Dagblaðið - 08.02.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 08.02.1977, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 1977, RAFVIRKJAR Rafveita Hafnarfjarðar óskar að ráða rafiðnaðarmann til starfa nú þegar. Laun eru samkvæmt launaflokki B 13. Umsóknarfrestur er til 11. febrúar. Umsóknum skal skilað á sérstökum umsóknareyðublöðum til rafveitu- stjóra, sem veitir nánari upplýsingar um starfið. Rafveita Hafnarfjarðar. Meistarafélag byggingamanna Suðumesjum Skilafrestur í samkeppni um merki félagsins er framlengdur til 15. feb. nk. Stjórnin. KERFIÐ INNHVERF ÍHUGUN TRANSCENDENTAL MEDITATION PROGRAM Selfyssingar Almennur kynningarfyrirlestur verður miðvikudaginn 9. febrúar kl. 20.30 í GAGNFRÆÐASKÓLANUM A SELFOSSI. Öllum heimill aðgangur. íslenzka ihugunarfélagið. Auglýsing um styrki úr Lánasjóði íslenzkra námsmanna Hér með auglýsir stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna til umsóknar styrki úr sjóðnum skv. 12. gr. laga nr. 57/1976 og 22. og 23. gr. rgg. nr. 347/1976. Umsóknarfrestur er til 1. marz nk. Almenn skilyrði fyrir styrkveitingu eru þessi: 1. Umsækjandi hafi fulinýtt rétt sinn og möguleika á láni úr sjóðnum. 2. Aðstæður umsækjanda geri honum ómögulegt að stunda nám sitt án frekari námsaðstoðar. Styrkir þessir eru veittir með tilliti lil eftirfarandi ástæðna m.a,: a. örorka og veikindi. b. erfiður f járhagur vegna fjölskyldu. c. búferiaflutningur vegna náms. Auk þess auglýsir sjóðurinn aukaferðastyrki fyrir skóla- árið 1976-’77. Aukaferðastyrkur er veittur ef umsækjandi færir fuilgild rök að því að sérstakar ástæður geri honum nauðsynlegt að fara oftar en einu sinni milli heimilis og námsstaðar. Reykjavík l.febrúar 1977. Lónasjóður ísl. nómsmanna Laugavegi 77. I Almenni músíkskólinn: Leika létt lögf sér og öðrum til skemmtunar Þegar Miðbæjarskólinn var fullur af krökkum hér um árið og allir voru hræddir við skólatann- lækninn, var ekkert sældarbrauð að' ganga á eftir konunni í hvíta sloppnum, þegar hún kom að sækja mann í tíma. Konan gekk marga stiga og upp á loft, sem var löng leið fyrir krakka með maga- pínu vegna kvíðans. Það átti kannski að spóla. Krakkarnir sögðu að hún væri ofsalegur fant- ur og svo var lyktin alveg hræði- leg. Svo þurfti að borða hafra- graut í heilan dag á eftir, ef hún spólaði mann. ir klassískan gítarleik. Þegar við litum þarna inn var Sigurður Jónsson að kenna 11 ára stúlku á orgel og að sjálfsögðu spilaði hún fyrir okkur. Karl stofnaði Almenna músík- skólann fyrir þremur árum. Til- gangurinn með stofnun skólans var að gera fólki kleift að læra að leika létt lög á hin ýmsu hljóð- færi, sér og öðrum til skemmtun- ar. Skólinn er fyrir fóik á öllum aldri og er nemendum skipt í hópa eftir aldri. Tónfræði er kennd við skólann fyrstu tvö árin og einnig nótna- lestur. Námið er byggt þannig upp að nemendur geti sem fyrst farið að leika létt lög. Svo er það smáþyngt og tónfræðinni fléttað inn í námið. Karl sagði að það væri aðalatriðið að nemend- ur fengju það mikinn áhuga að þeir væru duglegir að æfa sig heima og þess vegna mætti ekki þyngja námið skyndilega. Nemendur sem byrjað hafa hjá Karli, hafa margir farið út í alvar- legt tónlistarnám, en flestir koma til að geta leikið sjálfum sér til ánægju. •KP l mM jj Nú ganga krakkar með allt öðru hugarfari þessa þröngu stiga í Miðbæjarskólanum. Þau eru komin hingað til að læra á hljóð- færi og hlakka til. Þar sem skóla- tannlæknirinn í Miðbæjarskólan- um var í gamla daga er nú Al- menni músíkskólinn til húsa. Þar kennir Karl Jónatansson, hinn kunni harmoniku-leikari þeim yngri að fara höndum um þetta skemmtilega hljóðfæri. Þeir sem hafa áhuga á að læra t.d. á gítar eða píanó geta einnig fengið kennslu. Karl hefur t.d. Tékka, sem heitir Miloslav og hann kenn- Það eru ekki eintómir karl- menn sem læra á harmóníku, kvenfólkið er einnig liðtækt á þessu sviði tónlistar. Karl Jónatansson, harmóníku- leikari, stofnaði Almenna mús- íksskólann fyrir þremur árum. DB-myndir Bjarnieifur. Þessir strákar eru að iæra klassískan gítarleik hjáTékkan- um Miloslav.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.