Dagblaðið - 09.02.1977, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 09.02.1977, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRUAR 1977. * --------------------- Málshöfðun á hendur Kissinger og fleirum: Við viljum fá að sjá útskrift á öllum sím- tölum Kissingers —segir höpur f réttamanna og sagnf ræðinga Hópur bandarískra frétta- manna og sagnfræðinga leitaði í gærkvöld til dómstóla og krafðist þess að fá afhentar út- skriftir á símtölum dr. Henry Kissingers sem hann átti áður en hann varð utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Mennirnir höfða mál á hendur Henry Kissinger, Daniel Boorstin bókaverði þingskjalasafns Bandaríkj- anna, þar sem Kissinger-skjölin eru geymd og síðast en ekki sízt Cyrus Vance núverandi utan- ríkisráðherra. Mál er höfðað á hendur Vance þar eð hann er yfirmaður utanríkisráðuneytis- ins og því ábyrgur fyrir því að skjölin fáist afhent. I Bandaríkjunum eru í gildi lög sem heimila hverjum sem er að biðja um hvaða upplýs- ingar sem ríkisstjórnin hefur undir höndum. Þeirri beiðni er einungis hægt að neita varði uppýsingarnar öryggi landsins. Er Kissinger lét af embætti í janúar afhenti hann þingskjala- safninu öll pappírsgögn sín sem hafa hlaðizt upp síðan 1969. Hann lét þau fyrirmæli fylgja að aðeins hann, eða þeir sem hann gæfi leyfi, mættu hafa aðgang að þessum skjölum næstu 25 árin. Málshöfðun fréttamannanna og sagnfræðinganna byggist á því að útskriftin á símtölum Kissingers hafi verið gerð af einkariturum ríkisstjórnarinn- ar og hlíti því sömu reglum og önnur stjórnarskjöl. Því eigi ekkert að vera því til fyrirstöðu að almenningur fái að kynna sér þau. Kissinger hefur í hyggju að nota pappírsgögnin til þess að rita endurminningar sínar. 7 Henry Kissinger neitaði ölium að fá að glugga i skjalasafn sitt fyrr en eftir 25 ár á þeirri forsendu að hann hygðist nota það til að rita endurminningar sínar. Nú fer hópur blaðamanna og sagnfræðingaí mál við hann til að fá þessu hnekkt. Austurríki: Langferðabílstjórar viðriðnir hasssmygl Lögreglan i Austurríki til- kynnti í gær að hún hafi haft hendur í hári helztu ráða- manna i hring eiturlyfjasmygl- ara sem smvglað hefði meiru en tveimur tonnuin af hassi inn í landið undanfarin fjögur ár. Eiturefnið kom með leynd með vöruflutningabifreiðum frá Tyrklandi en var síðan skipt niður í smærri sendingar sem voru sendar til V- Þýzkalands. Fjórir austurriskir lang- ferðabílstjórar hafa verið handteknir vegna málsins. Vélmenni til leigu Langar þig til þess að leigja vélmenni til þess að sinna húsverk- um fyrir 450 dollara á dag? Ef svo er, geturðu haft samband við uppfinningamanninn Ben Skora, sem býr í útjaðri Chicago-borgar, en hann hefur teiknað og smíðað vélmennið Arok sem er fjar- stýrt ogknúið áfram með rafhlöðum. Arok líður áfram á völsum og er fjarstýrður með auðveldum búnaði, líkt og gerist með f jarstýrð sjónvarpstæki. Auðvitað getur hann talað við fólk. Skora hefurleigt vélmenniðút til verzlana og trúðsýninga, eða hvertsem fólk sækist eftir undar- legri skemmtan, eins og t.d. í Chicago-klúbbnum. Chiang Ching og samstarfsmenn hennar hugðust gera uppreisn í Peking 9. októ- ber og ef hún mistækist átti að berjast til dauða daginn eftir í Shanghai, að því er opin- berir aðilar segja í Kína. Kínverjar upplýsa: „Shanghai-klíkan” hugði á uppreisn íoktóber Chiang Ching, ekkja Maos Tse-tungs, og þremenningarnir sem sitja með henni í varðhaldi hugðu á uppreisn í Peking 9. október siðastliðinn. Hefði hún mistekizt átti að berjast til dauða i Shanghai daginn eftir. Þessar upplýsingar hafa borizt Spánn: Rýmkað um starfsemi stjóm- málaflokka Spænska ríkisstjórnin sté í gærkvöld stórt skref í þá átt að leyfa flestalla stjórn- málaflokka í Iandinu. Öllum vafaatriðum, og þá eflaust kommúnistaflokki landsins, verður þó vísað til æðsta dómstóls af stjórninni sjálfri. Þar með er úr sögunni, að innanríkisráðuneyti Spánar fjalli um tilvist stjórnmálaflokka. frá valdhöfum í Kína í gegnum japönsku fréttastofuna Kyodo. Samsærið barst Hua Kuo- feng til eyrna 5 dögum áðui en allt átti að fara af stað og þremur dögum seinna sátu allir leiðtogar ,,Shanghaiklíkunnar“ bak við lás og slá. Hefði samsæri fjór- menninganna tekizt, átti að handtaka Hua Kuo-feng og Li Husueh-nien varaforsætisráð- herra landsins, að þvi er heimildir Kyodo herma. Til leigu skrifstofuhúsnæði alls 126 ferm á einumbezta stað í austurbænum (Grensás). Húsnæóið er mjög smekklega innréttað með harð- viði og teppalagt. Nokkur skrifborð og gardínur geta fylgt. Innbyggðir skápar. Bjart og skemmtilegt húsnæði. Sér inngangur. — Laust strax. Tilboð sendist afgreiðslu Dagblaðsins Þverholti 2 merkt „Laust strax 246“.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.