. Við lendum öll í súpunni, nema Battar þessa heims. Síðar um kvöldið var á dagskrá einhver besta mynd vetrarins Kreppan og hvita tjaldið, sem dró upp einkar sannfærandi mynd af tiðaranda í Bandaríkjunum á árunum 1930—40. Bútar úr fréttamyndum og Hollívúdd- kvikmyndum voru hugvit- samlega klipptir saman. Dýrð- leg skot voru þarna af sölu- 'manninum Cecil B. de Mille svo og baktjaldamakkara aldar- innar, J. Edgar Hoover, sem sagði drengjum að „if you keep your nose clean and think clean, you too can become a G-man“. Það var aldeilis mark- mið. Á laugardag lenti Fleks- nes í menningunni með miklu brambolti, en síðar missti ég af myndinni. Einhverntímann verður maður að eiga frí. Húsbændur og hjú eru enn á hinum einkennilega eftirmið- dagstíma og nú dróst Blooms- bury listaklíkan inn í spilið. V I kringum Aðalsteinn Ingölfsson Hún var að mörgu leyti fyrirlit- leg, en þó ekki öll eins og sá lýður sem sýndur var í teboði ungfrú Bellamy. í þeim hópi voru m.a. Virginia Woolf, Bernard Russell, Lytton Strachey og Roger Fry sem voru þungamiðja breskrar menningar á árunum 1910-20. Því miður varð ég síðan af Ríó trióinu gera það gott um kvöld- ið, en mér skilst að þeir félagar muni halda áfram að gera það gott, með aðstoð dómsmálaráð- herra, í næstu viku. Þá lofa ég að vera viðstaddur. Á mánudag var Myndin fyrrnefnda á skerminum, en þar á undan voru íþróttir. Sá þáttur virðist oft vera einskonar meiningar- laus athöfn án inntaks, sýndir eru bútar af bútum af skíða- mönnum á ferð og flugi, síðan er klippt á flugið og aldrei sést hvort þeir lenda og klykkt er út með smástelpum í misjafnlega fimlegum fimleikum. Miðvikudagur var síðan eins- konar Norðurlandadagur í sjón- varpi. I vísdómi sínum datt ein- hverjum í hug að setja Meðferð gúmbjörgunarbáta á dagskrá öðru sinni og beint eftir fréttir, en síðan kom Vaka. Þar var minnst á veflistarsýningu að Kjarvalsstöðum og vona ég að ég styggi engan með því að halda því fram að hún sé stór- glæsileg. Hún er norræn og svíar fengu sinn extra skammt í Rune Anderson og Lenu Ny- kvist, — „séní ársins" í heima- landi sínu, hvorki meira né minna. Þau virtust ósköp ást- fangin og var söngur þeirra eftir því. Síðan kom prýðilegt viðtal við hina bráðhressu og ágætu grafíklistakonu Ragn- heiði Jónsdóttur, þar sem hún lýsti baráttu sinni til þess að sinna listinni. Vökunni stjórnaði Magðalena af sjúkra- beði sem var vel af sér vikið og fylgja hér óskir um skjótan bata. Maja á Stormey var svo hið finnska framlag til kvölds- ins og stendur sá framhalds- myndaflokkur við allt sent hann lofaði í byrjun. Ekki er ýkja mikið um karakterþróun í myndinni, en þeim mun meira er lagt upp úr samspiti fólks og náttúrunnar, hvernig hrynj- andi árstíða og frjósemi mann- anna standast á. Þetta finnst mér vera eitt athyglisverðasta framlag Norðurlanda í sjón- varpinu hér þetta árið, ef frá er skilið „Augliti til auglitis“ Bergmans. Eru íslendingar ráðvilltir í vamarmálum? Þótt hljótt hafi verið alllengi um varnarmálin, er fjarri lagi, að þau séu langt undir yfir- borúi þeirrastjórnmálalegu um- ræðna, sem hæst hefur borið um skeið, svo sem efnahagsmál, skattamál og dómsmál. Varnarmálin eru þau mál, sem eru viðkvæmust, en um leið umdeildust allra pólitískra mála, íslenzkra, og eru í raun aldrei rædd, nema mjög tak- markað. Ástæðan fyrir þess- um takmörkuðu og ómálefna- legu umræðum um varnarmál er fyrst og fremst sú, að íslend- ingar eru ófúsir að viðurkenna vanmátt sinn til þess að sjá landi sínu fyrir vörnum sjálfir og sú staðreynd, að þeir eiga enga sérhæfða menn, sem geta tekið þátt f skipulagningu varna sinna og eru þvi alfarið þiggjendur en ekki þátttakend- ur í því varnarsamstarfi, sem þjóðin kaus að tryggja sig með, gagnvart yfirgangi kommúnista og heimsvaldastefnu þeirra. Þeir aðilar, sem upp á síð- kastið hafa helzt látið sig varða varnarmál og haft forystu um umræður, sem mættu verða til þess að fá forystumenn þjóðarinnar til að gefa þessum málum meiri gaum eru ungir sjálfstæðismenn. Þannig urðu ungir sjálf- stæðismenn til þess, að umræða var vakin enn einu sinni um varnarmálin með birtingu greinar eftir Friðrik Sophusson i Stefni, málgagni ungra sjálf- stæðismanna, undir yfirskrift- inni „Er stefnumótun í varnar- málum vanrækt?" 1 grein sinni fjallar Friðrik Sophusson um spurningu þá, sem einna helzt hefur verið deilt um á síðari tímum, þ.e. hvort hlutverk varnarstöðvar- innar á íslandi hafi breytzt, og færir líkindi að því, að þar sem varnarstöðin á Keflavíkurflug- velli gegni lykilhlutverki í varnarkerfi, sem byggir á eftir- liti með staðsetningu kafbáta hlöðnum kjarnorkueldflaugum, — sé þessi varnarstöð líklegra skotmark óvina en álitið hefur verið hingað til. Ennfremur hvetur greinar- höfundur sjálfstæðismenn og forystumenn flokksins til að rjúfa þögnina og endurmeta stöðu okkar tslendinga í varnarmálum, í stað þess að „láta taka okkur í bólinu" eins. og hann kemst að orði, og á þar við, að andstæðingar núverandi varnarfyrirkomulags muni án efa hrinda af stað nýrri mót- mælaöldu eða aðgerðum varð-, andi varnarmálin. í lokin talar greinarhöfundur um „gleymda yfirlýsingu Sjálf- stæðisflokksins" um varnar- mál, sem gefin var út fyrir siðustu kosningar, þ.e. að Sjálf-' stæðisflokkurinn telji nauðsyn- legt, að stjórnvöld beiti sér fyrir sérstakri athugun á sér- greindum málefnum, með tilliti, til öryggis íslands, og stefnt skuli að þvi, að athugun þeirri sé lokið á sem skemmstum tíma, svo að stjórnvöld hafi að nýju haldgóðar staðreyndir að styðjast við, þegar þau móti stefnu sína, — athugun verði einnig unnin með það í huga, að niðurstöður hennar verði gefn- ar út, svo að landsmenn geti gert sér sem bezta grein yrir stöðu íslands. í lokin segir greinarhöf- undur: „Ef Sjálfstæðisflokkur- inn vill ná frumkvæði í um- ræðum um varnarmál, er eðli- legasta byrjunin, að ráðherrar flokksins í ríkisstjórn kynni sér þetta plagg og kanni möguleika á efndum þess“. Og fleiri atriði reifar Friðrik I grein sinni, þ.á m. þá hugmynd, hvort ekki sé ástæða til að kanna þann möguleika að unnt sé að starfrækja þann þátt varna, sem snýr áð staðsetn- ingu óvinakafbáta, annars staðar en hér á landi, t.d. um borð í fljótandi varnarstöð, þótt aðstaðan á Keflavíkurflugvelli nýttist eftir sem áður til varnar landinu sjálfu og til eftirlits- flugs. Vafalaust varð þessi kafli í grein Friðriks Sophussonar til þess, að kommúnistar með Þjóðviljann í fararbroddi og hin óopinbera fréttastofa kommúnista, Ríkisútvarpið, tóku fljótt við sér og endur- birtu þessa hugmynd gg töldu sig hafa „komizt í feitt“, með því að geta vitnað 1 ummæli þess efnis, að ekki væru.allir sjálfstæðismenn á eitt sáttir um ágæti og mikilvægi varnar- stöðvarinnar á Keflavíkurflug- velli. Og það er engin furða, þótt kommúnistar reki úpp stór augu, þegar umræöur og hug- myndir um varnarmál falla utan þess ramma, sem hingað til hefur þótt sjálfsagt að einskorða sig við, svo ein- strengingslegar og einangraðar skoðanir sem þeir hafa á þess- um málum. Er þess skemmst að minnast, þegar formaður þeirra reyndi að víkka sjóndeildarhring sinn með Italíureisunni á sl. ári og fylltist þeim „spiliingaráhrif- um“ kollega síns þar, sem fólust í því að kommúnista- flokkar vestrænna ríkja ættu ekki að einskorða sig við and- stöðu gegn þátttökúí vestrænu varnarbandalagi, — og væri raunar æskilegt að styðja slíkt bandalag. Formaður íslenzkra komm- únista fékk enda bágt fyrir Ítalíureisuna og var óðar kveðinn í kútinn fyrir slíkar hugmyndir og beðinn að minnast aldrei á slíkt framar hér uppi á íslandi, enda eina máléfni á dagskrá kommúnista hér — að koma varnarliðinu burt frá íslandi. Öðru hverju hefur hugmynd- um skotið upp hjá stuðnings- mönnum núverandi varnar- bandalags um einhvers konar fyrirgreiðslu bandalagsþjóð- anna vegna aðstöðunnar, sem íslendingar láta bandalaginu í té. Má þar nefna leigugjaldshug- myndir, sem kenndar eru við Aron Guðbrandsson og eru raunar ekki annað en ranglega útfærðar hugmyndir Jónasar heitins frá Hriflu, á svipaðan hátt og hugmyndir Kristjáns Friðrikssonar um auðlindaskatt eru upprunalega settar fram af Bjarna Braga Jónssyni hag- fræðingi. Ennfremur hafa verið uppi hugmyndir um að Bandaríkja- menn legðu til mannvirki, sem geti jafnframt þjónað öðru hlutverki fyrir íslendinga, en manni hefur skilizt, að slík mannvirki yrðu þá reist og kostuð alhliða af Bandaríkja- mönnum. Hugmyndir um leigugjald eða mannvirki, sem kæmu fyrir afnot varnarliðs Bandaríkja- manna á Miðnesheiði og annars staðar á landinu, falla ekki al- farið að hugsanagangi núver- andi kynslóðar, þótt slíkt hefði getað gerzt áður, ef fast hefði verið sótzt eftir. Þess vegna er það óskiljan- legt með öllu, hvers vegna for- ystumenn í íslenzkum stjórn- málum hafa ekki sýnt meiri vilja en raun ber vitni til þess að hefja umræður um varnar- málin almennt, með tilliti til þeirra nýju hugmynda, sem komið hafa fram og sem í raun hafa breytt afstöðu mikils hluta landsmanna til varnarmálanna, hvort sem stjórnmálamönnum líkar það betur eða verr. Það ætti ekki sizt að vera keppikefli forystumanna Sjálf- stæðisflokksins að hefja slíkar umræður og ná frumkvæði í þeim, á grundvelli þess, að í landinu verði ávallt viðunandi varnir og tiltækir íslenzkir aðilar, sem hafi þekkingu á hernaðarþýðingu landsins á hverjum tíma og séu með í ráðum um fyrirkomulag um varnir landsins, svo mikla þýðingu, sem það hlýtur að hafa að vera ekki einungis þiggjendur, heldur þátttak- endur í vestrænu varnarsam- starfi. Að undangengnum slíkum umræðum, liggur beint fyrir, að gerður verði nýr, gagn- kvæmur.hagkvæmursamningur við Bandaríkjamenn um varnir iandsins með þátttöku fslend- inga, þar sem m.a. er kveðið á um þjálfun Islendinga á sér- sviði hervarna og afleiddra starfa, ásamt um tækniaðstoð á öllum þeim sviðum, sem tengja má varnir landsins og uppbygg- ingu þar að lútandi. Geir R. Andersen Þegar minnzt er á varnarmál, er oft bent á þá staðreynd, að við tslendingar höfum hvorki mannafla né þekkingu til þess að geta tekið þátt í vörnum landsins að neinu marki. En það er eitt með öðru, sem gert hefur tslendinga hálfvegis ráð- villta í öllu, er snýr að varnar- málum, að þeir hafa ekki sjálfir knúið á um, að slíkrar þekk- ingar sé aflað. Ekki er að efa, að um varnar- málin, svo mikilvæg og við- kvæm sem þau eru enn, verður tekizt á í næstu kosningum. Þau átök munu verða háð af þvi meiri þekkingarskorti, því lengra sem líður, nema um þau hafi verið fjallað og þau kynnt rækilega, ásamt þeim hug- myndum, sem helztar eru taldar að vilja landsmanna. Það verður hins vegar að teljast meiri háttar glappaskot, og sem seint verður leiðrétt, ef forystumenn í Sjálfstæðis- flokknum leggja sig beinlínis í framkróka um að halda þjóð- inni í óvissu og stuðla að því, að íslendingar haldi áfram að vera ráðvilltir f varnarmálum sín- um. Þess vegna er það mikilvægt, að einmitt Sjálfstæðisflokkur- inn hafi frumkvæði um opin- berar umræður um varnarmál landsins, öðrum stjórnmála- flokkum íslenzkum verður ekki betur treyst til stefnumótunar, sem tryggir öryggi lands og þegna.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.