Dagblaðið - 09.02.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 09.02.1977, Blaðsíða 11
11 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRUAR 1977. skilningur hans á viðskiptum hefði sannfært hann um að markaðurinn væri fyrir hendi. Hann neitar því. „Ég samdi þessi lög vegna þess að þetta er það sem ég var í á þeim tíma,“ segir hann. „Það sópaði mér með sér. Eg fann Blowin’ In the Wind“. Þegar Joan (Baez) og ég syngjum það, þá finnst mér það vera gamalt þjóðlag. Það hvarflar aldrei að mér, að ég sé maðurinn sem samdi þetta. Við, þessi hópur, sem lifði af þennan tíma, höfum líklega betri skilning á músík dagsins. Fullt af fólki í dag hefur ekki hugmynd um hvernig þessi músík er hingað komin. Það heldur að Elton John hafi orðið til á einni nóttu. Síðasti og næst síðasti áratugur, það voru kraft- mikil tímabil.” Ég, Bítlarnir, og Rolling Stones Og hvernig féllu Bítlarnir inn í þetta? Dylan hristir höfuðið einarðlega. „Banda- ríkin ættu að setja upp styttu til minningar um Bítlana. Þeir notuðu alla bandarísku músíkina sem við höfðum verið að hlusta á — allt frá Little Richard til Everly Brothers. Fjöldi veggja var brotinn niður, en við áttuðum okkur ekki á því á þeim tíma, vegna þess að það gerðist svo hratt. Ég lít á sjálfan mig í sama anda og Bítlana og Rolling Stones. Þessi músík hefur tilgáng fyrir mér. Og Joan Baez er mér meira virði en hundrað af söngvurunum í dag. Hún er kraftmeiri. Það er það, sem við erum að leita að. Það er það, sem við bregðumst við. Hún hafði það alltaf og mun alltaf hafa það — kraft fyrir alla, ekki aðeins valinn hóp.“ Hvernig plötur spilar hann sjálfum sér til skemmtunar? „Mér þykir mest gaman að hljóðbrellum," segir hann dg hlær. „Stundum, seint á kvöldin, fæ ég mér kvöldglas og hlusta á hljóðbrellur." Hann hlær enn. „Ef ég ætti hljóm- plötufyrirtæki, þá myndi ég bara gefa út hljóðbrellur." Á sjö óra fresti Hvernig má það vera, er hann spurður, að sá Bob Dylan sem nú situr hljóðlátur á strönd í Malibu, virðist svo miklu kyrr- ari en ofsafengni, oft sjálfs- eyðandi, reiði ungi maðurinn á síðasta áratug? (Hann er nú fimm barna faðir, kvæntur Söru Lowndes og býr í kyrrð suðurhluta Kaliforníu í stað hamagangsins i New York). Hann nikkar út í sjóndeildar- hringinn. „Reiði beinist oft að manni sjálfum. Það veltur á hvar maður er staddur í tíma og rúmi. Efnafræðileg samsetning líkamans breytist á sjö ára fresti. Enginn á jörðu er sá sami, sem hann var fyrir sjö árum, eða verður eftir sjö ár. Það þarf ekki sérstaka heila til að sjá, að ef maður vex ekki deyr maður. Maður verður að springa út; maður verður að finna sólskinið.“ Fortíðin er ekki til Hvar er hann staddur, músíklega, þessa dagana? „Ég spila rag-rokk. Það er sérstök músík sem ég spila. Ég mun á næstunni semja nokkur ný lög, og þá — varaðu þig! Músíkin á eftir að færast upp á nýtt svið.“ Semur hann á hverjum degi og er það auðvelt? „Ertu að gera að gamni þínu? Hér um bil allt er auðvelt annað en að semja lög. Það erfiðasta er þegar innblásturinn deyr á miðri leið. Maður ver öllum tíma sínum til að endurheimta hann. Ég sem ekki á hverjum degi, nei. Ég vildi gjarnan gera það, en get ekki. Þú ert að tala við algjöran utanveltugemling. Gershwin, Bachárach — þetta fólk — þeir settust niður til að semja. Mér er í rauninni sama hvort ég geri það eða ekki.“ Þögn. „Ég get sagt þetta, en ekkert er mér samt meira virði. Þegar ég hætti að koma fram opinber- lega, mun ég samt halda áfram að semja — trúlega fyrir annað fólk." Eftirsjá í einhverju? „For; tíðin er ekki til. Hvað mig, varðar er bara næsta lag, næsta ljóð, næsta skemmtun." FORPOKUNA RSTEFNA I Nú hafa þau furðulegu tíð- indi gerzt, að fyrir Alþingi okkar íslendinga liggur frum- varp til laga um breytingar á gildandi skattalögum. Þar er gengið i þveröfuga átt við þessa þjóðfélagsþróun og konur bein- línis hvattar og verða í sumum tilfellum neyddar til þess að hverfa frá útivinnu. þar sem þær yrðu fyrirsjáanlega að greiða með sér. Það hefur þó verð yfirlýst stefnastjórnvalda fyrr og síðar, að skattar megi aldrei verka letjandi á laun- þega. t frumvarpi þessu er felld niður reglan um 50% frádrátt af tekjum giftrar konu til tekjuskatts, en sú regla hefur oft verið gagnrýnd undanfarin ár. Lagasmiðir okkar hafa lýst því yfir, að nú eigi loksins að meta vinnu kvenna á heimilum að verðleikum. I framkvæmd yrði þetta á þann veg, að tekjur beggja væru lagðar saman, ef bæði vinna utan heimilis og hvort hjóna um sig fær síðan hálfan hjónafrádrátt, eða 115 þús. kr. Ef einungis annar aðilinn; þá sennilega í nær 100% tilfella karlmaðurinn, vinnur utan heimilis, er kon- unni reiknaður helmingurinn af tekjum mannsins og hún síðan skattlögð skv. því og fær sinn 115 þús. kr. afslátt. Eftir sem áður þarf þó aðeins að innheimta skattana hjá öðrum aðilanum, þ.e. hér verður aðeins um að ræða millifærslu tekna á skattseðli. Skattaleg staða konunnar breytist því ekkert í reynd og allt tal um að ákvæði þessi eigi að tryggja jafnrétti heimavinnandi eigin- kvenna, er því marklaust hjal. — Ef hjón vinna bæði után heimilis, fá þau samkvæmt frumvarpinu skattafslátt kr. 5 þús. á mánuði, sem samsvarar 12.500 kr. tekjum, en það virðist vera mat frumvarpshöf- unda á kostnaði við útivinnu þeirra. Ef um börn er að ræða, fá útivinnandi foreldrar kr. 1550 á mánuði í svokallaðan barna- bótaauka og samsvarar sú upphæð ca 3.900 kr. tekjum. Það er semsé matið á kostnaði við barnagæzlu útivinnandi kvenna. Hver og einn getur hugleitt, hvort •tölur þessar séu á nokkurn hátt raunhæfar og spurt sig þeirrar spurningar, hvort þetta frum- varp, verði það lögfest, muni leiða til þess réttlætis, sem alltaf er verið að tala um. Sízt er ég að kasta rýrð á heimilis- störf eða efast um mikilvægi heimilisins, en ég er algerlega ósammála þessu frumvarpi að þvl er tekur til skattlagningar hjóna og mun leitast við að færa rök fyrir því. Allflestir munu vera sam- mála um að 50% regluna beri. að fella niður — forsenda hennar sé brostin. En hitt er jafnljóst, að það er ekki hægt að leiðrétta eina tegund órétt- lætis með því að skapa aðra tegund óréttlætis. Með lögfest- ingu þessa frumvarps yrði úti- vinnandi gift kona með meðal- tekjur og efri meðaltekjur, verst sett allra launþega. Hin aukna skattbyrði þessa tekju- hóps er viðurkennd af frum- varpshöfundum, en réttlætt með því, að hér sé um svo lítinn hóp að ræða, eða aðeins um 10% útivinnandi kvenna. En þetta er þó einn aðalranglætis- þátturinn I þessu meingallaða frumvarpi — það er semsé gifta konan, sem hefur að baki langskólanám eða aðra sér- menntun og er að hasla sér völl í starfi á sama grundvelli og karlmaður, sem á að þola stór- kostlega skerðingu á atvinnu- og' afkomumöguleikum sínum. Hvers a þessi hópur kvenna eiginlega að gjalda? Þá hefur eitt atriði svo til alveg gleymzt í allri umræðunni um matið á heimilisstörfunum: semsé það að hin gifta útivinnandi kona er líka húsmóðir og heimavinn- andi og að hennar vinnudagur er oft æði langur, Ber henni og hennar heimili elcki að fá það viðurkennt á sama hátt og önnur heimili? Er vinnan á þvi heimili ekki sú sama og á öðrum heimilum og jafnvel unnin að miklu leyti í kvöld- og helgarvinnu? Ef lagasmiðirnir hefðu í raun og veru réttlætis- sjónarmið í huga við gerð þessa frumvarps, væri það fyrir það fyrsta aldrei borið fram í þessari mynd. Tökum einfalt dæmi: Hjón sem bæði vinna úti og eiga 2 börn, fá skv. frum- varpinu í skattafslátt og barna- bótaauka alls á mán. kr. 8.100 eða sem samsvarar 20.000 kr. tekjum. Það er réttlæti lag- anna. Einkagæzla kostar ímán- uði 20—25 þús. kr. fyrir hvert barn og enginn einstaklingur fæst til slíkrar gæzlu, eigi að gefa þessa upphæð upp til skatts. — Þannig þyrfti þetta heimili að greiða fyrir barna- gæzluna einar 40—50 þús. kr. á mánuði, fyrir utan annan kostnað við útivinnuna, svo sem ferðir til og frá vinnustað, dýrari innkaup og annað slíkt. Hversu gjarnan sem gift kona og þá á ég sérstaklega við gifta konu með börn, hversu gjarnan sem hún vill vinna utan heim- ilis, er það jafn ljóst að hún verður að hafa einhverjar af- gangstekjur, þegar upp er staðið. Ef litið er fram á við, verður því ljóst að þetta mun stefna konum aftur inn á heim- ilin og ekki aðeins það. Þetta mun hafa í för með sér, að konur verða áfram láglauna- stétt; það er refsivert í frum- varpi' þessu, að koha afli • sér menntunar sem leiðir til góðrar atvinnu, og þar sem giftingar- aldur kvenna á íslandi er lágur, er ljóst að það mun þykja far- sælla fyrir þær að vera heima fyrir og láta frekar karla sína vinna aukalega, því að það kemur hagstæðar út hvort eð er. En ef konur svo á miðjum aldri standa einar uppi eins og stundum vill verða, eru þær réttindalausar og hafa misst af strætisvagninum í orðsins fyllstu merkingu. Er það þetta hlutskipti, sem skattalagasmið- irnir vilja dætrum sínum og komandi kynslóðum kvenna? Þetta er einhver sú mesta for- pokunarstefna, sem fram hefur komið hin síðari ár og lýsir því mesta afturhaldi og forheimsk- un, sem hugsazt getur. Ég trúi því heldur ekki að óreyndu, að konur almennt vilji láta meta störf sln á heimilum eftir tekj- um maka þeirra. Finnst t.d. heimavinnandi konunni þar sem maðurinn hefur 4 millj. kr. I árstekjur, RÉTTLÁTT, að vinna hennar sé metin á 2,0 millj. kr„ en vinna konunnar, þar sem maðurinn hefur 2,0 Ynillj.kr.í árstekjur, skuli metin á 1,0 millj. kr.? Eg tel að heim- ili, þar sem eiginmaðurinn hefur hærri árstekjur séu heimilisstörfin léttari, það heimili getur frekar en hið tekjulága veitt sér heimilis- tækjaeign sem léttir störfin. Hvet ég hérmeð giftar heima- vinnandi konur til opinnar og hreinskilinnar umræðu um þessi mál. Löggjafanum ber að halda sig við þá meginreglu að inn- heimta aðeins skatta af greiddum launum, en ólaunuð störf, eins og í þessu tilfelli heimilisstörf, verður þá að meta til afsláttar jafnt fyrir öll heimili. Hér er enn sem oftar verið að etja konum saman inn- byrðis og gera þær enn ósjálf- stæðari og er mál til komið, að konur fari að sanna vilja sinn í þá átt, að vilja teljast fullgildar en ekki „eitt rif úr mannsins síðu“ og annað ekki. — Afslættirnir sem frúrnvarpið gerir ráð fyrir, eru svo lágir miðað við kostnað þann, seril leiðir af útivinnu, að í mörgurh tilvikum hrykkju nettólaunin ekki fyrir þeim aukna kostnaði. Við höfum ekki efni á að missa dýrmætan vinnukraft eins og til dæmis i frystihúsum, þar sem vinnuframlag kvenna er ómissandi ög mætti nefna mý- mörg fleiri dæmi. En konur eins og karlar vilja sjá ein- hvern afrakstur af vinnunni. — Heimilin eiga að fá að að velja og hafna, hvort báðir aðilar þess vinna úti, en frumskilyrði er að það borgi sig jafnt fyrir Kjallarinn Arndís Bjömsdóttir konu sem karl, án tillits til hjúskaparstöðu, að vinna laun- uð störf. Margar konur kæra sig ekki um að vinna utan heimilisins. Aðrar vinna af löngun og enn aðrar VERÐA að vinna til að halda heimili ,sínu gangandi. A umbun þessara kvenna að vera sú, að til viðbót- ar við álagið við heimilisstörfin hljóti þær skattalega refsingu? Slíkt er ekki í anda neinnar siðmenningar né skynsemi. A því er enginn vafi, að ef breyta á skattalögum í átt til réttlætis, er hið eina rétta, að hjón sem bæði afla tekna, telji fram sitt í hvoru lagi sem sjálf- stæðir einstaklingar, eins og tíðkast víðast hvar í nágranna- löndum okkar. Það eitt er rétt- látt. Einnig ætti að hækka per- sónuafslætti allverulega svo og afslætti vegna kostnaðar. Allir sem eitthvað hugsa um þessi mál, skilja að hrein fjarstæða er að gteiða 40% tekjuskatt af öllum tekjum umfram 975 þús. kr„ en það þýðir í reynd, að meginþorri allra launþega greiðir hátekjuskatt af ein- hveyum hluta launa sinna. Full ástæða er til að lýsa órétt- læti því og ég vil leyfa mér að segja siðleysi því, er felst í frumvarpinu. Ég leyfi mér að fullyrða — að athuguðu máli — að alls staðar, þar sem bæði hjón vinna utan heimilis mun frumvarp þetta valda tekju- skattshækkun; að vísu lítilli hækkun, en hækkun þó, hjá hinum lægst launuðu, en gífur- legri hækkun, eða um 60-70% hjá meðaltekju- og efra meðal- tekjufólki. Það er sennilega algert einsdæmi í heiminum, a.m.k. í velferðarríkjum Vesturlanda, að ríkjandi stjórn- völd leggi fram skattalaga- frumvarp, sem felur í sér lækkun beinna skatta á hátekjufólki um leið og skatt- byrði fólks með meðaltekjur er aukin gífurlega. Þá má og nefna, að skattbyrði einstæðra foreldra með börn á framfæri mun aukast verulega. Þótt nær allir frádráttarliðir séu felldir niður, skv. frumv. sem m.a. leiðir til stórlegrar skerðingar á lífsafkomumöguleikum ungs fólks sem er að reyna að koma sér upp þaki yfir höfuðið, þá á nú að telja einstæðu foreldri imeðlagsgreiðslur til tekna, en þær koma um leið til frádráttar tekjum þess foreldris, er innir þær af hendi. Er þó eitt af ■hneykslum ísl. löggjafar, fyrr og síðar hversu smánar- lega lág meðlög eru, en þar munar greinilega ekkert um enn eitt smánarverkið. Það er umhugsunarvert, hvernig nokkur stjórn getur borið fram frumvarp sem þetta kinnroða- laust?Æðstu menn ríkisins ætla þegnum sínum að taka því með hinu alþekkta íslenzka lang- lundargeði, að hinir bezt settu verði enn betur settir og ræða um leið föðurlega um erfiðar aðstæður og að allir verði að axla byrðarnar jafnt. En hér eigum við að spyrna við fótum og segja stórt NEI! Skattbyrði okkar íslendinga er nóg fyrir og við eigum ekki að þola, að sífellt sé seilzt dýpra í vasa launþega. Eins og nú er háttað málum, greiðum við 11% af brúttótekjum I útsvar, 20% I tsk. upp að 975 þús. kr. og 40% eftir það, en þar er skattbyrðin langt frá því að vera upp talin. Við gleymum því alltof oft, að af ílestum innfluttum vörum, þ..á m. mörgum nauðsynja- vörum, greiðum við allt að 100% toll, sem vel að merkja leggst ofan á innkaupsverð vörunnar og flutningsgjald, af mörgum vörum greiðum við að auki 18% vörugjald, af allflest- um vorum 20% söluskatt og hvað heldur þú lesandi góður, að þetta nemi mörgum auka % af tekjum þínum í rikiskass- ann? Ef við veltum þessu dæmi fyrir okkur i einhverri alvöru, verður eitt augljóst: Ríkisum- svif eru hér á landi orðin allt of mikil og í engu hlutfalli við stærð þjóðfélagsins, enda á góðri leið með að kæfa allt heil- brigt þjóðlíf. En áróðurinn fyrir auknum ríkisafskiptum hefur verið lævís og borið góðan árangur. Einkafyrirtækin eiga afar tak- markaða samúð ef þeim gengur vel, en óbeint gefið í skyn, að þar sé vissum hluta hagnaðar stolið undan og ef þeim gengur illa, er það talið sannað. Það má engu fyrirtæki í einkarekstri ganga vel, það má ekki koma út með hagnað til að færa út kvíarnar eða styrkja aðstöðu sína á annan hátt, eins og til að veita fleirum vinnu — nei, allt skal af því hirt með óhóflegri skattlagningu. Skattlagningu einkafyrir- tækja er á þann veg farið, að fyrirtækin hafa nær engan á- vinning af hagnaði. Hvaða rétt- læti er lika í því, að samvinnu- fyrirtækin skuli t.d. vera allt að því skattlaus, meðan einka- reksturinn er skattplndur? Hér verður að koma til breyttur hugsunarháttur gagn- vart atvinnurekstri almennt, því að afkoma þegnanna byggist jú á heilbrigðu og traustu atvinnullfi og það er í þágu allra landsmanna, að það dafni án ríkisafskipta. — En skattalagafrumvarpið gerir ráð fyrir því gerræði, sem vart mun eiga sér hliðstæðu í öðrum löndum, að heimila að leggja á einstaklinga í sjálfstæðum at- vinnurekstri tekjuskatta að geðþótta skattayfirvalda, ef þeim þykir ástæða til. iafnvel þótt engar sannanir séu fyrir hendi um skattsvik viðkomandi einstaklinga. Þetta brýtur þó í bága við þá grundvallarreglu, að sérhver einstaklingur skuli teljast saklaus, þar til sekt hans $é sönnuð. — Til hvers mun svona lagað leiða annars en fráhvarfs frá einkarekstri, sem þó er nógu illa settur fyrir? Það skín út úr frumvarpi þessu, að það er samið af embættis- mönnum sem eru i engum tengslum við raunverulegt at- vinnulíf, þekkja ekkert til þess strits og amsturs, sem fylgir þeirri ábyrgð að halda fyrir- tæki gangandi, en virðast greinilega þeirrar skoðunar, að það sé vel hægt að mjólka kúna eftir að henni hefur verið slátrað. Væri ekki nær að leyfa atvinnurekstri einstaklinga, sem standa þó og falla með sínu fyrirtæki, að eiga skattalega séð tilverurétt og setja skatta- reglur, sem ýta undir hag- kvæmni og vöxt heilbrigðs at- vinnulífs. Án sjálfstæðrar þátt- töku þegnanna verður atvinnu- líf aldrei blómlegt. Þjóðfélag án blómlegs atvinnulífs er rotið, því þar hefur allri löngun þegnanna um hlutdeild í atvinnulífinu verið kippt burt. Meðan mannskepnan hefur þá eiginleika til að bera sem hún hefur, vill einstaklingurinn fá að njóta sanngjarnra launa' fyrir þau störf er hann vinnur á eigin áhættu. Sá einstaklingur sem leggur allt undir, hefur aldrei þá tryggingu, sem Jaunþeginn hefur og ber frekar að virða framtak hang en lasta, meðan hann sækir ekki fé r vasa almennings til að standa straum af hallarekstri, eins og ríkisfyrirtækin gera og eru þau þó skattlaus fyrir. Nei, það er stjórnarheimilið, sem þarf að draga saman seglin og taka upp megrunarstefnu í eyðslu sinni. Arndis Björnsdóttir kennari.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.