Dagblaðið - 11.02.1977, Page 8
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. FEBRUAR 1977
Nígeríuskreiðin stöðvast í
Reykjavíkurhöfn:
Undirbúningur skreiðarút-
flutningsins til Nígeríu á næst-
unni virðist vera eitthvað í mol-
um, þ.ví enn liggur Lagarfoss í
Reykjavíkurhöfn með 940
tonna skreiðarfarm og má ekki
leggja úr höfn. Var lokið við að
lesta skipið um síðustu helgi og
gat það þess vegna siglt þá.
Ástæðan fyrir því að skipið
siglir ekki er sú, að Landsbank-
inn og Utvegsbankinn telja sig
ekki vera búna að fá nægilegar
bankatryggingar að utan fyrir
farminum, en þessir tveir bank-
ar eiga veð í farminum. Þar af
leiðandi fæst ekki útflutnings-
leyfi.
Þegar b.vrjað var að lesta
skipið f j'rir nokkru, höfðu
bankarnir afskipti af því máli.
Eimskip og útflytjendurnir
þrír leituðu hins vegar mjög
sterklega eftir að fá að halda
lestun áfram þar sem banka-
ábyrgðir væru væntanlegar á
hverri stundu og hentugt væri
að skipið gæti siglt um leið og
þær bærust.
Bankarnir sáu ekki ástæðu
til að hefta lestun að þessum
útskýringum fengnum, enda
lágu fyrir loforð Eimskips og
útflytjendanna þess efnis að
skipið sigldi alls ekki úr höfn
fyrr en fullgildar ábyrgðir
Fá ekki að sigla fyrr
en tryggingar eru settar
lægju fyrir. Umboðsaðilarnir
eru SÍS, íslenzka umboðssalan
og Samlag skreiðarframleið-
enda.
Undanfarna daga hafa
ábyrgðir verið að berast hingað,
en áður höfðu borizt skeyti um
að þær væru á leiðinni. Þau
skeyti gátu bankarnir ekki tek-
ið sem gilda pappíra, enda hafa
ýmis vandamál verið samfara
þessum útflutningi af og til
undanfarin ár.
-G.S.
í dag er vika síðan lokið var við
að lesta Lagarfoss og var hon-
um ekkert að vanbúnaði að
sigla þá strax, ef pappírar út-
flytjendanna hefðu verið í lagi.
Verðmæti farmsins um borð
mun vera eitthvað nálægt 800
milljónum. DB-mynd Sveinn
Þorm.
r GOLFTEPPI ^
f fyrir \
heimili—stigahús—skrifstofur
AXMINSTER
Grensásvegi 8 — Sfrni 30676
TAKIÐ EFTIR!
Við bjóðum ekki aðeins
mjólk og mjólkurvörur
heldureinnig
brauðogkökur
frá5helztu brauð-
gerðarhúsum
á Suður
landi
Einsog
áðurverzlum
við meðallar kjöt-
ognýlenduvörurvið
hliðina á mjólkurbúðinni
KJ0TB0RG
Ein skreiðarferð
til Nígeríu
hefur fallið niður
— Skeiðsfoss átti að lesta skreiðarfarm um
síðustu helgi en skortur á bankaábyrgðum
kom ívegfyrir það
Undir siðustu helgi átti að lesta
skreið í Skeiðsfoss til Nígeríu og
átti hann að vera annað skip
þangað, en þar sem það dróst
fram í síðustu viku að lesta Lagar-
foss og óvissa ríkti enn um farar-
tíma hans, var hætt við fyrirhug-
aða ferð Skeiðsfoss.
Lagarfoss er ekki enn farinn,
en komist bankaábyrgðarmálin
vegna þessa útflutnings í lag inn-
an tíðar bjóst Erlingur Brynjólfs-
son hjá Eimskip við að unnt yrði
að skjóta öðru skipi inn 1 fyrir
Skeiðsfoss.
Lokið var við að lesta Lagarfoss
fyrir síðustu helgi og hefur skipið
legið í höfn síðan. Skipið er leigt
til ákveðins tíma, en Erlingur
taldi að ef skipið færi fljótlega,
fengi það fljóta afgreiðslu ytra,
stæðist samningurinn. Ef leigu-
takar hafa skipið í fleiri daga en
um er samið, ber þeim að greiða
1500 dollara á dag fyrir það. eða
nálægt 300 þúsund krónur. -G.S.
Yfirlýsing frá Súðavík:
ENGINN REYNDIAD
HAFA ÁHRIF Á 0KKUR
Við undirritaðir félagsmenn í
Verkalýðs- og sjómannafélagi
Álftfirðinga, Súðavík, sem studdu
framboð núverandi stjórnar
félagsins, lýsum furðu okkar
á þeim skrifum sem komu
fram í Þjóðviljanum þann 8.
febrúar frá fráfarandi formanni,
Heiðari Guðbrandssyni, í sam-
bandi við stjórnarkjör félagsins
og lýsum því sem marklausum
orðum og staðlausum stöfum að
Börkur Ákason, framkvæmda-
stjóri Frosta hf. á Súðavík eða
nokkur annar aðili hafi reynt að
beita áhrifum sínum á skoðanir
okkar í sambandi við stjórnar-
kjörið og lýsum yfir skömm okkar
á slíkum fréttaflutningi.
Súðavík 13. feb.
Steinunn Jonatansdóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir,
Kristján Jonatansson, Ingibjörg Egiladóttir,
Fríöa Ólafsdóttir, Þorbargur Þorborgsson, Gísli
Sigurbjörnsson, Halldór Þóröarson, Sigríður
Kristjánsdóttir, Guömundur Halldorsson, Hall-
dór Guðmundsson, Ingibjörg Guömundsdóttir,
Sigurgoir Garðarsson, ÞorvarÖur Hjaltason.