Dagblaðið - 09.02.1977, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 09.02.1977, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRUAR 1977. 5 Með leikstjórann ífanginu „O, þetta er indælt stríó“ heitir leikritið sem nemendur í fjöl- brautaskólanum Flensborg í Hafnarfirði völdu sér sem við- fangsefni í leikstarfsemi í vetur. Sýna þeir þetta leikrit, sem sýnt var á f jölum Þjóðleikhússins fyrir um 10 árum, dagana 10., 11., 12. og 13. febrúar. Leikendur eru 14 auk kórs skólans og nokkurra hljóðfæraleikara. Leikrit þetta þýddi Indriði G. Þorsteinsson á sínum tíma en það var samið í hópvinnu úti í Eng- landi i kringum 1960. Aðalhöf- undar eru Charles Chilton og Joan Littlewood. Leikstjóri á sýn- ingum Flensborgarnema er Árni Ibsen. I verkinu er enginn ákveðinn söguþráður en textinn að mestu byggður úr samtíma heimildum úr stríðinu. Reynt er að lýsa ýmsu sem gerðist á stríðsárunum í skopi og alvöru. A myndinni, sem hér fylgir, sjást leikendurnir allir og nokkrir þeirra eru með leikstjórann í fanginu. Öm Höskuldsson býr Geirfinns- máliö íhendur saksóknara: Ekki á dagskrá sem stendur hvort ég hætti hjá Sakadómi — segir hann, en ífyrra óskaði hann eftir lausn sem ekki fékkst ,,Eg er að klára málið, eða að ganga frá því til saksóknara, og því er ekki á dagskrá sem stendur hvort ég muni hætta hjá Sakadómi innan tíðar eða ekki,“ sagði Örn Höskuldsson fulltrúi í viðtali við blaðið í gær. Ekki sagðist hann treysta sér til að segja um hvenær verkinu yrði lokið, það væri umfangsmikið. Tilefni þess að Örn var spurður um áframhald sitt hjá Sakadómi var að í fyrra fór hann þess á leit að vera leystur frá störfum þar. í viðtali við DB þá sagðist hann hafa óskað eftir því í kjölfar Iangvarandi og mikils vinnuálags án eðlilegra fría. Dómsmálaráðuneytið veitti honum ekki lausn þá á þeim forsendum að hann ynni að svo mikilvægi máli og væri því ekki lokið, en þar var að sjálfsögðu átt við Geirfinnsmálið. -G.S. „ER ÞETTA EIN- HVER PRÍVAT RAFMAGNSVEITA FYRIR ÓLSARA?” ,,Er þetta einhver prívat raf- magnsveita fyrir Ólsarana?“ spurði Grundfirðingur i gær þegar rafmagnslaust hafði ver- ið í Grundarfirði í rúmlega hálfan sólarhring. A meðan sátu menn í Olafsvík baðaðir í rafmagnsljósum í hlýjum stof- um sínum. Vegna viðhalds á einangrun- arbúnaði rafveitunnar í Ölafs- vík var á sunnudaginn tilkynnt að rafmagnslaust yrði á Snæ- fellsnesi kl. 01-04 í fyrrinótt. „Þetta var því allt framhjá- tengl." sagði tíaldur Helgason. rafveitustjóri Rarik, í samtali við DB. „Þegar hretnsuninni á einangrunarbúnaðinum lauk brá hins vegar svo við að rof- arnir f.vrir Grundarfjörð og Olafsvík virkuðu ekki. Við gát- um komið sambandi á Ölafsvík fljótlega en verr hefur gengið með Grundarfjörð enda er þetta geysimikil tengivinna." Baldur sagði langt í frá að stöðin í Ólafsvík væri „prívat rafmagnsveita" ibúa þar, eins og haft var eftir Grundfirðingn- um hér að framan. „Þeir vita svo sem hvernig þetta er þarna fyrir vestan," sagði Baldur. „Þetta verk hefur gengið sam- kvæmt áætlun en okkur hefur verið naumt skammtað fé til þessa og afgreiðslufrestur á efni hefur verið langur. Mest- allt efnið er nú komið og ég geri mér vonir um að hægt verði að ljúka tengingum í þessum mán- uði. Þá sitja Grundfirðingar við sama borð og aðrir, að minnsta kosti í neyðartilfellum.“ -ÖV Nú reynir á jaf nréttið á Eyrarbakka: Karlmaður vill í kvenf élagið — ákvörðun um inntöku hans frestað — kynferði hans samræmist ekki lögum félagsins „Eg vildi reyna til þrautar hvort hugur kvennanna um al- gert jafnrétti fylgdi máli og sótti þvi um inngöngu í kvenfé- lagið og mun að sjálfsögðu ganga i það, verði það sam- þykkt," sagði Emil Ragnarsson verkstjóri á Eyrarbakka í við- tali við blaðið í gær. Tilefni spjallsins við Emil var að á miðvikudaginn í síð- ustu viku sótti hann formlega um inngöngu í kvenfélagið á Eyrarbakka og gerði það bréf- lega til öryggi's. Honum var kunnugt um að málið hefði verið tekið fyrir á fundi í félaginu en ekki hafði hann frétt af viðbrögðum kvennanna. Þá sneri blaðið sér til Guð- finnu Sveinsdóttur, formanns kvenfélágsins, og sagði hún að sú akvörðun hefði verið tekin að fresta afgreiðslu málsins, enda gerðu lög félagsins ekki ráð fyrir karlmönnum í því og yrði því að stokka þau upp, auk þess sem ekki yrði þá lengur um kvenfélag að ræða að sínu mati. Hún bætti við að fordæmi væru þó fyrir þessu og mun karlmaður vera í kvenfélaginu á Dalvík og einu öðru kvenfé- lagi sem hún mundi ekki hvar var. -G.S. Sérstaklega ætlaöirfyrír Jt starfsfólk j&m ' ádömur ogherra Stœrðir: Nr. 36-41 Verð kr. 4.550 Stœrðir: Nr. 41-46 Verð kr. 4.500 Stœrðir: Nr. 41-46 Verð kr. 4.590 Stœrðir: Nr. 36-41 Verð kr. 3.540 Stœrðir: Nr. 41-46 verð kr. 4.295 Síœrðir: Nr. 36-41 Verð kr. 3.695 einmg hentugir við heimilisstörf Stœrðir: 36-41 — Kr. 4 770 Stœrðir: 41-46 — Kr. 4.970 \ Skóverzlun Þórðar Péturssonar Kirkjustræti 8 v/Austurvöll — Sími 14181

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.