Dagblaðið - 08.02.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 08.02.1977, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRUAR 1977. 3 ÓVITALÝÐUR STJÓRNAR BREIDUVÍKUR- HEIMIUNU —segir lesandi á Patreksfirði Fyrir drengi, sem hafa villzt af leið Fyrir alllöngu síðan var kom- ið á stofn í Breiðuvík í Rauða- sandshreppi svokölluðu vist- heimili. Heimili þetta var upptökuheimili fyrir drengi sem höfðu einhverra hluta vegna orðið utanveltu í sam- félaginu. Var þetta rekið með miklum sóma í mörg ár enda völdust til stjórnunar heimilisins ágætismenn sem skildu hlutverk stofnunarinnar og störfuðu í anda þess sem lá á bak við slíka stofnun. Nú hefur hins vegar það furðulega gerzt, að nefnt vist- heimili hefur víst skipt um hlutverk, eða svo sýnist öllum, sem hér þekkja eitthvað til. Nú veit víst enginn hvaða hlut- verki þessi stofnun gegnir lengur, því eftir því sem menn hafa kynnzt og séð virðist Breiðuvíkurheimilið hafa verið eitthvað sem nefnt er Hippa- bæli um alllangt skeið eða frá því að síðasti forstjórinn hvarf þaðan, hinn virti maður Þór- hallur Halldórsson skipstjóri. Óvitalýður kómst inn í stofnunina Nú hafa menn hér vestra spurt hvern annan undanfarin ár, hvernig getur annað eins og þetta átt sér stað? Jú, það hefur átt sér stað, að óvitalýður komst inn í stofnunina sem „stjórn- endur“, en stofnun þessi á að vera til þess að hjálpa drengjum, sem hafa hrasað, að standa uppréttir aftur. Nú mun vera gleði í nefndri stofnun allan sólarhringinn og þá á vöktum. Hvað er að gerast? Hverjir ráða þessu? Hvað kostar það ríkið að reka svona „Hippabæli"? Eru fleiri „Hippabæli" rekin af ríkinu? Ríkið getur ekki séð sér fært að veita fjárhagslega aðstoð tii hjálpar lömuðum og fötluðum eins og kom fram í viðtalsþætti sjónvarpsins fyrir stuttu, er það getur kostað 30-40 milljón- um i vitleysu í Breiðuvík. Þið sjáið hér bezt hverskonar menn við höfum við stjórnvöl- inn. Þeir virðast beztir við að þyrla verðhækkunum daglega yfir þjóðina, sem þeir þó sóru að þeir ætluðu aldrei að gera áður en þeir komust til valda. Það var loforð forsætisráðherr- ans, Geirs, sem sagðist líka stöðva verðbólguna! Tóm svik. En það er efni í aðra grein. Væri ekki nær að nota umrætt heimili til þarflegri starfsemi því hérna er um miklar og góð- ar byggingar að ræða. Að sjálf- sögðu eru stjórnleysingjarnir „Hipparnir" búnir að stór- skemma húsnæðið. Vest- firðinga vantar t.d. húsnæði fyrir lamaða og vangefna. Magnús Guðmundsson, Patreksfirði skrifar: Mál þetta er ég hér reifa er þess eðlis að okkar fær- ustu rithöfundar eins og Halldór Laxness og Jónas Arnason ættu fremur að skrifa um það en ég. Þetta er eitt dæmið af okkar fáránlegu stjórnsýslu stjórnenda þjóðarskútunn- ar, og er Ijótur blettur og skömm fyrir þjóðina. Hún fellur víst undir dómsmála- ráðuneytið, fjármála- ráðuneytið og menntamála- ráðuneytið. Bezt færi á því kannski að kalla þetta alllt einu heiti ráðieysisráðu- neyti ríkisins. Saga sem lýsir óstandinu vel Mig langar hér til þess að segja eina litla sögu af atburði sem átti sér stað í fyrra og sýnir vel ástandið sem er í Breiðuvík. Þessir „stjórnendur" heimilisins, sem í daglegu tali fyrir vestan eru nefndir „Hippar“, koma stundum til erinda á Patreksfjörð. Hafa þeir þá vanalega þá fáu drengi sem á heimilinu eru, með sér. I einni síkri ferð gerðist það að einn drengurinn bankaði upp á hjá þekktum manni á Patreks- firði og vildi selja honum hluti sem hann hafði fundið sjórekna á fjöru í Breiðuvík, svo sem netahringi o. fl. Piltinum var boðið inn og bauð maðurinn honum að koma inn fyrir til sín á meðan hann reiknaði út verðgildi hlutanna. Drengurinn kom hvergi, þótt maðurinn margkallaði til hans. Þá fór maðurinn fram í anddyrið til drengsins og spurði hann hvers vegna hann kæmi ekki inn fyrir. , Varð drengurinn þá nokkuð vandræðalegur og tví- sté í stígvélunum, sem hann var í og stamaði upp að hann væri berfættur í stígvélunum. Hér læt ég staðar numið og lýk þessu með því að segja að þjóðin getur ekki liðið svona svívirðingu aðgerðálaust. Magnús Guðmundsson Patreksfirði. Ungir og frískir íslendingar —með alvörupróf upp á vasann þurfa engu að kvíða Við sitjum hér yfir glösum á L-Barnum, nokkrir vélstjórar af ýmsu þjóðerni. Við ræðum um álfur, lönd, vélstjórnar- menntun og réttindi í hinum ýmsu löndum heims. Talið berst að íslandinu góða. Ég byrja allrogginn að útlista íslensk menntunarmál al- mennt. Þá skeður það að sænskur vélstjóri, kunningi minn, réttir mér þetta hjálagða blað úr síðustu sjó- manna-samningum þeirra og segir. „Þær þjóðir sem ekki komast með á þetta blað hafa ekki mikla vélskólamenntun uppá að bjóða.“ Það upphófust snarpar umræður. Ég varði íslensk skólamál eftir bestu getu. Niðurstöður þeirra urðu, eftir nokkurt þref, að smá- þjóðin á tslandi hefði aðeins pungapróf á öllum sviðum tækni. Ekki bætti úr skák að danskur vélstjóri vissi til þess að íslendingur hafði krækt sér í dönsk vélstjóraréttindi og síðan svindlað sér út sænsk og norsk. Þannig hugsa Skandinavar yfirleitt um íslenska tækni og tæknimenntun og láir þeim engin sem veit hvernig í pott- inn er búið Vélstjórahópurinn leysist upp. Sjómenn nýkomnir í höfn eftir erfiða ferð frá Gyðingalandi' og hábölvað hundaveður í Biscaya-flóa hafa öðrum hnöppum að hneppa en að leysa vandamál heims, þær fáu stundir sem dvalið er i höfn. Eg panta í glasið. Læt hug- ann reika. Eg reyni að svara þeirri spurningu, hvers vegna íslendingar komast ekki á blað hjá vinveittri norrænni frænd- þjóð sem nothæfir skipstjórnar menn, þar sem upp eru taldar flestar þróaðar siglingaþjóðir, og reyndar nokkrar vanþróaðar einnig. • Ég hefi leitað töluvert eftir skýringum á þessu fyrirbæri en fengið loðin svör. Helst virðist þó liggja í loftinu að þarna séu að verki íslensk stjórnarvöld, með samþykki eða að minnsta kosti þegjandi samþykki for- ráðamanna íslenskra sjómanna- félaga. Hreinlega aldrei verið leitað eftir neinni viður- kenningu á réttindum íslenskra skipstjórnarmanna erlendis. Samnorrænir samningar stöðvaðir af íslenskum valda- mönnum þegar til þessara mála kom. Þetta þýðir að þótt íslenskir skipstjórnarmenn fái störf á erlendum skipum þá er það aðeins sem pungaprófs- menn (undanþágumenn) með toluvert lægri laun en þeirra skipstjórnarmenn sem ganga vaktir og hafa eins vetrar skóla- nám að baki. Heima á Islandi þurfa menn þriggja til fjögra vetra skólanám til sömu starfa. Auk þess eru pungaprófs- menn síður settir inn í hin vandasamari og skemmtilegri störf um borð. Enn eitt dæmi um þjösnahátt islenskra stjórn- valda og sofandahátt forustu- manna íslenskra sjómanna- félaga er, að ekki skuli enn fylgja skýringar á ensku ís- lenskum sjóferðabókum, sem eru þess vegna með öllu gagns- lausar erlendis nema menn hafi fengið löggildan skjalaþýðanda til að snara þeim yfir á ensku (svo auðvelt sem það er úti í heimi). Auk þess fæst ekkert fært inn í þessar bækur erlendis og verða sjómenn að basla með sinn erlenda siglingatíma á lausum blöðum. Ég veit mörg dæmi þess að Islenskir sjómenn hafa lent í miklum vandræðum út af þessu. Tilgangur íslenskra stjórn- valda með aðgerðum þessum eða aðgerðaleysi er, því miður, •sennilega sá hinn sami og þekk- ist í hinum mörgu lokuðu lönd- um heims, sem þræla út þegn- um sínum bak við lokuð tjöld. Nemendur sjómannaskólanna ættu að láta hendur standa fram úr ermum, taka á sig rögg. Sækja heim íslensk stjórnar- völd og forráðamenn sjómanna- félaga. Berja þar svo duglega í borð að heyra megi um land allt og ómurinn berist um hin Norðurlöndin. Linnið ekki lát- um fyrr en alþjóðleg viður- kenning hefur fengizt á væntanlegum rétindum ykkar og skyldum, dugmestu sjó- manna heims. Ég bendi ykkur sjómönnum á, að þegar íslenskir valdhafar þjarma svo að ykkur næst að þið sjáið ykkur tilneydda að sigla öllum skipum til hafna i annað sinn, þá siglið þeim til Færeyja eða Kanada. Treystið' ekki valdhöfunum. Fulltrúum hátt á annað hundrað þúsund íslenskra ómaga sem þræla út og arðræna tíu þúsund sjómenn og bændur og um tíu þúsund manns i fiskverkun og aðra arðbæra framleiðendur. Gæti þá svo farið að valdhafar og aðrir ómagar gerðu sér grein fyrir hvaðan Davíð fær ölið og kræsingarnar. Eg lyfti glasinu. Hugmyndaflugið eykst. Eyjan kalda og-hennar fólk verður um ókomnar aldir háð samgöngum á legi og í lofti. Nú standa yfir tæknibyltingar á hinum ýmsu sviðum farmennsku og sjó- mennsku yfirleitt (Þrátt fyrir tímabundna lægð). Nýjar gerðir skipa og véla eru stöðugt teknar í notkún. Kannske koma þeir tímar að íslendingar eign- ist svipuð hlutföll í úthafs- siglingum og í loftflutningum, er kappar flugmálanna lögðu grundvöll að um miðja þessa öld. Þá verður nauðsyn að eiga færan hóp ungra íslenskra skipstjórnarmanna siglandi um heimshöfin, á nýjum tækni- væddum skipum. Menn, sem tækju við stjórn nýrra íslenskra skipa og véla ásamt hinum þrautþjálfuðu skipstjórnarmönnum, sem heima eru, og þeir síðan í sam- einingu aðlaga nýja tækni íslenskum aðstæðum. Þá kannski fækkar ómögum og fleiri arðbærar hendur leggja hönd á plóginn. Miðað við þær móttökur sem ég fékk hjá Sví- um fyrir sjö árum, nær sextugur og mállaus en með splunkunýtt fjögravetra Vél- skólapungapróf uppá vasann (þýtt á Ensku) sem einasta vopn, þá þurfa ungir friskir Islendingar með væntanlegt al- vörupróf uppá vasann engu að kvíða í siglingum með frændum okkar frá hinum Norðurlönd- unum. Að lokum minnist ég fallinna félaga allt frá því er við vorum ung, öldin og ég, og fram til þessa dags. Ég sendi kveðjur til gamalla félaga á sjónum og börnunum heima á tslandinu fagra, og þægi frá ykkur línur. Eg tek út úr glasinu, sný mér síðan að uppáhalds tómstundaiðju minni, Rannsóknum á bar- menningu hinna ýmsu þjóða heims. Utanáskrift mín, fyrst um sinn er: Svavar H. Guðmundsson 2. e maskinist m/s Sagoland AB Svenska Orient Linien Box 2522 S-403 17 Göteborg 2 SVERIGE. Spurning dagsins Ferðu snemma á fœtur? Adolf Berndsen nemi: Eg vakna ekki fyrr en klukkan hálfníu þvi ég þarf ekki að mæta í skólann fyrr en kl. hálf tólf. Samúel Ingvarsson verkamaður: Yfirleitt kl. hálfsjö til sjö. Ég á að vera mættur til vinnu rúmlega sjö. Þorsteinn Guðmundsson, vinnur hjá Vélsmiðjunni Héðni: Ég vakna yfirleitt um klukkan sjö því strætisvagninn sem ég þarf að taka til vinnu fer tuttugu mínútur yfir sjö. Hrafnhildur Þorsteinsdóttir, vinnur hjá Lyfjaverzlun ríkisins: Eg vakna alltaf klukkan sjö því ég þarf að vera mætt klukkan átta til vinnu. Eggert Eggertsson, atvinnulaus: Það er enginn fastur timi eins og er en ég reikna með að þurfa að vakna klukkan sjö þegar ég er búinn að fá vinnu. Þórir Siggeirsson strætisvagna- bílstjóri: Ég vakna snemma þegar ég er á morgunvakt.um klukkan hálfsex, en ég reyni að bæta mér það upp með því að sofa aðeins lengur þegar ég er á seinni vökt- unum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.