Dagblaðið - 08.02.1977, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 08.02.1977, Blaðsíða 24
Jölvuvædd ríkisfyrirtæki gera menn að vanskilamönnum ’ —segir Guðmundur J. Gudmundsson „Málshöfóun til leiðréttingar á dráttarvöxtum, sem verka- mönnum er nú gert að greiða vegna vanskila á opinberum gjöldum, er nú íhuguð í fullri alvöru," sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands Islands, í viðtali við DB., Af ástæðum sem verkamenn telja sig ekki eiga sök á, hefur svo farið að reglulegar greiðslur þeirra hafa ekki borizt Gjaldheimtunni í tæka tíð, samkvæmt hennar bókum. Hefur Gjaldheimtan af þessum sökum gert þeim að greiða dráttarvexti vegna vanskila. Hafa þessir dráttarvextir verið teknir af launum þeirra sam- kvæmt kröfu liennar. Þessu vilja verkamenn ekki una og krefjast leiðréttingar. Þessi ágreiningur tekur til viku- kaupsverkamanna hjá ríkis- fyrirtækjum. „Þetta er flókið mál og þarf að skoðast alveg sérstaklega," sagði Guðmundur Karl Jóns- son, deildarstjóri í launadeild fjármálaráðuneytisins, er fréttamaður spurði hann um þetta mál. Kvaðst hann ekki á þessu stigi geta tjáð sig um það, hver niðurstaðan yrði, en málið væri til athugunar. „Þetta tekur til örfárra manna,“ sagði hann. Guðmundur Karl kvað málið taka til þeirra stofnana sem hefðu sjálfar greitt laun starfs- manna þeirra sem hér um ræðir. Sé þetta vegna van- greiðslna á opinberum gjöldum, sém átt hefði að taka reglulega af launum. Hann sagði, að dráttarvaxtaút- reikningur hefði í fyrra verið gerður hjá Gjaldheimtunni hinn 15. hvers mánaðar. Þegar það sem tekið var af launum t.d. hinn 10. mánaðar hefði ekki borizt til Gjaldheimtunnar fyrr en t.d. hinn 20. mánaðar sýndu innfærslur á greiðslum vanskil hinn 15. Samkvæmt orlofslögunum fá fastir vikukaupsmenn orlofs- laun fyrir þann mánuð sem þeir taka sumarleyfi. Þannig er ekki tekið og lagt fyrir orlofsfé af hverjum vikulaunum, heldur fá þeir sumarleyfismánuðinn greiddan eins og venja er til um laun fastráðinna mánaðar- kaupsmanna. Af þessum orlofs- launatíma er skki tekið af mönnum upp í opinber gjöld. Er það í samræmi við tilgang orlofslaganna. Þeirri fjárhæð, sem annars væri tekin af laun- um orlofsmánaðarins, er dreift á þá mánuði ársins, sem eftir eru af árinu. Á greiðslu opinberra gjalda getur þannig orðið dráttur sem því nemur. Samkvæmt reglum Gjald- heimtunnar verða þannig van- skil sem dráttarvextir eru lagðir á. Samkvæmt venju eru skattar ekki teknir af mönnum í júlí- mánuði, þótt þeir vinni hann, þar sem gert er ráð fyrir því, að þann mánuð taki menn almennt orlof. „Þennan drýgsta mánuð til margvíslegrar útivinnu taka menn ekki orlof eftir tölvufor- skrift," sagði Guðmundur J. „Þar sem ekki er tekið af laun- um ' manna þann mánuð sem þeir fara í orlof gerir tölvu væðingin menn að vanskila- mönnum og dráttarvaxta- kröfum rignir yfir þá sem síðar á árinu fara í sitt orlof." „Þetta verður ekki þolað," sagði Guðmundur J. Guð- mundsson. „Ef þetta fæst ekki leiðrétt, verður látið reyna á rétt manna með málshöfðun." -BS. Tugmilljónatjón íeldsvoða á Akranesi ígærkvöldi: GÓLF HÚSSINS BAÐAÐ í STEINOLÍU RÉn ÁÐUR EN KVIKNAÐI í —slökkviliðsmaður f ékk reykeitrun, f éll úr stiga og slasaðist Það var mikið bál og vel nært af olíu og öðrum eldfimum efnum sem slökkviliðsmenn á Akranesi glintdu við í gærkvöldi. Vatn var af skornum skammti og aðstæður því erfiðar í byrjun. Þarna varð tugmilljónatjón. A myndinni má greina skólabílinn sem brann í dyragætt smurstöðvarinnar. DB-mynd Hlynur Eggertsson. Gólf smurstöðvarinnar á Akra- nesi. sem er á Suðurgötú 91, hafði verið baðað í sieiriolíu í hreinsunarskyni og löðraði því í olíunni er eldur kom þar upp, rétt fyrir kl. 21 i gærkvöldi. Olli olían því að eldurinn barst um húsið á svipstundu og varð það þegar alelda. Neistarnir, sein íkveikjunni ollu, komu frá rafmótor, sem knúði háþrýstidælu er verkstæðismenn hugðust nota nl að hreinsa bílmótor. Þeir sem í húsinu voru náðu að forða sér út en ekki gafst ráðrúm til að bjarga neinu svo sem varahlutabirgðum, stórum fólksflutningabíl. olíubirgðum og fleiri vermætum. Taldi slökkviliðsstjórinn á Akranesi, Stefán Teitsson, ekki óvarlegt að meta tjónið á tugi milljóna, er DB ræddi við hann í morgun. Auk þess var þarna um að ræða einu smurstöðina á Akranesi. Að sögn Stefáns kom sloKkvi- liðið brátt á vettvang en vatns- skortur háði slökkvistarfinu fyrstu 15 til 20 mínúturnar, eða þar til vatn var tekið af sementsverksmiðjunni og leitt á brunastaðinn sem er þar skammt frá. Þá gekk allt vel og var búið að slökkva eldinn um kl. 22. Stóðu þá aðeins veggir hússins uppi. en þeir eru steinsteyptir. Töluverðar sprengingar urðu í olíubirgðunum, en engan sakaði við það. Hins vegar fékk einn slökkviliðsmannanna aðkenningu að reykeitrun er hann var staddur uppi i stiga. Féll hann nokkra meta niður úr stiganum ofan á járnarusl og meiddist eitthvað. Var hann fluttur á sjúkrahúsið og var á góðum batavegi í morgun eftir þvi sem Stefán bezt vissi. Þetta er annar stórbruninn á Akranesi á skömmum tíma, en í september sl. brann þar neta- verkstæði til kaldra kola. Að sögn Stefáns eru brunavarnir á Akranesi ekki lakari en gengur og gerist og útkall liðsins fá miðað við það fjölmenni sem það þjónar. Þá gat hann þess einnig að þegar netaverkstæðið brann, hefði ekki logað upp úr nokkru húsi á svæði liðsins í tíu ár. Að mati Stefáns er liðið all- vel tækjum búið en vatnsskort- ur í bænum háir hinsvegar fyllstu afköstum, eins og fram kom í gærkvöldi. -G.S. fijálst, úháð daghlnð ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBR. 1977 t'i ' ■iliTr .'-ír-wr-M—n Jötunn ennþá fastur: Fimm milljónir farnar ísúginn Jötunn, stóri borinn Orkustofnunar, er enn fastur á 458 metra dýpi í borholunni við Laugaland i Eyjafirði, eftir þeim upplýsingum sem DB aflaði sér í morgun. Hafa starfsmenn unnið nótt og dag við að reyna að losa borkrónuna sem festist sl. föstudag er grjóthrun varð í holunni. Að Laugalandi er unnið að borunum fyrir hitaveitu Akur- eyrar og er talið að borinn kosti um eina milljón króna í leigu og með kostnaði á dag, svo að mikið er í húfi. -HP. Sakbending í handtökumálinu íVogunum: Engin stúlka handtekin Sakbending i handtöku- máli Karls Guðmundssonar, sem.á sínum tíma var hand- tekinn í Vogum á Vatns- leysuströnd ásamt Guðbjarti Pálssyni, fór frain í húsa- kynnum Sakadóms Reykja- víkur í gær. Engin handtaka fór fram að henni lokinni. Átta stúlkur stóðu í röð við gluggavegg, sem snýr út að Borgartúni klukkan nærri 6 í gærkvöldi. Þeir Karl og Guðbjartur litu á stúlkurnar. Með þeim var einnig bílstjóri sá sem ók tveim stúlkum í leit að Guðbjarti hér í Reykjavík daginn sem handtakan í Vogunum var. Ein stúlkan, sem til var kvödd, taldi sig bera kennsl á tvo óeinkennisklædda lög- reglumenn úr Keflavík við sakbendinguna. Steingrímur Gautur Krist- jánsson, skipaður setudómari í handtöku- málinu kvað þarna hafa verið um einfalda lögreglu- rannsókn að ræða og hann ekki verið þarna viðstaddur. Hannes Thorarensen, rannsóknarlögreglumaður, sem er dómaranum til. aðstoðar við rannsókn máls- ins, stjórnaði sakbending- unni. Hann sagði við fréttamann DB að sakbend- ing væri viðleitni til þess að leita sannleikans í málinu og alltaf væri gert ráð fyrir þeim möguleika fyrirfram að til væru kvaddar alsak- lausar stúlkur. Slíkur liður í rannsókn, sem sakbending væri, hlyti því að vera við- kvæmt mál og bezt að geta sinnt því í kyrrþey. Að öðru leyti kvaðst hann ekki tjá sig um þessa rannsókn. Sem fyrr segir fór engin handtaka fram að lokinni sakbendingunni. BS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.