Dagblaðið - 09.02.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 09.02.1977, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRUAR 1977. Sigfríð Þórisdóttir hjúkrunarkona Dýraspítalans er búin að fá skurð- arborðið og lampann og er harla ánægð með það. Vonazt eftir að Dýra- spítalinn komist í gagnið eftir mánuð Brátt líður að því að Dýraspítal- in komist í gagnið. Að sögn Sig- fríðar Þórisdóttur dýrahjúkrun- arkonu verður hann væntanlega tekinn í notkun fyrstu eða aðra helgina í marz. Þá er gert ráð fyrir að hann verði opinn klukku- tíma á hverju kvöldi. Sifellt bætast við tæki og nauð- synlegir hlutir fyrir spítalann. Þegar DB leit þar inn var verið að koma fyrir búrunt fyrir stærri dýr, t.d. hunda eða kindur. Einnig er verið að smíða innréttingar undir alls konar áhöld. Eins og komið hefur fram verður skurð stofa á spítalanum en ekki er búið að ákveða hvaða læknir starfar með Sigfríð á spítalanum. Vænt- anlega verður þess ekki langt að bíða. -KP Kaupið tvöfaldaðist en... Klósettið hækkaði úr 7 þúsund í 30 þúsund Kaupið hefur hækkað miklu minna en bvggingarkostnaður yfirleitt. Þannig hefur tiltölu- lega hæg hækkun kaupsins haldið vísitölu byggingarkostn- aðar niðri. Þetta sést vel af dæmi sem blaðið þekkir um samninga um b.vggingu skrif- stofuhúsnæðis. Samningurinn var gerður fyrir tveimur árum en nú fvrir skömmu, við upp- gjörið voru tölurnar orðnar um þrisvar sinnum hærri en þær voru við gerð samningsins. Klósettið hafði þannig hækk- að úr 7 þúsund krónum í 30 þúsund! En á þessu tímabili hefur kaupið aðeins um það bil tvö- faldazt. Plötur í skilrúm höfðu á þessu tímabili hækkað í verði úr 55 þúsundum í um 156 þús- und krónur. Gólfdúkurinn hafði farið úr 51 þúsundi upp i 191 þúsund á þessum tíma. Hurðirnar höfðu þó ekki hækkað nema úr 110 þúsund- um í 200 þúsund. Verðið á teppunum hafði hækkað úr um 9.500 í 32 þús- und krónur. Þannig hafði margt þrefald- azt og meira til en meðalhækk- unin varð um þreföldun. Launþegar gátu ekki haldið í við slíka hækkun á byggingar- kostnaðinum. Á þessu tímabili, frá gerð samningsins 1974 til desember siðastliðins, tæplega tvöfaldaðist þriðji taxti Dags- brúnar og áttundi taxtinn komst lítið eitt fram yfir það að tvöfaldast. -HH 1 gær komu búrin langþráðu í Dýraspítalann. Og þau voru umsvifalaust prófuð, hvort sem fyrsti „íbúinn" var nú veikur eða ekki. Þetta minnir óneitanlega allmjög á fangaklefa en svona á þetta að vera á fínustu og beztu dýraspítulum. — DB-myndir Bjarnleifur. Minnsta atvinnu leysi í janúarlok —síðan skráning höf st Eigendaskipti án þinglýsinga algeng Minna atvinnuleysi var á landinu um síðustu mánaða- mót en nokkurn tíma hefur verið á þessum árstíma síðan félagsmálaráðuneytið fór að skrá atvinnuleysið um allt landið. Skráðir atvinnuleysingjar eru nú alls 637 en voru 779 fyrir mánuði. Á sama tíma í f.vrravetur voru atvinnuleys- ingjarnir 1165 og 936 árið þar áður, svo að dæmi séu tekin. Atvinnulausum fjölgaði heldur í Reykjavík í síðasta mánuði og urðu 130. Þeir voru 318 á sama tima í fyrra. Þá fjölgaði atvinnulaus- um á Húsavík úr 13 í 34. Rækjuvinnsla lá þar niðri. Á Selfossi varð einnig aukning úr 35 í 60 og kom til að prjónastofa lokaði um ára- mót og konur, sein þar unnu, gengu síðan atvinnulausar. Loðnan olli hins vegar straumhvörfum á ýmsum stöðum. Sitthvað annað varð til að lyfta atvinnulífinu. A Dalvík fækkaði atvinnulaus- um úr 26 í 10 í mánuðinum. Á Þórshöfn varð fækkunin úr 52 i 12, úr 86 í 12 á Vopnafirði og úr 27 i 12 á Breiðdalsvík. í Hrísey fækkaði atvinnuleysingjum úr 33 í 18. -HH Eigendaskipti á fasteignum hafa tíðkazt í verulegum mæli án þess að kaupsamningum hafi verið þinglýst. Samkvæmt lauslegri athugun verður ekki betur séð en þess séu fjölda- mörg dæmi um langt skeið að menn hafi keypt fasteignir og gert um þau viðskipti kaup- samninga. Hafa þessar eignir, íbúðir eða hús, síðan mjög oft verið seldar þriðja aðila sem síðan hefur fengið í hendur af- sal frá upphaflegum eiganda. Ekki hvað sízt eru þessi dæmi algeng þegar um var að ræða sölu á íbúðum sem ýmist voru á byrjunarstigi byggingar eða jafnvel alls ekki byrjað að byggja. Dagblaðið birti í sl. viku frétt um slík fasteignaviðskipti og var þar tilgreind með nafni ákveðin fasteignasala i Reykja- vik. Vitað er að margar fast- eignasölur hafa annazt samn- ingagerðir um slík viðskipti. Augljóst er að með þessu hafa menn .verið að komast hjá og spara sér greiðslu þinglýsingar- gjalda á íbúðum sem þeir ætla ekki að eiga til langframa. Maður sá sem keypti og seldi aftur íbúð þá sem greint var frá í frétt DB, og áður er að vikið, var eigandi hennar enda þótt hann þinglýsti ekki kaupsamn- ingi þeim er um viðskiptin var gerður. Eins og fyrr segir er fjöldi dæma um hliðstæð vióskipti þekktur á fasteignamarkaðn- um. BS. FESTI-GRINDAVÍK FÖSTUDAGSKVÖLD KL. 9-1 Dansleikur helgarinnar Sætaferðir frá BSÍog Torgi, Keflavík Hljómsveitin 0PERA fró Þorlókshöfn

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.