Dagblaðið - 09.02.1977, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 09.02.1977, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRUAR 1977. Ragnar Th. Sigurðsson abbast upp á Uppselt var á tónleika ABBA í Gautaborg þremur mánuðum áður en þeir voru: Þær Agnetha og Anni-Frid áttu annríkt við að skipta um föt og hárkollur. Hér eru þær næstum alveg eins og óbreyttum leikmönnum gæti reynzt erfitt að þekkja þær i sundur. haldnir. Reyndar voru tónleik- arnir í Scandinavium tvennir þann 29. janúar og voru 10.000 manns á hvorum. Tvisvar áður hefur það gerzt í sögu hljóm- leikahallarinnar að selzt hafi gjörsamlega upp á popptón- leika, — hjá Rolling Stones og Johnny Cash. Þá tók það fimm eða sex daga að selja alla mið- ana, en ABBA bætti um betur og seldi upp á sex klukku- stundum. Að mínu mati fóru hljóm- leikarnir óaðfinnanlega fram og án hinna minnstu mistaka. ABBA, eða þau Benny Ander- son, Björn Ulvaeus, Anni-Frid Lyngstadt og Agnetha Faldt- skog, höfðu átta manna hljóm- sveit með sér, sem Benny stjórnaði auk þess að Ieika á píanó. Söngkonurnar tvær dönsuðu mikið auk þess að syngja og gerðu það bara skrambi vel. Ég tek það fram, að ég er enginn ABBA-aðdáandi, en þó skemmti ég mér mjög vel. Sænsku blöðin voru uppfull af frásögnum af tónleikunum daginn eftir og sögðu þá hafa verið fullkomna. Lýsingarorð eins og „kanonbra" og fleira 1 þeim dúr voru notuð við það tækifæri. Áheyrenduró öllum aldri Á meðan hljómleikarnir stóðu yfir var allt að því undar- lega hljótt í salnum. Það var klappað á milli laga en ekkert bar á öskrum og veinum, eins og tíðkast hjá öðrum. Sennileg- „Sjáðu hvernig brjóstin bunga, veggja vegna á kroppnum unga“, er sagt að Stephan G. Stephansson hafi eitt sinn sagt við annan Islending er þeir hittust á veitingastað í Kanada. Bað Stefán Islendinginn jafnframt um að botna vísuna. Og ekki stóð á svarinu, því þar var enginn annar en KN: „Þessar lendar, þessi læri / þykja mér vera tækifæri“. Þessi vísa kom upp í hugann er við skoðuðum mynd Ragnars Th. Sig. af Agnethu Fáldtskog og Anni-Frid Lyngstad, en Ragnar lét fylgja með myndinni að þær hefðu bara dansað laglega. Söngleikur á asta skýringin á þessu er sú, að áheyrendahópurinn var mjög blandaður — allt frá fullorðnu fólki niður í krakkagríslinga, sem komu með foreldrum sín- um. Fróðir menn segja mér acj þrátt fyrir þessa miklu og óvenjulegu breidd, hafi meðal- aldur í salnum verið um 13—15 ár. programminu ABBA var tæpa tvo klukku- tíma á sviðinu. Nýtt efni sem ekki hefur verið flutt áður eða komið á hljómplötum, tók 35 mínútur í flutningi. Stærsti hlutinn af því var söngleikur, sem þær Anni-Frid og Agnetha sungu ýmist til skiptis eða saman. Söngleikur- 'inn fjallar í stuttu máli um fátæka stúlku, sem syngur eins og engill. Hún er uppgötvuð einn góðan veðurdag, kemst i „show-bísnissinn“ og allt fer vel að lokum. Dýrir miðar á svörtum I raun og veru er ekki hægt með fáum orðum að lýsa stemmningunni í kringum komu ABBA til Gautaborgar. Þau eru óskabörn þjóðarinnar, eins og Beatles voru í Bret- landi á sínum tíma. Allir sem vettlingi gátu valdið voru á þönum og vart um annað rætt. Svartamarkaðsverð á aðgöngu- miðum komst allt upp í 500 sænskar krónur sem nemur um 22.500 íslenzkum smákrón- um! Miðarnir seldust vel þrátt fyrir þetta háa verð og allir voru í sjöunda himni. Daginn áður, — þann 28. Björn Ulvaeus og Benny Anderson. Fyrir utan að leika á hljómborð stjórnaði Benny átta manna hljómsveit. Þeir tveir hafa í sameiningu samið flest lög ABBA.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.