Dagblaðið - 08.02.1977, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRUAR 1977.
fi
Utvarp
23
Sjónvarp
Sv
V
„Mér leið nú alveg þolanlega
fyrsta kvöldið, enda búin að
vera í starfsþjálfun og búið að
leiðrétta verstu gallana hj?
mér. Jú, jú, þeir voru margir.
Ég var ómöguleg fyrst,“ sagði
Guðrún Skúladóttir, sem er eitt
af nýju andlitunum á skjánum í
fréttatímanum.
Hún sagði að það hefði komið
sér á óvart að hún hefði fengið
starfið, en 18-20 sóttu um starf
fréttaþular og margir án efa
jafngóðir sér.
„Eg sótti um af bríaríi er
ég sá þetta auglýst. Nei, ég veit
ekki hvað ég fæ í kaup og það
eru margir hissa á því.en fyrst
og fremst lít ég á þetta sem
fróðlegt og þroskandi starf og
allur aukapeningur kemur sér
vel.“
Guðrún vinnur hálfan
daginn sem ritari í Iðnaðar-
ráðuneytinu og ætlar að halda
því áfram. Hún sagðist hafa
litið yfir vinnutímann í febrúar
hjá sjónvarpinu og væru það
10-11 kvöld, frá 6-8.30.
Er þá farið yfir fréttirnar til
þess að vera inni í málum er að
fréttatíma kemur.
Guðrún á tvö börn 6 og 13 ára
en maður hennar heitir Her-
bert Guðmundsson ritstjóri.
Hann ritstýrir blaðinu Hús og
hýbýli og ýmsum ferða-
bæklingum. „Jú, ég hef oft
hjálpað honum við ýmislegt við
komandi starfinu. Við vorum 4
ár á Akureyri þar sem við unn-
um bæði við blaðið íslending,“
sagði Guðrún. Henni er því
ekki algjörlega ókunnugt um
hvernig fréttir verða til. Hún er
stúdent að mennt.
Við spurðum hvað væri gert í
tómstundum og fræddi Guðrún
okkur á því að fjölskyldan
gengi með skíðabakteríuna
síðan þau hefðu farið á nám-
skeið sumarið 1975. Ekki hafði
þó orðið neitt um skíðaferðir í
vetur, enn sem komið væri, því
að eins og alþjóð veit hafa
Sunnlendingar lítið getað sinnt
þessari fótamennt sinni vegna
snjóleysis.
Guðrún er ekki aðeins hrifin
af skíðaíþróttinni, hún gekk á
Snæfellsjökul í fyrra á hvíta-
sunnunni.
„Síðan get ég varla beðið
eftir næsta tækifæri til fjall-
göngu,“ sagði hún og bætti við
að húsbóndinn hefði ekki
kynnst þessari dásemd enn, þar
sem hann var ekki með á
Snæfellsjökli, en einskis.
skyldi látið ófreistað til þess að
kveikja neista áhuga á þessu.
EVI/DB-mynd Sv. Þorm.
Frá vinstri Guðrún, Heimir örn, sem reyndar var lasinn þegar
myndin var tekin, Herbert Guðmundsson og bak við stendur Edda
Björg. DB-mynd Sveinn Þormóðsson.
„Það var búið
að leiðrétta
mestu gallana”
—sagði Guðrún Skúladóttir f réttaþulur
Borgarst jórinn kom á övart
OGSLÓÍGEGN
Það má með sanni segja, að Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri hafi siegið í gegn í sjónvarpinu sl.
laugardag, þegar hann lék hið gamalkunna lag, How high the Moon, á píanó. Þétta var í þættinum Cr
einu í annað. Ragnar Lár., teiknari DB, gerði þessa mynd tii heiðurs borgarstjóranum.
Þriðjudagur
8. febrúar
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
,12.25 Veðurfregnir og . fréttir. Til-
kynningar. Við vinnuna Tónleikar.
14.30 Getið um þann. sem geoginn er.
Jenna Jensdóttir les og endursegir
þætti úr ævi Páls Árnasonar mál-
fræðings eftir dóttur hans, benedicte
Arnesen—Kall.
15.00 Miðdegistónleikar. La Suisse
Romande hljómsveitin leikur
„Pástoral“-svítu eftir Emmanuel
Chabrier; Ernest Ansermet stjórnar.
James Buswell og Sinfóníuhljómsveit
Lundúna leika Akademískan fiðlukon-
sert í d-moll eftir Vaughan Williams;
André Previn stjórnar. Sinfóníu-
hljómsveitin í Utah leikur „Hitabeltis-
nótt“, sinfóníu nr. 1 eftir Louis
Moreau Gottschalk; Maurice'
Abravanel stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15
Veðurfregnir) 16.20 Popphorn.
17.30 Litli barnatíminn. Guðrún Guðlaugs-
dóttir stjórnar tímanum.
17.50 A hvítum reitum og svörtum. Jón Þ.
Þór flytur skákþátt.
18.20 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fróttaauki. Tilkynningar.
19.35 Hver er réttui þinn? Þáttur um rétt-
arstöðu einstaklinga og samtaka
þeirra í umsjá lögfræðinganna Eiríks
Tómassonar, og Jóns Steinars Gunn-
laugssonar.
20.00 Lög unga fólksins. Sverrir Sverris-
son kynnir.
20.50.Frá ýmsum hliðum. Hjálmar Arna-
son og Guðmundur Árni Stefánsson
sjá um þáttinn.
21.30 Tónleikar. a Sex húmoreskur fyrir
fiðlu og hljómsveit op. 87 og 89 eftir
Jean Sibelius. Aaron Rosand og
Sinfóníuhljómsveitin f Baden Baden
leika; Tibor Szöke stjórnar. b. Lýrísk
fantasía op. 58 eftir Lars- Erik Lars-
son. Fílharmoníusveitin í Stokkhólmi
leikur; Ulf Björlin stj.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Lestur Passíusálma
(2).
22.25 Kvöldsagan: „Síðustu ér Thorvald
sens" Endurminningar einkaþjóns
hans Carls Frederiks Wilckens. Björn
Th. Björnsson les þýðingu sína (4)
22.45 Harmonikulög. Glauindalshljóm-
sveitin leikur; Henry Hagenrud
stjórnar.
23.00 Á hljóðbergi. „Morð í dóm-
kirkjunni" — „Murder in the
Cathedral” eftir T.S. Eliot. Robert
Donat og leikarar The Old Vic
Company flytja. Leikstjóri: Robert
Helpman. — Fyrri hluti.
23.40 Fréttir. Dagskrárlok.
Miðvikudagur
9. febrúar
7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl.
7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kL
7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.00, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00.
Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund
barnanna kl. 8.00: Guðni Kolbeinsson
byrjar að lesa þýðingu sína á „Brigg-
skipinu Blálilju“, sögu eftir Olle Matt-
son. Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir
kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Guðs-
myndabók kl. 10.25: Séra Gunnar
Björnsson les þýðingu sina á prédik-
unum út frá dæmisögum Jesú eftir
Helmut Thielicke; 1: Dæmisagan af
týnda syninum; fyrri hluti. Morgun-
tónleikar kl. 11.00: Marielle Nordmann
og franskur strengjakvartett leika
Kvintett fyrir hörpu og strengi eftir
Ernst Hoffmann/Claude Monteux og
St. Martin-in-the-Fieids hljómsveitin
leika Konsert í C-dúr fyrir einleiks-
flautu, tvö horn og strengjasveit eftir
André Grétry; Neville Marriner stj. /
Janos Sebestyen og Ungverska kamm-
ersveitin leika Sembalkonsert í A-dúr
eftir Karl von Dittersdorf; Vilmos
Tatrai stj.
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn-
ingar. Viðvinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Móðir og sonur"
eftir Heinz G. Konsalik. Bergur Björns-
son þýddi. Steinunn Bjarman les (2).
15.00 Miðdegistónleikar. Fílharmoníu-
sveitin í Osló leikur „Zorabayda". tón-
verk eftir Johan Svendsen, Odd
Griiner-Hegge stjórnar. Michael.Ponti
og Sinfónfuhljómsveit útvarpsins f
Luxemborg leika Píanókonsert í fís-
moll op. 69 eftir Ferdinand Hiller;
Louis de Fremont stjórnar. Boston
Pops hljómsveitin leikur „Fransmann
í New York“, hljómsveitarverk eftir
_ Darius Milhaud; Arthur Fiedlerstj.
T6.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15
Veðurfregnir).
16.20 Popphorn.
17.30 Útvarpssaga barnanna: „Borgin viö
sundið" eftir Jón Sveinsson (Nonna).
Freysteinn Gunnarsson íslenzkaði.
Hjalti Rögnvaldsson les síðari hluta
sögunnar (9).
Þriðjudagur
8. febrúar
20.00 Fróttir og veöur.
2.0.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Ugla sat á kvisti. Fyrri hluti
skemmtiþáttar, sem helgaður er
gamanvfsnasöngvurum og hermikrák-
um sem verið hafa fólki til skemmtun-
ar á liðnum árum. Meðal gesta í
þættinum eru Arni Tryggvason. Jón
B. Gunnlaugsson, Karl Einarsson og
Ómar Ragnarsson. Umsjónarmaður
Jónas R. Jónsson. Aöur á dagskrá 18.
maí 1974.
21.15 Sögur frá Múnchen. Þýzkur mynda-
flokkur. Verslun og viðskipti. Þýðandi
Jóhanna Þráinsdóttir.
22.05 Utan úr hoimi. Þáttur um erlend
málefni ofarlega á baugi. Umsjónar-
maður Jón Hákon Magnússon.
22.35 Dagskrárlok.