Dagblaðið - 11.02.1977, Page 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1977.
Ný ríkisstofnun í „harð-
viðar og palisanderstíl”
Mér hefur ott komið til hug-
ar hve ákaflega illa hefur verið
búið að Bifreiðaeftirliti rikisins
undanfarin ár, miðað við ýmsar
aðrar stofnanir ríkisins, þar
sem allt er klætt með „harðviði
og palesander“ ef ekki með ein-
'hveTjú ennþá fínna.
Ég vil þó taka það fram, að ég
er ekki þar með að tjá mig
samþykkan því að Bifreiða-
eftirlit ríkisins sé rekið á þann
hátt.
Bifreiðaeftirlitið hefur verið
til húsa í algerlega ónógu hús-
næði og það er furðulegt að
það vilji taka ábyrgð á skoðun
bifreiða sem framkvæmd er úti
fyrir opnum strekkingi norðan-
áttarinnar, með mjög frum-
stæðum tækjum, svo ekki sé
meira sagt.
Nú mun hinsvegar vera á
döfinni að eftirlitið flytji í
betra og nýtizkulegra húsnæði
á Arbæjarhálsi, væntanlega allt
klætt þessum hefðbundna
„harðviði og palesander" sem
svo mjög setur svip sinn á flest-
ar ríkisstofnanir.
Fyrir nokkru var viðtal við
forstjóra eftirlitsins um þetta
nýja húsnæði, og heyrði eg ekki
betur en að hann segði meðal
annars að þarna yrði ágætis
skrifstofuaðstaða. Ekkert var
minnzt á aðstöðu til skoðunar
bifreiða. Það þótti mér skrýtið.
Mér skildist að ekki yrði nú
öll starfsemi eftirlitsins þarna
uppfrá, heldur yrði einhver
hluti þess niðri í bæ. Er þetta
rétt?
Fyrirkomulag hjá eftirlitinu
svo sem skráning, eigenda-
skipti o.s.frv. er nú ákaflega
þungt í vöfum. Þarf t.d með
miklum kostnaði að láta draga
óskráða bifreið (þó ekki nýja)
niður að bækistöð eftirlitsins,
til þess að fá þar númer og
skoðun, að sjálfsögðu. Þetta
ætti að hafa í huga þegar eftir-
litið flytur því það eru áreiðan-
lega allt að 10 km eða meira
vestan úr bæ og upp á Arbæjar-
háls.
Bifreiðaeftirlit rikisins býr við þröngan húsakost og verður m.a. að skoða allar bifreiðiir undir beruro
himni.
í Luxemborg, þar sem ég er
nokkuð kunnugur, er ríkis-
skoðun bifreiða eins og hér. Af
tilviljun fór ég með Islendingi
sem þurfti að láta skoða bifreið
sína í gegnum skoðunina, og
held ég, að við gætum margt af
Luxörum lært í þessu efni.
Lusemborg hefur um 350
þús. íbúa, og er lítið land, en
ekki veit ég um bifreiðaeign
þar.
Þarna fór allt fram á mjög
einfaldan hátt, en þó með að
því er virtist mikilli nákvæmni,
enda er nýskoðuð bifreið þar
álitin í bezta lagi.
Bifreiðaeftirlitið í Lux. er til
húsa í stórri stálgrinda-
skemmu, bifreiðin keyrð inn
um annan enda skemmunnar
eftir að skoðunargjald hefur
verið greitt og að lokum út um
hinn enda skemmunnar með öll
skjöl tilbúin um leið. Öll skrif-
finnska virtist i lágmarki og allt
gert á sem einfaldastan hátt.
Ef t.d. sami eigandi á bifreið
frá því að hún var skrásett ný,
þarf ekki að skoða hana fyrr en
eftir 3 ár. Það gæti sparað
íslenzka bifreiðaeftirlitinu
stórfé ef þessi háttur yrði tek-
inn upp hér.
Ég held að það væri ráð að
bifreiðaeftirlitið okkar kynnti
sér fyrirkomuiagið í Luxem-
borg áðúr en allt verður klætt
með harðviði uppi á Árbæjar-
hálsi.
Og að lokum: Blessaðir verið
þið ekki að setja einhverjar sér-
reglur hér á Islandi um tölu
ljósa á bifreiðum o.þ.h.þvi bif-
reiðar þær sem við flytjum inn
frá framleiðslulöndunum eru
áreiðanlega búnar að fara í
gegnum mjög gott eftirlit,
og ég held að við getum engu
þar um bætt.
Mér datt þetta (svona) í hug.
SIGGI flug. 7877—8083.
BOLFIMI-
AFSLÁTTUR?
Hláturinn lengir lifið segir
máltæki eitt, þó um það mætti
vísast deila, sém allflest annað.
Að flestu virðist þó hægt að
hlæja, ef vel er að gáð.
Hver skyldi trúa því, en það
henti mig í dag að hlæja að
einni grein nýja skattalaga-
frumvarpsins, þó fæstum sé
líkast til hlátur í hug er um það
fjalla. En það eru margar hliðar
á hverju máli.
Það var 56. greinin er þessu
olli, en hún fjallar um
„heimilisafslátt", nýmæli í
skattalögum. Þetta er gæðaleg
grein, sem lætur litið yfir sér,
þó Matthías væri afar hátið-
legur á svip er hann sagði fólki
frá þessum svo mikilsverða
sanngirnislið frumvarpsins, í
sjónvarpinu á dögunum.
Hver skal svo fá þennan
umrædda heimilisafslátt sem
nemur 24 þús. kr. á mann á ári?
Jú, það er gift fólk sem vinnur
utan heimilis — án tillits hvort
það hafi börn á framfæri — og
einstæðir foreldrar. Ekki svo
ósanngjarnt hugsa kannski
margir. En lítum örlítið nánar á
málið.
Hvað er heimili? Heimsku-
lega spurt, segir eflaust ein-
hver. En eftir lögum Matthías-
ar er það aðeins heimili, sem
stofnað er af giftu fólki og
einnig fá vesalings einstæðu
mæðurnar að fljóta með.
En ég lít bara öðrum augum
á málið en Matthías. Tökum
dæmi. Ég gæti eflaust einhvern
tíma ævinnar haldið heimili
með föður mínum, annan tíma
með bróður mínum eða jafnvel
syni mírium og að siðustu svo
heimili fyrir mig eina. En
aðeins ef ég bý með manninum
mínum, hlýtur það hið
virðulega nafn heimili, sem
telst þess vert að njóta sér-
stakra fríðinda í augum Matthi-
asar og lagasmiðanna.
Að mfnu áliti eru þetta allt
heimili, þar sem þarf að sinna
sömu störfum og sömu skyld-
um, nema aðeins að einu leyti
— og hugsið þið þetta aðeins
með mér. — Eg fæ ekki séð
neinn annan mun en þann, að
hjónin verða auðvitað að sinna
sínum hjúskaparskyldum og
það kann vissulega að stytta
hvíldartímann nokkuð. Með
þetta i huga finnst mér réttara
að breyta nafninu a aisiæitin-
um og nefna hann bólfimiaf-
slátt, því eins og lagagreinin
hljóðar nú, virðist hann aðeins
vera ætlaður heimilum er þá
Jþrótt iðka.
Ef til vill eru ekki allir á einu
máli um að það sé heimili, þar
sem aðeins einn einstaklingur
býr — og víst er að skattalög
hafa aldrei litið þannig á. —
Flestir hljóta þó að vera hættir
að ætlast til að einstaklingar
búi í einu herbergi og lifi þar
á rúgbrauði og skyri. Fólk þarf,
þótt eitt sé, að halda heimili
með flestu því sem til þarf á
stærri heimilum. Að borða á
matsöluhúsum og kaupa alla
þjónustu annars staðar frá, er
áreiðanlega dýrasta framfærsla
sem til er.
Með tryggingalöggjöfinni er
þetta líka viðurkennt. Um leið
og fólk nær 67 ára aldri, er talið
tiltölulega dýrara að framfæra
einstakling sem býr einn en
tvo sem búa saman. Tel ég það
líka rétt ályktað. Tveir á
heimili geta notað sama síma,
sjónvarp og útvarp, jafnmikið
rafmagn til eldunar og svo
mætti lengi upp telja. Jafn-
framt mætti ætla að heimilis-
haldið kæmi léttara niður, þar
sem tveir skipta með sér
heimilisverkunum. Þetta
„Með kveðju
til Matthíasar
ogannarra
réttlætis-
skattakonga”
virðist þó eftir skattalögunum
aðeins talið gilda eftir 67 ára
aldur. Þangað til er álitið að
heimili gifts fólks þurfi meiri
framfærslueyri en önnur.
Það hvarflaði svona að mér,
eftir lestur frumvarpsins —
með tryggingalöggjöfina í huga
— að lagasmiðirnir ætli
hjónum þó að hætta allri ból-
fimi eftir að þau komast áelli-
launin. Þá er reiknað með að
fólk hætti vinnu utan heimilis
og þar með er afslátturinn
auðvitað niður fallinn.
Ættuð þið ekki, mínir ágætu
skattalagafrumvarpsflytjendur,
að hugsa málið aðeins nánar.
Ef þið hafið efni á afslætti,
væri þá ekki réttara að hafa
það barnaafslátt i einhverju
formi. Börn þurfa mikið til
framfæris bæði i fjármunum,
vinnu og umönnum, þó laga-
smiðirnir nýju séu þar á öðru
máli. En bað er annað atriði
sem ekki verður um fjallað að
þessu sinni, þó rík ástæða væri
til þess.
Með kveðjum til Matthiasar
og annarra háttvirtra réttlætis-
skattakónga.
H. Helgadóttir.
Þorsteinn Baldursson: Auðvitað
fer ég oft í bankann og eingöngu
til að leggja inn alla peningana-
mína.
Spurning
dagsins
Feröuoftí
bankanntil
aðleggjainn?
Axel Einarsson: Eg fer oft og legg
inn svona tvo tíeyringa i einu,
annars fer ég oftar til að fá lán, en
það gengur misjafnlega.
Guðlaugur Leósson: Eg fer nú
oftar til að taka út, ef ég hef þá
fengið lán til að leggja inn.
Ásdís LeifsdóttirtNei, ég á aldrei
peninga til að leggja inn, en ef
einhver afgangur verður þá fer
maðurinn minn með það í bank-
ann.
Matthias Helgason: Nei, ég fer
eiginlega aldrei i bankann, það
væri þá helzt til að reyna að fá
lán.
Fríða Magnúsdóttir: Eg á nú ein-
hverja peninga í bankanum, en ég
fer frekar í bankann til að reyna
að fá lán, en það gengur nú ekki
of vel.
/