Dagblaðið - 09.02.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 09.02.1977, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRUAR 1977. 3 •v Þörf áminning til ríkisstjórnarinnar I sjónvarpi nú um daginn var komió inn á þaö vandamál aó í kjörbúðum, sem hér í borg eru margar, stórar og glæsilegar, er það orðið vandamál hversu mikið er orðið um þjófnað eða gripdeildir, eftir því hvað menn viljakaxlaþað. Ég ætla mér ekki að fara að verja gerðir þessa fólks síður en svo, nema að einu leyti og það er spurningin um það hver sé hinn seki. Ástæður þær sem geta legið til þess að borgararnir leiðast út I þvíum- líkt eru fleiri en ein. Eins og kom fram í sjónvarpinu, var ein ástæða sem ég hjó sérstaklega eftir og það var að sumir höfðu 1 sjónvarpinu hefur komið fram, að nokkuð er um þjófn- aði í stórum verzlunum. Hér er mynd úr verzluninni Hagkaupi. gert þetta af því að þeir voru að drýgja tekjur sínar. Er svo komið fyrir samborgurunum undir þeirri dýrtíðarríkisstjórn sem nú situr að völdum, að 'menn séu tilneyddir að fara útj að stela? Svei.... Jean Jensen Dæmalausar tillögur í skattamálum — Erindi Arndísar Björnsdóttur frábært 9850-9771 skrifar: Er ekki möguleiki á að hið frábæra erindi Arndísar Björnsdóttur um skattamál, sem hún flutti í útvarpinu þann 2. febrúar 1977, verði birt í heild á síðum ykkar í Dag- blaðinu? Erindið var hnitmiðaður kinnhestur á hinar dæmalausu tillögur núverandi ríkisstjórnar í skattamálum. Ég vil leyfa mér að efa, að öllu snjallari mál- flutningur um þessi mál hafi heyrzt, síðan þessi mál fór að bera á góma. — Dagblaðið hefur lagt drög að þvi að fá erindi Arndísar til birtingar og vonandi verður það sem fyrst. M Þetta árið bárust um 45 þúsund framtöl til skattstofunnar í Reykjavík. Hér er hluti fram- talanna. Frá undirritun samningsins við Færeyinga. Eru Færeyingar afkastameiri en íslendingar? Sigurgeir hringdi: Mér datt það svona í hug, þegar verið var að ræða um samningafundi Færeyinga og Islendinga um loðnu- og kol- munnaveiðar innan hvors annars landhelgi, hvort Færeyingar væru svona miklu afkastameiri en Islendingar. I samninganefndinni voru nefnilega þrír Færeyingar, en níu Islendingar. Það væri kannski ekki úr vegi að fá nokkra af frændum okkar Færeyingum til þess að sitja í samninganefndum okkar Islendinga, því ekki veitir okkur af að spara á þessum siðustu og verstu tfmum. Spurning dagsins Hverniglíztþérá skattafrumvarpið? Arni Jónsson: Mér lízt heldur illa á það. Það er verið að auka skatt- inn hjá öllum, sýnist mér. Jón Pétursson: Mér lízt alls ekki á það. Það er alls ekki verið að minnka bilið milli tekjuhárra og þeirra sem hafa minna. Þetta er alveg dæmigert sem komið hefur fram að ráðherrarnir fá lægri skatta ef þetta nær í gegn. Gylfi Magnússon: Þetta er sami grauturinn, hann er bara í nýjum potti. Þröstur Haraldsson: Ég hef heyrt að mótmæli streymi alls staðar að gegn frumvarpinu. Þetta fólk hlýtur að hafa eitthvað til sins máls. Sigrfður Jónsdóttir: Mér finnst rikisstjórnin koma skammarlega fram við konur. Þessi sérsköttun er alveg út i hött, það á hver einstaklingur að greiða skatt af þeim tekjum sem hann aflar. Eyjólfur Alfreðsson: Það verður að gera einhverjar breytingar svo skattbyrðin lendi ekki á launa- mönnum, en þetta frumvarp leys- ir engan vanda. Svo finnst mér það fara illa með kvenfólkið, alla vega verkar það ekki hvetjandi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.