Dagblaðið - 08.02.1977, Blaðsíða 22
22
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRUAR 1977.
9
TÓNABÍÓ
I
Enginn er fullkominn
(Somc like it hot)
W v/ i I/ ....
l j n íi / ;"
yO-;XN
m
jí
m
„Some like it hot“ er ein bezta
samanm.vnd sem Tónabíó hefur
haft til sýninga. Myndin hefur
verið endursýnd víða erlendis við
mikla aðsókn.
Leikstjóri: Billy Wilder.
Aðalhlutverk: Marilvn Monroe,
Jaek Lemmon, Tony Curtis.
Bönnuð börnum innan 12 ára.
Sýnd kl. 5, 7.15 og 9.30.
9
NÝJA BIO
I
French Connection 2
9
GAMIA BIO
íslenzkur texti
Æsispennandi og mjög vel gerð
ný bandarísk kvikm.vnd, sem alls
staðar hefur verið sýnd við met-
aðsókn.
M.vnd þessi hefur fengið frábæra
dóma 'og af mörgum gagnrýnend-
um talin betri en French Connect-
ion I.
Aðalhlutverk:
Gene Hackman
Fernando Ray.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7.15 og 9.30.
llækkað verð
9
HAFNARBÍÓ
Litli risinn
Hin spennandi og vinsæla Pana-
vision litmynd með Dustin Hoff-
man og Faye Dunaway.
Islenzkur texti.
Bönnuð innan 16 ára. v
Endursýnd kl. 8.30 og 11.15.
NVJUNG. Samfelld
1.30 til 8.30.
2 myndir.
sýning kl.
Hort gegn hörðu
Spennandi ný litmynd
og
Ruddornir
Spennandi Panavision-litmynd.
Endursýnd.
Bönnuð innan 16 ára.
Samfelld sýning kl. 1.30 til 8.20.
9
BÆJARBÍÓ
D
Monnrónin
Nýjasta mynd Alfred Hitchcock,
gérð eftir sögu Cannings „Thé
Rainbird Pattern”. Bókin kom út
i ísl. þýðingu á sl. ári.
Bönnuð innan 12 ára.
Sýnd kl. 9.
íslenzkur texti.
Sólskinsdrengirnir
Víðfræg bandarísk gamanmynd
frá MGM; samin af Neil Simon og
afburðavel leikin af Walter
Matthau og George Burns.
íslenzkur texti.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
9
LAUGARÁSBÍÓ
Hœg eru heimotökin
D
Ný hörkuspennandi bandarísk
sakamálamynd um umfangsmikið
gullrán um miðjan dag.
Aðalhlutverk: Henry Fonda,
Leonard Nimoy o. fl.
ísl. texti.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Bönnuð börnum innan 12 ára.
9
AUSTURBÆJARBÍÓ
D
Leikið við dauðonn
(Deliverance)
ISLENZKUR TEXTI
Æsispennandi kvikmynd, byggð á
samnefndri sögu, sem kom út í ísl.
þýðingu fyrir sl. jól:
Aðalhlutverk: Burt Reynolds,
John Voight.
Bönnuð innan 16 ára.
Endursýnd kl. 5, 7 og 9.
9
STJÖRNUBÍÓ
D
Okkar beztu ór
(The Way We Were)
íslenzkur texti
Ný, víðfræg, amerísk stórmynd í
litum og Cinema Scope með hin-
um frábæru leikurum Barbra
Streisand og Robert Redford.
Leikstjóri Sidney Pollack.
Sýnd kl. 6, 8 og 10.10.
9
HÁSKÓIABÍÓ
D
Árósin á Entebbe-
flugvöllinn
Þessa mynd þarf naumast að aug-
lýsa svo fræg er hún og at-
burðirnir sem hún lýsir vöktu
heimsathygli á sínum tíma þegar
Israelsmenn björguðu gislum á
Entebbeflugvelli í Uganda.
Mvndin er í litum með islenzkum
texta.
Aðalhlutverk:
Charies Bronson
Peter Finch
Yaphet Kottó.
Bönnuð börnum innan 12 ára.
Sýnd kl. 5, 7.10 og 9.30.
Hækkað verð.
BIAÐIB
Umboðsmann vantará
Blönduds.
Upplýsingar hjó Sœvari Snorrasyni,
Hlíðurbraut 1 Blönduósi, sími 95-4122 og
afgreiðslunni í Reykjavík, sími 22078.
9
Útvarp
Sjónvarp
A Laugarvatni eru margir skólar. Þetta er héraðsskólinn. DB-mynd.
Útvarp íkvöld kl. 20,50:
Frá ýmsum hliðum
Menntasetrið
að Laugarvatni heimsótt
Met-bréfabunki eftir síðasta þátt frá unglingum úti á landsbyggðinni
„Við fórum til Laugarvatns á
dögunum og heimsóttum alla
skólana þar nema barna-
skólann. 1 síðasta þætti kynnt-
um við húsmæðraskólann,"
sagði Hjálmar Árnason, en
hann er annar stjórnandi
þáttarins Frá ýmsum hliðum,
sem er á dagskrá útvarpsins í
kvöld kl. 20.50.
„í kvöld er ætlunin að kynna
menntaskólann, héraðsskólann
og íþróttakennaraskólann,
reyndar aðallega hann. Auk
þess verður lesið úr bréfum frá
hlustendum en eftir síðasta
þátt var slegið algert met í
bréfasendingum. Við fengum
hvorki meira né minna en 350
bréf — gamla metið var 280
bréf. Svo kemur auðvitað leyni-
gesturinn í heimsókn.
Þessi bréf voru að miklu leyti
frá krökkum úti á landi og
senda þeir bæði svör við get-
raun þáttarins og heilmikið
efni, m.a. leikrit. Við fáum heil-
mikið af hugmyndum við lestur
þessara bréfa. Krakkarnir biðja
um að fá kynningu á ákveðnum
skólum og starfsgreinum.
Við erum ánægðir yfir hve
vel þessi heimsókn okkar út
fyrir höfuðborgina tókst. I
Ijós hafði komið að unglingar
víða um land voru óánægðir
með hve efnisval þáttarins var
einskorðað við Reykjavík.
Nú höfum við loksins fengið
leyfi til þess að fara út á land og
taka þáttinn upp þar og við
ætlum að reyna að halda þvf
áfram,“ sagði Hjálmar Árna-
son.
Hjálmar kennir íslenzku við
Flensborgarskólann í Hafnar-
firði, en meðstjórnandi þátt-
arins, Guðmundur Árni
Stefánsson, leggur stund á laga-
nám við Háskóla íslands.
-A.Bj.
Útvarp íkvöld kl. 19,35:
Hvaða reglur
gilda um
óskipt bú?
Þáttur um lögfræðimál og réttarstöðu einsf aklinga
„Við munum aðallega fjalla
um óskipt bú í þættinum.það er
að vísu ekki búið að taka hann
upp, þannig að ég veit ekki
alveg hve mikið efni við
komumst yfir,“ sagði Jón Stein-
ar Gunnlaugsson lögfræðingur,
annar stjórnándi þáttarins
Hver er réttur þinn? sem
er þáttur um réttarstöðu
einstáklinga og samtaka þeirra.
Hinn umsjónarmaðurinn er Ei-
ríkur Tómasson lögfræðingur.
Þátturinn er á dagskrá út-
varpsins í kvöld kl. 19.35.
„Það er kallaö að eftirlifandi
sitji 'í óskiptu búi með börnum
og fjallar þátturinn um þær
reglur sem gilda þar um og
hver séu skiíyrði þess að fólk
fái leyfi til að sitja í óskiptu
búi. Einnig um hver sé réttur
eftirlifandi maka og barna og
eftir hvaða reglum búinu
verður skipt og hvenær aðilar
geti krafizt skiptingar á búinu.
Þá munum við einnig svara
bréfum frá hlustendum. Jú, við
fáum alltaf þó nokkuð af bréf-
um. Þau eru auðvitað nokkuð
misjafnlega greinagóð.
Efni bréfanna er eiginlega
um allt milli himins og jarðar
en oft fjalla þau um það efni
sem var í næsta þætti á undan,
fólk vill gjarnan fá meiri upp-
lýsingar um það sem fjallað
hefur verið um,“ sagði Jón
Steinar Gunnlaugsson lög-
fræðingur.
-A.Bj.