Dagblaðið - 08.02.1977, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 08.02.1977, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRUAR 1977. 100 milljón króna skrifstofuhöll fyrir happdrættisfé Háskóla íslands Fyrir helgina var formlega tek- in í notkun ný og glæsileg skrif- stofubygging Rannsóknastofnun- ar iðnaðarins að Keldnaholti. Breytir nýbyggingin verulega til hins betra vinnuaðstöðu allri hjá stofnuninni, skapar möguleika til aukinna rannsóknastarfa og lausn um nokkra framtíð varðandi vinnuaðstöðu sérfræðinga og nemenda. ..Bygging þessi er fjármögnuð af tekjum Happdrættis Háskóla íslands,“ sagði Steingrímur Her- mannsson, framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins, en bygg- ingar á Keldnaholti eru í umsjá ráðsins. Steingrímur sagði að 20% af tekjum happdrættisins rynni til ríkisins samkvæmt lögum og það hefði á sínum tíma verið ákveðið að það fé rynni í byggingarsjóð rannsóknarstofnana atvinnuveg- anna. Happdrætti Háskólans hefur gefið byggingarsjóðnum að Keld- um 50 milljónir króna sl. ár. Þó það sé myndarleg upphæð nægir það hvergi í dag, að sögn Stein- gríms. Helmingur þeirrar upp- hæðar fer nú í afborgana- og vaxtagreiðslur af vísitölulánum sem ríkisstjóður útvegaði sjóðn- um snemma á tilveruskeiði hans. Og hvernig sem af þeim lánurn er borgað, fara þau hækkandi vegna verðbólgunnar. Haraldur Asgeirsson, forstjóri Rannsóknarstofu byggingariðnað- arins, lýsti nýju byggingunni sem notuð var þá er hún var i bygg- ingu sem rannsóknaviðfangsefni. Niðurstöður þeirra rannsókna eru nú að koma í ljós. Byggingin er hin nýstárlegasta og margar nýjungar í byggingaraðferðum og notkun efna, er það að finna. T.d. má nefna að þessi steinsteypta bygging er einangruð að utan og hljóðeinangrun er með nýjum og áður óþekktum hætti. Raunkostnaður við bygging- una nam 75.4 milljónum króna, en sá kostnaður framreiknaður að verðlagi i janúar 1977 yrði 101,8 milljónir. Menntamálaráðherra og iðnað- arráðherra fluttu báðir ávörp við athöfnuna sl. föstudag. -ASt. ■ Það mætti ætla að Steinþór Gcstsson, alþingismaður, væri þarna að æfa upp nýian M.A. kvartett. En svo er ekki. Haraldur Asgeirsson, forstjóri Rannsóknardeildar byggingariðnaðarins, er að sýna iðnaðarráðherra, menntamálaráðherra og alþingismönnunum Steingrími Hermannssyni (að baki Ilaralds ) og Steinþóri nýjungar í nýju skrifstofubyggingunni. DB-mynd Bjarnleifur, Jón Skaftason alþingismaður: „Skattafrumvarpið verður ekki lögfest á yfirstandandi þingT ,,Ég er þeirrar trúar, að skaltalagafrumvarpið verði ekki lögfesl á yfirstandandi þingi." sagði Jón Skaftason al- þingismaður (F) i viðtali við DB í gær. ,,Eg vil í upphafi benda á að frumvarp þetta, sem lagt var fram af fjármálaráðherra, hef- ur efnislega hvorki verið sam- þvkkt í ríkisstjórn né stuðn- ingsflokkum hennar. Það er því ljóst, að það á eftir að taka miklum breytingum, áður en það nær þvi að verða lögfest," sagði Jón Skaftason. ,,Um frumvarpið má annars segja í stuttu máli. að í því felast bæði kostir og gallar. Fyrst um kost- ina: 1) Það horfir til einföldunar á gildandi lögum unt tekjuskatt að því leyti, að tekjuskatts- grunnur er færður í svipað horf og útsvarsgrunnur. 2) Það horfir til nteira réttlætis að því leyti að samkvænit þvi á sá sem stundar atvinnurekstur í eigin nafni, að greiða að minnsta kosti lágmarks tekju- skatt svipað og þeir gera, er taka laun hjá öðrum. Augljósir framkvæmdaerfiðleikar fyrir skattayfirvöld munu þó fylgja þessu atriði. 3) Það horfir yfirleitt til meira réttlætis með nýjum reglum um eignasölur og fyrningar. 4) Það er til bóta að því er tekur til þ.vngingar viðurlaga við skattsvikum og með því ákvæði þess, sem breytir ríkis- skattanefnd í skattdómstól." „Get ekki fylgt frum- varpinu óbreyttu" „Gallarnir eru hins vegar margir og augljósir," sagði Jón.: 1) „Mér sýnist skattbyrði laun- þega áfram munu vera of stór hluti heildarbyrðarinnar. Ég vil lækka skattleysismörk laún- þega verulega. 2) Ég vil koma á algerri sér- sköttun hjóna. Til þessa hefur verið sagt, að framkvæmdaerf- iðleikar væru bundnir slíkri breytingu. Þeir yrðu þó minni að minu viti en þeir, sem fylgja því ákvæði frumvarpsins, að ákveða skuli tekjur þeirra er stunda eigin atvinnurekstur. 3) Ef frumvarpið yrði lögfest óbreytt, mundi það hafa óeðli- lega tekjuskattslækkun giftra hátekjumanna í för með sér, þar sem eiginkonan vinnur ekki úti og í flestum tilfellum ósanngjarna hækkun tekju- skatts þar sem bæði hjónin vinna úti eða um einstætt for- eldri er að ræða. 4) Frumvarpið gengur sem heild ekki nógu langt til ein- földunar skattalaga, þrátt fyrir það að einstök ákvæði þess stefni í þá áttina. Að siðustu þetta: Erfitt er að tjá sig um kosti og galla tekju- og eignaskattalaga, skoðað út af fyrir sig. Þau eru aðeins hluti af heildartekjuöflunarkerfi rík- isins og þurfa að skoðast í því ljósi. En almennt get ég ég sagt að meðan ekki er tryggt, að beinir skattar leggist réttlátar á gjaldendur en verið hefur, vil ég ekki að vægi þeirra verði of stórt í heildarslfattbyrðinni. Af framansögðu er ljóst, að ég get ekki fylgt frumvarpinu óbreyttu." -HH Herra- kvöld Fjölnis- manna Nú er sá árstími þegar árs- hátíðir og árleg herrakvöld eru í algleymingi. Á fimmtudags- kvöld heldur Lionsklúbburinn Fjölnir sitt árlega herrakvöld að Hótel Sögu. Veizlustjóri er Jónas Guð- mundsson, listmálari og rithöf- undur en ræðumaður kvöldsins og heiðursgestur er Vilmundur Gylfason, sem kos- inh var Maður ársins af blaða- mönnum DB. Á borðum verður villibráð eins og hreindýrakjöt, sjófugl- ar, gæsir og rjúpur ásamt til- heyrandi góðgæti. Klúbbfélagar munu sjálfir annast skemmtiatriði en auk þeirra mun Ómar Ragnarsson koma í heimsókn. Þá verður happdrætti og uppboð á nokkr- um málverkum eftir þekkta listamenn. Aðgöngumiðar eru afhentir hjá Magnúsi S. Fjeldsted í Hjartarbúð að Suðurlands- braut 10 og hjá Jóhanni Sófus- syni í Gleraugnahúsinu, Templarasundi. Lionsklúbburinn Fjölnir hefur á undanförnum árum stutt starfsemina á vistheimil- inu að Viðinesi. A.Bj. Vilja ekki tæki til hrognatöku um borð Skipstjóra- og stýrimannafélag- ið Verðandi í Vestmannaeyjum hefur beint þeim eindregnu til-‘ mælum til sjávarútvegsráðuneyt- isins að algjörlega verði bannað' að setja tæki til hrognatöku um borð i loðnuveiðiskip, þar sem sannað hefur verið að klak á sér stað í skolvatni frá dælingu og] stuðlar því að viðhaldi loðnu- stofnsins. Kom blankur áein- földum farseðli Ungur Pjóoverjt gistir nu fangaklefa á Keflavíkurflug- velli. Gæzla nans stendur í sarpbandi víð það að hingað kom hann algerlega peninga- laus og á einföldum farmiða, þ.e. á ekki farseðil til að halda áframeða snúa heim og ekkert fé fyrir slíkum farseðli. Slíka menn telur útlendingaeftirlitið enga aufúsugesti og er því flug- félagi sem fiutti hann hingaðj gert að flytja hann til baka. Bíður hann nú fars utan og fer vel um hann í fangaklefanum. -ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.