Dagblaðið - 08.02.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 08.02.1977, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 1977. 2 A undanförnum árum hefur svokölluð frúarleikfimi verið vinsæl, en aðallega hefur hún verið stunduð í megrunarskyni. Það er svo sem sama hvers vegna fólk fer í leikfimi, það er aðailega hreyfingin sem er áríðandi. Konurnar á myndinni voru í frúarleikfimi í vor og „sprikluðu" af sér ótal kíló! J.S./DB-mynd Ragnar Th. „Heilbrigð sál íhraustum líkama” ÓSKÖP EIGA MENN BÁGT —að þurfa að beita Gróu á Leiti fyrir sig Gróa Jakobsdóttir, Eyrarbakka. skrifar: „Ólygin sagði mér“. Svo mælti Gróa á Leiti er hún var spurð að sögumanni. Hún vissi að enginn var svo frómur að aldreihefði hann misstafvörum sér ósatt orð. I sunnudagblaði Tímans 30. jan. á því herrans ári 1977 gefur að líta ör- væntingarfulla yfirskrift innrammaða með stóru letri ásamt mynd af greinarhöfundi þar sem stendur: Hvenær fær Alþingi starfsfrið fyrir Gróu á Leiti? Neðar á síðunni er mynd af Alþingishúsinu með sömu undirskrift. Og enn með breyttu letri þingmenn Gróu á Leiti. Eg held að nafna mín á Leiti hefði brosað ef hún hefði mátt sjá hina myndskreyttu síðu Tímans. Aldrei hefði henni í lifanda lífi dottið í hug að hún mundi stjórna Alþingi íslendinga og eiga þingmenn. Ekki skal rengja sögumann, sé- hann þingmaður, er hann eflaust hennar líka og þá á lága planinu, eins og hann lýsir öðrum þingmönnum. Mig furðar á þvi að í því mennta- og skólaflóði sem seinni partur þessarar aldar hefur upp á að bjóða skuli vera til menn, sem hafa ekki tekið menntun sína alvarlegar en það, að þeir treysta sér ekki út á ritvöllinn (og reyndar bæði í ræðu og riti) nema að beita þessari fátæku konu fyrir sig til að koma hugsunum sínum á fram- færi. Prestur einn ungur að árum birtist á sjónvarpsskermi með sunnudagshugvekju. Hann á ekki orð til að lýsa þeim áhrifum sem þessi margsvívirta kona eigi á landslýð, þó sérstak- lega í saumaklúbbum. Hann hefur vonandi ekki hugsunar- laust vatni ausið lítið saklaust barnshöfuð og gefið því nafnið Gróa til þess að hún síðar í lífinu þyrfti að sofna með tár- vota kinn yfir svívirtu nafninu sínu. Oddviti einn í litlu þorpi á Suðurlandi sendi dagblaði til birtingar upplýsingar um að í nafnaskrá þorpsins fyrirfyndist ekki nafnið Gróa og virtist hon- um það léttir. Nú er hann ekki lengur oddviti og inn í plássið hefur flutt efnileg ung stúlka sem heitir Gróa (fagna ég því). Þeir, sem eru I háum stöðum varnastörf. Verum á verði sem hún að slysavörnum. Græðum það sem við getum í kringum okkur til sálar og líkama. Látum stóra menn um aur- austur á nafn okkar. Þeir sletta því sem þeir eiga. Hvenær fær Alþingi starfs- frið fyrir Gróu á Leiti? eða teljast til menntamanna hafa sloppið við kuldann og hungrið sem þjáði þjóð okkar allt fram á fyrstu ár aldarinnar. Þeir hafa aldrei gist litla baðstofu með moldargólfi sem hélaði innan, því síður hlotið hvílu í heybingi í horni hennar með gæruskinn eða pokadruslu fyrir sæng og tóman maga. Þeir þurfa að minnsta kosti flestir ekki að selja sannfæringu sína fyrir magafylli. Allslausa móðirin gerði hvað sem var til að reyna að afla fanga til þess að seðja hungruð börnin sín (hún vissi að sveitarómögum var ekki borið það bezta úr búrunum) og reyndi að verma litlar frost- bólgnar hendur og fætur. En sem betur fór voru til fórnfúsar og græðandi hendur sem vildu græða og hugga og gleymdi ekki börnunum sínum heima. Hún fór með þau með sér til þess þau mættu njóta matar. Henni var lýst þannig í lif- anda lífi að hún hefði verið gáfuð en óhamingjusöm 5 barna móðir með lélega fyrir- vinnu. Hugsunarháttur þjóðarinnar hefur ekki breytzt eins og vera skyldi með allri þeirri velsæld sem við búum við. Utigangarnir eru kannski eins margir og áður. Þá er of lítið gert fyrir börn, fatlaða og gamalt fólk. Það eru of margir sem ekki skilja að aðgát skal liöfð í nær- veru sálar. Lofum látnum að hvíla í grafarholunni án frekari svívirðingar. Gróða þýðir græðari. Verum stoltar af nafni okkar. Tökum okkur til fyrirmyndar strjúka tár af litlum fölum vöngum og hétu sumar Gróur. Heldra fólkið bauð Gróu á Leiti í matarveizlur sínar. Svo átakanlega þurfti það á söguflutningi hennar að halda. En hún var góð móðir og látnar formæður okkar, sem við höfum verið svo heppnar að erfa nafnið frá. Þær voru græðarar, sumar stunduðu lækningar í læknisleysi sein- ustu aldar. Gróa Pétursdóttir var landsfræg fyrir sín slysa- } \ 1 \ - —-5 1 V. Það er ekki sama hvernig farið er með þá orku sem kemur upp úr jörðinni með ærnum tilkostnaði. Þessi mynd er tekin á Kröflusvæðinu margumrædda, þar sem enn er hin stóra spurning óleyst. Verður nokkur orka eður ei? „Teljum að hita veitumælar séu betri en hemlar” Kristlaug Pálsdóttir og Signý Sigurlaug Tryggvadóttir frá Grindavík hringdu. Fyrir stuttu birtist í Dag- blaðinu greinagóð kjallara- grein eftir Gísla Wium i Sand- gerði um hitaveitu Suðurnesja. Við viljum gjarnan taka undir með honum að hér beri að nota mæli en ekki hemil. Við viljum benda á að hér er skortur á köldu vatni (hitaveitan á Suðurnesjum hitar upp kalt vatn sem notað er svo inn i húsin) og þarf jafnvel að bora eftir.því í nánustu framtíð. Okkur finnst því að rétta leiðin sé að hafa mæla í húsum til þess að spara vatnið. Gísli reiknaði það út að með hemli.eins og nú er, eyðist um 2 þús. tonn í meðalhúsi, en okkur skilst að í meðalhúsi í Reykja- vík, sem nota mæli, sé eyðslan 800tonn. Raddir lesenda

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.