Dagblaðið - 09.02.1977, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 09.02.1977, Blaðsíða 24
Gagnkvæmu veiðisamningarnir við Færeyinga: Gróðinn allur Færeyinganna — a.m.k. fyrst um sinn þar sem við munum ekki fullnýta kolmunnakvóta þeirra strax Fari svo, sem allar líkur benda til, að Alþingi íslendinga og Lögþing Færeyja samþykki gagnkvæmu fiskveiðisamning- ana, sem gerðir voru hér fyrir skömmu, lítur út fyrir að Fær- eyingar hafi allan ávinning af þeim, a.m.k. til að byrja með og um fyrirsjáanlega framtíð. Sem kunnugt er samdist þannig að Færeyingar fengju að veiða hér 25 þús. tonn af loðnu á ári gegn því að við fengjum að veiða 25 þús. tonn af kolmunna hjá þeim á ári. Um leið og þetta verður væntanlega samþykkt geta Færeyingar þegar í slað notað sér sinn hlut án nokkurs auka- kostnaðar við að útbúa skip til veiðanna og hér er um að ræða veiðar sem þeir kunna full tök á eins og við. Hins vegar gegnir öðru máli með kolmunnaveiðar okkar hjá þeim. Til þeirra veiða eru lík- lega ekki nema um tíu íslenzk nötaskip nægilega öflug, auk þess sem þau verða að útbúa sig flotvörpum. Þá hafa íslending- ar sáralitla sem enga reynslu af þessum veiðum og kunna því lítið til þeirra. Fyrst um sinn yrðu þær því hálfgerðar til- raunaveiðar. Hvað snertir verðlag fyrir k'olmunna og loðnu til bræðslu er munurinn lítill eða enginn ef miðað er við verðlag síðasta sumars á kolmunna og meðal- verð á loðnu í fyrra. Hægt er að skreiðarverKa kolmunnann og fengist þannig mun betra verð fyrir hann, ef markaðir opnuðust, en þá þarf að ísa hann um borð og kosta meira til umbúnaðar en þegar veitt er til bræðslu. Kolmunnaveiðar við Færeyj- ar eru mögulegar í apríl og maí, þótt við höfum einnig leyfi til að veiða hann í júní. Hins veg- ar eru stærstu loðnubátar okk- ar á loðnuveiðum hér alveg fram í apríl. Kolmunni er veiðanlegur hér við land í júlí og ágúst, skv. tilraunum sem gerðar voru með bv. Runólfi sl. sumar. Miðað við reynslu síðasta sumars af sum- arloðnuveiðunum má hins veg- ar búast við að stærstu loðnu- bátarnir muni fremur verða á loðnu en kolmunna. Miðað við það sem blaðið hefur kannað má einnig teljast ólíklegt að þau skip muni verða nýtt við kolmunnaveiðar við Færeyjar á dauða tímanum milli vetrarloðnuvertíðarinnar og sumarvertíðarinnar. Blaðinu er ekki kunnugt um neinn útgerðaraðila sem er far- inn að undirbúa að senda bát sinn á kolmunnann við Færeyj- ar að loðnuvertiðinni lokinni, a.m.k. ekki í ár. — t>að eina sem virðist því rétt- læra þessa samninga er að talið er öruggt að við nýtum ekki loðnustofninn hér nærri því eins og óhætt er og því sé rétt- látt að veita öðrum hlutdeild í honum. -G.S. Nýjar aðferðir við greiningu blóðflokka og véfja: Útiloka ranga feðrun Ákvarða réttan fóður „Ef gripið er til allrar þekk- ingarinnar teljum við mögulegt að útiloKa rangan föður og þannig að ákvarða hinn rétta, sé hann til kvaddur,“ sögðu þeir Ólafur Jensson forstöðu- maður Blóðbankans, og dr. Alfreð Alfreðsson erfðafræð- ingur, í stuttu viðtali við DB. „Blóðflokkunargreiningu hefur stöðugt fleygt fram frá því farið var að nota hana,“ sagði Guðmundur Þórðarson, Iæknir, sem mikið hefur starfað að rannsóknum á þessu sviði í Rannsóknarstofu Háskólans undir stjórn og forstöðu Ólafs Bjarnasonar, prófessors í réttarlæknisfræði. „Stöðugt fjölgandi ákvarðandi blóð- flokkar, sem tekizt hefur að greina frá því farið var að kanna þetta svið fyrir um það bil 50 árum, hafa aukið lík- urnar á réttum niðurstöðum við ákvörðun faðernis, þar sem vafi hefur leikið á um það,“ sagði Guðmundur. Þær aðferðir, sem gera allt að því 100% útilokun rangs föður mögulegar, byggjast á vefjaflokkun og rannsóknum a henni. I sambandi við Uffæra- flutninga hefur ör þróun orðið á sviði vefjarannsókna og vefja- flokkunar á undanförnum árum, nánar tiltekið einkum frá árinu 1960. Á þessum rann- sóknum byggist erfðafræðileg þekkingarundirstaða sem hefur geysilega þýðingu í ýmsum til- gangi; til dæmis varðandi: 1. Erfðafræðilega gerð manns- ins, 2. Ýmiss konar rannsóknir sakamála, 3. Barnsfaðernisákvarðanir, 4. Rannsóknir á mismunandi tiðni sjúkdóma. í marzmánuði á síðastliðnu ári var farið að greina vefja- flokka hér, og er þegar hafið mjög merkilegt starf við söfnun og flokkun tölvutækra upp- lýsinga á þessu sviði. „Það er rétt að með vaxandi þekkingu og fullkomnari rann- sóknum tekst nú að útiloka menn sem ekki hefur verið unnt að útiloka áður,“ sagði Jón A. Ölafsson, sakadómari, sem ásamt Sverri Einarssyni, saka- dómara, fer nú einkum með barnsfaðernismál sem borin eru undir dómstóla í Sakadómi Reykjavíkur. BS. Enn óvissa um Bahreinflug Flugleiða: Reyna að fá leyfið aftur Það er unnið að málinu en ég get engu spáð um, hvort það ber árangur eða ekki, sagði Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, er hann var spurður hvort fyrirhugað áætlunarflug félagsins til Arabaríkisins Bahrein væri dottið upp fyrir. Eins og DB skýrði frá í fyrra höfðu öll tilskilin leyfi fengizt til flugsins og var unnið að undirbúningi þess. Væri það byrjað nú hefðu tilskilin leyfi ekki skyndilega verið aftur- kölluð af flugmálayfirvölditm í Bahrein. Vegna afstöðu yfirmanna Gulf Air, sem er flugfélag heimamanna, voru leyfin endurskoðuð og kippt til baka, væntanlega vegna neikvæðrar afstöðu Gulf Air manna. Pan American sótti um Bahrein flug um svipað leyti og Flugleiðir og fékk það félag einnig leyfi sem ekki hefur ver- ið afturkallað. Hefur Pan Am flogið þangað síðan í desember sl. -G.S. Reiðhjólin hvílast ekki 1 góða veðrinu unaanfarna daga hefur verið upplagt að taka fram reiðhjólið sitt og hjóla um borgina. En það eru bara ekki allir sem nenna því, nota afsökun á borð við: það er svo kalt. Blikkbeljurnar eru freKar notaðar og einn situr í hverjum bll. Haldið þið að það væri munur á heilsufari þjóðarinnar ef allir tækju þennan unga mann sér til fyrir- myndar. -DB-mynd Arni Páll. frfálst, óháð dagblað MÍÐVIKUDAGUR 9. FEB. 1977 Jón vill hækkamörkin Misritun varð i viotah við Jón Skaftason alþingismann i gær. Hann sagðist, að sjálfsögðu, vilja hækka skattleysismörk launþega, það er að segja leyfa tkattleysi af hærri tekjum en nú er. í blaðinu stóð lækka í staðinn fyrir hækka. -HH Nær 30 þúsund ionnaf loðnuiil Seyðisfjarðar Sjö loðnubátar biðu eftir löndun á Seyðisfirði í gærmorg- un. Stóðu þá vonir til að þróar- rými losnaði fyrir farma þeirra en unnið var með fullum af- köstum bæði í Síldarverki smiðju ríkisis og hjá Hafsíld. Blíðskaparveður var á Seyðis- firði bæði á mánudag og í gær en leiðindaveður og snjókomá hefur verið að undanförnu. Síldarverksmiðjur ríkisins höfðu í gær tekið á móti 22170 tonnum af loðnu og frá verksmiðjunni er búið að skipa út 800 tonnum af loðnu- mjöli. Hjá Hafsíld var á sama tíma búið að landa 5230 tonnum af loðnu, svo að heildarmagnið á Seyðisfirði er komið fast að 30 þúsund tonnum. -Óttar/ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.