Dagblaðið - 09.02.1977, Blaðsíða 1
3. ARG. — MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRUAR 1977 — 33. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMULA 12, SIMI 83322. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 1. SÍMI 27022.
Nýtegund flokkunar blóðs og vef ja:
Röng feðrun úr sögunni
—sjá baksíðuf rétt um merkar nýjungar, sem viðhafðar
eruhérálandi — baksíða
I náttföt-
unum á ball
í gærkvöldi
Nyjasta samkvæmistízkan?
Það er alveg makalaust
hverju þeir tízkukóngarnir i
París geta tekið upp á. Nú eiga
allir að vera í náttfötum. Það
hlýtur að vera i tízku, fyrst
allir mæta svona á Öðal. Það er
verst hvaó þau klæða fólk mis-
jafnlega. Annars var ógurleg
stemmning í gærkvöldi við
Austurvöllinn og fólk virtist
kunna mikið betur við sig í
náttfötum heldur en venju-
legum gallabuxum, enda engin
furða, þær eru búnar að vera
svo lengi í tízku.
Stúlkan á myndinni tók það
upp hjá sjálfri sér að reyna að
skemmta fólkinu á staðnum.
Það er erfitt að halda jafn-
væginu á tveim stólum, svo
það fór næstum því út um
þúfur, en það gerði ekkert til
ef dæma má af svipbrigðum
krakkanna á myndinni.
-KP./Arni Páll.
V
Gæzlan á von á nýrri
þyrlu fyrir 250 milljónir
—hefur tryggt sér rétt íkaupendaröðinni
„Mikið hefur verið rætt
um að panta nýja þyrlu fyrir
Landhelgisgæzluna," sagði
Pétur Sigurðsson forstjóri í
viðtali við DB í gær. „Við
höfum nú nýverið tryggt
okkur rétt í kaupendaröð-
inni en á undan okkur eru
margir og þó við séum
kornnir í röðina er varl hægt
að segja að við séum orðnir
kaupendur."
Fyrir valinu hjá Land-
helgisgæzlunni varð ný gerð
af Sikorskv þyrlu, sem
nýbúið er að reyna til fulln-
ustu og verið er að hefja
framleiðslu á. Þyrlugerð
þessi gengur undir nafninu
S-76 og er mjög fullkomin.
Hún er tveggja túrbína en
eins hreyfils. Verð hennar
nú mun vera rétt um 250
milljönir íslenzkra króna.
Pétur sagði DB að Gæzlan
heföi átt nokkuð af vara-
hlutum frá Sikorsky og þeir
hefðu verið endursendir og
með andvirði þeirra hefði
Gæzlan komizt í
kaupendaröð S-76 gerðar-
innar.
Gæzlan fékk í fyrra,
skömmu eftir hrap
Landhelgisgæzluvélarinnar
í Skálafelli. nýja þ.vrlu af
Hughes gerð. Hún er mun
minni en nýja þyrlan
verður.
-ASt.